Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.07.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.07.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudagírm 16. júlf 1954 - Álvktanir ráðstefnu sósíalistafélaganna (Framhald af 1. síðu). flokkurinn hefur borið fram á Alþingi, og birtar hafa verið í málgögnum flokksins. Lítur ráðstefnan svo á, að í atvinnu- málum þjóðarinnar verði að leggja höfuðáherzluna á, að hindruð verði sú stefna ráða- manna þjóðfélagsins, að af- kastamestu atvinnutæki lands- manna, togararnir, séu látnir liggja í höfnum um ófyrirsjáan- legan tima. Þar eð full vissa er fyrir því, að tryggðir eru markaðir fyrir framleiðslu landsmanna, sjávar afurðirnar, verður með öllum tiltækum ráðum að hindra, að þeir markaðir, sem nú eru ör- uggir, gengi þjóðinni úr greip- um, og jafnframt að leggja áherzlu á að afla nýrri og meiri markaða. Hinir stórfelldu sölusamn- ingar, sem gerðir hafa verið við Ráðstjórnarríkin, sanna ómótmælanlega að auðvelt er að selja íslenzkar afurðir. Með þeim er kveðin niður í eitt skipti fyrir öll, sú kenning, að takmarka þurfi framleiðslu togaraflotans, vegna erfiðleika á sölu sjávarafurða. Til að hefja að nýju starf- rækslu togaranna og kveða niður þá ótrú ,sem verið hefur á þessum stórvirku tækjum, verður að hefja áróðursherferð gegn þeim öflum, sem fyrr og síðar hafa barizt gegn öllum framkvæmdum og árangri ný- sköpunartímabilsins og í öðru lagi að létta af þessum atvinnu- vegi þeim drápsklyfjum okurs í einni og annarri mynd, sem þessi atvinnuvegur þjóðarinnar er nú að sligast undir. Þá er jafnframt höfuðverk- - Síldveiðin (Framhald af 1. síðu). Til Dagerðareyrar höfðu borizt um 900 mál á miðviku- dag, en ekki er blaðinu kunn- ugt um landanir þar í gær. — Veldur miklu um hið mikla síldarmagn til Krossaness, að þar eru meðal viðskiptaskip- anna 2 aflahæstu skip flotans, Snæfell og Jörundur, bæði með. Viðbúnaður til söltunar á 2 plönum á Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga og Sverr- ir Ragnars hafa undirbúið síldar- söltun og hófst söltun í gær hjá Sverri Ragnars af togaranum Jörundi. Voru saltaðar 000 tunn- ur. Frystihús KEA hefur tekið á móti um 400 tunnum til frysting- ar af Gylfa, Sigrúnu og Þorsteini frá Dalvík. SÍÐUSTU FRÉTTIR. Er blaðið átti tal við síldar- leitina í morgun hafði engin veiði verið frá því í gærmorg- un. Aðeins einn bátur, Pálmar, fék k250 tunnur á Þistilfirði í nótt sem leið. Þoka og kaldi hefur verið á miðunum en góðar vonir eru til að úr rætist þegar upp styttir. efni, í þessu sambandi, að bæta svo kjór sjómannastéttarinnar, að þessi undirstöðuatvinnu grein verði eftirsótt af þeim, er sjóinn stunda. Krefst ráðstefnan þess, að ríkisstjórnin geri, án frekari dráttar, fullnægjandi ráðstaf- anir til þess, að togaraútgerðin skipi þann sess, sem henni ber, sem undirstöðuframleiðslu- grein okkar þjóðarbúskapar og togarasjómönnunum þann sess, sem þeim ber sem langafkasta- mestu fiskimönnum heims. SJÁLFSTÆÐISMÁL. Ráðstefna sósíalistafélaganna á Norðurlandi lýsir ánægju sinni yfir baráttu Sósíalista flokksins gegn hinu þjóðhættu lega hernámi landsins. Jafn framt telur ráðstefnan knýj andi nauðsyn, að allri orku verði beitt til þess að sameina alla hernámsandstæðinga til samstilltrar baráttu fyrir upp sögn hernámssamningsins og algerum flutningi erlendra hermanna af íslenzkri grund. f++**++>+++*>+>+~++++++*++*+++>+++>++>4 Stöðugt fleiri togar- anna stöðvaðir ~ að- eins 7 eftir á heima- |miðum. Ríkisstjórnin hefir stöðvað störf togaranefndar Aðeins 7 togarar stunda nú j I veiðar hér við land, auk þeirra j fjögurra, sem verið hafa að;; ;;veiðum við Grænland. Allirl ; hinir togararnir, yfir 30 að '•', I ' tölu, Iiggja bundnir á sama I tíma og stærstu afurðasöiu-1 \ samningar í sögu þjóðarinnar ; eru óuppfylltir og þeirra allra! ; er f ull þörf til þess að standa ', við þá samninga. Liðinn «?r nú um hálfur ; i mánuður síðan talið var að j! togaranefnd hefði lokið störf- !! !! um, en niðurstöður hennar ;> .! munu ekki hafa komið að öllu heim við klíkusjónarmið ríkis- stjórnarinnar, og hefur hún , enn sem komið er tekið það ,! ráð að stöðva störf nefndar- !;innar. En meðan ríkisstjórnin ;; heraur að sér höndum ogj; stöðvar stórvirkustu fram- !! leiðslutækin skaðast þjóðar búið um 4—5 milljónir á; !! hverri einustu viku sem líður ; !! án aðgerða. !! Af togurum Ú. A. er Kald- bakur nú einn á veiðum og leggur afla sinn upp í fyrsti- hús á Vestf jörðum. ¦+++++++++++++++¦,• '¦* + **+ + + + + +++++* M/S GROTTA KEYPT TIL AKUREYRAR. Akureyrarflotanum hefur bætzt einn bátur. Hefur Kristján Tryggvason, útgerðarm., keypt vélskipið Gróttu frá Siglufirði og mun gera það út á síldveiðar héð- an, með hringnót. Mun skipið fara á veiðar næstu daga. 53 húseigendur í inn-1| bænum bíða eftir svari Fyrir tveimur mánuðui sendum við flestir, eða allir,!! húseigendur við Aðalstræti og \ innanvert Hafnarstræti, bréf \ til bæjarstjórnar, þar sem við; I fórum fram á, að"unnið yrði að áframhaldandi malbikun á þessum götum en þá fram-.t , kvæmd teljum við óumflýjan- ! \ !! lega, þar sem hér er um að ræða aðalakveg inn í bæinn og ;; mjög mikla umferð, en vegur- ;! inn hins vegar þröngur. Enn hefur ekkert svar bor- * ekki;! \ stjórn enn. izt við bréfi okkar og kunnugt um að erindi okkar;! hafi verið lagt fyrir bæjar-!! ¦ i; ji Nú vil eg spyrja: Hefurj! bæjarstjóri heimild til að' stinga erindum, sem stíluð eru til allrar bæjartsjórnarinnar, undir stól, eða er það skylda hans að framvísa slíkum er- indum og sjá um að þau hljóti;! réttmæta afgreiðslu og sé svarað að henni lokinni? Innbæingur. !; i! ¦<r+++^++^+++*++^+++^++>*>++^+++^+*++++++ Nýr vegur að kirkjugarðinum Sóknarnefnd hefur sótt um, til bæjarstjórnar, að lagður verði vegur frá Þórunnarstræti þvert yfir Höfðatún og að fyrirhuguðu sáluhliði, er sóknarnefnd hefur í hyggju að láta reisa. Bæjarstjórn hefur samþykkt að láta leggja veg þennan nú í sum- ar. Er kostnaður áætlaður 25—30 þúsunud krónur við vegagerð þessa. K. E. A. opnar útibu í Mýrahverfi í morgun opnaði Kaupfélag Ey- 9 r t i t r r firðinga nýtt utibu í Grænumyri 9. Er verzlunin í 2 deildum — ný- lenduvörudeild og kjöt- og fisk- verzlun. Einnig verða þar seldar hvers konar brauð- og mjólkur- vörur. Þetta nýja útibú bætir mjög úr langvai-andi þörf íbúa Mýrar- hverfis fyrir verzlun, er geti séð þeim fyrir öllum daglegum nauð- synjum, en aðdrættir hafa þótt þar erfiðir og óþægilegir, einkum á vetrum, meðan allan varning varð að sækja niður í miðbæ eða í ofhlaðið útibúið í Hamarstíg. Mun mýrabúum bregða við er Kaupfélagið býður þeim nú hina beztu þjónustu í einni nýtízku- legustu verzlulh bæjarins, mið- svæðis í þessu ört vaxandi bæj- arhverfi. Ekki mun fjarri lagi, að íbúar Mýrahverfis nálgist nú þúsundið, og mörg hús eru þar nú í smíðum. Þúsundir manna sótfu mót hesta- manna á Þveráreyrum - Þar gat að líta um eitt þúsund gæðinga víðsvegar af landinu Landsmót hestamanna, hið ann- að í röðinni, var háð á Þverár- eyrum í Eyjafirði fyrir og um síðustu helgi. Streymdu þangað hundruð hestamanna víðs vegar að af landinu með hesta sína. Sunnlendingar komu Vatna- hjallaveg og voru Reykvíkingar þeirra fjölmennastir. Veður var hið bezta, einkum á sunnudaginn, og munu þá á fimmta þúsund manns hafa sótt mótið. Fór mótið ágætlega fram í öllum aðalatrið- um og var samtökum hesta- manna og undirbúningsnefnd- inni, sem lagt hafði geysilegt starf fram við fjölþættan undirbúning, til sóma. Helztu úrslit mótsins fara hér á eftir: Stóðhestar. 1. Hreinn frá Þverá, eigandi Hrossakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal, hlaut Sleipnisbikar- inn, 400.05 stig. — 2. Sörli, eig- andi Pétur Sigurðsson, Hjalta- stöðum og Gunnlaugur Þórarins- son, Ríp, Skagaf., 390.8 stig. — 3. Randver, eigandi Hrossakynbóta- búið Kirkjubæ, Rangárv., 380.2 stig. — 4. Ljúfur, eigandi sami, 379.65 stig. — 5. Goði, eigandi Sveinn Guðmundsson, Sauðár- króki, 378.353 stig. Tamdar hryssur. 1. Ljónslöpp, eigandi Björn Jónsson, Akureyri, 320.5 stig. — 2. Brúnka, eigandi Ragnar Páls- son, Sauðárkróki, 318 stig. — 3. Perla, eigandi Jón Bjarnason, Selfossi, 316 stig. — Næstu 3 hryssur allar frá Akureyri: Sjarna Bjarna Kristinssonar, 314.5 stig, Drottning Tómasar Jónssonar, 311.25 stig, Fjöður Helga Hálfdánarsonar, 311 stig. Góðhestar. 1. Srjarni, eigandi Bogi Egg- ertssoon, Rvík, Sýningarfél. Fák- ur, 322.5 stig. — 2. Blesi eigandi Ari Guðmundsson, Sauðárkróki, Sýningarfél. Léttfeti, Sauðárkr., 320.5 stig. — 3. Goði eigandi Ól. R. Björnsson, Rvík, Sýningarfél. Fákur, 317.9 stig. — 4. Svanur, eigandi Gísli Gottskálksson, Sól- heimagerði, Skagafirði, Sýning- arfél. Stigandi, 313 stig. — 5. Nubbur, eigandi Steingrímur Antonsson, Akureyri, Sýningar- fél. Léttir, 311.4 stig. 350 m. stökk. 1. Gnýfari, Gufunesi, 26.6 sek., sjónarmunur. — 2. Blesi, Sauð- árkróki, 26.6 sek. — 3. Léttir, Giljahlíð, Borgarfirði, 26.7 sek. 300 m. stökk. 1. Léttfeti, Stóradal, EyjafitfSi, 23.8 sek. — 2. Perla, Argerði, Eyjafirði, 24 sek. — 3. Fálki, Ak- ureyri, 24.3 sek. Happdrætti. 1. vinningur, grár hestur, nr. 4456. — 2. Sótrauður hestur, nr. 4467. — 3. Rauðskjóttur hestur, nr. 4050. Vísitalan óbreytt m 159 stig Framfærsluvísittalan fyrir júlí- mánuð hefur verið reiknuð út og reyndist hún óbreytt frá fyrra mánuði, 159 stig. Kaup er þó reiknað eftir maí-vísitölunni, 158 stigum, og verður svo til 1. sept- ember næstk., en samkvæmt gildandi samningum verkalýðs- félaganna breytist kaupgjald að- eins á 3ja mánaða fresti, 1. marz, 1. júní, 1. sept. og 1. des. og er vísitala næsta mánaðar á undan lögð til grundvallar. Útsvörin lækka um 16,3 prósent á almenningi í Hafnarfirði Akureyringum munu þykja það tíðindi nú, er þeim er kunnugt orðið um útsvarsbyrðar sínar í ár, að í Hafnarfirði, þar sem meirihlutavald er í höndum só- síalista og Alþýðuflokksmanna sameiginlega, hafa útsvör ein- staklinga verið lækkuð um rúm- lega 16% frá því í fyrra, en út- svör atvinnurekenda og fyrir- tækja hækkuð að sama skapi. Er hér um að ræða augljóst dæmi um þann mismun, sem er á bæj- armálastjórn fhalds og Fram- só.knar annars vegar og verka- lýðsflokkanna hins vegar. Alþm. reynir auðvitað að eigna sínum mönnum í samstjórninni í Hafnarfirði heiðurinn af útsvars- lækkuninni, en gætir þess ekki, að í samanburðinum á útsvörun- um nú og í fyrra felst óbein ásök- un á hendur Alþýðuflokknum, sem einn fór með völdin þegar útsvörin voru 16% hærri. Lækkun útsvaranna í Hafnar- firði er þeim mun athyglisverðari, þegar þess er gætt, að framlög til verklegra framkvæmda hafa ver- ið stóraukin og auk þess hefur hin illræmda hækkun á fast- eignagjöldum verið stórlækkuð. Vantar háseta á síldveiðibát. i Uppl. í síma J516 og 1503.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.