Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. sept. 1954 _jmjiTmjrLriJiJirLrLn_rLp Opnum á morgun, laugardag, 18, september TÍZKUVERZLUN í Geislagötu 5, Akureyri. KÁPUDEILD: Kvenkápur, regnkápur, dragtir. KJÓLADEILD: Síðdegiskjólar, samkvæmiskjólar, morgunkjólar, greiðslusloppar, pils, blússur o. s. frv. / •• SMAVORUDEILD: Undirfatnaður kvenna, hálsklútar, hanzkar, skartgripir o. fl. VEFNAÐARVÖRUDEILD: Leggjmn áherzlu á allskonar kjólaefni. ATHUGIÐ: Leggjum ávallt áherzlu á að selja sömu vörur samtímis hér og í verzlunum okkar í Reykjavík. MARKAÐURINN Ragnar Þórðarson & Co. ^ijiJiJiJAJijJiJiJiJiJrmJiJiJijriJiJiJiJiJiJiJiJiJiJijijijTJLJiJiJiJirí Bókabúð Axels í nýjum - Samningar Vals Harðbakur seldi í búningi Gagngerðar endurbætur hafa að undanfömu farið fram á bóka- verzlun Axels Kristjánssonar h.f. við Ráðhústorg. Hefur innrétt- ingu verzlunarinnar verið breytt mikið og færð í nýtízkulegra horf en áður var. Einnig hefur búðin verið máluð og skreytt með öðr- um hætti en algengt hefur verið hér í bæ. Hefur Kristján Davíðs- son, listmálari, séð um þá hlið umbótanna. Þegar verzlunin opnar að nýju, í dag eða á morgun, hefur hún á boðstólum, auk allra íslenzkra bóka og annarra venjulegra bóka búðavara mjög fjölbreytt úrval erlendra bóka, skáldverka og fræðibóka. Einnig hefur ritfanga- lager verzlunarinnar verið auk- inn mjög að fjölbreytni. Þá hefur hún einnig hljómplötur og ýmsar aðrar músikvörur á boðstólum. (Framhald af 1. síðu). Samningar þessir gilda til 1. júní 1955 og eru uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara. Verði þeim ekki sagt upp fram- ’engjast þeir um jafnlangan tíma neð sama uppsagnarfresti. Verður ekki annað sagt en að óessi umdeilda vinnudeila hafi eyzt betur og friðsamlegar en út- it var fyrir og ber það fyrst að iakka það þeim stuðningi ýmsra /erkalýðsfélaga, sem samþykktur 'iafði verið, þar sem hér átti hlut rð máli lítið félag, sem hefði átt rrfitt með að framfylgja sigur- sælu verkfalli, ef það hefði stað- ið eitt saman gegn harðvítugum atvinnurekendum. fyrradag Harðbakur seldi farm sinn í Þýzkalandi í fyrradag, 220 tonn af ísvörðum fiski, fyrir rúml. 78 þús. mörk. Daginn áður hafði togarinn Jón Þorláksson selt farm sinn fyrir rúml. 100 þús. mörk, en markaðurinn var fall- inn að nýju, er Harðbakur kom á vettvang. * SEXTUGUR varð sl. sunnud. Ármann Dalmannsson, formað- ur Akureyrardeildar KEA. Er hann kunnur fyrir afskipti sín af íþróttamálum og málefnum skógræktarinnar hér í byggð. * GULLBRÚÐKAUP. Þann 4. þ. m. áttu gullbrúðkaup hjónin Helga G. Helgadóttir og Maron Sölvason, trásmiður, Ránargötu 5 hér í bænum. * DÁNARDÆGUR, Látinn er hér í sjúkrahúsinu Magnús Sigbjömsson, inn heimtu- maður. Hann var 75 ára að aldri. Um kartöflugeymslur Samkvæmt auglýsingu nú í blöð- unum um kartöflugeymslur, vil eg taka fram eftirfarandi atriði gagn- vart geymslunum. Rík áherzla er lögð á, að kar- töflumar, sem á að geyma, séu vel þurrar og lausar við sýki, og einn- ig er æskilegt að allt smárusl sé úr geymslukartöflunum tekið, þar sem það hefur sýnt sig, að það loftar ekki eins vel í gegnum þannig kartöflur eins og kartöflur af nokkuð jafnri stærð. Kartöflugeymslan í Slökkvistöð- inni verður aðeins leigð í vetur og til 1. maí næsta vor, í þá geymslu verður tekið á móti kartöflum til vetrarneyzlu og til útsæðis, en geymslan þarf að vera laus 1. maí, og verða þær katöflur, sem þá eru þar eftir fluttar burtu á kostnað leigjanda. Gjald verður kr. 5,00 undir 50 kg. í þeirri geymslu, og engin ábyrgð tekin á kartöflunum þar, þar sem geymslan er óþétt. Geymsla þessi verður OQÍn til mót- tökú 21., 23., 27. og 29. þessa mán- aðar frá kl. 5 til 7 e. h. Eftir það verður þessi geymsla aðeins opin einu sinni í viku, á þriðjudögtun, frá kl. 5 til 7 e. h. til afgreiðslu. Rangárvallageymslan. I hana verða teknar til geymslu matarkartöflur til sumarneyzlu og verður hún opin til móttöku sunnu- daginn 29. sept. og sunnudaginn 3. okt. frá kl. 1—5 e. h. Aðra tíma eftir samkomulagi. — Geymslu- gjald 10,00 kr. undir 50 kg. Rang- árvallageymslan verður ekki opin til afgreiðslu fyrr en í maí næst. vor, og verður þá auglýst nánar um afgreiðslutíma. Grófargilsgeymslan. Vegna þess að þar eru tvísettar raðir af kössum, en talsvert um það að annar maður hafi innri kassann, en þann fremri, sem þó var ekki ætlast til í upphafi, er nú ákveðið að lagfæra þessi mistök þannig, að sami maðurinn hafi bæði fremri og innri kassa, og sami maður verður nú að taka tvo kassa í röð. Þeir, sem hafa rétta röð af kössum, halda sínum núm- erum, en hinum verður breytt. — Grófargilsgeymslan verður opin til móttöku þann 20., 24, 28. og 30. þessa mánaðar frá kl. 5 til 7 e. h., en laugardagana 25. sept. og 2. ookt. verður geymsla þessi opin frá kl. 3,30 til kl. 7 e. h. Eftir það að móttöku er lokið verður - Verðhækkanirnar (framhald af 1. síðu). Kjötið hækkar meira. Um næstu helgi mun svo ákveð- ið endanlegt verðlag á kjöti. Mun það hækka talsvert meira frá verðinu sl. ár en mjólkurafurð- irnar. Stafar það m. a. af því að verð á gærum hefur farið lækk- andi og eiga bændur að fá það bætt með hærra kjötverði. En einnig mun ætlunin að lækka verð á kartöflum, en vega þá verðlækkun upp með kjötverð- inu. Þessar verðhækkanir skella á almenning í byrjun vísitölutíma- bils, þannig, að engar bætur eiga að fást fyrr en í fyrsta lagi 1. desember — ef þá verður ekki búið að finna önnur ráð til að „halda vísitölunni í skefjum“. — Það er einnig augljóst, að í bolla- leggingimum um afurðaverðið hefur vísitölusjónarmiðið verið mjög ríkt. Verð á mjólk er greitt niður, vegna þess að hún hefur mikil áhrif á vísitöluna, en mjólk- ur afurðir, sem lítil áhrif hafa á grundvöllinn, eru hækkaðar. — Eins hefur veriðlækkun á kar- töflum mikil áhrif á vísitöluna, því að þær eru þar stór liður, en kjötið hefur minni áhrif. Þessar verðhækkanir koma sem beint áframhald á þeirri nýju stefnu ríkisstjómarinnar, að raska grundvelli samninganna frá 1952. Smjörskammturinn hef- ur þegar verið minnkaður um helming, kaffið hækkað um rúm- an þriðjung og boðuð hefur verið hækkun á rafmagni í Rvík, og óefað á almenn hækkun á raf- magnsverði annars staðar að sigla í kjölfarið. Verður nú æ sýnna að verð- bólgustefnu ríkisstjómarinnar verður að mæta með einhuga gagnráðstöfunum af hálfu verka- lýðssamtakanna. geymsla þessi opin á sömu dögum og áður, eða á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 5 til 7 e. h. Firmur Arnason. TILKYNNING frá Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar Framboðsfrestur til fulltrúakjörs í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar á 24. þing Alþýðusambands ís- lands er ákveðinn til kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. september 1954. Skulu kjörlistar hafa borizt kjörstjórn félagsins innan þess tíma. Til þess að bera fram kjörlista þarf skrifleg meðmæli 45 fullgildra félagsmanna. Stjórn Verkamannafélagi Akureyrarkaupslaðar. Ný söludeild Höfum opnað nýja söludeild í húsnæði bókaverzlunar vorrar, þar sem vér bjóðum yður ýmiskonar fatnað, svo sem: nærföt, sokka, peysur, regnkápur, skyrtur og ótal margt fleira. Gerið svo vel að reyna viðskiptin. Verðið er hvergi lœgra. EDDA h.f., simi 1334. (Árni Bjarnarson).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.