Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.12.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.12.1954, Blaðsíða 4
\ VERKAMAÐURINN Föstudaginn 3. desember 1954 Yfirlýsing Hannibals Valdimarss. iiauruDal Valdimarsson hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu í tilefni af samþykkt mið- stjómar Alþýðuflokksins, sem getið er á forsíðu blaðsins í dag: „Að gefnu tilefni yfirlýsingar, sem birt var á forsíðu Alþýðu- blaðsins í gær um afstöðu Al- þýðuflokksins til mfn sem forseta Aiþýðusambands fslands, vil eg biðja heiðrað blað yðar að birta eftirfarandi: Ég hef verið kjörinn forseti Al- þýðusambands íslands af lögleg- um meirihluta á þingi verkalýðs- samtakanna, og óska ekki eftir, að neinn pólitískur flokkur taki ábyrgð á störfum mínum sem for- seta sambandsins. Að kosningum og ö’ðrum und- irbúningi alþýðusambandsþings var unnið fyrir opnum tjöldum á sL sumri,, og hafði miðstjórn Al- þýðuflokksins lýst yfir því, að af- staða til annarra flokka í verka- lýðsmálum væri sérmál verka- lýðsfélaganna. Þess vegna unnu ýmsir Alþýðu- flokksmenn að undirbúningi al- þýðusambandsþings með það fyr- ir augum, að mynda þar meiri- hluta með stjórnarflokkunum. Eg vann hins vegar að því, að mynduð yrði sterk stjórn Alþýðu sambandsins með þátttöku stærstu verkalýðsfélaga landsins, án tillits til stjómmálaskoðana forustumanna þeirra. Auðvitað höfðu báðir aðilar jafnan rétt til þessarar afstöðu sinnar og starfsemL Mkmihlutastjóm Alþýðuflokks ins yfir verkalýðssamtökunum taldi eg í senn ólýðræðislega og máttlausa. Miðstjómarsamyþkktir stjóm- málaflokka um, að það skoðist sem flokksleg hollustu- og trún- - Stjórnmálabandalag (Framhald af 1. síðu). vald Bandarikjanna, um algert einræði í landinu, og að sækja fram til sjálfstæðis og betra lífs fyrir íslenzku þjóðina alla. Þau meginstefnumál, sem kosta verður kapps um að sameina um allt hið vinnandi fólk á fs- landi eru þessi: Uppsögn hemámssamnings- ins og brottför alls amerísks herafla úr landinu, mikið átak til eflingar arðbærrar íslenzkr- ar framleiðslu, er tryggt geti öllum vinnu við arðbær, íslenzk framleiðslustörf og samfara því stórbætt kjör til handa allra vinnandi stétta. Slíkt bandalag mundi verða fulltrúi fyrir yfirgnæfandi meirihluta islenzku þjóðarinnar og mundi hafa möguleika til að gerbreyta svo skipan Alþingis, að unnt yrði að mynda ríkis- stjóm, sem með tilstyrk sam- taka fólksins væri þess megnug að hrinda í framkvæmd þeim stefnumálum, sem hér hafa verið talin. Þetta er í stórum dráttum höfuðverkefni Sósíalistaflokks- ins á núverandi skeiði. aðarbrot, ef fulltrúar á alþýðu- sambannsþingi taki þessa eða hina afstöðu til manna eða mál- efna, tel eg óviðurkvæmilega til- raun til skoðanakúgunar, og mót- mæli slíkum afskiptum stjóm- málaflokkanna. Samstarf við pólitíska and- stæðinga Alþýðuflokksins um stjóm A. S. í. er ekki að hefjast nú, og hefur ekki þótt vítavert til þessa. í Alþýðusambandinu er fólk í öllum stjómmálaflokkium, og kemur mér því mjög á óvart, ef nauðsynlegt þykir, að forseti sam bandsins starfi aðeins á ábyrgð eins stjómmálaflokks. Það er þing Alþýðusambands íslands, sem með röskum meiri- hluta atkvæða hefur falið mér forustu samtakanna næstu tvö ár, og verður sú ábyrgð að nægja, hvað sem stjómmálaflokkamir segja. Gefst þeim óefað tækifæri til að sýna í verki, hversu heitir verkalýðsflokkar þeir séu, þegar til þeirra verður leitað um stuðn- ing við mál verkalýðssamtakanna. Með þökk fyrir birtinguna. V irðingarfy llst, Hannibal Valdimarsson, (forseti A. S. í.)“. I 9 ifí « * tírt I ( « Jir • i attw Tilkynning Þeir sem hafa undir höndum » undirskriftalista um uppsögn herverndarsamningsins, em beðn ir að skila þeim til einhvers und- irritaðra nefndarmanna fyrir n.k. miðvikudagskvöld 8. þ. m. í framkvæmdanefnd imdirskirftasöfnunarinnar. Einar Kristjánsson. Anna Helgadóttir. Magnús Albertsson. V innumiðlunarnef ndin tekin til starfa Vinnumiðlunamefnd Akureyr- arbæjar er tekin til starfa, en hlut verk hennar er að úthluta vinnu hjá bænum. Atvinnuumsóknir nefndarinn- ar eru skráðar á skrifstofu bæjar- stjóra eins og verið hefur og er nauðsynlegt að atvinnulausir eða atvinnulitlir verkamenn láti skrá sig þar hið fyrsta. Nefndin heldur að jafnaði fundi á föstudögum og ráðstafar þá vinnu þeirri, sem til fellur næstu viku. -K 65 ÁRA varð Jón Sveinsson, fyrrv. bæjarstjóri þann 25. f. m. -K 80 ÁRA varð 1. þ. m. Ólafur Tryggvi Ólafsson skrifstofum. hjá KEA. •K KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — K. R. — Sálmar: 259, 201, 441, 326 og 451. -K FRÁ LEIKFÉL. AKUREYR- AR. Meyjaskemman. Sýning næstk. sunnudag. (Engin sýn- ing á laugardag). Aðgöngu- miðasími 1639. Aðgöngumiðar afgreiddir í afgreiðslu Morgim- blaðsins kl. 4.30—6 leikdagana og við innganginn, ef eitthvað er óselt -K HJÓNABAND. Ungfrú Krist- jana Guðrún Benediktsdóttir, Hólmavaði, og Jónas Þorsteins- son, Aðalstræti 4, Akureyri. Heimili ungu hjónanna verður að Hólmavaði. — Ungfrú Frið- rún Sigríður Sigurbjömsdóttir og Ragnar Guðmundss., Vöku- völlum II, Akureyri. - Ályktun Alþýðusam- bándsþmgs (Framhald af 1. síðu). Afnám söluskattsins. Afnám bátagjaldeyrisfyrir- komulagsins. Skynsamlegt og öruggt eftirlit með álagningiL Lækkun flutningsgjalda. Lækkað vöruverð. — Minni útgjöld ríkissjóðs. Yrði þetta gert myndi vöruverð lækka stórum og ríkissjóður myndi spara veruleg útgjöld, sem eitthvað myndi vega upp á móti tekjumissi ríkissjóðs við þessar ráðstafanir. En tekjuþörf sinni þarf ríkissjóður að fullnægja á annan hátt en þann, að halda uppi háu verðlagi. Hinir óbeinu skatt- ar koma, svo sem margoft hefur verið á bent, þyngst niður á fá- tækasta fólkið og stærstu fjöl- skyldumar. Ríkisinnflutningur. Þá vill þingið lýsa stuðningi sínum við heilbrigða samvinnu alþýðunnar til sölu afurða og inn- kaupa á nauðsynjavörum. Enn- fremur telur þingið nauðsynlegt að ríkið taki að sér innflutning og dreifingu nokkurra vörutegunda til að tryggja sannvirði hennar og hefur þá einkum í huga olíuinn- flutning, en sú vara er ein þýð- ingarmesta vara atvixmuveganna og jafnframt einn stærsti útgjalda liður þeirra, auk þess sem olía er víða um land notuð til rafmagns- framleiðslu og húsakyndinga. Loks vill þingið lýsa yfir því, að það telur óeðlilegt að raf- magnsverð sé misjafnlega hátt eftir því hvar á landinu það er framleitt og selt og skorar á lög- gjafann að hlutast til um að þessi nauðsynjavara verði seld á sama verði um allt land. Iðja í Reykjavík hefur gert nýja samninga Góður áfangi á leiðinni til að bæta kjör iðnverkafólksins Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, og Félag íslenzkra iðnrekenda sömdu í fyrrakvöld. Kvennakaupið hækkar sam- kvæmt nýju samningunum um 9% og á vaktavinnukaupið, sé unnið í þrískiptum vöktum, greið ist 35% álag og er það hæsta vaktavinnukaup sem hér hefur verið samið um. Ymsar aðrar breytingar til lag- færingar á samningunum voru gerðar. Kvennakaupið var áður 1035,00 kr. í gnmn á fyrstu 6 mánuðun- um, en er nú 1065,00. Eftir 6 mán- uði var það 1095,00 í grunn, en er nú 1160,00. Eftir 1 ár var kzupið 1200,00 kr. á mánuði, en er nú 1310,00. Unglingataxtinn breytist í sam- ræmi við þetta. Kaup karlmanna breytist þann- ig, að þeir sem höfðu unnið 4 ár eða lengur höfðu kr. 1830,00 í grunn, en hafa nú kr. 2000,00. 35% álag í þrískiptum vöktum. Vaktavinnan breytist þannig, að þegar unnið er í þrískiptum vöktum (allan sólarhringinn), er aðeins fyrsta vaktin („dagvakt- in“) 8 vinnustundir, en hinar hvor um sig 7. Samkvæmt nýju samningunum er heimilt að virma í þrískiptum vöktum, þ. e. allan sólarhringinn, allt árið, og er þá greitt 35% álag á launin. Guðrún Kristinsdóttir lýkur námi við Kgl. tónlistarskólann Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir (Þorsteinssonar deildarstjóra), hefur nýlega lokið námi í píanó- leik við Kgl. tónlistarskólann í Kaupmannahöfn með frábærum vitnisburði. Kaupmannahafnar- blöðin, svo sem Berlinske Aften- avis og Politiken, hafa farið mjög lofsamlegum orðum um opinbera tónleika, er imgfrúin hefur ný lega haldið þar í borginni. — Óska blöðin Islendingum til ham- ingju með hina ungu listakonu. Ekki lægra en 20% yfir mánaðarkaupL Þá var gerð sú breyting á samningunum, sem er mjög mik- ilvæg, að ákvæðisvinnumaður, sem unnið hefur eitt ár eða leng- tn-, má aldrei fá greitt lægra kaup en 20% yfir umsömdu mánaðar- kaupi. Áður var greidd full vísitala á 1440,00 kr. ákvæðisvinnukaup óg 23% á það ,sem fram yfir hefur verið, en nú er greidd full vísi- tala á kr. 1550,00 og 23% á það, sem er þar yfir. ORÐSENDING Að gefnu tilefni viljum vér minna á eftirfarandi atriði úr lög- reglusamþykktinni og reglugerð um barnavemd á Akureyri: „í umdæmi bamavemdar- nefndar Akureyrar er bannað að selja börnum og unglingum inn- an 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni sem nefnist, gefa þeim það, eða stuðla að því að þau neyti þess, eða hafi það um hönd.“ „Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheimill að- gangur að almennum kaffistofum eftir kl. 20, nema í fylgd með full- orðnum vandamönnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og um- sjónarmönnum þessara stofnsma ber að sjá um, að unglingar fái ekki þar aðgang né hafizt þar við. Böm yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, og ekki seinna en kL 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vanda- mönnum. Böm frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vanda- mönnum.... Foreldrar og hús- bændur barnanna skulu, að við- lögðum sektum, sjá um, að ákvæðum þessum sé framfylgt.“ Nauðsynlegt er, að unglingar innan 16 ára aldurs, geti sannað aldur sinn með skírteinum, þar sem aðgangur er bundinn við vissan aldur. F. h. bamavemdamefndar Akureyrar. Páll Gunnarsson. . BAZAR Kvenfélag sósíalista heldur bazar í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag 5. des. kl. 4 síðdegis. Þar verður margt þarflegt. KOMIÐ OG SJÁIÐ. Bazamefndin. á A KHRKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.