Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. sept. 1954 VERKflinflÐiiRinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Hvað verður um ísland? Bretar eru meðal stærstu og voldugstu þjóða heims og jafn- framt taldir íhaldssamir uin gaml ar erfðir, menningu og venjur. Vegna bandalags síns við Banda- riki Norður-Ameríku hafa þeir látið til leiðast að leyfa í landi sínu nokkrar stöðvar fyrir flug- her þessarar bandalagsþjóðar sinnar Svo fámennar þó, að naumast mundi svara til nema nokkurra tuga, eða tæplega það, í okkar landi, ef hin gamla við- miðun við fólksfjölda væri við- höfð. Þrátt fyrir fæð þessa liðs eru stöðvar Bandaríkjamanna vaxandi áhyggjuefni manna þar í Iandi.Herstöðvarnardraga aðsér skæjur, afbrotamenn og hvers konar annað vanmetafólk, sem finnur cðli sínu og háttum heim- ili í samneytinu við hina erlendu stríðsmenn. í nágrenni herstöðv- anna þróast hvers konar spilling og hinir alvarlegustu glæpir, sem ofíast er unnt að rekja beint til herstöðvanna, eru tíðir. Ólíku er hér saman að jafna. Stórþjóðinni brezku og einni minnstu þjóð veraldar, okkur ís- lendingum. Ef fámennt lið banda- rískra hermanna er hættulegt menningu og siðferði stórþjóð- arinnar, hvað má þá segja inn okkur. Hér er heldur ekki aðeins um að ræða það, að siðferðilega og menningarlega vanheilir menn og konur sækist eftir santneyti við hinn erlenda her. Þúsundir manna og kvenna á öllum aldri, ungir menn og ungar konur, á mótunartímum unglingsára og fuilorðinsaldurs, eru neyddir til, af atvinnuástæðum, að ganga í þjónustu hins erlenda liðs og hafa við það náið samneyti. Margt af þessu fólki stenzt vafalaust þá andlegu og líkamlcgu raun, skoð- ar hlutskipti sitt sem illa nauð- syn og gætir meteaðar síns og heiðurs. Engum getur þó dulizt að ómenningaráhrif hemámsliðs- ins þrýsta sér stöðugt dýpra inn í raðir þessa fólks og þó einkum ómótaðra unglinganna, sem sam- neytir hermönnunum. Á þingi Bandaríkjanna á sl. ári skýrði einn þingmanna frá því, hve mörg börn setuliðsmenn ættu í hinum ýmsu löndum, þar sem Banda- ríkjamenn hafa herstöðvar. Þing- maðurinn taldi, að hér á íslandi væru börn setuliðsmanna 3000. Það er há tala miðað við fámenni þjóðarinnar og á bak við þá tölu búa ótaldar harmsögur ungra, ís- lenzkra kvenna. Meðal verka- manna og þjónustuliðs hersins er jöldi ungra manna, sem aldrei hafa fengið tækifæri til að vinna öðrum en hinum erlenda her, aldrei hafa fundið sig sem þátt- takendur í uppbyggingar- eða framleiðslustörfum sinnar eigin þjóðar, en alizt upp við lítilmót- leg þjónsstörf hjá „herraþjóð- inni“. Þeim hefur verið ofaukið við nytsamleg og þjóðnýt störf og leiðin hefur legið til hinnar bandarísku borgar á Reykjanes- inu, á því aldursskeiði þegar þeir hefðu getað skipað rúm sitt við eðlileg störf sem fullgildir verka- menn. Af þessum stofni er nú að vaxa sístækkandi hópur ungra manna, sem eru að glata meðvit- undinni um það, að þeir séu brot af bergi íslenzku þjóða’-innar og heri ábyrgð á framtíð hennar og lííi, menningu og sjálfstæði, en sækja í öllu fyrirmyndir sínar til bandarískrar menningar, eins og hún birtist í sinni óhrjólegustu mynd meðal stríðsþræia og stór- borgaúrhraks þess, sem herliðinu fylgir. Þótt ekkert væri annað, sem ógnaði þjóðinni í sambandi við hernámið, en það, sem hér hefur verið drepið á, væri það ærin ástæða til þess að staldra við og íhuga gaumgæfilega, hvort við séum ekki á hraðri leið með að leggja framtíð okkar Iitlu þjóðar í óyfirstíganlega hættu. En því fer víðs fjarri að svo sé. Oðrum og enn geigvænlegri hættum er boð- ið heim með áframhaldandi her- námi landsins. Brjótizt heims- styrjöld út, sem aliír vona og biðja að ekki verði, er fyrir því séð með staðsetningu órásar og atomstöðva hér á landi að ísland verður eitt gruggasta cg fyrstr skotmarkið í slíkri styrjöld. Og allir vita hvað það þýðir. Að ís- ienzka þjóðin verður ekki til eft- ir að land hennar hefur verið hæft helsprengju. Gröf hennár hefur verið innsigluð um aidur og æfi. Verði aftur á móti langvarandi vopnaður friður, áframhald kald: stríðsins, aukinn vopnabúnaður stórveldanna, þrátefli um áhrifa- svæði og herstöðvar, eru allar líkur til eða full vissa að Banda- ríkin leggi sívaxandi kapp á að ná hér ævarandi yfirráðum, hem aðarlega, fjárhagslega, stjóm- málalega og menningarlega og allar athafnir þeirra stefna að því marki eins og sakir standa. Þegar þetta er ritað berast þær fregnir að Bandaríkjaþing hafi í ágúst- mánuði sl. samþykkt aukafjár- veitingu til hemaðarframkvæmd- amia hér á landi að upphæð 364 millj. króna, ó yfirstandi fjór- hagsári. Öllu þessu mikla fé á að verja til þess að þenja út her- stöðvarnar, stækka hina erlendu höfuðborg Islands, kaupa fleiri og fleiri íslendinga til þjónustu við herliðið og gera fjárhagsafkomu þjóðarinnar háðari hemaðar- framkvæmdunum en nokkru sinni áður. Og e. t. v. til þess að byggja á Miðnesheiðinni eitt stærsta forðabúr atomsprengja. Þegar svo er komið, er leiðin stutt til fullra stjómarfarslegra yfirráða, fyrst með aðstoð inn- lendra leppa og síðar án þeirrar aðstoðar, ef svo þætti henta. Slík þróun mundi einnig leiða til giöt- unar þjóðemisins og tilveru þjóð- arinnar. Og hvað er okkur íslendingum boðið í staðinn fyrir þær geig- vænlegu hættur, sem hemámið ieiðir af sér. HERNAÐARLEG VERND, segja málpípur Banda- ríkjanna, það er eina röksemdin sem þeir reyna að bera ó borð hvar sem þessi mál ber á góma. En þessi röksemd reynist hálm- strá eitt. Það er staðreynd, sem enginn getur þokað, að það er engin verad til í nútímastyrjöld. Þótt hér væru milljónir banda- rískra hermanna, búnar öllum þeim hernaðartækjum sem vís- indin þekkja fullkomnust, gæti það ekki bjargað einu manns- barni af íslcnzkuin þjóðinni frá bráðri glötun, ef heimsstríð brýzt út. Það er lærdómsfullt fyrir okkur Islcndinga að Norðurlandaþjóð- irnar allar, aðrar en við, hafa ým- ist haldið sér utan við hemaðarsamtök öll (Svíþjóð og Finnland) eða neitað með öllu þrálátum eftirgangi um her- stöðvar í Iöndum sínum (Dan- mörk, Noregur). í þessari af- stöðu inna norrænu frændþjóða okkar felst það mat á „hervemd- inni“, sem allir skyni bornir menn hljóta að viðurkenna að er í öllum atriðum rétt. Og dylst þó engum, að væru alþýðuríkin í austri slíkir meinvættir, sem her- rámsmenn vilja vera láta, var >eim mun brýnni þörf ó slíkri iíernd gegn hugsanlegum árásum >eiira en fslendingum. Hvort sem við veltum hemám- nu og öllum afleiðingum þess 'yrir okkur lengur eða skemur verður niðurstaðan ætíð sú sama: Við núverandi aðstæður er það íættulegt mcnningu okkar og jjálfstæði. Haldi því áfram ógnar )að sjálfri tilveru okkar sem þjóðar, hvort heldur sem friður lelzt eða styrjöld brýzt út. Þegar hemámið var samþykkt if foringjum borgaraflokkanna illra 1951 var þjóðin ekki spurð •áða um hið örlagaríka mál, en /andjárnað lið landsölumanna beygði sig í duftið fyrir mætti dollarans og rétti upp hendurnar til þess að samþykkja óhæfuna. Ekkert verður um það sagt með fullri vissu, hvemig úrslit þjóð- aratkvæðis hefðu orðið 1951, en engum getur dulizt hvemig nú mimdi fara — að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú hlotið þá reynzlu af hernáminu og dregið þær ályktanir af gangi heimsmálanna síðustu árin, að hann mundi hafna með öllu hinni | erlendu hersetu og öllu sem henni fylgir. Undirskríftasöfnun síi, sem nú er hafin, að tilhlutan manna úr ýmsum stjórnmálaflokkum, um uppsögn hernámssamningsins, er tímabær tilraun til þess að sýna innlendum stjórnarvöldum, her- námsþjóðinni og öllitm heiminum að íslenzka þjóðin vill halda sjálfstæði sínu og menningu og friði við allar þjóðir. Takizt hún ve! getur hún markað tímamót í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu. Orðið mikilvægur áfangi að því marki að leysa þjóð okkar úr þeim fjötrum, sem nú skera hana að beini og fyrr en varir kunna að verða svo fast reyrðir að frelsi hennar, sjálfstæði og ntenningu, að þeir verði seint eða aldrei slitnir. Enginn fSLENDINGUR ntá bregðast á slíkri örlaga- stundu. Látum undirskriftasöfn- unina 1954 verða það sem þjóð- íundurinn var 1851. Létiun hin stoltu orð þjóðfundarmannanna: „Vér mótmælum allir“, hljóma að nýju til komandi kynslóða frá þeirri örlagastund, er við nú lif- um. Tómatarækt undir beru lofti Ingimar Sigurðsson, garðyrkju- bóndi í Hveragerði hefur nú í sumar gert tilraunir með nýja tegund tómata, sem þola frost. Setti hann plönturnar niður um miðjan júní og eru þær orðn- ar fullþroskaðar, þótt ekki séu í gróðurhúsi. Er þessi nýjung í matjurtarækt hin athyglisverðasta og munu margir hugsa gott til slíkrar rækt unar eftir þá reynslu sem fengin er af þessari tómatategund. Skólatöskur og Skjalatöskur nýkomnar. Bókaverzl. Edda h.f. Simi 1334. Starfsstúlkur vantar :i Fjórðungssjúkra- húsið. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88, Bifreiðavörur í miklu úrvali. Lágt verð. BÍLASALAN h.f. Geislagötu 5. Aluminium Kostir þess eru margir. Það er ódýrt. Þakplötur fyrirliggjandi. 6, 7 og 8 feta. Kr. 5.75 fetið. EINNIG SAUMUR. BÍLASALAN h.f. Geislagötu 5. Hjólbarðar og slöngur 500-16 550-16 600-16 670-15 710-15 750-20 825-20 Aðrar stærðir væntanlegar með næstu skipum. BÍLASALAN h.f. Geislagötu 5. fire$ton« Bremsuborðar I V i fólksbila: Ford, Mercury, Chevrolet, Dodge, Playmouth, Chrysler, Oldsmobile, Pontiac, Kaiser, Hudson, Jeppa. / vörubíla: Ford og Chevrolet. Einnig bremsuborðar í rúllum, 11^x3/16, L%x3/16, 21^x3/16, 5xi^, 6xi/2 tommu ásamt hnoðum. BÍLASALAN h.f. Geislagiitu 5.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.