Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 20. ágúst 1954 VERKAMAÐURINN AUGLÝSING nr. 8, 1954, frá Innflutningsskrifstofunni, um innflutning bifreiða Ríkisstjórnin hefir ákveðið, samkvæmt heimild í 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 80, 1954, að Innflutningsskrif- stofan skuli til ársloka 1954 innheimta 100% leyfisgjald, auk áður lögboðins aukaleyfisgjalds 35% á folksbifreið- um, af öllum innflutningsleyfum fyrir bifreiðum, nema vörubifreiðum, sem að burðarmagni eru 3 tonn og þar yfir. Síðar verður tekin ákvörðun um, hvort jeppar verða seldir á því verði, sem þeir kosta frá ísrael eða á lægra verði. Leyfisgjaldið miðast við fob-verð bifreið- anna, og skal innheimt um leið og leyfi er afhent. Ef fob-verðið er ekki tiltekið, miðast leyfisgjaldið við toll- mat bifreiðanna, að frádregnu flutningsgjaldi og vá- tryggingargjaldi. Bifreiðarnar verða að sjálfsögðu að vera í ökufæru standi. Þó skal hið sérstaka leyfisgjald á bifreiðum, sem búið er að ákveða um kaup frá Sovétríkjunum og Tékko- slóvakíu, smbr. 3. og 4. lið hér á eftir, vera 60% af fob- verði. í samræmi við ofangreindar reglur hefir Innflutn- ingsskrifstofunni verið heimilið að veita nú þegar inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bifreiðum, sem hér segir: 1. 300 fólksbifreiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi sém er. 2. 300 sendiferðabifreiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi sem er. 3. 100 fólksbifreiðir, sem þegár hafa verið keyptar frá Sovétríkjunum. 4. 100 bifreiðir frá Tékkoslóvakíu. 5. 70 jeppa-bifreiðir frá Evrópu eða U. S. A., sem út- hlutunarnefnd jeppabifreiða úthlutar. 6. 275 vörubifreiðir, sem að burðarmagni eru 3 tonn eða þar yfir, og má leyfishafi kaupa þær frá hvaða landi sem er. Með tilvísun til framangreindra ákvarðana ríkis- Stjórnarinnar, og með samþykki hennar, hefir Innflutn- ingsskrifstofari ákveðið eftirfarandi skilyrði, samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 88, 1953: a. Þeir umsækfendur, sem eiga óafgreiddar umsóknir hjá Innflutningsskrifstofunni, og sendar voru henni samkvœmt auglýsingu hennar nr. 6, 1954, verða að tilkynna skrifstofunni hér, með símskeyti eða bréfi, innan 14 daga frá birtingu þessarar auglýsingar, hvort þeií Óska að umsókn þeirra verði tekin til afgreiðslu nú, eftir að hið sérstaka leyfisgjald hefur verið á- kveðið. Geri þeir það ekki, verður litið svo á, að um- sóknin sé þar með úr gildi fallin. Þetta gildir þó ekki um vörubifreiðir, sem að burðarmagni eru 3 tonn . eða þar yfir, með þvi að af þeim leyfum verður ekki innheimt neitt sérstakt aukagjald. b. Umsækjandi, sem fær frá Innflutningsskrifstofunni tilkynningu um, að honum hafi verið veitt innflutn- ingsleyfi fyrir bifreið, verður, innan hæfilegs tíma, sem ákveðinn verður í slíkri tilkynningu, að greiða fob-verð bifreiðarinnar til Landsbanka íslands eða útvegsbanka íslands h.f., í sérstakan reikning. Gildir þetta um allar bifreiðir jafnt. c. Gegn framvísun kvittunar frá nefndum bönkum um innborgun fob-verðs bifreiðar, samkvæmt framan- sögðu, verður viðkomanda, eða umboðsmanni hans, afhent innflutningsleyfi hér á skrifstofunni, enda greiði hann þá um leið leyfisgjöldin, eins og þau eru ákveðin í lögum. d. Skipafélögum er óheimilt að taka bifreiðir til flutn- ings hingað til landsins, nema innflutningsleyfi sé fyrir hendi. Nánari reglur um þetta hafa verið send- ar öllum skipafélögum, og þau öll fallizt á að hlíta þeim. Reykjavík, 16. ágúst 1954. Innflufningsskrifsfofan KLÆÐSKERAMEISTABI í þýzka bænum Aachen keypti happdrættismiða, og þegar hann kom heim límdi hann miðann innan á útidyrahurðina. Daginn eftir sá hann í blöðunum að hann hefði unnið 800 mörk. Þar sem hann gat ekki náð miðanum af hurðinni, sá hann enga leið aðra en að kippa henni af hjörunum og labba með hana til umboðs- manns happdrættisins. En þegar hann kom þangað, móður og sveittur, var honum sagt að hann hefði ekki unnið, heldur hefði verið prentvilla í skránni um happdrættisvinning- ana. MAÐUR NOKKUR í Pitts- burg í Bandaríkjunum, sem sagðist vera lögfræðingur, skrif- aði mörg þúsund mönnum og til- kynnti þeim, að þeir hefðu hlotið arf. Ef þeir vildu senda honum 10 dollara til að greiða nauðsynlega fyrirhöfn, skyldi hann láta þeim í té nánari upplýsingar. Hann græddi á skömmum tíma 180.000 dollara. 1.....¦llllmillllllMlllllltlllllltlimilimiHMIIHIIIHMIK "; NÝJA-BÍÓ jj Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9. \ Sfmi 1285. | Föstudag, laugardag og sunnudag: I Drottning hafsins j í Spennandi ævintýramynd í lit- | É um, frá þeim tíma, þegar Breta- | : konungar lögðu mikið kapp á f = að koma Ameríku undir brezku | i krúnuna, og viðureign ævintýra- | i manna þeirra, sem þetta lögðu | I á sig við Indiána og aðrar hætt- | f ur i ónumdu landi Ameríku. Hl IIHtMIIIMMHimillimillHHIHI.....IIIHHIHHIIHIH..... .iimiMimiMiMMiiiiimiM.....mtiimiiiii......m......¦,,. ¦ £ Skjaldborgarbíó — Sími 1073. — Frumsýning 'i kvöld: | HOLL LÆKNIR J | Mjög áhrifamikil og vel | f leikin ný, þýzk kvikmynd, I I byggð á sannri sögu, sem f f birzt hefur í vikublaðinu I „Familie Journal". — Danskur texti. — Aðalhlutverk: DIETER BORSCHE MARIA SCHELL. f Hefir alls staðar verið sýnd I f við geysimikla aðsókn. i * "itlHlllHIHHHHHHHIIIHHtMIIHIHHIIHIHHIIHIIIMIlHltT Bílltilsölu (FORD JUNIOR) í bezta lagi. Afgr. vísar á. 'UR \$ um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Haínarstr. 88, TILKYNNING um greiðslur örorkubóta og fœðingarstyrkja til danskra, ¦ finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara. Hinn I. sept. koma til framkvæmda tveir milliríkjasamningar Norðurlandanna fimm, annar um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfhæfni og hinn um gagnkvæma mæðrahjálp. Samkvæmt fyrri samningnum eiga ríkisborgarar hinna samn- ingslandanna, sem búsettir eru hér á landi, sama rétt til örorku- bóta og íslenzkir ríkisborgarar, ef þeir hafa dvalið hér á landi samfleytt fimm næstu árin áður en bótakrafa er borin fram, eða dvalið hérlendis a. m. k. síðasta árið áður en bóta er leitað og hafa verið a. m. k. 12 mánuði af dvalartímanum færir um, líkam- lega og andlega, að inna af höndum venjuleg störf. Samkvæmt síðari samningnum eiga danskar, finnskar, norskar og sænskar konur, sem dvelja hér á landi og ala hér börn, sama rétt til óendurkrœfs fœðingarstyrks frá Tryggingastofnun ríkisins og íslenzkar konur hafa samkvæmt lögum um almannatryggingar. Ennfremur eiga konur þessar jafnan rétt til styrks frá sjúkrasam- lagi dvalarstaðarins vegna fæðingar í heimahúsum* eða dvalar á fæðingarstofnun og íslenzkar konur hafa samkvæmt sjúkratrygg- ingakafla alþýðutryggingalaganna. Samningarnir taka ekki til erlends starfsfólks sendiráða samn- ingsríkjanna og heldur ekki til öryrkja, sem rétt eiga til bóta fyrir slys við tryggingaskyld störf. Þeir ríkisborgarar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svlþjóðar, sem samningar þessir taka til og telja sig öðlast rétt til örorku- bóta eða fæðingarstyrkja 1. september n. k eða síðar., eru hér með áminntir um að sníía sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða hlutaðeigandi umboðsmanns hennar og (ef um fæðingarstyrk er að ræða) til sjúkrasamlags dvalarstaðarins. Þeir íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast 1 Danmörku, Finn- landi, Noregi eða Svíþjóð og uppfylla skilyrði samninganna, hafa sama rétt til greiðslna vegna skertrar starfshæfni og til fæðingar- styrkja i dvalarlandi sinu og þarlendir ríkisborgarar. Reykjavík, 15. ágúst 1954. Tryggingastofnun ríkisins. Frá barnaskólanum: Skólinn tekur til starfa fimmtudaginn 2. sept. n. k., kl. 9 árd., og mæti þá öll börn, sem voru og áttu að vera í vorskólanum s. 1. vor. — Kennarafundur miðvikudag- inn 1. sept., kl. 10 árd. Fimmtudaginn 2. sept. hefst einnig sundnámskeið í sundlaug bæjarins fyrir þau börn úr 4., 5. og 6. bekkj- um, sem ekki hafa þegar lokið sundprófi. Alveg sérstök áherzla er á það lögð, að þau barnaprófsbörn frá s. 1. vori, sem ekki hafa lokið sundprófi, mæti þarna og ljúki sínu prófi. SKÓLASTJÓRI. Ný lörjreglusamþykkt hefur verið sett fyrir umdæmi Akureyrarkaupstaðar, og hefur hún þegar öðlazt gildi. — Bæjarbúar geta, meðan upplag endist, fengið sérprentuð eintök af samþykkt- inni í bæjarskrifstofunni, og er almenningur hér með kvattur til að kynna sér efni hennar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. ágúst 1954. STEINN STEINSEN. œWHWH*a*KH»>0<HKHKHKHKKHK^ AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM UOIKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHWBKBKHK^

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.