Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.10.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.10.1954, Blaðsíða 3
FÖstudaginn 22. október 1954 VERK.AMAÐURINN IfANN kenndi mér að lesa fyrir *¦ tuttugu og fimm árum, og ég man enn eftir því eins og ritúali, allan tímann frá því ég sá hon- um bregða fyrir niðri við Rósen- borg, hvernig sem viðraði að vetrinum, með eitthvað undir hendinni, sem ég bar - talsverða virðing fyrir, og þegar ég trítlaði á eftir honum, eftirvæntingar- fullur, upp stigann til stærsta herbergisins á suðurloftinu, sem veit út að Pollinum og Vaðla- heiðinni, og við settumst hlið við hlið á koffort við hrufótt borð, sem allt' var í blekklessum sum- part af völdum skólanemenda og sumpart af mín, og þegar hann tók upp gleraugun, fægði þau og setti þau á sig snyrtilega og brá teygisnúrunni utan af þessu, sem var undir hendinni, og opnaði það og í ljós kom Stafrófskver séra Jónasar á Hrafnagili og síðar, þegar fram í sótti, Barnagull eft- ir sama og lét mig stauta þar til hann sagði: Nóg í dag, og klapp- aði á kollinn á mér. Hann kom alltaf með útilykt með sér, og hann kom oftast á morgnana nokkuð snemma, og það var alltaf góð kaffilykt af honum. Mér fannst alltaf verða ilmur úr því, þegar hún og útilyktin blönduð- ust saman við neftóbakslyktina, en hana fann ég greinilegast, þeg- ar hann tók fram rauða klútinn Og brá honum á nefið eða þurrk- aði rauða grástirnda efrivarar- skeggið, sem ég gaut oft augun- um til í laumi og með lotningu. Mér fannst allt í stíl, og síðan átti ég lengi bágt með að hugsa mér kennara og kennslu öðruvísi. Bækurnar þessar, sem hann tók fram og setti fyrir framan mig, voru gamlar og gular, og hann hafði haft þær í umferð fjölda ára, og ekki lengur hægt að henda reiður á tölu þeirra, sem höfðu lært til stafs með aðstoð þeirra og hans, er átti þær. Það var líka skrýtin lykt af þeim, og mér þótti alltaf vænt um hana, og síð- an hefur hún minnt mig á leynd- ardóma vizkunnar, ef nokkuð hefur. Ég varð rígmontinn af því, að mega handfjatla þessar bækur og læra á þær hjá honum, og í hvert sinn sem ég fletti blöSunum og rýndi í táknin, andaði ég að mér lyktinni eins og reykelsis- ilmi í kaþólskri athöfn. Ég hélt eg yrði vitrari en ella, ef ég gerði það. Og ég var oft hátíðlegur á þeim stundum og f orðaðist að láta mig langa of mikið í snjókast eða fara á skíði á Barðstúninu. Árni Hólm kenndi mér fjóra vetur — það voru góðir dagar — og enn finnst mér hátíð að rif ja upp, þeg- ar hann kom með pennastöngina pg tók splunkunýjan axarpenna upp úr vestisvasanum eða budd- unni — skakkpenna, sem „fínt" fólk á dönsku Akureyri kallaði Skævepen, sagði mér að bleyta hann á tungubroddinum, af því að hann væri alveg nýr, kenndi mér í eitt skipti fyrir öll, hvernig ég ætti að stinga honum í grófina, og hvemig ég ætti að dýfa hon- um í blekbyttuna með þeirri glæsifágun, sem ég mun seint gleyma, og að lokum hvernig hann stýrði á mér hendinni mjúklega, þegar ég þá í fyrsta sinn paufaðist við skrifstafina. Níræður: ÁRNI HÓLM MAGNÚSSON, kennari Hann dró sjálfur upp stafina, kenndi eftir sinni forskrift. Hann var listaskrifari og fór víða orð af, kenndi snarhönd, studdist við Gröndalskerfi, sem svo er kennt við skáldið Benedikt, og hélt Árni fast við. Koparstungufor- skrift, eins og hún var kennd, kom síðar til sögunnar með for- skriftarbókum Jóns Þórarinsson- ar, fræðslumálastjóra. Snarhöndin þótti mörgum listrænni og per- sónulegri og ekki bundin fast- mótaðri forskrift eins og kopar- stungan. í þann tíð tíðkuðust fagrar rithendur og litið á slíkt sem list. H JÁ ÁRNA hlaut ég mennt, unn. Að loknu námi á Möðruvöll- um stundaði Árni kennslu að einhverju leyti með venjulegum sveitarstörfum, en tók nú að búa sig undir skóla hjá séra Jakobi Björnssyni í Saurbæ, sem síðar varð tengdafaðir hans, lærði latínu IV2 ár og settist í annan bekk Latínuskólans haustið 1885 að afloknu 1. bekkjar prófi. Hann var tvo vetur suður þar, en veikt- ist af augnveiki seinna veturinn og varð að hætta námi af þeim sókum. Árni gat sér "glæsilegan orðstír fyrir snerpu og afrek í námi. í bekk hans voru þá annál- aðir harðvítugir námsgarpar eins og heitnir Haraldur Níelsson pró- fessor og Sæmundur Bjamhéð- insson, holdsveikralæknir. Árni því þar varð allt að ævintýri. Á þriðja vetri fór hann að sýna mér á landakort, og þá byrjaði hann einnig að fræða mig um parta ræðunnar í íslenzku og málfræði, allt án bókar, og hjá honum skrif- aði ég mína fyrstu ritgerð — hún var um vorið minnir mig — og síðar þegar ég fór í annan skóla átti ég eftir að skrifa fleiri rit- gerðir um vorið, en þá þurfti maður endilega að fara öðruvísi að því. Mér hafði þótt gaman að því f" fyrsta sinn hjá Áina. É^ fékk aldrei á tilfinninguna, að ég væri þvingaður til að læra þetta, sem ég átti að læra hjá honum, og mér fannst allt vera eðlilegt og sjálfsagt eins og veðrið og snjór- inn úti. Á RNI HÓLM MAGNÚSSON er níræður í dag, fæddur 22. október 1864 á hreppsenda í suð- lægum inndal Eyjafjarðar, að Öxnafelli í Saurbæjarhreppi. Þar sátu jafnan hreppstjórar í hans tíð. Foreldrar hans voru Steinunn Benjamínsdóttir Pálssonar, bónda í Víðigerði í Eyjafirði, og Magnús hreppstjóri Árnason, prests Snorrasonar, sem seinast bjó á Tjörn í Svarfaðardal, hafði áður þjónaS á Felli í Sléttuhlíð. Magnús faðir Árna var af Húsa- fellsætt, og þaðan eru runnir margir kennimenn og gáfumenn. Hann var tvíkvæntur, og hét fyrri kona hans Hólmfríður frá Ána- stöðum í Eyjafirði, og með henni átti hann tvær dætur, hétu báðar Ragnheiðir, en önnur, sú yngri Guðrún Ragnheiður, giftist séra Jóni syni Jóns lærða á Möðrufelli, sem þjónaði Grundarþingum. Ragnheiður hin átti Sigurð bónda á Jórunnarstöðum. Hann var orð- lagður ferðamaður. Synir þeirra voru Magnús stórhöldur á Grund og þeir bræður. Árni var getinn af síðara hjónabandi, og má hik- laust telja ætt hans hafa ,blátt blóð', — að hún sé göfug og stór í rót og aS eðli. Hann ólst upp í Öxnafelli til fermingaraldurs. Fór í Möðruvallaskóla haustið 1881 og brautskráðist þaðan 1883. Þá þóttu gerðar harðar kröfur til nemenda, kennarar eftirgangs- harðir og óvægir í einkunnagjöf og 'ekki hneigðir fyrir að „favera" eins og á skólamáli segir, og við lokaprófið yar Árni sá eini nem- enda, sem hlaut fyrstu aðaleink- varð efstur um vorið eftir fyrra veturinn, en þreytti ekki próf árið síðara vegna þess, sem að framan greinir. Þó var lærdómsáhugi hans svo mikill, hef ég heyrt, að hann bað rektor um að fá að sitja í tímum löngu eftir að hann gat ekki greint á bók sakir sjón- deprunnar og höfuðkvalanna, sem af sjúkleikanum stöfuðu. Árni þótti yfirburðamaður í ýms- um námsgreinum, einkum grísku — þar hafði hann spilin, spaðana og ásana — og sennilega engu lakari í íslenzku og veraldarsögu, því að hann lék sér að þrístirndu praei yfir línuna. í lærða skólan- um var þá lógS megináherzla á artes bonae, — fagrar menntir, hinar klassisku dygSir. Inntöku- skilyrði í I. bekk voru 100 síSur í Caesar: Það svarar sennilega til fjórða bekkjar lesningar í menntaskóla nú í sömu grein og freklega það. Sjö kennslustundir í henni viku hverja í neðri bekkj- um og níu í þeim efri, og 5—7 í grísku. NámiS var hart, og það sótti rjóminn af ungmennum þjóðarinnar, og það hafa verið ill örlög, sem sviptu einn mesta námsvíking þeirra allra af miðri framabraut æðri menntunar. Skólaferill Árna hefur verið eins og leiftur, sem bar að, norðan komið undan bröttum hlíðum í eyfirzkri dalakyrrð og sló niður þar syðra og brá ljóma yfir nafn þessa yfirlætislausa unga lær- dómsmanns, sem hlaut virðing allra skólapilta og félaga fyrir hæfileika sína, svo lengi var í minnum haft. , skap. 1890 kvæntist hann núlif- andi konu sinni Ragnheiði Jak- obsdóttur prests Björnssonar, síns gamla kennara, sem síðast sat að Saurbæ. Björn faðir Jakobs var gullsmiður og af Húsafellsætt, svo að ættir Árna og konu hans renna þar saman. í Húsafellsætt þykja jöfnum höndum ráða gáfur og listrænn hagleikur, enda ekki tal- ið fara svo sjaldan saman. Árni reisti bú í Saurbæ, jörðin stór og tvíbýli. Þar var hann oddviti um skeið, 1900—1910. Hann eignaðist sex böm við konu sinni og lifa tveir synir, Magnús Hólm, bóndi á Krónustöðum í Saurbæjar- hreppi og Jakob bóksali, sem lengi var ritstjóri Verkamannsins á Akureyri. Báðir taldir geðfelld- ir greindarmenn, Jakob listfeng- ur, drátthagur og afburðasnjall skrifari sem faðir hans. Ámi stundaði heimiliskennslu ein göngu fyrstu árin framan af, kenndi börnum og unglingum þar í sveit ýmsar greinar: lestur, skrift og reikning og tungumál, einkum dönsku og ensku og jafn- vel þýzku, sem hann nam af sjálfum sér mestmegnis. Á þeim árum hafði hann samneyti nokk- urt við séra JónaS á Hrafnagili, og fékk léðar hjá honum þýzk skemmti- og fræðirit. Bókmennt- irnar Göthe og Schiller lagSi hann sér snemma til munns jafn- framt og las mikiS tímaritiS Die Auslese, sem þótti merkt. Klass- isku málunum kvað hann líka hafa haldiS viS aS talsverðu leyti. Farkennari gerSist hann 1910; er meðal fyrstu hér á landi í þeirri grein, og á því sviSi starfaSi hann samfleytt til 1928, aS hann fluttist til Akureyrar og stundaði kennslu þar á vetrum í einka- tímum og ýmsa algenga verka- mannavinnu á sumrum, þegar hún gafst. Og kennslunni hélt hann áfram óslitiS þar til fyrir 4 —5 árum og hafSi þá unniS að henni hvorki meira né minna en rúm sextíu ár. Aldrei í skóla, heldur eingöngu eins og sá, sem á erlendri tungu heitír tutor, og þess vegna aldrei verið háður neinu skólakerfi né bundinn á klafa fræðslulaga. Hann miðlaði að nemendum sínum eftir kerfi hjarta síns í það og það sinnið eins og góSra kennara er háttur, og hann lánaði börnum og ung- lingum lykla að lífsnauðsynlegri þekkingu, sem honum tókst að gera svo töfrandi og skemmtilega, svo sálrænt og persónulega, að orðin kennari og að læra og aS lesa urðu að rómantískri mynd, sem aldrei getur fymzt í'skugg- anum af ögrandi kaldyrðinu. skóli. E G HEIMSÓTTI gamla kennar- Akureyri. Hann býr í Ránargötu sex niSri á Oddeyri. Ég gekk upp brattan stiga, og á leiSinni þar upp vitjuðu gömul atvik mín og urðu snarlifandi. Ég barði aS dyr- um spurSi lítil börn, sem komu til dyra, hvort Árni Hólm væri heima. Þau ljómuðu og bentu mér á dyrnar til hans. Ég hafSi ekki séð hann nokkuS lengi. ÞaS var svaraS kom inn, og ég opnaSi, og þar sátu gömlu hjónin hvort gegnt öSru viS borS í litlu eld- húsi, konan að vinda hnykil og Ámi á skyrtunni, ylhýr í bragSi og ern og þekkti mig óðara og tók mér fagnandi eins og ég væri að koma í tíma til hans sem forðum daga. Hann bauð mér í stofu, og þar rabbaði ég við hann. Mér fannst ég læra mikið. Akureyri, 21. október 1954. Steingrímur Sigurðsson. llllllDIHIHIHIlllllllllWnmillUlWHUIIIHMIIIWIIWIII I Ritsafn Jóns Trausta 1-8 Með afborguimm. 1 Bókaverzl. Edda hi. Akureyri. SNWIimilllHIHMHIMHMIIIIMHIIIHHNmilHHinii Gilbarco-olíubrennarar og olíugeymar til húsakyndingar jafnan £yrir liggjandi. — Útvegum olíukynta katla, elda- vélar og hvcrs konai önnur olíukynditæki með stuttum fyrirvara. Olíusftludeild KEA. Þ' ,EGAR norður kom og hann fékk smám saman heilsu á ný, byrjaði hann kennslu og bú- Vinnan og verkalýðurinn er eina verkalýðsmálatímaritið, sem út kemur að staðaldri bér á landi. Vinnan og verkalýðurinn flytur greinar um verkalýðsmál, erlend sem innlend jöfnum höndum, ennfremur almenn- an fróðleik, Esperantóþátt, kvæði, vísnabálka o. fl. Afgreiðsla Skólavörðustíg, Rvík - Sími 7500

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.