Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.07.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.07.1954, Blaðsíða 1
VERKHnurouRinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 2. júlí 1954 21.:: i. GERIST ÁSKRIFENDUR að Verkamanninum. Nýir kaupendur fá það, scm eftir er af þtssum árgangi, fyrir kr. 15,00. - Sími er 1516. Hæsla úlsvarsupphæí í sögu bæjarins, 9 milljónir 590 þúsund Meirihluti niðurjöfnunarnefndar samþykkti að leggja 10% á f járhagsáætlunina fyrir vanhöld- um, þrátt fyrir tilmæli bæjarstjórnar um að að- eins 5% yrðu lögð á. Sami útsvarsstigi og í fyrra Útsvarsskrá Akureyrar var lögð fram í fyrradag og er heild- arupphæð útsvaranna krónur 9.590.120.00, eða tæpri milljón hærri en á s.l. ári. Fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir yfirstandandi ár er að upphæð 8.711.350.00, og samþykkti meirihluti niðurjöfn- unarnefndar (fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarfl.) að bæta 10% ofan á þá upphæð eða eins miklu og lög frekast leyfa. Áður hafði bæjarstjórn mælst til þess við nefndina að hún legði ekki nema 5% á fyrir vanhöldum. Útsvarsstiginn. Farið var eftir sama útsvars- stiga, og á sl. ári og gefur eftir- farandi útdráttur nokkra hug- mynd um hann: barna í skólum erlendis eða Rvík og ennfremur þar sem aðrar ástæður töldust fullnægjandi til ívilnana. Hæstu gjaldendur. Þau fyrirtæki og einstaklingar, sem hæstu útsvörin bera, eru tal- in hér á eftir og mun mönnum þykja athyglisvert hve stór hluti þeirra eru úr sjómannastétt bæj- arins. Ekki skal tekin ábyrgð á að allir séu taldir sem bera 10 þús. kr. útsvar eða hærra. ^ Ráðstefna sósíalistafélaganna á Norð- urlandi verður haldin á sunnudaginn Nettót. Útsvör 13100 14000 15000 16000 17000 18000 19000 20000 21000 22000 23000 24000 25000 26000 27000 28000 29000 30000 31000 32000 33000 34000 35000 36000 37000 315 450 600 750 900 1050 1250 1450 1650 1850 2050 2222 2394 2566 2738 2910 3082 3254 3435 3613 3794 3978 4165 4355 4548 Nettót. 38000 39000 40000 41000 42000 43000 44000 45000 46000 47000 48000 49000 50000 51000 52000 53000 54000 55000 56000 57000 58000 59000 60000 Útsvar 4744 4943 5145 5350 5558 5769 5983 6200 6420 6642 6866 7092 7320 7550 7782 8006 8252 8490 8730 8972 9216 9462 9710 og 25% af afg. Persónufrádráttur kr. 4500,00 fyrjr konu og hvern ómaga og er það 1000 kr. hærri frádráttur en í fyrra. Annar frádráttur við út- reikning nettótekna er hinn sami og gert er ráð fyrir í skattalögun- um nýju og auk þess fengu þeir, er vinnu stunduðu utan bæjar, 18 kr. frádrátt fyrir hvern dag, sem þeir dvöldu við vinnu fjarri heimilum. Einnig var nokkuð vikið frá útsvarsstiganum til lækkunar, þar sem um var að ræða tekjur eiginkvenna fram- teljanda, kostnað vegna náms Amaró h.f. 48.010 Axel Kristjánsson h.f. 24.290 Árni M. Ingólfsson 11.850 Ásbyrgi hi. 10.270 Ásgeir Árnason 13.950 Baldvin Þorsteinsson 12.000 Bergur Sveinsson , 15.070 Bernharð Ctefánsson 18.310 BSA h.f. 11.040 Bjargey Pétursdóttir 10.910 Bílasalan h.f. 12.440 Bjarni Jóhannesson 14.640 Björn Baldvinsson 10.500 Brauðgerð Kr. Jónssonar 16.420 Brynj. Sveinsson 15.400 BSA-verkst. h.f. 12.430 Byggingavöruv. Tóm. Bj. 37.870 Elecktro Co. 10.680 Eyþór Tómasson 10.860 Finnur Daníelsson 13.570 Friðjón Skarphéðinsson 14.880 Friðrik Magnússon 10.530 Friðþjófur Gunnlaugsson 10.790 Guðjón Sigurjónsson 11.480 Guðm. Jörundsson 21.340 Gunnar Auðunsson 17.820 Hafnarbúðin h.f. 13.440 Hallur Helgason 14.690 Haraldur Halldórsson 13.000 Haukur Jónsson 10.400 Hámundur Björnsson 10.230 Helgi Skúlason 22.000 Hvannbergsbræður 15.570 I. B. & Kvaran 15.520 Jakob Frímannsson 18.530 Jónas Þorsteinsson 14.990 Kaffibrennsla Akureyrar 39.660 KEA 205.930 Kristján Kristjánsson 27.860 Ladxla, Anna 17.630 Laxdal, Bemharð 18.010 Lárus Björnsson 10.130 Linda h.f. 38.180 Nýja kjötbúðin s.f. 15.950 Oddi, vélsmiðja h.f. 12.260 Olíuverzl. íslands h.f. 20.900 Otterstedt, Knut 10.960 Ólafur Ágústsson & Co. 10.620 (Framhald á 4, síðu). Bræðslusíldarverðið ákveðið kr. 60.00 Stjóm Síldarverksmiðja ríkis- ins hefur einróma lagt til að bræðslusíldarverðið verði það sama og í fyrra sumar, kr. 60.00 á mál. Hefur atvinnumálaráð- herra ákveðið, í samræmi við þetta, að heimila síldarverksmiðj- unum að kaupa síldina þessu verði. Jafnframt er útgerðarmönnum heimilað að leggja síldina inn til vinnslu, ef þeir kjósa það heldur, og fá þeir þá útborguð 85% af áætlunarverði eða 46,50 við af- hendingu og endanlegt verð þegar reikningar verksmiðjanna verða gerðir upp. Síldarverksmiðjan á Skaga- strönd verður ekki starfrækt og er móttaka síldar frá viðskipta- mönnum ríkisverksmiðjanna því bundin við Raufarhöfn og Siglufjörð. Sósíalistafélögin hér á Norður- landi efna til ráðstefnu næstk. sunnudag. Verður hún haldin í Ásgarði, Hafnarstræti 88, og hefst kl. 10 f. h. Til ráðstefnunnar eru væntan- legir fulltrúar allra sósíalista- félaga norðanlands og mun hún taka til meðferðar ýmis sameig- inleg málefni félaganna í fjórð- ungnum. Þeir urðu ekki hissa okoðanakönnun fór nýlega frarn meðal nokkur hundruð mennta- skóla- og gagnfræðaskólanem- enda í New Jersey um afstöðu þeirra til ósæmilegrar hegðunar. Niðurstaða könnunarinnar varð sú að 75% nemendanna álitu hvorki lygar né svik ósæmilegar. Yfir 12% álitu þjófnað fyrirgef- anlegan; 15% töldu tilgangslausa eyðileggingu eigna meinlausa' og ein 17% töldu kynferðilegt of- beldi ekkert sérlega athugavert. Niðurstaða könnunarinnar var birt í öldungadeild Bandaríkja- þings of republikanum Robert C. Hendrickson. Þeir virðulegu öld- ungadeildarmenn urðu ekki mjög undrandi. Og því skyldu þeir hafa orðið undrandi fyrst „lygar og svik eru talin eðlilegt líferni" af þeim sem stóðu fyrir könnun- inni, svo að notuð séu orð Hend- rickson's. Orðsending frá Æ.F.A. Félagar í Æskulýðsfylkingunni og annað æskufólk, sem hafið hug á að fara í stutta og skemmtilega sumarferð, takið ykkur fár með hópferð Æskulýðsfylkingarinnar, er farin verður til Norðfjarðar föstudaginn 16. júlí. Komið verð- ur til baka mánudag 19. júlí. Þið, sem ekki hafið komið til Nes- kaupstaðar, grípið tækifærið og komið með. Þeir, sem hafa hug á að slást með í ferðina, ættu að tala sem fyrst við Björn Her- mannsson, Aðalstræti 54, Braga Sigurgeirsson, Glerárgötu 8, eða Gunnlaug Björnsson, Kotá, sem gefa allar nánari upplýsingar um ferðina. Ferðanefndin. Valbjörk opnar söhibúð í Reykjavík Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk hefur nú opnað sölbuúð fyrir framleiðslu sína í Reykjavík, en áður hafði fyrirtækið komið á fót húsgagnaverzlunm hér í bæn- um, í Siglufirði og á ísafirði. Er framleiðsla verksmiðjunnar mjög eftirsótt og á miklu áliti að fagna fyrir nýtízkulega og hent- uga gripi. Ekki er nema ár síðan fyrir- tækið var stofnað af nokkrum ungum húsgagnasmiðum hér í bænum. Af hálfu miðstjórnar Sósíalista- flokksins mæta á ráðstefnunni varaformaður flokksins, Steinþór Guðmundsson, og framkvæmda- stjóri flokksins, Eggert Þorbjam- arson. Landsmót hestamanna í næstu viku 2. landsmót Landssambands hestamannafélaga fer fram á Þveráreyrum síðari hluta næstu viku. Hefur mjög víðtækur und- irbúningum verið gerður að því að gera mót þetta sem glæsileg- ast. M. a. hefur undirbúnings- nefndin byggt hús yfir 30 stóð- hesta, veðbankahús og dómpall og látið girða svæði fyrir á annað þúsund hesta. Þarf ekki að efa, að fjölmenni verður mikið á Þveráreyrum þessa daga, en um 14t þúsundir manna sóttu fyrsta landsmótið, er haldið var á Þingvöllum sumar- ið 1950. Athygii skal vakin á auglýs- ingu um landsmótið á öðrum stað hér í blaðinu. Barnakórinn fékk hvarvetna hinar bezfu móffökur í Noregi í förinni voru 29 börn og söng- stjóri kórsins, Björgvin Jörgens- son, en alls voru 6 fullorðnir í förinni með börnunum. Börnin fóru til Noregs í boði vinabæjar Akureyrar, Álasundsbæjar. Far- ið var með Gullfaxa til Osló 12. júní og með lest til Álasunds 03 komið þangað um kvöldið. Börnin fengu feykilega góðar og myndarlegar viðtökur í Ála- súndi, Bjarni Ásgeirsson, sendi- herra íslands í Noregi, og Torgair Anderssen-Rysst, sendiherra Norðmanna hér, voru báðir við- staddir komu barnanna og ávörp- uðu þau. Karlakór Álasunds ann- aðist móttökur fyrir bæjarins hönd og hafði boð fyrir börnin 17. júní og ræðimaður íslands í Ála- sundi, Oscar Larsen, hafði einnig boð fyrir börnin á þjóðhátíðar- daginn, en þann dag sungu þau í útvarpið í Álasundi. Fyrsti söng- ur barnanna var við opnun fiski- málasýningarinnar í Álasundi. Auk þess hélt barnakórinn sjálf- stæða söngskemmtun í Álasundi, en þar voru þau til 19. júní. Enn- fremur sungu þau í Sykkylven. í Bergen var kórinn 19. og 20. og söng þar í útvarp og ennfremur í byggðasafninu og í hléi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Bergen, en hún var á förum til hljómleika- samkeppni í Belgíu. í Bergen bjuggu flest börnin í skóla, en nokkur úti í bænum, var'böm- unum boðið á margar skemmtan- ir og höfðu þau frífar með spor- vögnum í bænum. Telpnakór út- varpsins í Bergen tók á móti börnunum, en ræðismaðurinn, Trygve Rithland hafði undirbúið dvöl þeirra. íslendignur, Jón Sigurðsson, vélstjóri hjá Berg- enska gufuskipafélaginu, lét sér annt um börnin, og íslenzk kona, Oddfrid Sætre, reyndist eins og hún væri móðir þeirra allra. Þá sungu börnin einnig í Voss, og í Osló sungu þau í útvarp og í byggðasafninu, ennfremur sungu þau á sjóbaðstaðnum á Bygdöy sl. laugardag, en þar voru samkórar af Norðurlöndunum samankomn- ir. ísl. sendiráðið hafðiundirbúið dvöl barnanna í Osló og Bjarni Ásgeirsson sendiherra bauð þeim heim til sín og sá þeim fyrir leið- sögn um bæinn og skemmtisigl- ingu. Ferðalagið gekk allt eins og í sögu og allir voru hraustir og kátir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.