Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.10.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.10.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 22. október 1954 VERKRDUIÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Árnason, Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. - Sími 1516. - Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Milljónir í sjóinn Samkvæmt áætlunum sérfræð- inga verður afgangsorka Laxár- . virkjunarinnar ekki fullnýtt fyrr en 1961 eða að 7 árum liðnum. Eins og sakir standa verður tun- framorkan 7000 kw. og heilar vélasamstæður virkjunarinnar standa þöglar og hreyfingarlaus- ar og mikill hluti af þeirri orku fljótsins, sem unnt er að beizla rennur hindrunarlaust til sjávar. Verðmæti þessarar orku nemur millj. kr. á ári og magn hennar króna á ári og magn hennar mundi nægja til þess að lýsa og hita híbýli þúsunda manna. En þrátt fyrir þessa miklu afgangs- orku, sem engum nýtist, er raf- magnsverði haldið það háu, að það er hvergi nærri samkeppnis- fært við kol eða olíu, sem eytt er milljónum króna erlends gjald- eyris fyrir og þróuninni fremur beint í þá átt að hækka rafmagns- verðið heldur en hitt. Slík ráðsmennska er regin- hneyksli. Mikinn hluta afgangs- orkunnar má nota til upphitunar ÞOGN Sú frétt, sem Verkamaðurinn birtí í sl. viku, um að möguleikar væru fyrir hendi að útvega vélar til hraðfrystihússins með sérstak- lega hagstæðum lánskjörum í Austur-Þýzkalandi, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli meðal bæjarbúa. Enda dylst mönnum ekki, að með slíku láni, sem nema mundi um 1/3 af stofn- kostnaði frystihússbyggingarinn- ar, væri helzta þröskuldi á vegi þessa nauðsynjamáls úr vegi rutt. Þessi tíðindi hafa þó ekki þótt fréttamatur vikublaðanna hér í bæ, því að ekkert þeirra minnist á þessa möguleika með einu orði, hvað sem veldur. Er það e. t. v. vegna þess að slíkar fréttir koma ekki heim við þann sífellda bar- lóm bæjarstjórnarmeirihlutans að lánsfé sé hvergi fáanlegt til nauð- synlegustu framkvæmda? Eða finnst þeim að ábendingar ann- arra um færar leiðir varpi helzt til mikilli birtu yfir getuleysi þeirra og sofandahátt í málum bæjarfélagsins? Einhver hlýtur ástæðan að vera og ekki viljum við halda að hún geti verið sú, að orráðamenn bæjarins og Ú. A. ætli sér ekki að kanna alla mögu- leika og notfæra sér þá, sem fær- ir reynast, til þess að hrinda frystlhúsmálinu í framkvæmd, úr því sem komið er, heldur verður þess fastlega að vænta að þeir láti ekkert tækifæri ganga sér úr greipum. húsa á orkusvæðinu án þess að leggja í nokkurn kostnað við lagningu dreifingarkerfis, með því einu að lækka verðið og gera það vel samkeppnisfært við aðra orku- og hitagjafa. „Sérfræðing- ar" munu vafalaust hafa á tak- teinum útreikninga, sem sanna eiga, að með því áð lækka raf- magnsverðið til upphitunar á hí- býlum muni orkuframleiðslan ekki „bera sig". Hins vegar mun þeim ekki geta tekizt að sanna, að betra sé að láta hann renna ónot- aða til sjávar, enda mun það næsta torvelt. Nú mun því nær afráðið, að þær hugmyndir að leiða raforku til Austurlands frá Laxárvirkj- uninni verða ekki framkvæmdar. Aðrar leiðir verður því að finna til þess að nýta afgangsorkuna svo fljótt sem kostur er á. Lækk- un rafmagnsverðsins til upphit- unar ætti að réttum rökum að verða fyrsta sporið í þá átt. Jafn- vel þótt hún væri tímabundin, gæti hún haft mikilvæga þýð- ingu í sparnaði gjaldeyris og til þess að létta íbúum orkusvæðis Laxár stóran lið í framfærslu hvers heimilis. NYR FISKUR í fjölbreyttu úrvali daglega. EINNIG: GELLUR CRÁLÚÐA SKATA og ótal fleira fiskmeti. KJÖT & FISKUR Helmingur brezkra hafnarverka- manna í verkfalli. Siðustu tvær vikumar hefur geysað verkfallsalda meðal brezkra hafnarverkamanna, ein hin mesta er sögur fara af. Upp- haf verkfallanna var það að hafn- arverkamenn í London kröfðust sjálfsákvörðunarréttar um það, hvort og hvenær þeir ynnu eftir- vinnu eða ekki. Stjórn sambands brezkra hafn- ERLENDAR VERKALÝÐS- FRÉTTIR arverkamanna, sem skipuð er hægrikrötum, snerist þegar í önd- verðu gegn verkamönnum og hefur leitað allra bragða frá blíð- málum til hótana til þess að fá þá til að ganga aftur til vinnu, en árangurinn orðið sá einn, að verkfallið hefur breiðst út til stöðugt fleiri hafnarborga, og er nú svo komið að meira en helm- ingur allra hafnarverkamanna í Bretlandi taka þátt í verkfallinu Orðið er laust TOMATAR rauðir og grœnir. AGURKUR HINAR VIÐURKENNDU Veisusels RÓFUR KJÖT & FISKUR Kosningaafglöp. Öllum Akureyringum eru enn í fersku minni afglöp þau, sem framin voru við síðustu bæjar- stjórnarkosningar hér í bæ og mjög voru rædd í blöðum og manna á meðal á sínum tíma. Ýmsir vildu þá taka létt á því máli, einkum vegna þess, að þeir töldu að hér væru um einstök mistök að ræða, sem varla kæmu fyrir aftur, og einnig vegna þess, að ekki gátu þau mistök ráðið um úrslit, a. m. k. hvað snerti full- trúatölu flokkanna, enda fór svo að kosningarnar voru, af viðkom- andi stjórnarvöldum, dæmdar gildar og látið sitja við vítur á kjörstjórnina. Flestir munu haf a ætlað að sof- andaháttur og hirðuleysi þeirra, sem falin var umsjá bæjarstjórn- arkosninganna yrðu til varnaðar þeim, sem síðar yrðu til þess valdir að sjá um undirbúning og framkvæmd kosninga hér, en nú hefur komið í ljós, að svo hefur ekki orðið um þá, sem gæta áttu réttra laga og reglna í prests- kosningunum, er fram fóru sl. sunnudag, heldur hafa þeir um flest gengið fetum framar í handa hófslegum vinnubrögðum og jafnvel beinum lagabrotum. Við samningu kjörskrár voru nokkrir tugir manna, sem eru ut- an þjóðkirkjunnar settir athuga- semdalaust á kjörskrá, og er það sennilega ólöglegt. Var látið sitja við það þar til kærufrestur var útrunninn og engin lagaleið til að taka þá aftur af kjörskrá önnur en sú, að láta dóm ganga um hvern einstakan mann. Þrátt fyr- ir þetta lætur kjörstjórnin eða sóknarnefndin sig hafa það að setja, á síðustu stundu athuga- semd við nöfn sumra þessara manna og meinar þeim atkvæði á kjördegi, fyrst með auglýsingu í bæjarblöðunum og síðar á kjör- degi með úrskurði. Vissi kjör- stjórnin þó greinilega að slíkur úrskurður var algerlega ólögleg- ur, enda lá fyrir álit bæjarfógeta, sem þó hafði ekki úrskurðarvald í málinu, um að alls ekki væri hægt að meina neinum, sem væri á kjörskrá, að greiða atkvæði, nema eftir dómi. Reyndi kjör- stjórnin í lengstu lög að forða sér frá því að fella úrskurð.sem hún vissi að var ólöglegur og greip því til þess fangaráðs að leita samkomulags við hlutaðeigendur um að þeir greiddu ekki atkvæði, og mun henni með lempni hafa tekizt að bægja flestum þessara manna frá kosningaathöfninni. Þá var framkvæmd kosning- anna að öðru leyti með þeim hætti, að lítt forsvaranlegt verð- ur að telja, þar sem rúmar 4 þúsundir manna var stefnt til kosninga á stað, þar sem allir urðu að þrengja sér í gegnum ör- mjóan gang og þrengsli urðu mikinn hluta kosningatímans, svo mikil að fjöldi manna varð frá að hverfa og með öllu óvíst, hvort þeir hafa haft tök á eða tíma til að gera ítrekaðar tilraunir til að neyta atkvæðisréttar, en rýmsta pláss kjörstaðarins notað til kaffi- sölu og því engin tök á að gæta þess lagaákvæðis að áróður færi ekki fram á kjörstaðnum. Að sjálfsögðu munu ýmsir telja það til smámuna, hver umsækj- endanna um prestsembættið ber sigur úr býtum, ekki sízt þar sem almennt mun talið að allir séu þeir vel til starfans fallnir, en verði sú framkvæmd kosning- anna, sem hér hefur orðið, látin óátalin af þeirri ástæðu, er gefið ófagurt og hættulegt fordæmi um framkvæmd almennra kosninga, sem getur gefið ófyrirleitnum, hirðulausum og kaldrifjuðum mönnum hættulegt fordæmi, eða hversu mundi mönnum falla það, ef þeir væru án dóms og laga sviftir kosningarétti til þings eða sveitastjórnar? eða undir þeim kringumstæðum kallaðir fyrir og síðan reynt að semja við þá um að víkja af kjörskrá, án þess að neyta atkvæðisréttar síns? eða yrðu að gefast upp á að neyta at- kvæðisréttar vegna þess að þeir hefðu nauman tíma til þeirrar at- hafnar? Því getur hver maður svarað fyrir sig og þó naumast nema á einn veg. og enn engan veginn séð fyrir endalok þess. Gegn „Wehrmacht". Alþýðusamband V.-Þýzkalands hefur á fulltrúafundi sínum í byrjun sl. mánaðar samþykkt með 400 atkv. gegn 4 ályktun um eindregna andstöðu gegn endur- hervæðingu V.-Þýzkalands og krafizt þess að allra ráða verði leitað um sameiningu landsins. Þing ungra verkamanna íV.- Þýzkalandi hefur einnig á þingi sínu í Dtisseldorf samþykkt svip- aða ályktun með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þingið var haldið 26. sept. sl. og voru mættir þar fulltrúar fyrir 1 milljón og 200 þús. ungra verkamanna innan Alþýðusambands V.-Þýzkalands. Allsherjarverkfall í Finnlandi? Þann 16. þ. m. boðaði finnska alþýðusambandið allsherjarverk- fall í öllu landinu frá 1. nóvember næstk. Hefst verkfallið að morgni þess dags, ef þing og stjórn landsins hafa ekki fyrir þann tíma samið um ráðstafanir til þess að lækka verðlag og fram- færslukostnað í landinu. Segir sambandsstjórnin að kaupgeta launafólks hafi versnað svo að undanförnu, að ekki verði umflú- ið að lækka verðlagið. £MMIHMiMMH*MHHHHIHHIHHtHHHIHHIHIHHHHIW* ,,. NÝJABÍÓ 1 Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9. | Sími 1285. | Um helgina: 5 ' i I sjöunda himni I Amerísk dans- og söngva-1 ! mynd í litum. Aðalhlutv.: | FREQ ASTAIRE og VERA ELLEN. •"uiHIIHHHHIHHHIHMHHHHHHIHMMmMIHIHHHMUff BÖGGLASMJÖR nýkomið. Hnoðaður mör KJÖT & FISKUR REYKTUR Mývatnssilungur KJÖT & FISKUR %m && & / um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88 KHRKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.