Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. október 1954 VERKRHUlÐURinit — vikublað — Útgefandi: Sósíalisttrfélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Alþýðusambands- kosningarnar t máiefnayfirlýsingu þeirri, sem alþýðuflokksmenn og sósíalistar í verkalýðsfélögunum á Akur- eyri sendu frá sér í byrjun fyrra mánaðar, í tilefni af því að þeir gerðu með sér bandalag um kosningar til alþýðusambands- þings, eru dregnar upp skýrar h'nur um nærtækustu verkefni fyrir samtaka verkalýðshreyf- ingu: Bætt launakjör — útrýming atvinnuleysis — raunhæfar að- gerðir í húsnæðismálum — har- átta gegn fólksflóttanum úr bysgðum Norðurlands — lífvæn- leg afkoma með 8 stunda vinnu- degi — uppsögn hervamarsamn- ingsins og fullt sjálfstæði þjóðar- innar. í fljótu bragði virðist það með öllum ólíkindum að allir meðlim- ir verkalýðssamtakanna geti ekki orðið sammála um slíka stefnu og fylgt fordæmi verkalýðsfélag- anna hér og sameinast sem einn maður um hana. Þó er það stað- reynd, sem ekki lætur að sér hæða} að sterk öfl vinna að því — og sums staðar með nokkrum ár- angri — að koma í veg fyrir að komandi alþýðusambandsþing verði fært um að bera þessa stefnu fram til sigurs. Og það er brýn nauðsyn fyrir alla vinnandi menn að gera sér ljósa grein fyr- ir því, hvers eðlis þau öfl eru og hvers megi af þeim vænta. Máltækið segir: „Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.“ Það þarf ekki lengi að leita til þess að finna hverjir eru vinir sundrung- araflanna. Það eru mennirnir sem alltaf og æfinlega hafa barizt gegn bættum launakjörum, mennimir sem hafa skipulagt fólksflóttami úr byggðum Norður- og Austur- lands, mennimir sem hafa hrakið alþýðuna í braggahreysi Rvíkur, mennimir sem leiddu hemámið yfir þjóðina, mennirnir sem börð- ust fastast gegn 8 stunda vinnu- deginum, mennimir sem velta sér í gróðanum af niðurlægingu þjóð- ar sinnar — mennimir sem gefa út Morgunblaðið og Vísi. Það eru vinir sundrungarinnar. Það eru þeir sem fagna nú ákafast stund- arsigri bitlingaklíkunnar í Al- þýðúflokknum. Alþýðusambandið telur nú hátt á þriðja tug þúsunda vinnandi manna. Engum blandast því hug- Formósa hefir verið kínverskt land í 13 aldir ur um að undir sterkri og sam- hentri forustu er það sterkasta samtakaheild, sem til er í land- inu. Gegn henni er ekki hægt að standa; ef hún sækir fram í einni fylkingu. Þetta vita auðmennim- ir, sem standa að málgögnum aft- urhaldsins og þess vegna reka þau upp ramakvein, þegar nokk- ur hundruð verkamenn á Akur- eyri ríða á vaðið og móta sam- eiginlega stefnu sína á sinn ein- falda og augljósa hátt. Þau vita ofur vel að þegar verkamennirnir gera sér ljóst, hvers samtök þeirra eru megnug og kasta fyrir borð allri beinni og óbeinni leið- sögn afturhaldsins, þá hriktir í þeim feisknu viðum, sem enn styðja völd þeirra yfir örlögum alþýðunnar og þjóðarinnar alírar. Þær fregnir, sem nú þegar hafa borizt af kosningunum til Al- þýðusambandsþingsins, spá góðu um úrslitin. Fyrsti stórsigur ein- ingarinnar var unnin hér í verka- lýðsfélögunum með allsherjar- bandalagi verkalýðsflokkanna, sem skotið hefur sundrungaröfl- unum hér slílium skelk í bringu, að þau þora sig hvergi að hræra. Annar stórsigurinn vannst fyrsta kosningadaginn í Félagi járniðn- aðarmanna í Rvík, er listi samein ingarmanna var kjörinn með yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða og vikapilti og aðalfulltrúa íhaldsins í stjóm ASf, Sigurjóni Jónssyni, var algerlega hafnað sem hæfum fulltrúa félagsins á alþýðusambandsþingi og fleiri og stærri sigrar munu á eftir fara. Stundarsigur hægri klíkunnar í Alþýðuflokknimi, sem á mál- gögn ríkisstjórnarinnar að cinka- vinum, getur á engan hátt orðið til þess að hindra eða tefja sam- einingu alþýðunnar. Samhent og sterk verkalýðshreyfing er orðin söguleg nauðsyn, sprottin af knýjandi þörf alþýðunnar til þess að hrista af sér klafa hrakandi lífskjara og sækja fram í baráttu sinni fyrir betri framtíð. Ríkisstjórnin heyktist á kaffihækkuninni Þegar kaffiverðið var hækkað nú í sumar upp í 60 kr. kg. svar- aði það til 1,2 stiga hækkunar á vísitölunni, en sem launþegar áttu að þola bótalaust til 1. des. næstkomandi. Eins og margsannað hefur ver- ið var verðhækkunin skýlaust brot á samningum þeim sem gerðir voru í des. 1952 og mót- mæltu verkalýðssamtökin því hækkuninni mjög harðlega. Ríkisstjórnin hefur nú látið undan þessum mótmælum og ákyeðið að greiða niður verð á kaffibirgðum þeim, sem til eru í landinu, þannig, að útsöluverð verði 45 kr. kg. Kaffiverð er nú mjög lækkandi á heimsmarkaðinum og því sýni- legt að niðurgreiðsla þarf ekki að koma til nema á þeim birgðum sem nú eru til í landinu. Um nokkurt skeið hefur athygli manna um heim allan mjög beinzt að eyjunni Taiwan (Formósu) og nú líður vart sá dagur, án þess hún komi við sögu í blöðum allra landa. Taiwan liggur í suðaustri frá meginlandsströnd Asíu og hefur irá alda öðli verið hluti af Kína. „Á stjómarárum kaihuang,“ jtendur í fornum, kínverskum ’ræðum, „skipaði Sui-ættin hin- rm hrausta herforingja, Chen Lieng, að leggja undi sig 36 eyjar ■! Penghulietao." Taiwan var ein -■essara eyja og kínverskur her, andir stjórn Chen Leng og Hang Chenchou, gekk þar á land írið 610. Frá þeim tíma hefur eyj- an verið byggð Kínverjum og .tjórnað af þeim og hefur því ver- ið kínverskt land í meira en 13 aldir. En þrátt fyrir það hefur eyjan jafnan vakið ágirnd erlendra her- velda, sem hafa talið hana mjög þægilegan stökk pall til innrásar á meginland Asíu. Tanaka, einn helzti höfundur japanska hernað- arstefnimnar setti mjög traust sitt á Taiwan sem fyrsta áfanga til að leggja Kína að velli. Og þannig er einnið litið á eyjuna af stjórn- málamönnum Bandaríkjanna nú. Fyrrum varð eyjan oft fyrir inn- rásum. Um iangan aldur var hún hernumin af Japönum, sem gerðu hana að árásarvirki í innrásum á Kína. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari lýstu vesturveldin því há- tíðlega yfir að Taiwan yrði skil- yrðislaust skilað aftur í hendur Kína, og þegar Japanir biðu loks ósigin: vonuðust eyjarskeggjar fastlega eftir að land þeirra yrði sameinað móðurlandinu. En þessi löglegi réttur kín- versku þjóðarinnar varð fljótt einkisvirtur af heimsvaldasinn- unura. Jafnskjótt og eyjan hafði verið frelsuð undan yfirráðum Japana var hún hemumin af Bandaríkjunum. Með aðstoð og beinni hemaðarlegri hjálp Banda ríkjanna hrifsuðu hinar sigruðu leyfar af her Chang Kaj-shek yfirráðin á eyjunni, þegar þær flúðu meginlandið. Bandarísku heimsvaldasinnam- ir hafa breytt Taiwan í bækistöð fyrir árásir á Kínverja og aðrar Asíuþjóðir. Sjóræningjar Chang- Kaj-sheks, sem verndaðir eru af sjöunda flota Bandaríkjanna gera stöðugar árásír á kaupför Kín- verja, Breta, ítala, Dana, Grikkja og ýmsra annarra þjóða, og flug- her þeirra gerir án afláts loftárás- ir á friðsamlegar borgir og þorp á strönd meginlandsins. Af augljósum ástæðum geta Kínverjar ekki þolað slíkar að- farir. Þeir eru ákveðnir í að frelsa Taiwan og fullkomna þannig það sögulega hlutverk að sameina allt land sitt „T,aiwan er óumdeilan- lega kínverskt land og hemám Bandaríkjanna þar verður alls ekki þolað,“ sagði Chou En-lai, forsætis- og utanríkisráðherra Kína 11. ágúst sl., og sú yfirlýsing á vafalaust stuðning allrar kín- versku þjóðarinnar. í kjölfar hennar voru haldnir fjöldafundir um allt Kína og ályktunum frá hvers konar samtökum, þingum og borgarstjórnum rigndi yfir og alls staðar var krafan sú sama um frelsim Taiwan undan yfirráðum hinnar gerspilltu klíku Changs og Bandaríkjanna. Þessi víðtæka hreyfing var m. a. rædd í hinu mikilsmetna blaði Kwangmingjihpao og þar var því slegið föstu, að hinar 600 milljón- ir Kínverja hefðu kveðið upp sinn dóm og að valdadagar Changs væru taldir. Þessi lögmæta og réttmæta krafa kínversku þjóðarinnar hef- ur hlotið mjög víðtækan stuðning hvaðanæfa um heim. Enska viku- blaðið Peace News minnir t. d. á Kairó-yfirlýsinguna, þar sem stórveldin urðu ásátt um rétt Kínverja til Taiwan og segir: „Enginn vafi getur leikið á því, að það var sameiginleg ákvörðun Bandamanna að Formósa yrði af- hent Kína þegar eftir uppgjöf Japana. En með því að halda þar herliði og nota eyjuna sem bæki- stöð fyrir fjandsamlegar aðgerðir gegn meginlandinu er Chang Kaj-shek, studdur af Bandaríkj- unum, alvarleg ögnm gegn lög- legri stjórn Kína.“ Þjóðir Asíu, sem vita hvað það þýðir að vera kúgaðar og auð- mýktar af heimsvaldasinnum, gera sér ljóst að tilraunir Banda- ríkjanna til þess að skilja Taiwan frá Kína eru ekkert annað en lög- leysur og yfirgangur. Þær skilja og styðja ákvarðanir Kínverja um að endurheimta land sitt, ekki sízt vegna þess að margar þeirra eiga við lík viðfangsefni að etja. Mikill meirihluti Asíuþjóða, segir Times of India, skoðar Tai- wan sem kínverskt landsvæði og lítur á kröfur Pekngstjórnarinnai um endurheimt hennar, sem jafn löglegar og kröfur Indverja til Goa (nýlendu Portúgala í Ind- landi) og kröfur Indónesa til Vestri Nýju Guineu. Ráðamenn Bandaríkjanna eru reiðubúnir til að beita hvers kon- ar bolabrögðum til þess að rétt- læta landrán sitt á Taiwan. Um þessar mundir eru þeir að und- irbúa aðra tilraun sína til þess að beita Sameinuðu þjóðimum fyrir sig í þessu efni. Áróður þeirra gengur í þá átt að reyna að sann- færa um, að það sé með öllu óvíst hverjum eyjan raunverulega til- heyri og þar til sú vitneskja sé fengin eigi hún að vera undir stjórn S. Þ. En slíkur áróður get- ur ekki blekkt neinn. Ef Taiwan væri sett undir stjórn S. Þ., þýddi það að innanríkismál Kínverja einna, væru gerð að al- þjóðlegu deilumáli. Það mimdi þýða að frelsun eyjarinnar yrði gerð að tylliástæðu fyrir amer- ísku heimsvaldasinnana til þess að hleypa af heimsstyrjöld. Slíkt má aldrei verða. (Heimild: New Times). hlíð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. og á Akureyri kl. 5 e. h og í Glerár- þorpi kl. 8.30 e. h. — Séra Stefán Eggetrsson messar. Sumiudagaskóli Akureyrar- kirkju hefst 10. okt. næstk. Hjúskapur. 21. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband ur.gfrú Þórhalla Davíðsdóttir, kennari, og Sverrir Sigurður Markússon, dýralækninemi. — Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Stokk- hólmi. — 24. sept. voru gefin saman í Akureyrarkirkju Vil- helmína H. O. Hjaltalín og Jónas Þórir Kristjánsson, bifreiðastjóri. — Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 41. Akureyri. — Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin saman. Iðju-klúbburinn mun hefja vetrarstarfsemi sína 1. október næstk. Mun hún verða með svip- uðu sniði og síðastliðinn vetur. Spiluð verður félagsvist og dans á eftir. Hinn vinsæli stjórnandi, Þorleifur Þorleifsson, mun stjórna spilunum. — Aðgangskort verða seld fyrir hver 3 spilakvöld í senn. — Ver,ðlaun verða veitt fyrir hvert einstakt spilakvöld, en auk þess skal athygli vakin á því, að fyrir flesta slagi samanlagða á vetrinum verða veitt sérstök verðlaun, þ. e. flugfar Akureyri— Reykjavík, báðar leiðir, og dval- arkostnaður í viku í höfuðstaðn- um. Félagsmenn, komið og kynn- ist. Styrkið ykkar eigið félag! — Nánar í auglýsingu á öðrum stað í blaðinuí dag. Hlutaveltu heldur Slysavaina- deild kvenna sunnudaginn 3 okt. næstk. kl. 4 e. h. Styðjið gott mál- efni. Nefndin. Hjónaefni. Ungfrú Ásdís Jó- hannsdóttir frá Vestmannaeyjum og Ingi Vignir Jónasson, verzlun- arm. (Jónasar Tryggvasoonar). Kuldaúlpur á börn, unglinga og fullorðna. Allar tegundir. V efnaðarvönideild XX X NftNKIN KHflKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.