Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 1
VERRfflnMIRllHt XXXII. árg. Akureyri, föstudaginn 20. ágúst 1954 26. tbl. KÖMIN HEIM. Elisabet Eiríksdúttir er kom- in heim úr tveggja mánaða dvöl í Sovétríkjunum. Er hún vænt- anleg (il b^jarins í dag. Verka- maðurinn vonast til að geta sagt eitthvað frá för heiuinr, í næstu blöðum. Sfóríelld verðhækkun á kaffi Ríkisstjórnin rýfur enn desembersamningana Nú í vikunni hækkaði verð á kaffi úr kr. 11,00 pk. í kr. 14,85, eða um kr. 15,40 hvert kg. Þetta nýja vérð mun vera meðalverð milli þeirra birgða, sem til voru í landinu og hinna, sem nú hafa verið fluttar inn, og mun því enn meiri hækkun væntanleg síðar. Þessi verðhækkun á kaffi svar- ar til 1,2 stiga hækkunar á vísi- tölunni. Ef hún hefði komið til framkvæmda um síðustu mán- aðamót hefði kaupgjaldsvisitalan hækkað um 1 stig og hefði það þýtt 20—30 kr. hækkun á mánað- arkaupi verkamanna. Til þeirrar uþpbótar kemur þó ekki, þar sem svo hefur verið stillt til að koma hækkinunni á eftir að kaupgjalds vísitalan um síðustu mánaðamót hafði bundið kaupið til 1. desem- ber næstk. Ef reiknað væri með eðlilegri og venjulegri eyðslu þessarar vörutegundar, nemur raunveru- leg kaupskerðing af völdum hækkunarinnar 24 aurum á tima- kaup verkamanna og munar vissu lega um þá hækkun. Hitt er þó ekki siður alvarlegt, ef ríkis- stjórninni líðzt enn að þverbrjóta gerða samninga við verkalýðsfé- lögin, eins og hún hefur nú tví- vegis gert með hækkunum á kafifverðinu. 1 loforðum ríkis- Btjórnarinnar frá 20. des. 1952 segir svo: „Verð á kaffi lækki úr kr. 45,20 í kr. 40,80 á kg....", en samningarnir hófust á þessa leið: „Á framangreindum grundvelli gera aðiljar með sér svofelldan samning." Svikin eru því svo augljós sem verða má og við þau bætast svo þeir prettir sem felast í þvi, að taka hækkunina ekki einu sinni með í þá vísitölu sem gildir næsta hálfan þriðja mánuð. Ýms verkalýðsfélög hafa þegar mótmælt þessum nýju svikum rfkisstjórnarinnar og krafizt þess að Álþýðusamband íslands taki málið föstum tökum. Afturhald og vanþekking haldast í hendur 80 prósent af íbúunum í Algier eru hvorki læsir né skrifandi. Gefur þetta glögga hugmynd um, hvernig stjórn Frakka hefur ver- ið í þessari nýlendu. Einungis 220.000 börn Múhameðstrúar- manna fá tækifæri til að ganga í. skóla, það er að segja, að yfir 2 milljónir barna frá 6—14 ára njóta ekki neinnar skólagöngu. Og í þeim skólum, sem fyrirfinn- ast, eru oft 60—70 börn í hverj- um bekk. Ástandið í Indó-Kína var sízt betra, þegar franska nýlendu- kúgunin var í algleymingi þar. Nú er hins vegar nærri búið að útrýma kunnáttuleysi í léstri og skrift í þeim héruðum, sem hafa verið frelsuð af þjóðfrelsisher Viet Min. Reykvíkingum þóttu Akureyrarstúlkurnar fallegastar „Keppni" var háð £ Rvík um síðustu helgi um nafnbótina feg- urðardrottning íslands. Tóku 14 þátt í samkeppninni. Hlutskarp- astar urðu tvær yngismeyjar héðan úr bænum, ungfrú Ragna Ragnars (Sverris kaupmanns Ragnars), sem hlaut tignarheitið fegurðardrottning, og ungfrú María Jónsdóttir (Níelssonar frá Birnunesi), sem hlaut 2. verðlaun, 3. verðlaun hlaut ungfrú Jóhanna Heiðdal, Reykjavík. I Jörundur" á síldveiðar í Norðursjónum Fullráðið er að togarinn Jörundur £ari í næstu viku á síldveiðar í Norðursjónum og leggi upp í Þýzkalandi. Verður togarinn búinn síldartrolli, en það veiðitæki er mikið notað á þessum slóðum. Síldin e rísuð og jafn- framt stráð í hana salti og getur hver veiðiferð staðið í allt að 10 daga. Síldveiði með þessum hætti mun talin allöruggur veiðiskapur. Er 500 tonna veiði á mánuði talin meðallag, en það mun svara til 10 þúsund sterlings- punda sölu á venjulegum veiðum í ís, miðað við það. verð, sem nú er í Þýzkalandi á ísaðri síld. öll nauðsynleg leyfi stjórnarvalda Vestur-Þýzkaalnds munu nú fengin fyrir löndun síldarinnar og útgerð skipsins. Síldveiðunum að Ijúka Aðeins 10 skip eru enn úti með herpinætur Síldveiðunum fyrir Norður- landi má nú heita lokið og flest skip hætt veiðum. Hefur þetta orðið ein allra lélegasta vertíðin er um getur. 124 þús. mál veidd- ust í bræðslu, 51 þús. tunnur í salt og tæp 9 þús. í frystingu. Aðeins tíu skip eru enn úti með herpinætur, þ. á. m. 3 Ákureyrar- bátar, Auður, Snæfell og Súlan og Von frá Grenivík og leita síld- ar og ufsa. Fékk Auður 1158 mál af ufsa í byrjun vikunnar og Snæfell um 300 mál og var þeirri veiði landað í Krossanesi. Auður fékk einnig um 250 mál í fyrra- dag. Síldarleit er enn haldið uppi með flugvél og Ægir leitar einnig síldar. Fékk hann 10 tunnur sfld- ar í 20 net er hann lét reka um 60 mílur austur af Langanesi. Nokkrir bátar eru farnir á rek- netaveiðar í Húnaflóa og hefur afli verið þar nokkur allt upp í á þriðju tunnu í net. Reknetaveiði í Austurdjúpi er mjög treg enn sem komið er, en þar eru Norðmenn að veiðum og einnig nokkrir íslenzkir bátar. ÆF heldur þing á Akureyri Þing Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, verð- ur háð á Akureyri dagana 1., 2. og 3. október næstkomandi. Þetta er 13. þing Æskulýðsfylk- ingarinnar, sem stofnuð var 1938. Síðasta þing hennar var háð í Reykjavflc í fyrrahaust. Girðing, scm mætti hverfa Á mörkum landareignar dag- heimilisins Pálmholts og næsta túns austan við liggur gaddavírs- girðing frá dögum hernámsins, ein af þeim fáu slfltra minja, sem enn hafa ekki verið eyðilagðar. Hefur borið við að sauðfé hafi festzt í flækjunni og átt hjálp- sömum vegfarendum líf að launa. í vikunni sem leið björguðu verkamenn, sem þarna áttu leið um, lambi úr girðingunni. Hafði vírt vafizt um fætur þess og gat það enga björg sér veitt, þar sem það lá blóðugt og úrvinda. Báðu verkamennirnir blaðið fyrir þau skilaboð til viðkomandi landeiganda, að hann skyldi fjar- lægja ófögnuð þennan, og ef hann væri í vandræðum með að ráða við sig, hvað hann ætti að gera við flækjuna, þá væri athugandi, hvort Kristinn gæti ekki notað hana. Hann kvað nefnilega vera illa staddur með girðingarefni. Norðurlandaráðið hafnaði afskiptum af landhelgisdeilu r Islendinga og Breta Islenzku fulltrúarnir í ráðinu kváðust ánægðir með þá yfirlýsingu, að Haagdómstóllinn væri rétti aðalinn til að útskurða málið! Fundum Norðurlandaráðsins er nú nýlokið, en þar fluttu íslenzku fulltrúarnir tillögu um að ráðið léti landhelgisdeiluna við Breta til sín taka. í tillögunni sagði m. a.: „Með því að hér er um að tefla tilverumöguleika einnar hinna norrænu þjóða, er nauðsynlegt að rökræða þessi vandamál í Norð- urlandaráði sem þátt að undir- búningi að meðferð málsins í Evrópuráðinu. fslendingar líta svo á, að meðfcrð þessa máls í Norðurlanadráðinu geti orðið prófsteinn á norræna samvinnu í framkvæmd." Þegar á fundinn var komið hélt Ólafur Thors síðan ræðu og sló mjög um sig að sögn erlendra blaða. Morgunblaðið birti frásögn af ræðu hans undir fimm dálka fyrirsögn á forsíðu: „Hvar er þá réttlætis að vænta, ef ekki hjá vinum og frændþjóðum?" Og blaðið tók þessi ummæli upp eftir f orsætisráðherranum: „Getur afgreiðsla þessa máls hér í Norðurlandaráðinu haft nokkra þýðingu fyrir traust ís- lendinga á norrænu samstarfi___ Geti íslendingar ekki fengið stoð í slíku máli hjá vinum og frænd- þjóðum, þá veit eg ekki hvar réttlætis er að vænta. Hér er um að ræða rétt smáþjóðar til að lifa í landi sínu. Eg vænti þess vegna öruggs stuðnings hér við hinn ís- lenzka málstað." Nú hafa fregnir borizt af mála- lokunum. Birt hefur verið álit Norðurlandaráðs, þar sem því er hafnað, innan kurteislegra um- búða, að hafa nokkur afskipti af landhelgisdeilu, íslendinga og Breta. „Er Norðurlandaráðið ekki bært um að lóta í ljósi álit sitt," segir þar. En Norðurlandaráðið er bært um annað. Það kemst einnig svo að orði í ályktun sinni: „Réttur vettvangur til þess að komast að þjóðréttarlegri niður- stöðu um ágreiningsefnin er Haagdómstóllinn." Með öðrum orðum :erlendur dómstóll á að kveða upp úrskurð, þegar „um er að tefla tilverumöguleika einriar hinna norrænu þjóða" og þegar „um er að ræða rétt smáþjóðar" til að lifa í landi sínu", eins og Ólafur Thors komst að orði. Og þetta hrekkur ekki til. Eftir þessi málalok segir svo í tilkynn- ingu rflcisstjórnarinnar um málið: „íslenzku fulltrúarnir telja að með tillögu þessari hafi náðst takmark þeirra með flutningi málsins." Öllu dýpra var ekki hægt að sökkva eftir allan belg- inginn í Ólafi Thors — og munu íslenzkir sendimenn sjaldan hafa gert aumlegri ferð til útlanda. Alþýðusambandsþingið verður háð seinnipartinn í nóvember n. k. Miðstjórn Alþýðusambands Is- Iands hefur tilkynnt, að kosning fulltrúa á 24. þing sambindsins skuH fara fram í sambandsfélög- unum frá 25. september til 17. október næstk., að báðum dögum meðtöldum. Alþýðusambandsþingið verður háð í Reykjavflc seinni part nóv- embermánaðar og verður síðar tilkynnt nánar um fundarstað og tíma, að því er segir í tilkynningu miðstjórnar. 161 félag kýs fulltrúa. Innan Alþýðusambandsins eru nú 161 félag, og hafa þau öll rétt til að kjósa fulltrúa á þingið, standi þau ekki í óbættum sökum við sambandið, hafi greitt skatta sína o. s. frv. TJm fulltrúafjöldann er örðugra að segja með með fullri vissu, þar eð skýralur hafa ekki enn borizt frá nærri öllum félögunum, að því er skrifstofa sambandsins hefur skýrt frá. En innan sambandsfélaganna munu vera sem næst 26 þsúund með- limir og láta mu nnærri að full- trúar verði um 300 talsins. Samkvæmt lögum Alþýðusam- bandsins skal fulltrúakosningum á þing þess lokið mánuði áður en þing kemur saman. Undir sér- stökum kringumstæðum má þó gefa félögum undanþágu til að kjósa síðar, og eru dæmi til þess að það hafi verið gert.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.