Verkamaðurinn - 12.11.1954, Blaðsíða 1
VERHnimiÐURmn
GERIST ÁSKRIFENDUR
i»S VERKAMANNINUM. —
Nýjir kaupendur fá blaðið
ókeypis til uæstu áramóta. —
XXXVU. árg.
Akureyri, föstudaginn 12. nóvember 1954
Síminn er 1516.
38. tbl.
Rithöfundafélag íslands skorar á
þjóðina að rísa til samstilltra
nrótmæla
gegn þeim vágesti sem útlendur her í landinu
hlýtur ævinlega að vera
Á fundi, er haldinn var í Rit-
höfundafélagi íslands þ. 31. októ-
ber 1954, voru eftiríarandi tillög-
ur samþykktar:
„Fundur í Rithöfundafélagi ís-
lands 31. okt. 1954 samþykkir þá
eindregnu áskorun til íslendinga
að rísa til samstillra mótmæla
gegir þeim vágestí, sem útlendur
her í iandinu hlýtur ævinlega að
vera. Lítur fundurinn svo á, að
núverandi hernám landsins sé
geigvænleg ógnun við menningu
þjóðarinnar og lýsir stúðningi
sínum við undirskriftasöfnun þá,
sem nú fer fram uni uppsögn her-
s töð v asamningsins.“
VÍTIR HARÐLEGA ÚTGAFU
GLÆPARITA.
„Fundur, haldinn í Kithöf-
undafélagi íslands 31. október
1954, vítir harðlega útgáfu blaða
þeirra og tímarita, sem nær ein-
vörðungu birta sakanrálasögur og
aðrar hryllingsfrásagnir þýddar
úr erlendum sorpritum. Fundur-
inn lítur svo á, að hér sé um
stórkostlega ómenningarstarf-
semi að ræða, sem hljóti óhjá-
kvæmilega að grafa undan smekk
og virðingu íslenzku þjóðarinnar
fyrir góðum bókmenntum og ís-
lenzkri stungu. Heitir fundurinn
á íslenzku þjóðina að fordæma
slíkt siðleysi og skorar á stjórn-
arvöld landsms að reisa ranmiar
skorður við útgáfustarfsemi af
þessu tagi.“
Kvöldvaka Sósíalista-
félagsins i kvöld
Sósíalistafélag Akureyrar
hefur kvöldvöku í Ásgarði
í kvöld og hefst hún kl. 8,30
Til skemmtunar verður:
GAMANÞÁTTUR
UPPLESTUR
KVIKMYND
Að þessum atriðum lokn-
um verður gripið í tafl eða
spil, eftir því sem tími verð-
ur til. Veitingar á staðnum.
Takið gesti með.
NEFNDIN.
Hanna Bjarnadóttir
heldur söngskemmtun
um
helgina
Frú Hanna Bjarnadóttir er
komin til bæjarins og mun halda
hér söngskemmtun um helgina.
Að undanföx-nu hefur frúin hald-
ið söngskemmtanir í Reykjavík
og á ísafirði við hinar beztu við-
tökur og hlotið ágæta dóma.
Frú Hanna er dóttir Bjama M.
Jónssonar verkamanns hér í
bænum, sem fyrir nokkrum ár-
um er fluttur til Reykjavíkur, og
Sigríðar Ósland, konu hans. Frú
Hanna hefur stundað söngnám í
Bandaríkjunum og mun vera á
förum þangað til frekara náms.
Þai-f ekki að efa að Akureyr-
ingum mun leika hugur á að
hlýða söng frúarinnar.
Bók um helztu undirstöðuatriði
heimspeki og mannlegrar
þekkingar
-K LEIKFÉLAG AKUREYRAR
hefur að undanförnu æft óper-
ettuna Meyjaskemmúna og er
nú fullráðið að frumsýning
verði í næstu viku, sennilega á
fimmtudagskvöld. Leikstjóri er
Ágúst Kvaran, en hlutverk eru
um 20 talsins.
Félag verzlunar- og
skrifstofufólks sækir
um inngöngu í ASÍ
Félag vei-zlunar- og skrifstofu*
fólks hér í bænum hélt nýlega
aðalfund sinn. Var Magnús
Björnsson kjörinn formaður fé-
lagsins. Þá hefur félagið sam-
þykkt a ðsækja um inngöngu í
Alþýðusamband Islands og kosið
fulltrúa á þing þess. Þingfulltrúi
var kjörinn Kolbeinn Helgason
verzlunarmaður hjá KVA.
Félagsmenn munu nú vera um
40 að tölu.
Út er komin bók eftir Bi-ynjólf
Bjarnason; nefnist hún Forn og
ný vandamál og er gefin út á veg-
um Heimskringlu. Eru það mikil
tíðindi fyrir íslenzka sósíalista að
á þessu hausti skuli bókmenntum
okkar hafa bætzt tvö rit eftir
helztu forustumenn Sósíalista-
flokksins, þar sem marxismanum
er beitt til sjálfstæðra athugana
á þjóðveldi íslendinga annars
vegar, eins og í bók Einars 01-
geirssonar, og hins vegar á ýms-
um brýnustu vandamálum heim-
spekinnar, eins og í bók Brynj-
ólfs.
Þessi nýja bók fjallar um helztu
undirstöðuatriði' heimspeki og
mannlegrar þekkingar. I’ar er
rætt um tilvist og hátterni hlut-
veruleikans og hversu við fáum
greint hann og skilið. Jafnframt
því sem höfundurinn rekur ólík
viðhorf heimspekinga á þessum
sviðum, fjallar hann um ýmsar
kennisetningar eðlisvísindanna,
einkum viðhorf afstæðiskenning-
arinnar. Þá er einnig fjallað um
séreðli lífs og vitundar, um vilja-
frelsi og gott og illt.
Auk formála höfundar er bók-
inni skipt í sjö eftirtalda kafla:
Díalektík og formrökfræði
Hyggja — efnishyggja
Efni og orka
Rúm — tími — óendanleiki
Efni — líf — andi
Viljafrelsi
Gott og illt.
í formála segist Brynjólfur aí
mestu hafa samið bókina á árun-
um 1950—5 log kemst hann m. a.
svo að orði um viðfengsefn.
hennar:
„Þau vandamál, sem mn ex
fjallað, hafa lengi verið í deiglu
mannlegrar hugsunar, eru þal
enn og munu lengi verða. En þac
eru viss tímabil í sögunni, sem
þau sækja meira á hugann en
endranær. Vér lifum einmitt á
slíkum tímum. Vér lifum á mikl-
um tímamótum, sem krefjast
djúptækrar endurskoðunar allra
mannlegra hugmynda. -.
SÍS og KEA eiga nú 14 verksmiðj-
ur og iðnfyrirfæki á Akureyri
Samvinnusamtökin, S. í. S. og
K. E. A., eiga nú 14 verksmiðjur
og önnur iðnfyrirtæki á Akureyri
og hafa um 400 manns atvinnu
við þau. Þessi fyrirtæki seldu á
síðastliðnu ári vörur fyrir um 65
milljónir króna og greiddu starfs-
fólki sínu 12 milljónir krónaa í
vinnslulaun. Af þessum iðngrein-
um er mjólkm-iðnaðurinn stærst-
ur hvað veltu snertir, en flest
fólk vinnur hjá Gefjunni, Heklu
og skógerð Iðunnar.
Frá þessu skýrði Harry Frede-
riksen, framkvæmdastjóri iðnað-
ai'deildar SÍS, er hann bauð
rúmlega 30 innkaupastjórum frá
kaupfélögum víðs vegar um land,
velkomna hingað, í hófi er SÍS
hélt þeim að Hótel KEA sl.
manud. Voru þeir hingað komnir
að skoða verksmiðjumar og
kynnast i'ekstri þeirra og fram-
leiðslu, sérstaklega þeim nýjung-
um, sem efst eru á baugi í ár. —
Jakob Frímannsson, kaupfélags-
stjóri, baúð innkaupastjórana
velkomna til Akureyrar, en þeir
dvöldu hér síðan í tvo daga og
heimsóttu verksmiðjur SÍS og
KEA og kynntu sér hina marg-
háttuðu framleiðslu þeirra.
Heita má, að stöðugt sé unnið
að því endm-bæta verksmiðjurn-
ar og búa þær fullkomnari véla-
kosti og gera framleiðslu þeirra
fjölbreyttari. Á þessu ári hefur að
mestu verið lokið við bygginga-
framkvæmdir hjá Gefjuni; skó-
gerðin hefur fengið stórum betru
húsnæði, en hún áður hafði; byrj-
að er að girða verksmiðjulóðin.
i Gleráreyrum og ætlunin er at
regra lóðina síðar.
Gefjun hefur á árinu fengif
aýjan Jaquard-vefstól til að vefa
húsgagnaáklæði, sem vakið hafa
mikla athygli. Verksmiðjan hefur
framleitt fullkomnari og betri
dúka en nokkru sinni og gert
garnframleiðsluna fjölbreyttari.
Skógerðin Iðunn hefur fengið
tæki til að gera gúmmísóla fyrir
ýmiss konai- skófatnað og er það
alger nýjung í íslenzkum iðnaði.
Sérstaklega eru inniskór úr
Gefjunar-flóka með slíkum botn-
um athyglisverðir. Fjölbreytni í
skótegundum hefur verið aukin
verulega og koma stöðugt frá
verksmiðjunni nýjar gerðir af
karla-, kvenna- og bamaskóm.
Skinnaverksmiðjan Iðunn hef-
ur fengið aukinn og bættan véla-
kost til loðsútunar. Þá framleiðir
verksmiðjan mikið magn af sóla-
leðri og er Iðunn fyrsta og eina
verksmiðjan hér á landi, sem
framleiðir þá vöru.
Hekla hefur fengið tvær nýjar
prjónavélar, og skilar önnur fín-
asta en hin grófasta prjóni, sem
hér hefur sézt. Verksmiðjan er
byrjuð að flytja út prjónavörur
með góðum árangri og hefur
ýmsar fleiri nýjungar á prjónun-
um.
Sápuverksmiðjan Sjöfn hefur
endurbætt vörur sínar á margan
hátt og fengið fullkomnari um-
búðir um þær. Verið er að undir-
búa framleiðslu á tannkremi.
Sömu sögu er að segja um allar
hinar verksmiðjurnar. Þessar
framfarir hafa yfirleitt leitt til
framleiðsluaukningar á yfir-
standandi ári og nam aukningin
til septemberloka rúmlega 5
milljónum króna miðað við sama
tíma í fyrra. Er rúmur helmingur
þessarar aukningar hjá Gefjuni
einni.
Róttækasti flokkurinn í Færeyjum
vann mikinn kosningasigur
Kosningar fóru fram í Færeyj-
um sl. mánudag og voru þá kjörn
ir þingmenn á Lögþing eyjanna.
Kosningarnar urðu geysilegur
sigur fyrir Þjóðveldisflokkinn,
ninn róttæka flokk, sem hlýtur
forustu Erlendar Paturssonar, en
hann er jafnframt helzti foringi
sjómannastéttarinnar í Færeyj-
um og stýrði hinu langvinna en
sigursæla verkfalli þeirra á sl.
vetri og hlaut að launum fangels-
isdóm, sem hann kaus að afplána
þegar í stað og sat því í fangelsi
síðustu daga kosningabaráttunn-
ar. Flokkur Erlendar hlaut 3026
atkvæði og 6 þingmenn, en aðrir
flokkar hlutu atkvæði sem hér
segir: Sambandsflokkurinn 3320
og 7 þingmenn, Fólkaflokkurinn
2658 atkvæði og 6 þingmenn,
Sósíaldemokratar 2515 og 5 menn,
Sjálfstýrisflokkurinn 907 atkv. og
tvo menn. Allir flokkar töpuðu
fylgi nema Þjóðveldisflokkurinn.
Fyrsta áætlunarflug-
ferðin til Grímseyjar
I fyrradag var flogin fyrsta
áætlunarflugferðin til Grímseyj-
ar. Var það Douglasflugvél frá
Flugfélagi íslands, sem ferðina
fór. Farþegar til eyjarinnar voru
5 og 6 til baka. Flugvöllurinn nýji
reyndist í alla staði vel.