Verkamaðurinn - 22.10.1954, Blaðsíða 1
VERKfltnflÐURinn
GERIST ÁSKRIFENDUR
að VERKAMANNINXISL —
Nýjir kaupendur fá blaðið
ókeypis til næstu áramótu. —
XXXVII. árg.
Akureyri, föstudaginn 22. október 1954
Simiim er 1516.
35. tbl.
Bílstjórafélag Akureyrar krefst brott-
flutnings hersins
Skorar á félagsmenn sína að vinna vel að
undirskriftasöfnuninni
Á fundi Bílstjórafélags Akureyrar sl. laugardag var
eftirfarandi ályktun samþykkt einróma:
„Fundur í Bílstjórafélagi Akureyrar, haldinn 18. okt.
1954, lýsir sig andvígan því að verulegt vinnuafl þjóðar-
innar sé bundið við hemaðarframkvæmdir, sem nú
verða að teljast harla þarflitlar, ef ekki þarflausar, eins
og friðarhorfur em orðnar í heiminum. Telur fundur-
inn, að eðlilegt sé að segja nú þegar upp vamarsamn-
ingnum við Bandaríkin, og allur her hverfi héðan úr
landi jafnskjótt og uppsagnarákvæði samningsins heim-
ila. Hvetur fundurinn í þessu sambandi félagsmenn ein-
dregið til að taka þátt í undirskriftum þeim, sem nú er
verið að safna varðandi uppsögn samnings þessa.“
Iðnnemafélag stofnað á Akureyri
Skatta- og tollarán ríkisstjórnarinnar nemur 42%
af tekjum 5 manna verkamannafjölskyldu
Stórviðri fyrir
Vorðurlandi
f fyrradag og aðfaranótt dags
ins í gær var stórviðri fyrir
Norðurlandi og mikil fannkoma
í útsveitum.
Strantlíerðaskipið Skjaldbreið
fékk brotsjó á sig hér úti fyrir
og brotnuðu giuggar í yfir-
byggingu skipsins og lífbátur-
inn laskaðist og minni skemmd
ir urðu.
Á Siglufirði, Svaríaðardal og
víðar norðaniands hefur fann
koma verið mikil og urðu ýtnr
L d. nð ryðja mjólkurflutninga-
bíliun braut í Svaríaðardal
gær, cn snjór var þar þá allt að
knédjúpur.
# 1. umræða um fjárlögin fór
fram á Alþingi sl. föstudag og var
útvarpað að venju, en færri
munu hafa hlustað en skyldi, því
að umræðumar voru á margan
hátt lærdómsríkar. í snjallri
ræðu, sem Karl Guðjónsson flutti,
benti hann m. a. á þá óhugnan-
legu staðreynd, að hver verka-
mannafjölskylda í landinu verður
að horfa á eftir því nær helmingi
tekna sinna í hina botnlausu hít
stjómarvaldanna. Með því að
áætla tekjur slíkrar fjölskyldu 40
þús. kr. á ári og gera ráð fyrir því
að neyzla hennar á lífsnauðsynj-
um sé nálægt meðaltali, lítur
reikningur sá, sem fjölskyldan
verður að greiða ? ríkissjóð og í
aðra sjóði eftir lagaboði frá AI-
þingi og reðlugerðum stjómar-
ráðsins, út á þessa leið:
Stórbættar brunavarnir á
Akureyri
Ný slökkvibifreið búin háþrýstidælu og ýms
nnmir fnllknmin Ifrki tekin í notkun
SI. sunnudag var stofnfundur
Iðnnemafélags Akureyrar hald-
inn i Verkalýðshúsinu. Voru
stofnendur 26 að tölu og eru því
flestir iðnnemar bæjarins í félag-
inu. Fundurinn samþykkti eftir-
farandi ályktun:
.Fóndur haldinn í Iðnnemafé-
lagi Akureyrar 17. okt. 1954 skor-
ar á verkalýðsfélögin á Akureyri
að styðja félagið í kröfum sínum
um bætt kjör.“
I stjóm félagsins voru kjömir:
Þráinn Þórhallsson, prentnemi,
formaður.
Pétur Breiðfjörð, jámiðnam.,
varaformaður.
Hallgrímur Tryggvason, prent-
nemi, ritari.
Bjarni Konráðsson, múraran.,
gjaldkerL
Sigurður Jónsson, jámiðnaðar-
nemi, meðstjómandi.
Iðnnemafélög eru nú starfandi
í Reykjavik, en þar skiptast þau
Síldar leitað í Eyjafirði
Síðastl. laugardag leitaði Garð-
ar frá Rauðuvík sfldár £ Eyjafirði
innanverðum, á Akureyrarpolli
og út undir Hjalteyri, og á sunnu-
dag leitaði Von frá Grenivík
einnig.
Hvorugur bátanna varð sfldar
var, en telja þó engan veginn
fullreynt og mun Garðar leggja
í leit að nýju þegar veður batnar,
en tíð hefur verið rysjótt að und-
anfömu.
Verkalýðsfélag Sval-
barðsstrandar
Verkalýðsélag Svalbarðsstmd-
ar kaus fulltrúa sinn á Alþýðu-
sambandsþing 14. þ. m. Kjörinn
var Jóhann Kristjánsson og til
vart Ottó Guðmundsson
eftir iðngreinum, ísafirði, Hafn-
arfirði, Selfossi og nú hér í bæ.
Öll mynda félögin Iðnnemasam-
band íslands. Helztu verkefni
iðnnemafélaganna er að gæta
réttai- iðnnemanna gagnvart at-
vinnurekendum og beita sér eftir
mætti fyrir bættum kjörum
þeirra, en þar er óhægt um vik,
þar sem kjör (lágmarkskjör i
þeirra eru bundin með lögum og
samtökin hafa ekki verkfallsrétt.
Hefur Iðnnemasambandið sett
sér það mark að vinna að því, að
lágmarkskjör iðnnema verði þessi
hvað kaupgjald snertir: 1. ár 40%
af kaupi sveina, 2. ár 50%, 3. ár
60% og 4. ár 70%, en nú eru kjör-
in frá 25% á 1. ári og upp í 45%
af sveina kaupi á síðasta náms-
ári.
Þá leitast Iðnnemasambandið
við að afla meðlimum sínum
fræðslu í hinum ýmsu starfs-
greinum með útvegun kvikmynda
o. fl. Það gefur einnig út myndar-
legt mánaðarblað um hagsmuna-
og félagsmál iðnnema.
Formaður Iðnnemasambands
íslands er nú Ingvaldur Rögn-
valdsson, rafvirkjanemi í Reykja-
vík. Vann hann að stofnun Iðn-
nemafélagsins hér ásamt nokkr-
um öðrum félögum sínum úr
stjóm sambandsins.
Þrír togarar Ú. A. veiða
til herzlu
Svalbakur landaði hér í gær og
fyrradag 133 tonnum af ísvörðum
fiski. Fer hann allur í herzlu.
Harðbakur fór héðan á veiðar
sl. laugardag og veiðir einnig í
herzlu og sömuleiðis Sléttbakur,
sem fór á veiðar 13. þ. m. Kald-
bakur seldi nýlega í Bremerhaven
177 tonn af fiski fyrir 80.900 mörk.
Togarinn er enn í Bremerhaven
til viðgerðw.
Sl. laugardag var fréttamönn-
um boðið að skoða ný tæki, sem
Slökkvilið Akureyrar hefur feng-
ið, og þá fyrst og fremst nýja
slökkvibifreið, sem nú er full-
smíðuð og tilbúin að taka til
starfa þegar þörf gerizt. Bifreiðin
er stór Fordbifreið yfirbyggð á
BSA-virkstæði hér í bænum
undir umsjón Braga Svanlaugs-
sonar bflvirkjameistara. Er bif-
reiðin búin svokallaðri háþrýsti-
dælu, sem hægt er að tengja beint
inn á bflvélina og vatnstank, sem
dæla má úr meðan verið er að
tengja brunaslöngur við vatns-
hana eða náð verður til vatns á
annan hátt.
Háþrýstidælan hefur þann
höfuðkost að geta sprautað vatns
úða á eldinn, og er hann mörgum
sinnum mikilvirkari við slökkvi-
starf en vatn og eyðilegginng af
völdum hans miklum mrm minni.
Getui- einn maður undir mörgum
kringumstæðum ráðið niðurlög-
um elds með þessaiú nýju dælu.
Þá hefur slökkviliðið einnig
fengið nýjar reykgrímur, sem
tengdar eru hylki með saman-
þjöppuðu súrefni og gerir hún
slökkviliðsmönnum fært að ráð-
ast til inngöngu í reykfyUtar vist-
arverur, þar sem annars væri
ekki líft nokkrum manni. Svo
þéttar og vandaðar eru grímur
þessar, að unnt er að kafa með
I þeim f vatni.
Slökkviliðið hefur einnig feng-
ið nýjar fallmottur og alúmíní-
umstiga, sem hvort tveggja eru
hin mestu þarfaþing. Dregur hin
nýja fallmotta svo vel úr höggi,
að öruggt á að vera að stökkva
niður í hana af hvaða húsi bæjar-
ins sem er.
Með þessum nýju tækjum hef-
ur bæjarbúum skapast mjög auk-
ið öryggi gagnvart eldsvoðum.
Landsbankinn hefur
útgáfu tímarits
Fjármálatíðindi heitir nýtt
tímarit, er hafið hefur göngu s£na.
Er það gefið út aí Hagfræðideild
Landsbanka íslands. — Ritstjóri
tímaritsins er Jóhannes Nordal,
hagfrseðingur Landsbankans.
í inngangsorðum fyrsta heftis
Fjármálatíðinda segir, að ekki
hafi verið til neitt tímarit hér á
landi, er haft hafi það hlutverk
að birta aðgengilegar upplýsingar
og greinar um efnahag þjóðarinn-
ar og fjármál. Segir að riti þessu
sé ætlað að bæta úr þeirri vönt-
un. í þessu fyrsta hefti er höfuð-
greinin um utanríkisviðskiptin á
árinu 1954 og einnig er grein um
lánsfjármarkaðinn og ýmsar yfir-
litstöflur. Er ráðgert að ritið komi
út fjórum sinnum á ári, en í ár
verða heftin þó aðejns tvö.
I. Óbeinir skattar:
1. Aðflutningsgj. á vörum 6.050.00
2. Söluskattur 3.567.00
3. Ýmiss konar gjöld 800.00
4. Bátagjaldeyrir 5.000.00
II. Nefskattar:
Tryggingagjöld sjúkra-
saml., námsbóktgj. o. fl. 1.400.00
III. Beinir skattar:
Tekjuskattur 2.83.00
SamL kl. 17.100.00
Eftir að hafa skýrt þennan
reikning mælti Karl ó þessa leið .
„Þá er ótalið útsvar, sem nokk-
uð er mismunandi eftir því hvar
er á landinu. En þótt útsvarið sé
ekki talið með kemur í ljós að
samkvæmt beinu lagaboði greiðii
slík fjölskylda 42,75 kr. af hverj-
um 100 krónum sem henni
áskotnast í þegnskyldu aðra en
útsvar. Þegar þess er gætt að út-
svar slíkrar fjölskyldu i bæjum
iandsins er 2 tll 3 þúsundir króna
verður ljóst að rétt um helmingur
teknanna er af slíkri fjölskyldu
tekinn og allar þarfir sínar verð-
ur hún að greiða af helmingi
launanna.
Það er hreint ekki að furða,
þótt fjármólaráðherra landsins
miklist af því að hafa náð af
þegnunum einhverjum milljónum
meira en þörf var á!! Og nú fer
það allt að verða ljósara i hverju
fjármálasnilld ráðherrans liggur.
Sífellt hækkandi partur af tekjum
alþýðuheimilanna er upptækur
ger með lögum og reglugerðum —
stöðug óvissa um framtíð atvinnu
veganna, rekstrarstöðvanir á
hverju ári — einokun á útflutn-
ingsverzluninni og allskyns höft
til vemdar gæðingum ríkisstjórn-
arinnar á innflutningnum og
hingað til hefur sérhvert strand,
sem stjómin hefur siglt hinum
einstöku þáttum atvinnulífsins í
verið lejrst með nýjum álögum á
almenning í landinu.“
Þing Æskulvðsfylk-
ingarinnar hefst hér
í bænum í dag
Sambandsþing Æ. F., sam-
taka ungra sósíalista, verður
sett hér i bænura í dag. Hefst
þingið kl. 4 e. h. í' Alþýðu-
húsinu og stendur til sunnu-
dags.
Fulltrúar munu vcrða um 60
frá félagsdeildum víðs vegar
um land.
Ungum sósíalistum hér í bæ
er heimilt að sitja þangið sem
áheyrendur, eftir því sem hús-
nm teyttr.