Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.12.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.12.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 3. desember 1954 tfERKHtimÐUKinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. ■_ 7>' ^ ^ í1 Ritnefnd: Bjöm Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Ámason, Þór'vr Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Framtíðarsýn, sem íhaldið óttast Glæparitaf lóðið Alþýðusambandsþingið, sem nú er nýlokið, hefur vakið meiri at- hygli og umræður en flestir eða allir viðburðir í íslenzkum verka- lýðsmálum og stjómmálum á síð- ari árum. Það fer mjög að líkum að viðbrögð og viðhorf verkalýðs- ins annars vegar og afturhaldsafl- anna hins vegar gagnvart störfum þingsins eru næsta ólík. Málgögn afturhaldsfylkingarinnar með Morgunblaðið og Alþýðublaðið í broddi fylkingar leggja mesta áherzluna á það að telja almenn- ingi trú inn að alþýðusamtökin séu tvístraðri og ‘veikari en nokkru sinni áður og þykjast harma það mjög. Um allt land vekur harmagrátur íhaldsins og þjóna þess yfir því að alþýðusam- tökin séu ekki nægilega sterk aðhlátur. Menn spyrja að vonum: hvenær hefur íhaldið óskað eftir sterkum og einhuga samtökum vinnustéttanna? Og enginn getur svarað öðruvísi en: ALDREI. — Ihaldið þarfnast fyrst allra hluta tvístraðra verkalýðssamtaka til þess að geta komið fram áformum sínum, og þegar vonir þess að geta sundrað þeim í opijmi bar- áttu hafa brugðist ,þá hefur það gripið til þess að lama samtökin innan frá með því að seilast þar til valda og áhrifa, falið sauðar- gæru lýðskrums og blekkinga. fhaldið er lostið skelfingu. Hræðsla þess við alþýðusamtökin undir forustu vinstri manna lýsir af hverri linu, sem máltól þess rita um verkalýðsmálin. Forsmán íhaldssendlanna í stjóm Alþýðu- sambandsins hefur verið þvegin af verkalýðssamtökunum. Sam- starfsmenn þeirra og þjónar hafa einnig orðið að víkja. Örþrifaráð- ið, að beita starfsemi fimmtuher- deildar innan alþýðusamtakanna, hefur litið sitt endadægur. Á þingi Alþýðusambandsins var mörkuð skýr stefna í kaup- gjaldsmálum, atvinnumálum, við- skiptamálum, sjávarútvegsmálum og flestum öðrum landsmálum, sem varða hag aiþýðu manna um land allt. Allar hinar ítarlegu ályktanir um þessi mál voru sam- þykktar því nær einróma, þrátt fyrir það að allar eru þær í full- kominni andstöðu við afturhaldið og stefnu ríkisstjómar þess. Full- trúar afturhaldsins á þinginu létu ekki á sér kræla, þegar þessi höf- uðmálefni þingsins lágu fyrir til umræðna og afgreiðslu. Þeir vissu sem var að andstaða þeirra við þessar samþykktir mundu af- hjúpa þá enn greinilegar en orðið var og kusu því að draga sig í hlé eða þykjast samþykkir. Fyrir þeim var það aðalatriðið að ná forustu samtakanna í sínar hend- ur, vitandi það, að þá hefðu þess- ar samþykktir verið pappírsgögn ein, sem aldrei hefðu hlofið þann styrk að bakhjarli, sem nauðsyn- legur var til þess að þær yrðu að veruleika. Þar er komið að aðalatriði málsins. Skýringunni á íhaldslát- unum kringum Alþýðusambands- þingið. Undir niðri veit aftur- haldið að sú víðtæka samvinna vinstri aflanna, sem stendur að baki stjórnar samtakanna mun eflast og styrkjast á næstu tímum og verða fær um að bera sam- þykktir þingsins fram til sigurs, gera þær að veruleika í lífi og starfi alþýðunnar. Það er þessi framtíðarsýn, sem íhaldið óttast en alþýðustéttin fagnar og mark- ar afstöðuna til Alþýðusam- bandsþingsins. Innanlðnds- áætlun Gildir frá 1. október 1954. REYKJAVÍK- Akureyri: Alla daga. Bíldudalur: Mánudaga. Blönduós: Þriðjudaga, laugardaga. Egilsstaðir: Þriðjudaga, fimmtudaga, laugard. Fagurhólsmýri: Mánudaga, föstudaga. Fáskrúðsfjörður: Fimmtud. Flateyri: Þriðjudaga. Hólmavík: Föstudaga. Hornafjörður: Mánudaga, föstudaga. ísafjörður: Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga, laugardaga. Kirkjubæjarklaustur: Föstudaga. Kópasker: Fimmtudaga. * Neskaupstaður: Fimmtud. Patreksfjörður: Mánudaga, laugardaga. Sandur :Miðvikudaga. Sauðárkrókur: Þriðjudaga, laugardaga. Siglufjörður: Miðvikudaga. Vestmannaeyjar: Alla daga. Þingeyri: Þriðjudaga. AKUREYRI— Egilsstaðir: Þriðjudaga. Kópasker: Fimmtudaga. Reykjavík: Alla daga. r Islands h.f. „í þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð.“ Þannig kemst skáldið og prófessorinn Jón Helgason að orði um íslenzku þjóðina í einni af hinum snjöllu vísum sínum. Þessi orð eru sönn. íslendingar hafa vissulega setið langdvölum við sögur og ljóð á liðnum öldum. Lestur bóka hefur verið aðall þjóðarinnar, yndi hennar og athvarf. Kynslóð eftir kynslóð hefur sökkt sér niður í lestur og hugleiðingar um forn- sögurnar, persónur þeirra og at- burði. Hún hefur ausið af skáld- legum nægtabrunni þeirra. Þang- að hefur hún sótt fyrirmyndir um glæsilega menn og konur, drengskap í baráttu, djörfimg í framkomu, hetjuskap og heift- rækni. En íslendingar hafa lesið og lært fleira en sögumar. Þeir hafa einnig lært og lesið ljóð, eddukvæði, dróttkvæði, sálma, dansa, vikivaka, rímur og margs konar annar kveðskapur hefur leikið henni á tungu frá ómuna- tíð. Hvert gildi hefur þetta haft? Eg efast ekki um, að þessi ljóða- og sagnaást eigi mikinn þátt, ef ekki mestan þátt, í því, að við lif- um enn sem sérstök þjóð í landi þessu. Eða hvar væri þjóðerni okkar og menning stödd, ef ekki hefðu verið unnin bókmennta- störf hér á liðnum öldum? Hvar vær itunga okkar og saga? Þessu er auðsvarað. ísland væri danskt land, hjálenda annars ríkis. Þjóð- in væri þýðingarlítill hluti af annarri þjóð, án sjálfstæðrar sögu og menningarerfða. En hvers vegna er eg að rifja þetta upp hér? Er ekki allt í stak- asta lagi með nútímabókmenntir okkar og bókmenntaáhuga? Eiga íslendingar ekki snjalla rithöf- unda og skáld, sem senda frá sér góðar og gagnlegar bækur, sögur og ljóð? Og situr þjóðin ekki enn við lestur þeirra sem fyrr? Eg rifja þetta upp vegna þess að mér virðist, að nú sé að draga geig- vænlega bliku á loft í þessum efnum. Eg á þó ekki við það, að þjóðin eigi ekki glæsileg skáld og rithöfunda, því að það á hún vissulega, og e. t. v. hefur hún aldrei átt jafn-mörg góðskáld sem einmitt nú. Heldur er það hitt, sem eg óttastt, að þjóðin sitji ekki lengur við lestur sagna og ljóða, a. m. k. ekki í sama mæli og fyrr, og að bókmenntasmekk- ur æskunnar sé í voða staddur, og þar með er eg kominn að kjarna málsins. Því að hvað stoð- ar það að eiga góðar bækur eftir snillinga, ef enginn les þær? Eitt af því, sem stuðlar að því að eyðileggja bókmenntasmekk æskunnar, og það hættulegasta, eru hin svokölluðu sakamála- tímarit, sem nú flæða yfir landið og fjölgar stöðugt, bæði innlend og erlend. Eg hef kynnt mér hin innlendu glæpamálarit lítillega undanfarið, og það var óhugnan- legt verk. Allt efni þeirra fjallar um glæpi og aftur glæpi, morð, rán, þjófnaði, réttarhöld í glæpa- málum og því um líkt. Mest af efni þessu er erlent að uppruna, þýtt úr samsvarandi sorpritum, erlendum. í þeim eintökum, sem eg hef athugað, fann eg aðeins eina ritsmíð um íslenzkt mál. Þetta mál var hin alræmdu Litlu- Þverárundur, sem áttu sér stað fyri rrúmum 20 árum vestur í Húnaþingi. Þama er að finna nákvæma lýsingu á atburðum þessum. Öll er greinin ruddaleg og í engu hlífzt við að ýfa upp þau illa grónu sár, sem atburðir þyssir ollu þeim, er hlut að áttu. Hér er því um mjög siðlaust og rudda- legt skrif að ræða. En ekki eru öll kurl komin til grafar, því að ekki er nóg með, að allar bóka- búðir séu fullar af innlendum glæparitum, heldur beinlínis streyma hin amerísku „hazard“- blöð yfir landið. Og þó hin inn- lendu séu til, eru þau þó flest meinlaust gaman í samanburði við hin vestrænu ,,æskulýðsblöð“. Þau fjalla einnig um morð og aðra glæpi, en þau eru að því leyti fullkomnari hinum inn- lendu, að þau eru prýdd fjölda teikninga til skýringar efninu og til að auka áhrif þess á lesend- urna. Allar eru myndir þessar hinar viðbjóðslegustu. Þar gefur að líta sundurstungin lík, afkára- legar forynjur og djöfla, brjálaða morðingja o. s. frv. Og það, sem skelfilegast er við þessi rit er það, að þau eru ætluð bömum og unglingum til lestrar, og þau eru fyrst og fremst lesin af þeim. Menn geta svo gert sér í hugar- lund, hversu hollt lestrarefni slíkt er fyrir óþroskuð og áhrifa- gjöm börn. En hvernig stendur á þessum ósköpum? Hvaða öfl eru hér að verki? Því er fljótsvarað. Hér eru að verki hin blygðunar- lausu fjárgróðaöfl hins kapital- iska þjóðskipulags, sem einskis svífast í skefjalausri fíkn sinni í auð og völd. Hvert meðal, hversu siðlaust og viðbjóðslegt sem það er, hversu spillandi og mannskemm- andi áhrif, sem það kann að hafa, er leyfilegt að nota, aðeins ef það næ rtilgangi sínum, að veita þeim gróða, sem því beittir. Hér verð- ur að taka í taumana ,og það fyrr en síðar. Það má ekki líðast, að fáeinum samvizkulausum fjár- plógsmönnum haldizt uppi að maka krókinn á því að kenna ís- lenzkum bömum og unglingum morð og aðra glæpi, og eyðileggja bókmenntasmekk þeirra. Hér er fyrst og fremst verkefni fyrir hin ýmsu æskulýðsfélög í landinu, því að þeim stendur næst að hefjast handa sjálfum sér til vamar. Eg skora því á alla unga menn og konur: Bindizt samtökum og rekið þennan ófögn uð af höndum ykkar, krefjist þess af valdamönnum þjóðfélagsins, að allur innflutningur og útgáfa glæpatímarita verði bönnuð í landinu. Verði það ekki gert er hætta á ferðum, og þá er óvíst hvort við íslendingar getum stært okkur lengi af því, að þjóð vor sé sönn bókmenntaþjóð. Góð ag kærkomin jólagjöf er Ijósmynd frá LJÓSMYNDASTOFU EÐVARÐS SIGURGEIRSSONAR. Akureyri. Skógræktarfélag Eyfirðinga selur Jólatré og jólakort Landgræðslusjóðs. Einnig íslenzkar: Furu- og greni-greinar til jólaskreytingar Panta má hjá undirrituðum í síma 1464. ÁRMANN DALMANNSSON. G. J.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.