Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.10.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.10.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 8. október 1954 Alþýðusambandskosninprnar Samstarf sósíalista og Alþýðuflokksmanna á Húsavík Erlendar verkalýðsfréttir: Söngur fljótanna” í Verkamannafélagi Húsavíkur hefur orðið fullt samkomulag milli Alþýðuflokksmanna og só- síalista um fulltrúakjör á þing Alþýðusambandsins. Sameigin- legur listi þeirra er skipaður Ás- geir Kristjánssyni, Guðmundi Hákonarsyni og Jónasi Sigurðs- syni. Varamenn listans eru Arnór Kristjánsson, Einar M. Jóhanns- son og Halldór Þorgrímsson. Fulltrúar Baldurs sjálfkjömir. í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði urðu fulltrúar sjálfkjörn- ir. Eru þeir Hannibal Valdimars- son, Stefán Stefánsson, Guð- mundur Bjamason og Björgvin Sighvatsson. Kosið var á félags- fundi. Gerði fundurinn ályktun, þar sem skorað var á fulltrúa fé- lagsins að beita sér fyrir því að fulltrúar atvinnurekenda fái enga aðild að sjórn heildarsamtakanna. Samstarf á Skagaströnd. Sósíalistar og Alþýðuflokks- menn hafa gert samkomulag um fulltrúakjör í Verkalýðsfélagi Skagastrandar. — Sameiginlegan 25 fengu lán úr Bygg- ingalánasjóði Stjórn Byggingalánasjóðs Ak- ureyrar hefur ákveðið að eftir- taldir menn fái lán, að upphæð 15 þús. kr. hvert, til þess að fullgera hús sín, er þeir eiga íbyggingu: Árni Ingólfsson, Ámi Magnús- son, Árni Jakob Stefánsson, Baldur Amgrímsson, Björn Sig- urðsson, Einar Eggertsson, Frið- rik Blöndal, Gunnlaugur Jó- hansson, Gunnþór Þorsteinsson, frú Hilda Ámadóttir, Hjörleifur Árnason, Ingvi Hjörleifsson, Jó- hann Ingimarsson, Jóhann Krist- insson, Jóhannes Hjálmarsson, Karl Hjaltason, Magnús J. Krist- insson, Haukur Otterstedt, Knút- ur Otterstedt, Ragnar Sigurðsson, Sigurður Ringsted, Svan Ingólfs- son, Tryggvi Bogason, Þorsteinn Williamsson og Örn Snorrason. 48 umsóknir bárust um lán úr sjóðnum að þessu sinn. íslenzkt prentaratal 1530-1950 Nýlega er komið út íslenzkt prentaratal frá því er prentlist hófst á íslandi árið 1530. Er bók þessi í stóru broti, hálft annað hundrað blaðsíður og með mörg- um myndum. Prentuð er hún á góðan myndapappír. Þetta er bók, sem er kærkomin öllum þeim, sem ættfræði unna. Bókin er ekki seld í bókaverzl- unum, en fæst hjá Hinu íslenzka prentarafélagi, Reykjavík. Á Akureyri geta þeir, sem óska eftir að kaupa bókina, snúið sér til Kára Sigurjónssonar, prentara, Sólvöllum 1. Sími 1585, lista þeirra skipa Pálmi Sigurðs- son og Fritz Magnússon. — Jón Hjálmarsson hefur að undanfömu dvalið á Skagaströnd, en gengið erfiðlega að stilla með íhaldinu, þrátt fyrir góðan vilja. - Heimsókn til Berlínar (Framhald af 2. síðu). kominna heim frá Tékkóslóvakíu, tjngverjalandi eða öðrum alþýðu- lýðveldum. Enn er mikið af rústum í Aust- ur-Berlín og ár munu enn líða áður en þær hætta að minna á grimm örlög liðins tíma. En nýjar byggingðar þjóta upp úr hinum gömlu rústum. Það eru ekki byggð vetnissprengjubyrgi eins og í Vestur-Berlín — heldur heimili, skólar og leikhús. Ber- línarbúar austursvæðisins njóta þeirrar siðferðilegu fullnægingar að starfa og lifa á leiðum friðar- ins, þeirrar vissu að lýðveldið, sem hefur Berlín að höfuðborg, kappkostar friðsamlega uppbygg- ingu og leitast af einlægni við að koma á sameiningu þjððarinnar á friðsamlegan hátt. Þegar sá dagur kemur að mörk- in milli borgarhlutanna verða numin á braut, munu þeir geta með stolti bent á hvað þeir hafa afrekað fyrir sameiginlega heill allra Berlínarbúa og allra Þjóð- yerja. Æ.F.A.-fundur á sunnudaginn Æskulýðsfylkingin, félag ungra sósíalista, heldur aðalfund sinn í Ásgarði n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Auk aðalfundarstarfa fara fram kosningar á þing Æ. F., er haldið verður hér í bænum síðari hluta þessa mánaðar. Erindreki Æ. F., Kjartan Ólafsson, mætir á fund- iniun. Þess er vænst að félagar fjölmenni. Skákeinvígi Akureyri - Reykjavík Skákeinvígi er hafið milli Ak- ureyringa og Reykvíkinga. Af hálfu Akureyringa tefla Jón Þor- steinsson, Júlíus Bogason og Margeir Steingrímsson, en fyrir Taflfélag Reykjavíkur Ásmund- ur Ásgeirsson, Eggert Gilfeir og Jón Pálsson. Reykjavík hefur hvítt. Sveinafélag járn- iðnaðarmanna hefur kosið fulltrúa sinn á Al- þýðusambandsþing. Kjörinn var Ámi Magnússon, járnsmiður, og til vara Stefán Snæbjörnsson, vélsmiður. Sósíalistar og Al- aýðuflokkþýðuflokksmenn stóðu að kosningu þeirra, svo sem ann- arra fulltrúa úr verkalýðsfélög- unum á Akureyri. "K KIRKJAN. Messað í Lögmanns hlíð kl. 2, Akureyrarkirkju kl. 5 og Glerárþorpi kl. 8,30 næstk. sunnudag. Prestur: sr. Jóhann Hlíðar. •K UNGUR LISTMÁLARI, Krist- inn Jóhannsson, nemandi í 5. bekk Menntaskólans, hefur um þessar mundir málverkasýn- ingu í Varðborg. Hefur sýning- in þegar vakið athygli og all- margar myndir hafa selzt. •K HJÓNAEFNI. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Solveig Sigurðardóttir (Sigurð- ar Björnssonar) og Finnbogi Gíslason (Gísla R. Magnússon- ar). -K FIMMTUGUR varð 30. f. m. Björgvin Éinarsson, verkamað- ur, Hafnarstræti 103 hér í bæ. *K SEXTUGUR verður á morgun Sigurður G. Sigurðsson, verka- maður, Klapparstíg 3. K SKÓLASTJÓRI Barnaskólans, Hannes J. Magnússon, hefur viðtalstíma í skólanum alla virka daga kl. 1—3 síðdegis. * ÁRNI BJARNARSON, forstj., hefur hafið útgáfu vikublaðs er nefnist Laugardagsblaðið. Seg- ir í ávarpsorðum að blaðið muni kappkosta að flytja, á hlutlausan hátt fréttir úr bæ og héraði ásamt skemmtiefni, rit- dómum o. fl. K FIMMTUGUR verður í dag Þorsteinn Stefánsson, bæjarrit- ari. •K FULLTRÚARÁÐ verkalýðs- félaganna hefur ákveðið að halda hlutaveltu til ágóða fyrir stai-fsemi sína þann 17. okt. n.k. Eru allir þeir félagar í verka- lýðsfélögunum og aðrir, sem vilja gefa fé eða muni til hluta- veltunnar, beðnir að snúa sér til formanns Fulltrúaráðsins, frú GuðrúnarGuðvarðardóttur, eða til skrifstofu verkalýðsfél. •K SKEMMTIKLÚBBUR. Verka- kvennafél. Eining og Verlca- mannafélag Akureyrarkaupst. hafa ákveðið að hafa nokkur skemmtikvöld sameiginleg í vetur Verður fyrsta skemmt- unin í kvöld kl. 8,30. í Alþýðu- húsinu og fer þar fram félags- vist og síðan verður dansað. — Ættu meðlimir félaganna að notfæra sér þau tækifæri til góðrar og ódýrrar skemmtunar sem þeim eru'boðin með þess- ari starfsemi, en aðgangseyrir verður aðeins 10 kr. V erkamannaf élags- fundur á sunnudaginn Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar heldur félagsfund á sunnudaginn kl. 1,30 e. h. í Verka lýðshúsinu. Rætt verður um Al- jýðusambandsþingið, vetrarstarf félagsins og fleiri félagsmál. Eru verkamenn hvattir til að rjölsækja fundinn. Um þessar mundir er nýlokið við kvikmynd, sem gerð hefur verið fyrir Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna, WFTU, og er dreifing myndarinnar um það bil að hefjast. í fyrstu var hugmyndin sú að gera sögulega mynd um þriðja heimsþing alþjóðasambandsins, sem haldið var í Vínarborg í október 1953. Síðar var þessu breyt og ákveðið að gera stór- mynd um baráttu verkalýðssam- takanna um víða veröld. Þess vegna gerist myndin áður en heimsþingið var háð. Hún lýsir kjörum verkamannanna í mörg- Fimmta hver fjöl- skylda í USA býr í fátækrahverfum !; Um miðjan ágúst sl. birti hið ! ;;stóra, bandaríska verkalýðs-; ;j samband skýrslu, þar sem; ;! meðal annars er greint frá því; ; að fimmta hver fjölskylda í ; Bandaríkjunum býr í fátækra! ; hverfum. 1 skýrslunni er enn- j ; fremur upplýsingar um, að yf- ! ;; ir 15 milljónir íbúða í Banda-! ; ríkjunum séu skemmdar,;; ;! hrörlegar eða án vatnsleiðslu.;; ! 10 milljón íbúðir eru í svo;; !! slæmu ástandi, að þær þyrfti; j ! að rífa niður. Við þetta má svo ; !; bæta að amerískir verkamenn !! þurfa að greiða fyrir slíkar!! ; j íbúðir 1/4 til 1/3 af launum!; j! sínum í húsaleigu. j; Nýtt met í Banda- ríkjunum Frú nokkur í Chicago grét ný- lega samfleytt í 4% klukkustund og setti með því nýtt amerískt met í gráti. Hún sagði viðstödd- um tíðindamönnum heimsblað- anna, að hún hefði fengið tárin til streyma með því að hugsa allan tímairn um það, að hún hefði ver- ið sigruð með 250 grömmum í samkeppni um hver gæti étið mest af makkarónum! LITLA SAGAN Einu sinni var kona, sem varð hamstola yiir því að elskhugi henn- ar hafði sézt með annarri konu. Hún lét ekki huggast iyrr en hún sanniærðist um að þetta hefði verið eiginkona hans. Já, hvílíkt ástand. Nixon varaforseti Bandaríkj- anna, kom fyrir nokkrum vikum heim úr ferðalagi um Austurlönd. Skýrði hann frá þvx og stoltur, að Indónesíubúar hefðu fagnað ákaft í hvert skipti sem hann nefndi nafn Dwight Eisenhowers. Málafróður maður hefur nú frætt Nixoon um það að orðin dvaickt ickendora á indónesisku jýði „ókeypis öl“. um löndum og x-eynir að gera grein fyrir þörfum þeirra og þrám, sem síðar mótuðu heims- þingið og mikilvægar álykanir þess. Nafn sitt dregur myndin af því, að efni hennar fylgir leiðum sex stærstu fljóta heimsins, Missis- sippi, Amazon, NOar, Ganges, Volgu og Yangtse. Hefur þýzka skáldið Berthold Brecht samið ljóð um hvert þessara fljóta og sovét tónskáldið heimsfræga, Shostakovitch, gert við þau lög. Tæknilega er myndin svo stór- brotin, að það hefur ekki verið á færi annarra en reyndra, alþjóð- legra kvikmyndatökumarma að gera hana. Framkvæmdir hófust í maí 1953 undir umsjón WFTU og með aðstoð DEFA í Berlín, og er efnið frá 30 löndum. Það er von alþjóðasambandsins að þessi kvikmynd geti orðið verkalýðshreyfingunni mikill styrkur og stutt að því að gera verkamenn um heim allan enn sigurvissari en áður. Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Afgr. vísar á. SKEMMTIKLÚBBUR Einingar og Verka- mannafélags Akureyr- arkaupstaðar heldur skemmtun í kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. FÉLAGSVIST DANS Verðlaun veitt. Húsið opnað kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 7.30 og við inn- ganginn. NEFNDIRNAR. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur félagsfund í Verka- lýðshúsinu n; k. sunnudag 10. október kl. 1.30 e h. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Alþýðusamb.þingið. 3. Félagsmál. 4. Önnur mál. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Hvítkál höfum við ennþá. Kjötbúð KEA. og útibúin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.