Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.10.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.10.1954, Blaðsíða 2
. VERKAMAÐURINN Föstudaginn 29. október 1934 VERKMfiSURIlffl Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Árnason, Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarítræti 88. - Sími 1516. - Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tafarlaus hjálp til bæja- og sveitar- félaga til atvinnuaukningar Þrír þingmenn Sósíalistafiokks- ins, þeir Gunnar Jóhannsson, LúSvík Jósepsson og Karl Guð- jónsson, flytja á Alþingi frum- varp um stuðnihg við bæjar- og sveitarfélög til atvinnufram- kvæmda. Aðalefni frumvarpsins er það, að ríkisstjórninni er heimilað að taka 50 millj. kr. lán, sem endur- lánað verði bæjar- og sveitarfé- lögum til framleiðslubóta og at- vinnuaukningar. Verði fé þetta lánað til 20 ára með 4% vöxtum gegn tryggingum, sem þar til kjörin úthlutunarnefnd metur gildar. I frumvarpinu er sér- staklega bent á byggingar og end- urbætur frystihúsa, fiskimjöls- verksmiðja, bætta aðstöðu til af- greiðslu fiskiskipa og aðrar fram- kvæmdir, sem miða að bættri að- stöðu til hagnýtingar sjávaraf- urða sem aðkallandi. 1 ýtarlegri greinargerð flutn- ingsmanna er grejnt frá hinu öm- urlega atvinnuástandi í fjöl- mörgum bæjum og sjávarþorpum á Vestur-, Norður- og Austur- landi og þeim geigvænlega fólks- flótta sem af því leiðir til Suð- vesturlandsins. Að lokum segja flutningsmenn: „Það er fyrirsjáanlegt, að ríkis- valdið verður að koma þeim byggðarlögum til hjálpar, sem at- vinnuleysið herjar nú. Atvinnu- skilyrði þeirra staða verður að athuga, og þeim verður síðan að hjálpa til sjálfsbjargar. I flestum sjávarkauptúnum landsins er það sjávarútvegurinn og ýmis störf í sambandi við hann, sem leggja verður aðal- áherzluna á. Útgerðarstaðir, sem vantar fiskibáta, hafa ónóg fisk- vinnsluhús eða lélega hafnarað- stöðu, geta ekki lengur fylgzt með, og þar hlýtur atvinnuléysið óhjákvæmilega að vera landlægt. En þannig háttar einmitt víða í fiskiþorpum landsins. Til þess að þar geti hafizt að nýju þróttmikill atvinnurekstur, þarf að afla þangað fiskibáta, gera nauðsyn- legar umbætur á hafnarmann- virkjum, einkum fyrir stærri fiskiskip, og reisa þar fiskvinnslu- stöðvar. En til þess að slíkt sé hægt, þarf mikið fjármagn, sem nú er ófáanlegt hjá lánsstofnun- um. Með frumvarpi þessu er lagt til, að ríkissjóður taki 50 milljón kr. lán, sem endurlánað verði bæjar- og sveitarfélögum, fyrst og fremst til þess að koma upp mestaðkall- andi framkvæmdum til framtíð- arúrbóta í atvinnumálunum. Gert er ráð fyrir, að hver bæjar- og sveitarstjórn geri sjálf tillögur tun, hvað hún telur heppilegast að ráðast í. Framkvæmdir yrðu mjög mismunandi á hverjum stað, en fyrst og fremst eru þær hugs- aðar til eflingar sjávarútvegi og iðnaði í sambandi við hann. Nú þegar er hinn mikli og ágæti togarafloti landsmanna stöðugt meir og meir rekinn fyr- ir innlendar fiskverkunarstöðvar. Það rekstrarform, að togararnir sigli með afla sinn nýjan á er- lendan markað, hefur farið stór- lega minnkandi síðustu árin. Siíkur rekstur er í eðli cínu ó- heppilegur, þar sem mikill gjald- eyrir tapast þjóðinni við sölu á óunnum fiskaflanum, borið sam- an við vinnsluna innanlends. Hið nýja rekstrarform togaranna, að leggja aflann upp nýjan hér heima til vinnslu í frystihúsum eða öðrum verkunarstöðvum, út- heimtir margar hafnir víðs vegar um landið, vel útbúnar, til þess að taka við hinum stóru fisk- förmum togaranna. Vegna legu beztu fiskimiða tog- araflotans væru hafnirnar á Vestfjörðum sérstaklega heppi- legar til þess að taka við nýjum fiski frá togurum. Oft veiða tog- arar líka mikinn fisk úti fyrir Austurlandi og Norðurlandi. Þá væru hafnirnar í þeim landshlut- um beztar. En flestar hafnir í þessum landshlutum eru nú ekki nægilega vel útbúnir til þess að geta tekið við afla togaranna til vinnslu, svo að vel sé. Fisklöndun togaranna krefst góðra og mikilla löndunartækja. A löndunarstað þarf að vera hægt að fá olíu og ís í næstu veiðiför. Húsrými fyrir aflann verður að vera mikið í landi og afköst fiskvinnsluhús- anna mikil. Augljóst er, að margir útgerð- arstaðir mundu nú, ef þeir ættu þess kost fjárhagslega, gera hjá sér nauðsynlegar umbætur til þess að geta tryggt sér togarafisk til vinnslu. Frumvarp þetta, ef að lögum yrði, mundi gera mörgum stöðum kleift að ráðast í þær fram- kvæmdir, sem aðkallandi eru í þessu efni. Frumvarp þetta miðar að því að gera bæjar- og sveitar- félögum möguicgt að koma at- vinnumálum sínum þannig fyrir, að atvinnuleysinu verði bægt í burtu. Það mundi, jafnhliða því að bægja atvinnuleysinu frá, Þýzka alþýðulýðveldið fimm ára Landbúnaður. Þýzka alþýðulýðveldið, sem varð fimm ára 7. október, er yngst alþýðulýðveldanna í Evrópu, en á þeim fimm árum síðan það var stofnað hefur því tekizt að leysa mikilvæg verkefni, sem á ótví- ráðan hátt hafa gerbreytt eystri hluta Jandsins. Þessar breyting- ar hafa verið framhald af þeirri þjóðfélagslegu og hagfræðilegu þróun, sem varð á fyrstu eftir- stríðsárunum og leiddi til þess að veldi jarðeigenda og einokunar- hringa var afnumið. Meira en 2 milljónir hektara lands, sem áð- ur var í eigu stórjarðeigenda var skipt meðal smábænda og rúm- lega hálf milljón smábænda, landbúnaðarverkamanna og inn- flytjenda fengu eigið land. Meira en 210 þúsund bændabýli voru reist. Af þessu leiddi að meðal- bændur með 5—20 hektara lands urðu alls ráðandi í sveitunum og í eigu þeirra komu 46% af not- hæfu ræktarlandi. Iðnaður. OIl stærri iðnfyrirtæki voru gerð að eign þjóðarinnar. Mynd- uð voru þjóðnýtt fyrirtæki og samvinnufyrirtæki, sem urðu hinn sósíalistíski hluti iðnaðarins. Sósíalistísku fyrirtækin framleiða Samtökum brezkra hafnarverka- manna vikið úr Alþýðusambahdi Bretlands. Verkfall brezkra hafnarverka- manna, sem háð er til þess að knýja fram sjálfsákvörðunarrétt þeirra um það, hvort þeir vinni eftirvinnu,,, heldur enn áfram og hefur enn breiðzt út, m. a. til margðra skozkra hafnarborga. — Láta hafnarverkamenn engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir hat- rama andstóðu foringja brezkra brezkra verkalýðssambandsins, skapa grundvöll að aukinni fram- leiðslu og aukinni gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Stækkun f rystihúsa í útgerðar- bæjum, bygging harðfiskverkun- arstöðva, ný fiskþurrkunarhús og góð afgreiðsluskilyrði fyrir stór fiskiskip, slíkar framkvæmd- ir eru ekki aðeins málefni út- gerðarbæjanna einna, þær eru líka málefni togaranna, sem verða að fá þessa aðstöðu með vaxandi innanlandslöndun. Slíkar fram- kvæmdir eru málefhi þjóðar- heildarinnar, því að þær eru stoðir undir framtíðarhag þjóðar- innar allrar." nú 85% af allri iðnaðarframleiðsl- unni. Þessar þjóðfélagslegu breyting- ar sprengdu hömlurnar á fram- leiðslunni og leiddu af sér hraða aukningu iðnaðar- og landbún- aSarframleiðslsunnar og gerðu áætlunarbúskap mögulegan í þjóðfélaginu. Ymsir erfiSleikar urSu á vegi fimm ára áætlunarinnar innan iðnaðarins. 1950 hafði iðnaðar- framleiðslan aS vísu náS sama magni og 1936, en nauðsynlegt var aS vinna bug á fyrra mis- ræmi, sem var arfur frá tímum kapítaHsmans og sem varS enn tilfinnanlegra viS klofning lands- ins. Þegar Þýzka alþýðulýSveldiS var stofnaS átti þaS enga teljandi stálframleiSslu og réS yfir ófull- nægjandi þungavélaiðnaði og orkuverum. Auðvitað var nauð- synlegt að eyða þessu misræmi og tryggja þróun þungaiSnaSar- ins. Nú hefur þetta tekizt að mestu. 24 stórfyrirtæki í þungaiðnaði hafa verið sett á stofn og hafa þau aukið framleiðsluna á þessum sviðum. Meðal þeirra má nefna járn- og stálverin í Furstenberg og Brandenburg og m. fl. ISnaSur Þýzka alþýðulýðveld isins framleiðir í stórvaxandi magni flestar tegundir flóknustu ERLENDAR VERKALÝÐS- FRÉTTIR r»»#*####*»«####*J sem ásamt þingnefnd hafa „kom- izt að þeirri niðurstöSu" að verkamenn séu skyldir til, lögum samkvæmt, aS vinna eftirvinnu, þegar þörf gerist og „sanngirni mælir með". Hafa hægrikratarnir í stjórn T. U. C. nú gripið til þess örþrifa- ráðs að reka félaga hafnarverka- manna úr sambandinu. Getur sú ákvörðun haft hinar örlagarík- ustu afleiðíngar fyrir þróun verkalýðsmála í Bretlandi. Stéttardómur yfir foringja færeyskra sjómanna. Sl. mánudag kvað dómstóll í Þórshöfn upp dóm yfir Erlendi Paturssyni fyrir forustu hans í hinu fræga verkfalli færeyskra sjómanna á sl. vori. Sakargiftir voru þær, að Paturson fór meS mannafla um borð í togara, sem manna átti verkfallsbrjótum og fékk talið áhöfnina til að ganga í land. Var Erlendur dæmdur í 40 daga fangelsi. Erlendur Paturson er aðalleið- togi færeyska ÞjóSveldisflokks- ins, sem berst fyrir sjálfstæði eyjanna. Hann er í kjöri fyrir flokk sinn í lögþingskosningun- um, sem fram eiga að fara 8. nóv. véla. í fimm helztu mikilvægustu iðngreinunum varð framleiðslan 1953 tvöföld á viS áriS 1936. MiS- að viS 1936 óx iSnaSarframleiðsl- an 1950 um 110,7%, áriS 1951 35,5%, árið 1952 57% og á þessu ári sennilega 95%. Batnandi lífskjör. Vegna framfaranna í þungaiðn- aðinum gat Þýzka alþýðulýðveld- ið í fyrra, 1953, ákveðið að snúa sér að því að auka neyzluvöru- framleiSsluna og framleiSslu landbúnaSarins og er árangur þeirrar ákvörðunar nú sem óðast að koma í Ijós. Þegar í fyrra voru nautgripir 270.000 fleiri en 1936 og 2,5 millj. fleiri svín en 1938. — Fjárfesting í létta iSnaSinum og neyzluvöruiSnaðurinn hefur auk- izt hrögum skrefum og bætt lífskjör vinnandi fólks. A sl. ári óx kaupmáttur þjóðar- innar um milljarða marka. Sú nýja verðlækkun, sem varS 6. sept. sl., verður enn til þess að kaupmátturinn vex um 600 mill- jónir marka. Neyzla algengustu lísnauðsynja er þegar komin verulega fram úr meðal neyzlu í V.-Þýzkalandi. Verkalaun hafa hækkaS allverulega og síSast en ekki sízt hefur atvinnuleysinu veriS útrýmt fyrir fullt og allt. AlþýSa D. A. L. nýtur ókeypis læknishjálpar og hefur greiðan aðgang að heilsuverndarstöðvum og hvfldarheimilum, og dagheim- ilum og barnaheimilum, sem rek- in eru í sambandi við vinnu- stöðvar. Útgjöld ríkisins til fé- lags- og menningarmála og heilsu verndar urðu sl. ár 14,2% meiri en 1952 og urðu 34% allra út- gjalda ríkisins. Utanríkisverzlunin hefur auk- izt gíf urlega og verSur í ár allt að þrisvar sinnum meiri en 1950. Verzlunarviðskipti eru nú við 54 lönd, þ. á. m. öll auðvaldslönd Evrópu. UtamikismaL Framfarirnar í D. A. L. hafa hina víðtækustu stjórnmálaþýðingu innan lands og utan og einlæg barátta þess fyrir sameiningu þýzku þjóðarinnar hefur vaxandi áhrif á alla þjóðina. í utanríkis- málum hefur verið haldið fast við þá stefnu, sem mörkuð var þegar í fyrstu utanríkismálayfirlýsingu lýðveldisins 24. okt 1949, en þar segir: „að hindra endurvakningu þýzku heimsvaldastefnunnar og landvinningaáleitni hennar og að koma á friðsamlegum vináttutengslum milli þýzku þjóðarinnar og allra annarra þjóða." Stjórn D. A. L. hefur með góð- um árangri leitað vináttu við grannríkin, eins og sambönd þess við mörg þeirra, svo sem Tékkó- slóvakíu, Pólland og Frakkland, sanna. Vinátta D. A. L. og Sovét- (Framhald á 3. siðu). XX X NfiNKIN V5 ^rVOuuiT&tOeztWBS&k

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.