Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. júlí 1954 Yfirmaður leyniþjónustunnar í Vesfur-Þýzkalandi flýr til Austur-Þýzkalands Allt á ringulreið í herbúðum vezturþýzku stjórnarinnar, nazistanna og hinna banda- rísku vina þeirra Tilkynnt var í Vestur-Þýzka- landi aS fyrra miðvikudag hefði dr. Otto John, yfirmaður vestur- þýzku leyniþjónustunnar, horfið. Sl. föstudag flutti hann ávarp í útvarpið í Austur-Berlín og mselti hann m. a. á þessa leið: „Til þýzka samborgara minna! Hætta er á því að andstæðurnar milli austurs og vestur slíti Þýzkaland í sundur að eilífu. Það er þörf áberandi athafnar, til þess að kveðja alla Þjóðverja til starfs í þágu sameiningarinnar. Þess vegna tók eg á afmælinu 20. júlí örlagaríkt skref og tók upp sam- band við Þjóðverja í austri. í Vestur-Þýzkalandi hefur undir- stöðunum verið kippt undan póli tískri starfsemi af minni hálfu. Auk þess sem nazistarnir, sem nú vaða þar alls staðar uppi í opin- beru lífi og stjórnmálum, lögðu mig í einelti í embætti mínu, hef- ur nú innanríkisráðherrann gert mér ómögulegt að starfa lengur, með því að lýsa því yf ir við blaða menn, að þegar fullveldið fáist verði hægt að „fela þeim mönn- um stjórnarskrárverndina, sem í raun og sannleika eru hafnir yfir allan grun." Greindir og reyndir stjórnmálamenn hafa í viðræðum við mig upp á síðkastið látið í ljósi þá sannfæringu, að stefna vestur-þýzku stjórnarinnar sé komin í ógöngur. Á hinn bóginn hefur kirkjuþingið í Leipzig sannað það, að enn eru fyrir hendi sameiningarmöguleikar, sem verður að minnsta kosti að kanna. Eg vonast til að geta brátt kynnt þýzkum almenningi á prenti hugléiðingar mínar og til- lögur um sameiningu." Afmælið, sem dr. Otto John talar um, var haldið í Vestur- Berlín til minningar um þá, sem teknir voru af lífi þar eftir að banatilræðið við Hitler 20. júlí 1944 hafði mistekist. Bróðir dr. Otto Johns vaf einn af þeim, sem tekinn var af lífi í húsagarði gamla, þýzka hermálaráðuneytis- ins í Berlín. ,S1. miðvikudag hélt dp. Otto John aftur ræðu í útvarpið í Austur-Berlín. Sagði hann að hernaðarandinn ætti vaxandi fylgi að fagna í Vestur-Þýzka- landi og nazistarnir v'æru að ná undirtökunum. Örlagastund væri runnin upp í lífi þýzku þjóðar- innar og afleiðingarnar yrðu hörmulegar, ef ekki yrði snúið við af braut dr. Adenauers. Happdrætti Söngfélags verkalýðs- samtakanna Söngfélag verkalýðssamtak- í Rvík efnir nú til happdrættis fyrir starfsemi sína og er þar margt ágætra og verðmætra vinn inga. Er sala happdrættismiðanna hafin um allt land. Hér í bæ fást þeir í skrifstofu verkalýðsfélag- anna, Strandgötu 7, og eru þeir, sem vildu styðja það merka menningarstarf, sem söngfélagið er að hefja innan verkalýðshreyf- ingarinnar, með því að kaupa miða eða taka þá til sölu, beðnir að snúa sér þangað. Flótti sjálfs yfirmanns vestur- þýzku leyniþjónustunnar hefur vakið alheims athygli. Það var að vísu vitað að nazistarnir hafa að undanförnu færzt mjög í ásmeg- in í Vestur-Þýzkalandi, dyggi- lega studdir af Bandaríkjamönn- jim. En flótti dr. Otto Johns er staðfesting á því, hve mikil hætta er á ferðinni. Fjórir af ráðherrum vestur-þýzku stjórnarinnar eru nazistar, gamlir og dyggir vinir og samstarfsmenn Hitlers, m. a. innanríkisráðherrann Schröder. Nazistunum hefur að undanförnu verið troðið í æ fleiri opinberar stöður. Hinir dæmdu stríðs- glæpamenn hafa verið látnir lausir, svo sem kunnir herfor- ingjar, til þess að byggja upp nýjar stormsveitir og nazistaher. Auðkýfingar, sem studdu Hitler, svo sem eigendur og forstjórar I. G. Farben, hafa einnig verið látnir lausir og fengið í hendur auðæfi sín og völd. Margir af hinum greindari mönnum Vestur-Þýzkalands hafa varað mjög ákveðið við stjórnar- stefnu dr. Adenauers, þar á með- al 4 af 5 fyrrverandi könslurum Þýzkalands, svo sem Briining. Flótti dr. Otto Johns á vafa- laust eftir að hafa miklar og víð- tækar afleiðingar. Vestur-þýzk yfirvöld héldu því fram að hon- um hefði verið rænt, en í gær til- kynnti dómsmálaráðuneyti V.- Þýzkalands að rannsókn hafi leitt í ljós að allt bendi til þess að hann hafi farið af frjálsum vilja til Austur-Þýzkalands. Og ekki bætir það úr skák, að dr. Otto John var nýlega kominn heim úr sex vikna heimsókn til Bandaríkjanna. En þar ræddi hann við háttsetta embætitsmenn, meðal annars Allan Dulles, yfir- mann bandarísku leyniþjónust- unnar. Honum hafa því verið kunnar leyndustu fyirrætlanir Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Má í þessu sambandi nefna að banda- rískur njósnaforingi í Berlín framdi sjálfsmorð þegar tveir aðrir liðsforingjar komu heim til hans til að handtaka hann. En hann var náinn* vinur dr. Otto Johns. Þegar allt þetta er haft í huga, er ekki furða þó að flótti dr. Otto Johns hafi valdið mikilli skelf- ingu og ringulreið í herbúðum vestur-þýzku stjórnarinnar, naz- istanna og hinna bandárísku vina þeirra. jit.....iiiiii.....¦iiiiMimiiiiHiiiiiiiii..........imillHM Skjaldborgarbíó — Sími 1073. — Næstu myndir: | STÁSSMEY j Nótt á Montmartre °g i Síðasta stefnumótið. | j|,iiMiiitimtiiiiiiiiii»iiiiitiuiiiiiMiniiimiiitiMiiiimin" UR BÆNUM * KIRKJAN. Messað kl. 11 f. h. á sunnudaginn. Sr. Jósef Jóns- sonð fyrrv. prófastur predikar. * 100 ÁRA varð 20. þ. m. ekkjan Valgerður Sigurðardóttir, Hraukbæjarkoti. Hún er móðir bóndans þar og Valmundar Guðmundssonar járnsmiðs. — Mun hún vera elzti íbúi Eyja- fjarðarsýslu. * ATRRÆÐUR varð 28. þ. m. Símon Jónsson frá Grímsey, Norðurgötu 56 hér í bæ. Hann dvelur nú í Grímsey og stund- ar þaðan róðra. * ÁTTRÆÐUR verður í dag Jón Jónsson frá Vatnsenda, Geisla- götu 35. -K SR. JÓSEF JÓNSSON, fyrrum prestur að Setbergi, hefur ver- ið ráðinn hingað aðstoðarprest- ur næsta mánuð og e. t. v. leng- ur, vegna forfalla só.knar- prestanna. Hann býr að Munkaþverárstræti 3, sími 1976. * HJÓNAEFNI. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Gunnlaug Björk Steingríms- dóttir, Þingvallastræti 36, og Magnús G. Jónsson, sjómaður, Aðalstræti 10. * SEXTUG varð 25. þ. m. frú Gunnhildur Ryel form. kven- félagsins „Framtíðin". * LEIKFÉLAG AKUREYRAR hélt aðalfund sinn nýlega. Var Vignir Guðmundsson kjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn Björn Þórðarson, Sig- urður Kristjánsson og Oddur Kristjánsson. 1 varastjórn Jón Kristinsson, frú Björg Bald- vinsdóttir og Jón Ingimarssoon. Frú Sigurjóna Jakobsdóttir, sem verið hefur formaður að undanförnu, baðst undan end- urkosningu. Voru kenni þökk- uð ágæt störf í þágu félagsins, um fjölda ára. * HESTAMANNAFÉL. LÉTTIR fer skemmtiferð á hestum aust- ur á Flateyjardal um n.k. helgi. Farið verður með hestana héð- an frá Akureyri á laugardags- morgun kl. 8 og verða þeir rekn ir austur í Fnjóskadal. Kl. 13.30 verður farið með fólkið í bílum áleiðis á eftir hestunum. Þátt- takendur gefi sig fram við for- mann félagsins, Árna Magnús- son, eða Guðmund Snorrason, sem gefa nánari upplýsingar um ferðina. - Samþykktir norðlenzkra kvenna Bíll til sölu Ford-junior, í ágætu standi. Uppl. í síma 1230 og 1479. Barnavagn óskast Vil kaupa notaðan, stóran og sterkan barnavagn. Afgr. v. á. {sína 1516). (Framhald af 1. síðu). lýsir ánægju sinni yfir hinum ágætu útvarpserindum Gísla al- þingismanns Jónssonar og flytur honum fyllstu þakkir fyrir. — Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórnina að hrinda hið allra fyrsta í framkvæmd tillögum al- þingismannsins um stofnun skóla heimilis fyrir ungar, afvegaleidd- ar stúlkur, og telur vel til fallið að tekið verði í því skyni eitt- hvað af þeim húsakosti á vegum ríkisins, sem stendur ónotaður eða lítt notaður víðs vegar um landið. 5. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að koma hið allra fyrsta upp rann- sóknarstofnun og heilsuhæli fyrir dry kk j us j úklinga. 6. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, skorar á kvenfélögin að gangast fyrir því í samráðum við hrepps- nefndir sveitanna, að notfæra sér hin nýju lög um heimilishjálp. 7. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, skorar á Kvenfélagasamband ís- lands að beita sér fyrir leiðbein- ingastarfsemi um gæðamat og val á áhöldum til heimilisnotkunar. 8. Fundur S. N. K, haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, felur stjórn sinni að beina þeirri áskorun til Búnaðarþings, er saman kemur á næsta vetri, að það taki upp að nýju styrk til :>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiii II.....IIIIIIIIIIIMMM NÝJA-BÍÓ | / kvöld og annað kvöld: Ungur maður í gæfuleit | Amerísk gamanmynd. i i Aðalhlutverk: GLENN TORD RUTH ROMAN j DENICE DARCEL. { ¦•ItllHIIIHHHIIIIHHHIHHIHHMIHHHIIHnHIHHHIHHHII Veggfóður nýkomið. Stærsta og fjölbreyttasta úrval í bænum. Ennfremur VEGGFÓÐURSLÍM. Linoleum venjulegt — fleiri þykktr. Kork linoleum þykkt. Plast gólfdúkur kemur á næstunni. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. kaupa á heimilisiðnaðartækjum. 9. Fundur S. N. K, haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, lítur svo á, að nú fari að verða síðustu forvöð að safna heimild- um um aðdraganda og stofnun kvenfélaganna í Norðlendinga- fjórðungi, og skorar því á Hall- dóru Bjarnadóttur og Hólmfríði Pétursdóttur, sem munu kvenna kunnastar þeim málum, að hefja það starf á næsta vetri og skrifa sögu félaganna. Beinir fundurinn jafnframt þeim tilmælum til K. í., að það styrki þá starfsemi með fjárframlagi. 10. Lagabreytingar. Samþykkt var að fella úr lögum S. N. K. þessi orð úr 5. grein laganna: „Sambandið skal eiga heimili á Akureyri." Nýtt hefti af . VINNUNNI komið út Nýtt hefti er komið út af Vinn- unni og verkalýðnum. — Björn Bjarnason skrifar greinina: Gegn áhrifum atvinnurekenda í verka- lýðshreyfingunni og þáttinn Af alþjóðavettvangi. Hannes Step- hensen skrifar Verkalýðsfélögin viðbúin. Óskar B. Bjarnason skrifar um hættulega geisla, Jó- hann J .E. Kúld um Sjósókn og íslenzkar menningarerfðir, Sig- urður Guttormsson: Hverjir eru friðflytjendur. Kvæði eru eftir Þorstein Valdimarsson, Benedikt Gíslason, I. G. og Svás Svaldal svo og vísnabálkur eftir Helga Jónsson. Afmælisgrein er um Kristján Eyfjörð. Móðir og hetja er þýdd smásaga eftir Burchell. Myndaopna er frá aldarfjórð- ungsafmæli Neskaupstaðar. Enn- fremur ýmsir fastir þættir o. fl. Grótta á innf jarðar- veiðum M/b Grótta er nú farin á síld- veiðar hér innfjarðar auk báts Karls Friirðkssonar, sem um var getið í síðasta blaði. Veiði hefur þó enn ekki verið nein vegna kulda og illviðris. Hafa bátarnir ekki lagt frá bryggju undanfarna 3 daga. Bátur Karls Friðrikssonar hef- ur nú lagt á land í Krossanesi 250 mál. Er síldin um 17% að fitu- magni og greiðir verksmiðjan 55 krónur fyrir málið. PÓLSK VÍSINDASTOFNUN, sem hefur með höndum rann- sóknih á hinum skaðlegu áhrifum tóbaksins, hefur m. a. athugað C-vitamin-magnið (asorbinsýra) í blóðinu. Komið hefur í liós, að reykingamenn hafa minna af asorbinsýru í blóðinu en þeir, sem ekki reykja. XXX NANKIN * ** KHflKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.