Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.10.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.10.1954, Blaðsíða 1
VERKflmrouRinn XXXVU. árg. Akureyri, föstudaginn 8. október 1954 33. tbl. GERIST ASKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupcndur fá blaðið ókeypis til næstu áramóta. — Síminn er 1516. Verkakvennafélagið Eining skorar á verkalýðsfélögin að fylkja sér um þá fulltrúa, sem vinna að einingu vinstri aflanna Krefst brottfarar hersins Á fundi Verkakvennafélagsins Einingar, er haldinn var sl. sunnudag var eftirfarandi ályktun gerð einróma: „Fundur í Verkakvnnafélaginu Eing, haldinn sunnudaginn 3. október 1954, fagnar þeirri einingu sem náðst hefur innan verkalýðshreyfingarinnar á Akureyri og víða annars staðar á landinu. Fundurinn telur fullkomna einingu verkalýðsins einu leið- ina til verndar hagsmunum alþýðunnar og sjálfstæðis og menningu þjóðarinnar. Skorar fundurinn a öll þau félög sem eiga eftir að kjósa fulltrúa á 24. þing. Alþýðusambandsins, að kjósa aðeins þá menn sem vinna að einingu vinstri aflanna." „Fundurinn skorar á allan verkalýð í landinu og frelsisunn- andi fálk að vinna að þvi að hernámsliðið fari héðan svo fljótt sem auðið er, meðal annars með því að taka sem virkastan þátt i undirskriftasófnun þeirri sem nú fer fram gegn her- náminu." Hraðfrystihúsmálið fyrir bæjarstjórn Samþykkf aS kaupa helmíng hlutabréf- annar jalnóSum og þau eru seld öSrum Fellt að kaupa helming án skilyrða um sölu til einstaklinga Kvöldskólinn Kvöldskólinn tekur til starfa 18. þ. m. Kennslan fer fram í Menntaskólanum á kvöldin kl. 7,30 til 9,30. Kennarar verða þeir Friðrik Þorvaldsson, Gísli Jóns- son, Jón Árni Jónsson og Ottó Jónsson, sem kominn er heim frá Bandaríkjunum, eftir ársdvöl þar við framhaldsnám. Kennslugjald- ið er kr. 50 á mánuði. Kvöldskólinn býður mijnnum, sem hug hafa á nytsömu námi í tómstundum sínum, hina beztu kennslu við sérstaklega vægu gjaldi. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. Fullur skriður kominn á undirskriffasöfnunina gegn hernáminu Samstarfsnefnd mynduð hér í bænum. 12 borgarar bæjarins senda frá sér ávarp um undirskriftirnar Fullur skriður er nú kominn á undirskriftasöfnunina, sem hafin var fyrr skömmu að frumkvæði 10 manna úr ýmsum stjórnmála- flokkur. Mætir undirskriftasöfn- unin hvarvetna hinum beztu við- tökum og verður æ ljósara, að mikill þorri fslendinga er stað- ráðinn í því að berjast til þrautar Fyrir uppsögn hernámssamnings- ins, svo fljótt sem ákvæði hans leyfa, og fyrir því að ekki verði reist fleiri styrjaldarmannvirki hér á landi, en þegar eru risin. Hér á Akureyri hefur verið mynduð þriggja manna sam- starfsnefnd, er annast mun um framkvæmd undirskriftasöfn- unarinnar í bænum. Ennfremur hafa 12 borgarar bæjarins, úr ýmsum stjórnmálaflokkum Kosið milli 5 presta 17. október Frestur til að sækja um Akur- eyrarprestakall var útrunninn 1. okt. sl. Eru umsækjendur þessir: Sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Jó- hann Hlíðar, sr. Kristján Ró- bertsson, sr. Stefán Eggertsson og sr. Þórarinn Þór. Prestkosning fer fram 17. okt. sent frá sér eftirfarandi ávarp, þar sem bæjarbúar eru hvattir til að veita nefndinni öflugan stuðning í starfi hennar: Svo sem almenningi er kunn- ugt af Avarpi til Islendinga, sem 40 menn 1 Rvík hafa undirritað og birzt hefur í ýmsum blöðum, er nú verið að safna undirskrift- um um allt land að þeirri áskorun til ríkisstjórnar landsins, að hún hlutist nú þegar til um uppsögn hervarnarsamningsins frá 5. maí 1951 og að allt herlið og herbúnaður verði á burt svo fljótt sem uppsagnarákvæði heimila og eigi verði gerð fleiri styrjaldarmannvirki í landinu en þegar eru risin. Hér í bænum hefur verið valin 3ja manna nefnd til að annast framkvæmd undirskriftasöfnun- arinnar, og skipa hana þessir: Anna Helgadóttir, frú, Munka- þverárstræti 33. Einar Kristjánsson, rithöfund- ur, Matthíasargötu 1. Magnús Albertsson, húsgagna- smiður, Grundargötu 3. Eru það eindregin tilmæli okkar undirritaðra, að allir þeir, sem áhuga hafa á uppsögn samn- ingsins, geri sitt til að undir- skriftirnar verði sem almennast- ar og snúi sér hið fyrsta til nefnd- arinnar, bæði til að taka undir- skriftarlista svo og með hvers konar ábendingar, sem mættu verða málinu til stuðnings og fyrirgreiðslu. Bjarni Arason, ráðunautur. Björn Halldórsson, lögfræðingur. Björn Jónsson, ritstjóri. Bragi Sigurjónsson, ritstjóri. Elísabet Geirmundsdóttir, frú. Jón M. Arnason, vélstjóri. Jón Þorsteinsson, lögfræðingur. Kári Sigurjónsson, prentari. Kristófer Vilhjálmsson, afgr.m. Marteinn Sigurðsson, sýsluskr. Torfi Vilhjálmsson, verkamaður. Tryggvi Þorsteinsson, kcnnari. Fulltrúar Einingar á Alþýðusambandsþing sjálfkjörnir Verkakvennafélagið Eining hélt félagsfund sl. sunnudag og fór þar fram kjör fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. Kjörnar voru ein- róma: Elísabet Eiríksdóttir, Lísbet Friðriksdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir. Varafulltrúa reru: Margrét Magnúsdóttir, Svanborg Jónasdóttir, Þórgunnur Sveinsdótitr. Fulltrúalistinn var borinn fram af sósíalistum og Alþýðuflokks- konum í samræmi við allsherjar- samkomulag það, sem orðið hef- ur í verkalýðsfélögunum hér í bænum. Fyrir bæjarstjómarfundi sl. þriðjudag lá tillaga frá bæiarráði þess efnis að Akureyrarbær keypti helming hinna nýju hluta- bréfa í Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f., eftir sömu reglum og áður, en það þýðir að bærinn skuldbindur sig til að kaupa bréf að verðmæti allt að kr. 750 þús- und, ef sala til einstaklinga nær þeirri upphæð. Verði sala hluta- bréfa til einstaklinga minni minnka kaup bæjarins að sama skapi. Tillaga frá Helga Pálssyni um að bærinn skuldbindi sig til að kaupa helming hlutabréfaaukn- ingarinnar, án skilyrða um kaup einstaklinga, var felld með 5 atkv. gegn 5. Þeir sem greiddu tillög- unni atkvæði voru fulltrúar Sósí- alistaflokksins, Þjóðvarnarfl. og Jón Þorvaldsson, auk flutnings- manns. Á móti voru fulltrúar Framsóknar, Guðmundur Jör- undsson og Jón G. Sólnes. Bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins var ekki mættur, og hefur það senni- lega ráðið úrslitum málsins. Verður ekki að sinni fullyrt um, hvort þessi afgreiðsla er hættuleg framgangi frystihúss- málsins, þar sem enn er allt í óvissu um hlutabréfasöluna, en fari svo, sem í lengstu lög verð- ur að vona að ekki verði, að hlutabréfakaup einstaklinga verði lítil, getur þessi afgreiðsla verið mjög varhugaverð. í öllu falli hefði það verið mun tryggara ef bærinn hefði nú þegar riðið á vaðið og samþykkt kaup sín án nokkurra skilyrða. Nokkrar umræður urðu um málið. Tryggvi Helgason gerði fyrirspurn til bæjarstjóra og for- manns Ú. A. hvað liði útvegun lánsfjár til framkvæmda. Benti hann á að verið væri nú að end- urbyggja fjölmörg frystihús og byggja önnur frá grunni og mundi þetta að verulegu leyti gert fyrir lánsfé, þótt nokkuð væri byggt fyrir fenginn gróða af þessum atvinnurekstri. Þá vék hann að því að ýms bæjarfélög hefðu leyst lánsfjárvandamál sín með því að leita til ýmissa ann- arra aðila en hinna beinu lána- stofnana. Hefðu Siglfirðingar t. d. fengið nokkur lán til fram- kvæmda bæjarfélags síns frá vá- tryggingarfélögum, olíufélögum og Eimskipafélagi íslands. - Tryggvi skýrði frá því, aS í samn ingaviðræðum þeim, sem fram fóru í togaradeilunni, hefði það komið greinilega fram að togara- útgerðarmenn litu nú á veiðamar fyrir frystihúsin sem arðvænleg- asta rekstur togaranna og kapp- kostuðu þær eftir því sem fram- leiðslugeta frystihúsanna hrykki til. Taldi hann að rekstur togar- anna hér hefði orðið mun betri á þessu ári, ef hér hefði verið frystihús og stöðvun þeirra ekki jafn tilfinnanleg á þessu sumri. f lok ræðu sinnar gaf Tryggvi þær athyglisverðu upplýsingar að bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem ákveðið hefur að byggja fiskiðjuver með hraðfrystihúsi fyrir bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar, ætti nú kost á öllum vélum til hraðfrystingar og ísfram- leiðslutækjum að láni frá Aust- ur-Þýzkalandi. Væru lánskjör- in mjög aðgengileg og ætti greiðsla að fara fram í afurðum fyrirtækisins. Taldi Tryggvi að mjög kæmi til athugunar um slík Ián erlendis frá. Steinsen bæjarstjóri og Helgi Pálsson urðu fyrir svörum og varð ekki séð af ræðum þeirra að annað hefði verið aðafst til þess að útvega lánsfé en að leita til Framkvæmdabankans. — Töldu þeir málinu hafa verið fremur vel tekið hjá dr. Benjamín, en þeir hefðu þó verið dregnir á öllum greiðum svórum og væru þau nú naumast væntanleg fyrr en um næstu áramót. 299 fiskpakkar eyði- lögðust í fisktöku- skipinu Norska skipið Arne Presthus hefur legið hér við bryggju und- aftfarna daga og lestað saltfisk frá Utgerðarfélagi Akureyringa h.f. — Er framskipun var langt komið í fyrradag vildi það óhapp til að ventill í olíudælu bilaði, er verið var að dæla olíu úr botn- tanka í hæðartanka, og komst allmikil olía í neðstu lög fisk- pakkanna í lestinni. Vai'ð að skipa í land um 3000 pökkum til þess að komast fyrir skemmdirn- ar og klæða lestina innan að nýju. Eyðilegging varð þó minni en búizt var við, en 299 pakkar eyði- lögðust með öllu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.