Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.11.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.11.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMA.ÐURINN Föstudaginn 12. nóv. 1954 VERKHITlflÐUKinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Kitnefnd: Rjörn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Ámason, Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. cintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Leiðin er ,aðeins ein Hver er kominn úti? Fyrir rúmri viku fóru íram á Alþingi umræður um hemárns- málin, eftir að utanríkisráðherra hafði flutt þinginu skýrslu um þau. I skýrslu ráðherrans og um- ræðunum að henni fluttri upp- lýstust ýms atriði, sem munu vekja óskipta athygli allra Is- lendinga og ugg meðal þeirra flestra. Helztu upplýsingarnar eru þessar: Aðalverkefnin, sem unnið verður að á Keflavíkurflugvelli næsta ár, er lenging hinna geysilöngu flugbrauta þar. Landshöfnin í Njarðvík verður afhent Bandaríkjaher, þegar út- kljáð eru ágreiningsatriði varð- andi staðsetningu og gerð vænt- anlegrar herskipahafnar þar. Fjórar radar-herstöðvar verða fullgerðar utan Keflavíkur. Þróuninni verður beint í þá átt að hemámssvæðin, og þá sér- staklega Keflavíkurflugvöllur, verði algerlega bandarískt land. Þetta var það helzta, sem ráð- herrann MÁTTI SEGJA, en e. t. v. er sú viðurkenning ráðherrans, að hann verði að beygja sig fyrir fyrirskipunum hins erlenda her- veldis, um það hvað hann megi segja Alþingi, sem hann þó á, að íslenzkum lögum, að bera ábyrgð gerða sinna fyrir, ekki sízt at- hygli verð. Svo djúpt er ríkis- stjórnin öll, og utanríkisráðherr- ann sérstaklega, sokkinn i fenið, að hann verður að viðurkenna frammi fyrir löggjafarþingi þjóð- arinnar og alþjóð, að hann sé ekki sjálfráður athafna sinna og orða þegar ráðamenn bandaríska her- veldisins kippa í spottann eða nefna töfraorðið „hemaðarleynd- armál“. Meðal „hemaðarleyndar- málanna“ eru reglurnar, sem ráð- herrann telur vera í gildi um dvöl hinna erlendu hermanna og verka manna utan varnarstöðvanna og svo að sjálfsögðu þeir leyni- samningar, sem ríkisstjómm í hcild hefur eða virðist hafa gert um herstöðvar utan Keflavíkur- vallar, því að engin heimild er finnanleg í vamarsamningnum frá 1951, varðandi uppsetningu slíkra herstöðva. Heimskunnugt er orðið að Keflavíkurflugvöllur er þcgar orðinn meðal stærstu flugvalla veraldar. Samt á að verja hundr- uðum milljóna á næsta ári til þess að stækka hann enn. Engum heilvita manni kemur til hugar að slíkt sé gert til vamar íslandi, heldur er hitt augljóst að Kefla- víkurvöllur er hugsaður sem árásarstöð, ef til styrjaldar kem- ur og býður því heim tortíming- arhættu fyrir alla íslenzku þjóð- ina. Þeir, sem eru svo langminnugir að þeir mima kröfur Bandaríkja- manna frá 1945 um herstöðvar á íslandi til 99 ára, munu einnig minnast þess, að þá var aldrei talað um að þær ættu að verða varnarstöðvar, heldur viidu Bandaríkjamenn byggja þær sín vegna einna. Hugur Bandaríkj- anna stendur enn til þess sama. Það er unnið sleilulaust að því af Bandaríkjastjórn og leikbrúð- um hcnnar í ríkisstjórn íslnads að koma því fram „smátt og smátt1, undir fölsuðum forsendum, sem þá tókst ekki að fá fram um ógrímubúið landaafsal 1945. — />annig beinast endurbætaur ut- anrfíkisráðherrans og „lagfær- ingar“ allar í þá átt að afnema áhrif og frelsi íslendinga á dval- arstöðvum hersins og gera þær að bandarísku ríki í landinu, ríki þar sem fslendingar eru sviftir ferðafrelsi og athafnarétti. Framsóknarflokkurinn tók við yfirstjórn varnarmálanna af lág- kúrulegasta og óvinsælasta lepp, sem Bandaríkin hafa átt hér á landi, Bjarna Benediktssyni, og setti í hans stað mann, sem ekki hafði saurgað nafn sitt af beinni þjónustu við innrásarliðið. — Margir munu hafa hugað gott til þeirra skipta og enn munu þeir fjölmennir, sem eru þeirrar skoð- unar að Kristinn Guðmundsson, í rauninni vilji þjóð sinni vel og hafi nokkurn hug á að „bæta“ og „lagfæra“. Það álit skal ekki véfengt, svo lengi sem auðið er, en hitt er óvéfengjanlegt, að sá vilji hefur ekki borið neinn ár- angur annan en þann að reyra hernámsviðjamar enn fastar að þjóðinni en nokkru sinni áður og gcra hlut hennar í skiptum öll- uin við innrásarliðið enn smánar- legri en jafnvel í tíð Bjarna Ben. Skýringin á þeim ófarnaði Krist- ins Guðmundssonar í embætti vamarmálaráðh. liggur í augum uppi. Hernámið allt er slík mcin- semd í þjóðlífi okkar, að kák skottulæknis, þótt velviljaður sé, kemur þar ekki að neinu haldi, hcldur hlýtur það að verða til þess eins, að meinsemdin grefur æ meira um sig til mikillar gleði fyrir þá, sem vitandi vits gróður- settu hana. Hún verður aðeins læknuð á þann eina hátt að taka fyrir rætur hennar og skera hana í burt. Og leiðin til þess er aðeins ein, sú öll þjóðin rísi upp og krefjist brottfarar alls erlends herliðs úr landinu. Bragi Sigurjónsson: Undir Svörtuloftum, ljóð. — Ak- ureyri 1954. — Prentverk Odds Björnssonar. Það skal í upphafi tekið fram, að hér verður ekki reynt til að gera bók þessari eða höfundi hennar, nein tæmandi skil. Það mundi krefjast miklu lengra máls, en góðu hófi gegnir í litlu viku- blaði. En sökum þess, að mér hef- ur orðið tíðlitið í bókina undan- farin kvöld og finnst sem margt megi um hana segja, þykir mér rétt að geta hennar að nokkru. Þetta er þriðja ljóðabókin, sem Bragi sendir frá sér á sl. sjö ár- um. Það er þess vegna ekki ófyr- irsynju að lesandinn fari að hug- leiða erindi hans í fullri alvöru j og spyrja sjálfan sig: Hver er kominn úti? Það er skemmst frá að segja, að Bragi hefur vaxið af þessari síð- ustu bók sinni og það til muna, að mér finnst. Á hitt skal þó ekki dregin nein dul, að í næst síðustu bók hans, Hraunkvíslar, eru all- mörg kvæði, sem telja verður góð. Út frá þeim forsendum undr- ar mann ekki, þótt mörg kvæð- anna í þessari nýjustu, Undir Svörtuloftum, séu ágætavel ort. Bragi grípur á furðu mörgum strengjum í Ijóðagerð sinni. Hann yi’kir löng kvæði á fornum og nýjum, sögulegum grundvelli; örstuttar stemningar; kaldhæðn- ar ádeilur, ekki skornar við nögl, og hálýriskar tjáningar. Ekki er gott að segja, hvert við- fangsefnið lætur höfimdi bezt. Hann gerir þeim öllum góð skil á blettum, en bregst einnig boga- listin hér og þar. Tvö kvæði vil eg strax nefna, sem dæmi um góð vinnubrögð og skáldlega túlkun, en þau eru: Stúlkan í Hallmundarhrauni og Svartur hestur. Þau eru bæði létt kveðin, rismikil og takmörkuð og hljóta að verða minnisstæð. Þó álít eg að hið fyrrnefnda sé síð- asta erindinu of langt, skýringar séu óþarfar og ekki til bóta. Allra bezt þykja mér þó nokk- ur smákvæði, eins og t. d.: Hver er ég, Ættleri, Hverium klukkan glymur og Lífsþorstans kveðja á vori, sem mér persónulega finnst bezta ljóðið í bókinni og maður hlýtur að vænta nokkurs af skáldi, sem þannig getur ort Kvæðið, Við Rangalón á Jök- uldalsheiði, er einnig mjög hug- þekkt og búið ágætu formi. Þar er þetta stórfína erindi: „Gullsólgna þjóð við gömul afreksminni, geturðu búið sátt við örlög slík að vera fátæk, þegar þú ert rík, þú sem varst áður rík í fálækt þinni?“ Bókamenn á Akureyri! Næstu daga verða seld hundruð verðlækkaðra bóka frá eftirfarandi forlögum: ísafold, Helgafelli, Ið- unnarútgáfunni, Draupnisútgáf- unni, Söguútgáfunni o. fl. Skáld- sögur, ljóð, þjóðsögur, ferðasögur, tímarit, allt með mjög lækkuðu verði. — Flestar þessar bækur hafa aftur verið hækkaðar í upprunalegt verð syðra. Notið því þetta tæki- færi. Bókamnrkaðurinn í Söluskálanurn á Strandg.horninu. Bókamiðlunin Þetta eru setningar, sem festast í manni, minna dálítið á Steinarr, en eru ekki verri fyrir það Hins vegar álít eg, að ekki sé hægt að tala um sporrækt döggfall, held- ur er sporrækt í döggfallinu, ekki satt? Höfundur seilíst oft langt eftir nýjum eða sjaldgæfum orðum. Þetta er oftar til bóta og gerir stílinn reistari og fjölbreyttari, en nokkuð ber þó á því. að léttleiki í framsögn verði að setja ögn ofan og hliðra til fyrir málskrúðinu. Dæmi: „... . svo dapurgráust grjótsins rein varð græn á samri stxmdu.“ Dapurgrá er ágætt lýsingarorð, en hástigið hæfir mjög illa. Aftur á móti er þetta fallega sagt í kvæðinu Sögulok: „Hvassar bi-únir Bröttufjalla sópa byljavendir löngum éljatágum." Og víðar má það sama segja. Á einstaka stað hef eg hnotið um hæpna stuðlasetningu og rek- ið upp stór augu. Það hlýtur að Orðið Smátt sem hundstungan finnur ekki. „Dagur“ slær upp þeirri „rosa- frétt“ sl. miðvikudag að Þjóðvilj- inn hafi „logið um 300%“, er harm skýrði frá því, að eftir Degi, hve margir Akureyringar hefðu flutt til Rvíkur og Suðurnesja á þessu ári, og er ekki seinn á sér að draga hraustlegar ályktanir af. Segir blaðið: „Þannig ljúga kommúnistar um mörg hundruð prósent, án þess að blikna eða blána, er þeir telja sig geta orðið að liði í hatursbaráttu Rússaþjóna gðegn íslenzkum málstað." Það sannleikskorn er í rosa- frétt Dags, að prentvilla vax’ð í grein Þjóðviljans — 1 varð að 5 — og leiðrétti blaðið þessa villu mjög greinilega strax daginn eftir og getur það naumast hafa farið fram hjá ritstj. Dags, hafi hann lesið blaðið. Samt notar hann sér prentvilluna til þess að ausa and- ( stæðinga sína heimskulegum sví- virðingum og auglýsir með því sannleiksá:st sína og heiðarleik. vera fljótfærni hjá höfundi, að slíkt kemur fyrir. Eg get ekki að því gert, að mitt takmarkaða rímeyra, greinir t. d. ekki stuðlana í þessari hendingu: , Þeim gleymdar voru allar vetrarkvaðh Enn er eftir að geta tveggja, harðra ádeilukvæða. Hið fyrra ber nafnið Undir Svörtuloftum. Það hefur á sér kynngimagnaðan þjóðsagnablæ, en ljóst er þó til hvers það vísar. Myndríkt og meitlað kvæði. Hitt kvæðið, Vér Islands börn, er mörgum í fersku minni, því að það birtist í Stúdentablaðinu í fyrra og olli þá nokkrum úlfaþyt í vissum herbúðum, að mig minn- ir. Kvæðið er mjög athyglisvert, og bak við það hlýtur að liggja mikil vinna og hugsun Þessa losaralegu umsögn verð eg láta nægja að sinni, en hefði þó gjaman viljað segja fleira. — Eg ráðlegg öllu ljóðelsku fólki að lesa bókina og lesa hana vel. Höfundurinn þolir það, og eins og eg sagði í upphafi, þá er bezt að hver og einn aðgæti sjálfur, frá sínum bæjardyrum, hver sé kominn úti, því að nú er kvatt dyra í þriðja sinn. er laust Það er heiðvriðra manna hátt- ur að leiðrétta missagnir, þótt Haukur Snorrason hafi aldi’ei getað lært það, og mun bað fátítt í íslenzkri blaðamennsku að menn séu ausnir auri fyrir það „að hafa það er sannara reynist“. Haukui’ litli veit líka vel að hann sleppur vel, þótt sú reglan yrði upptekin. Slíkar sakir verða seinfundnar á hann. Skemmtikvöld Kveníélags sósalista Skemmtikvöld Kvenfélages Sósía verður í Ásgarði annað kvöld, laugardag, kl. 8.30. Til skemmtunar verður: Sam- eiginleg kaffidi’ykkja. — Frásaga: Elísabet Eiríksdóttir. — Kvik- mynd. — Félagskonur! Munið að taka gesti með ykkur. — Nefndin. Reykjavík. Óskilafé á Akureyri 1. Hvítur lambhrútur. Mark: Gagnfjaðrað hægra og stýft vinstra. 2. Hvít lambgímbur. Mark: Hvatt hægra og mark- leysa vinstra. 3. Hvítur lambhrútur. Mark: Sílt hægra og biti framan og alheilt vinstra. 4. Hvítur lambhrútur. A4ark: Heilrifað hægra, biti fr. og sílt og gagnbitað vinstra. 5. Mórauður lambhrútur. Mark: Sneitt framan hægra, biti aftan og sneiðrifað aftan vinstra. 6. Hvítur lambhrútur. Mark: Sneitt framan hægra, fjöður framan vinstra og hófbiti undir. Andvirðis sé vitjað til Baldvins Bencdiktssonar fjail- skilastjóra Oddagötu 3B. BÆJARSTJÓRINN. XX X = HfiNKIN §g V0[R-# AAA KHfiKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.