Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.06.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.06.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Fðstudaginn 11. júní 1954 Fjölbreytt hátíðahöld sjómanna á sunnudaginn Kappróður á laugardag. Hátíðahöld sjómannadagsins hefjast að þessu sinni á laugar- dagskvöldið með kappróðri við Torfunefsbryggju. Keppa þar nokkrar skipshafnir, m. a. af tog- urunum Kaldbak, Sléttbak og Svalbak. Auk þess keppa 4 flokk- ar kvenna og 2 flokkar drengja úr Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju. Búast m ávið fleiri kepp- endum af skipshöfnum, þótt þær hefðu ekki tilkynnt þátttöku er þetta er ritað, enda flestir Akur- eyrarbátar í róðrum. Veðbanki verður starfræktur og verður hann til húsa í Eim- skipafélagshúsinu. Sjómannamessa. Að morgni sunnudagsins verða fánar dregnir að hún kl. 8, en sjómannamessa verður í Akur- eyrarkirkju kl. 11 f. h. Sr. Rag Fjalar Lárusson prédikar, nar Sundkeppni. Kl. 1,30 e. h. halda hátíðahöld- in áfram við sundlaug bæjarins. Keppt verður í björgunarsundi, stakkasundi og e. t. v. þreytir hópur sjómanna 200 m. sundið. Þátttaka í sundkeppninni hafa þegar tilkynnt sjómenn af öllum togurunum 5, en Harðbakur og Jörundur eru báðir væntanlegir af veiðum á aðfaranótt sunnu- dagsins. Við sundlaugina verður einnig flutt ávarp. Knattspyrna — reiptog. Kl. 4 e. h. halda íþróttakeppnir afram á íþróttasvæðinu austan Brekkugötu og verður þá keppt í knattspyrnu og reiptogi karla og kvenna. Taka skipshafnir allra togaranna þátt í þeim keppnis- greinum. Mikill viðbúnaður til fegrunar bæjarins Vinnuhópar hafa að undan- förnu unnið að ýmsum lagfær- ingum og endurbótum til fegrun- ar bæjarins. Hefur garðyrkju- ráðunautur og þjóðhátíðarnefnd forustu í þessum störfum. Hin leiða girðing við Ráðhústorg hef- ur nú verið numin burtu og gras- flöturinn girtur tilhöggnu hraun- grýti og fjölskrúðugum blóma- beðum komið þar fyrir. Er þetta mjög til bóta. Misjafnar mælist sú ráðstöfun fyrir að höggva öll tréin á torginu nema eitt. Við Kaupvangstorg er verið að snyrta hornið við Hafnarstræti og koma þar fyrir blómabeði og fleira mætti telja. Þjóðhátíðarnefnd brýnir það fyrir húseigendum, að hreinsa og snyrta lóðir sínar, þvo hús sín og mála eftir þörfum og hjálpa á annan hátt til þess að allur svip- ur bæjarins verði sem fegurstur á þjóðhátíðardaginn. Að því mun bærinn og bæjarbúar einnig búa, þótt sá dagur líði hjá. Dansleikir — verðlaunaafhend- ing. Um kvöldið verða dansleikir í Alþýðuhúsinu og í Varðborg og fer þá einnig fram afhending verðlauna, en sjómannadagsráð hefur góða gripi, sem því hafa verið gefnir til verðlauna íþrótta- afreka: Atlastöngina fyrir bezta samanlagðan íþróttaárangur ein- staklings, róðrarbikar, er Útgerð- arfélag Akureyringa hefur gefið og reiptogsbikar, gefinn af KEA, ennfremur „Nafnlausa bikarinn" fyrir bezta afrek í björgunar- sundi. Ágóðinn til björgunarskútu. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði af skemmtunum og merkjasölu dagsins í Björgunar- skútusjóð. Eins og kunnugt er er smíði björgunarskútunnar nú ákveðin og má vænta þess að hún komizt á flot eftir 1—2 ár, ef fjárskortur hamlar ekki. Verkfall boðað á síld- veiðiflotanum Sjómannafélögin í Reykjavík, Akureyri, Siglufirði, Akranesi, Keflavík og Sandgerði hafa sam- þykkt að boða verkfall á síld- veiðiskipunum. Ekki er enn ákveðið hvaða dag verkfallið kemur til framkvæmda. Enginn fundur hefur verið með deiluað- ilum síðan 2. þ. m. Kröfur sjómannanna eru þær að kjörin verði samræmd þeim kjörum, sem nú gilda í Vest- mannaeyjum, þ. e. að kaup- trygging hækki úr kr. 1830,00 á mán. í kr. 1950,00 og enn- fremur að hlutaskiptaprósenta hækki eftir að afli er orðinn meira en 135 þús. kr. virði. Samningur Sjómannafélags- ins Jótuns í Eyjum heíur verið í gildi frá 1944 og eru þessi ákvæði í þeim samningi. Um 30 Vestmannaeyjabátar búast nú á síldveiðar. , Meira vatn á göturnar Húsmóðir, sem býr við Víði- velli, hringdi til blaðsins í gær og bað það að koma þeim tilmælum áleiðis til réttra aðila, að vatns- bíllinn verði framvegis látinn fara um götuna, helzt daglega. Svo háttar til við Víðivelli, að þar liggur að götunni fjölsóttasti barnaleikvöllur bæjarins og eru þar stundum allt að hundrað börn eða fleiri. Sagði kona sú, er talaði við blaðið, að íbúunum við göt- una rynni oft til rifja að sjá barnahópinn hulinn þykkum reykjarmekki frá götunni, og hvað sem segja mætti um íbúana sjálfa, væri þetta með öllu óvið- unandi vegna barnanna. Svipaða sögu mætti segja miklu víðar úr bænum og vafalaust er að allt of lítið er að hafa aðeins einn bíl við vatnsdreifinguna. — Garðar Halldórsson og Olafur Aðalbjarnarson hljóta björgunarverð- laun Sjómannadagsins Þrír ungir togarasjómenn hljóta að þessu sinni heiðurs- verðlaun sjómannadagsins fyr- ir mestu björgunarafrek ársins. Tveir þeirra, Garðar Halldórss. kyndari og Ólafur Aðalbjarn- arson stýrimaður, voru skip- verjar á togaranum Sléttbak og hljóta verðlaunin fyrir frábæra vaskleik, hetjuskap og fórnarlund er þeir björguðu slösuðum skipsfélaga sínum er féll fyrir borð í afspyrnuveðri á Halamiður sl. haust. Eitt átakanlegasta slys á seinni árum - þrjú börn farast í eldsvoða * Eitt átakanlegasta slys er orðið hefur hér í byggð um langan ald- ur varð sl. mánudag, er bærinn að Sandhólum í Saurbæjarhreppi brann til kaldra kola og þrjár dætur hjónanna þar, Helgu Jó- hannesdóttur og Sigtryggs Svein- bjarnarsonar fórust í eldinum. Eldsins varð vart um kl. 9 um morguninn, en hjónin höfðu þá verið að fjósverkum. Var bærinn þá alelda og hrundi niður áður en nokkuð varð að gert til bjarg- ar dætrunum þremur er sváfu Nýjar sýningarvélar og Panorama tjald í Nýja-Bíó Á fimmtudagskvöd sl. hófust aftur kvikmyndasýningar i Nýja- Bíó, en þær hafa legið niðri um tíma vegna endurbóta, sem nú er lokið. En þær eru í því fólgn- ar, að settar hafa verið upp nýjar sýningarvélar og tjald, sem hvort tveggja er af fullkomnustu gerð, sem þekkist. Tæki þessi eru frá hinum heimsþekktu Philipp- verksmiðjum og eru búin öllum nýjustu endurbótum ársins 1954. Sýningarvélarnar eru mjög ör- uggar í notkun, t. d. stöðvast þær sjálfkrafa og rjúfa af sér straum, hversu lítil bilun eða mistök sem koma fram við sýningu, og er fólgið mikið öryggi í þessu fyrir sýningargesti, sem og hús og vél- ar. Auk þess eru þessar nýju og glæsilegu sýningarvélar þannig gerðar, að svo að segja fyrirvara- laust og með mjög lítilli breyt- ingu má sýna þriðju víddina, en sýningartjaldið er einmitt gert fyrir slíkar myndir. Það er svo- kallað Panorama-tjald — breið- tjald, og gefur venjulegum myndum (sem ekki eru þrívídd- armyndir) meiri dýpt, auk þess sem það er miklu stærra en áður hefur sést hér, og því jafnari að- staða bíógesta til að sjá mynd- flötinn, hvar sem setið er í saln- um. Fyrsta myndin, sem sýnd var í þessum nýju tækjum, myndin af hinum mikla söngvara Caruso, var góður prófsteinn á ágæti þessara nýju tækja, og þá sér- staklega hTjóðkerf i vélanna. Tón- gæðin eru með þeim ágætum, að bíógesti rak í rogastanz. Það var sem hljómsveit Metropolitan- ópreunnar væri sjálf komin í bíó- salinn, svo skýr og fullkomin var endurgjöfin. Kvikmyndatækninni hefur fleygt mjög fram á síðustu árum, og í dag er kvikmyndin það áhrifavald í þjóðfélaginu, sem ekki verður gengið fram hjá. Það er vissulega loísvert þegar eig- endur kvikmyndahúsa leggja í það fyrirhöfn og mikið f jármagn, að gefa viðskiptavinum sínum kost á að njóta þess bezta, sem Iþróttadagur Islands Á morgun hefst svonefndur „íþróttadagur Islands" og stend-» ur til 14. júní. Verður þá al- menningskeppni milli kaupstað- anna, með líku sniði og í Sam- norrænu sundkeppninni, þannig, að almenn þátttaka ræður mestu um úrslitin. Kjörorð félaganna sem að þessari nýbreytni standa er; Allir með. nútímatækni hefur yfir að ráða á þessu sviði, eins og forstjóri og eigandi Nýja-Bíós, hr. Hreinn arðarsson, hefur nú gert, og ber að þakka það. En um menningar- áhrif kvikmyndahúsa má segja að „veldur hver á heldur". Við skulum vona að einnig á því sviði megi gifta fylgja hinni mikils- verðu, tæknilegu breytingu, sem nú er á orðin í Nýja-Bíó. Jón Eðvarð. uppi á lofti í framhúsi, sem var áfast við gamla torfbæinn. Sonur hjónanna, 8 ára gamall, svaf í stofu á neðri hæð fram- hússins og slapp út óbrenndur. Kristjana Guðlaugsdóttir, tengda móðir bóndans, bjargaðist einnig úr eldinum, en brenndist á hönd- um og í andliti. Húsfreyjan, Helga Jóhannesdóttir, brenndist einnig mikið er hún freistaði inn- göngu í eldhafið, til bjargar börn um sínum. Liggja mæðgurnar nú báðar í Sjúkrahúsi Akureyrar. Slökkvilið Akureyrar var hvatt á vettvang, en bærinn var þá brunninn til kaldra kola er það kom á staðinn. Allir Eyfirðingar og aðrir lands- menn munu taka þátt í ómælan- legri sorg þeirra, sem hér hafa hlotið þyngra áfall en nokkur megnað að bæta, Hefur Rauða- krossdeild Akureyrar hafið fjár- söfnun til styrktar hjónunum og litla drengnum, sem eftir lifir. Þarf ekki að efa að margir munu leggja leið sína til gjaldkera deildarinnar, Páls Sigurgeirsson- ar kaupmanns og votta samúð sína með þátttöku í fjársöfnun- inni. Fataútsalan byrjar í dag Til sölu: karlmannafrakkar frá 175.00, buxur frá 45.00, kjólar frá 25.00. Ýmisknar barnaföt frá kr. 10.00. Enn- fremur sundbolir, frakkar og fjölda margt fleira með gjafverði. — Ctsalan verður í Gufupressunni SKÍRNIR, milli B.S.A. nýja Landsbankahússins. °g TILKYNNING frá Verkamannafél Akureyrarkaupstaðar Samkvæmt samningi vorum við vinnuveitendur, er undirritaður var 6. þ. m., koma eftirfarandi breytingar á eldri samningum til framkvæmda: 1. Kaffitími, sem ákveðinn er í eldri samningi frá kl. 7,45 til 8, verður kl. 7,05 til kl. 7,20, þegar dagvinna hefst kl. 7,20. 2. Kaup fyrir uppskipun ísvarðs fisks verður kr. 9,90 í grunnl. á klst. 3. Kaup mánaðarkaupsmanna hjá olíufélögum, sem áður var kr. 1740,00, hækkar í kr. 1830,00, og kr. 1890,00 mánaðarlaun hækka í kr. 1950,00 grunnl. 4. Næturvinna er framvegis ekki heimil nema bæði verkamenn og trúnaðarmaður félagsins á viðkom- andi vinnustað samþykki. 5. Þegar dagvinna hefst kl. 7,20 og vinna hættir kl. 12 á hádegi ber verkamönnum aðeins kaup fyrir þann tíma. 6. Samningurinn verður uppsegjanlegur á þriggja mán- aða fresti, með eins mánaðar fyrirvara. Að öðru leyti eru eldri samningar óbreytiir. Verkamannafélag Akureyrarkanpstaðar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.