Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.12.1954, Blaðsíða 1
VERKMIRlfin XXXVII. árg. Akureyri, mánudaginn 20. desember 1954 43. tbl. VERKAMAÐURINN árnar öllum lesendum sínum árs og friðar. Leitað eftir 6 milljón króna láni til frystihús- byggingarinnar Bæjarstjórn hefur samþykkt bæjarábyrgð ef til kemur Fyrir síðasta bæjarstjómar- fundi lá erindí frá stjórn ÚtgerS- arfélags Akureyrar, þar sem farið var fram á bæjarábyrgð fyrir allt að 6 milrj. króna láni til frysti- hússbyggingarinnar, en nokkrar líkur eru taldar á að slikt lán sé fáanlegt í Vestur-ýzkalandi, en Gísli Sigurbjömsson hefur annast eftirgrennslanir þar að lútandi að undanfórnu. Fáist lán þetta verða lánskjörin þau að vextir verða 6% og lánstíminn 5 ár. Er aug- ljóst, að ekki er unnt að reikna með því að Útgerðarfélagið geti greitt lánið á svo skömmum tíma og verður því jafnframt að fá tryggingu fyrir innlendu láni upp í hluta afborgana og vaxta, þann- ig að lánstími félagsins verði 10 —15 ár. Setti bæjarstjórn það að skilyrði fyrir bæjarábyrgðinni að slíkt lán fáíst. Er nú unnið að því að fá loforð hjá Framkvæmdabankanum fyr- ir þessu tryggingarláni og telja Verður togari keyptur til Olafsfjarðar í ráði er að Ólafsfjarðarbær kaupi togara Vestmannaeyja- kaupstaðar, Vilborgu Herjólfs- dóttur, og hefur nefnd manna, kjörin af bæjarstjóm, dvalið syðra um skeið til að ganga frá kaupunum. Talið er að kaupverð sé 5,7 milljónir. ¦ Áður hafði bæjarútgerðin í Eyjum selt hinn togara sinn og verður þvi engin togaraútgerð þaðan í bráð a. m. k. Togarinn er fyrst og fremst keyptur til atvinnubóta í sam- bandi við frystihúsið í Ólafsfirði, en atvinnuástand hefur verið þar mjög bágborið undanfarin ár. Nú er nær algert atvinnuleysi í 01- afsfirði. ÍKVIKNUN Laust fyrir hádegi sl. laugar- dag var slökkviliðið hvatt að Verzlun Eyjafirði, en þar hafði kviknað í rusli í miðstöðvarklefa. Var mikill eldur í klefanum er slökkviliðsvarðmenn kotnu á vettvang og hefði vafalaust von bráðar læst sig í þak hússins, sem er úr tirnbri, en slökkviliðs- mönnunum tókst á svipstundu að kæfa eldinn með háþrýstidælu sinni. Kemur æ betur í ljós, hve frábær hin nýju tæki slökkviliðs- ins eru og hver trygging þau eru fyrir því að komið verði í veg fyrir eldsvoða, » forráðamenn Útgerðarfélagsins góð'ar horfur á viðunandi úr- lausn br.nkans, þótt ekki verði um hana fullyrt að svo komnu máli, en fullra úrslita mun ikammt að bíða. Engin athugun mun enn hafa í'arið fram á lánsmöguleikum beim, sem fyrir hendi eni í Aust- ur-Þýzkalandi og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, en nærri liggur að álykta að þeir hafi mjög ýtt á eftir og átt drjúg- an þátt í því að málið er komið það áleiðis, sem nú er orðið. Eru það hin beztu tíðindi öll- um Akureyringum, ef þessar fyr- irætlanir takast og lán fæst, sem nægir til að koma frystihúsinu upp ásamt öllum búnaði. Þuríður Friðriksdóttir látin Þuríður Friðriksdóttir, for- raaður Þvottakvennafélagsins Freyju í Reykjavík, lézt 13. þ. m,, ©g var útíör hennar gerð sl. fösíudag. Hún var 67 ára að aldri. Með Þuríði Friðriksdóttur er fallin í valinn einn mikil- Iiæíasti kvenskörungur Iands- ins og frábær foringi í verka- lýðshreyfingunni Hún var for maður stéttarfélags síns allt frá stofnun þess og til dauða- dags og tók auk þess mildnn þátt í verkalýðshreyfingunni almennt og í starfi Sósíalista- flokksins og átti sæti í mið- stjórn hans. Félagar og vinir Þuríðar kveðja hana með djúpri virð- ingu og þökk fyrir störf henn- ar, samfylgd og forustu. X „Hans og Gréta" f rumsýnt á 2. dag jóla Annað viðfangsefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári verður barnaleikritið „Hans og Giéta", gert eftir samnefndu ævintýri Grimmsbræðra, af þýzkum leik- ritahöfundi, og verður frumsýn- ing á annan í jólum. Er sýning barnaleikrits nýjung í starfsemi félagsins. Barnaleikritið er hér sett á svið af Sigurði Kristjánssyni og mun hann jafnframt leika eitt af hlut- verkunum. Hlutverk eru þannig skipuð: Bömin í leiknum sýna Bergþóra Gústafsdóttir og Arnar Jónsson, en önnur hlutverk skipa, auk Sigurðar: Jón Ingi- marsson, Ingibjörg Rist, Guðm. Gunnarsson, Jón Kristinsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Gréta Geirsdóttir og Ingibjörg Ófeigs- dóttir. Lögin í leiknum hefur Carl Billich útsett, en hljóðfæra- leikarar verða Jakob Tryggvason og Ivan Knudsen. Halldór G Ól- afsson þýddi leikritið, en leik- tjöldin gerði Lothar Grundt. Eru þau fengin frá Hafnarfirði, en þar var leikurinn sýndur í fyrra. Sýningar um jólin. Frumsýning verður á annan i jólum kl. 5 síðdegis, en næstu sýningar verða 3. og 4. jóladag kl. 8 á kvöldi. Var ekki hægt að koma því við að hafa sýningar fyrr að deginum vegna þess að leikaramir þurfa að stunda vinnu sína. Sýningum er lokið urn kl. 10 að kvöldi. Verð aðgöngumiða er kr. 10 og kr. 15, tölusett sæti. í Hafnarfirði var verðið kr. 15, öll sæti Fyrirkomulag á sölu að- göngumiða verður með sama hætti og verið hefur að Meyja- skemmunni. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Morgunblaðs- ins leikdagana kl. 4.30—6 og við innganginn, ef eitthvað er óselt. Svo frjáls vertu móðir heitir ný félagsbók frá Máli og menningu. Þessi bók hefur að geyma 46 kvæði eftir 22 höfunda og eru þau öll ort á fyrsta áratug lýðveldisins. Öll varða þau ætt- jorðina og þjóðfrelsisbaráttu síð- ustu ára, enda er útgáfa þeirra helguð tiu ára afmæli lýðveldis- ins. Hæstlaunuðu embættismennirnir fá 5500 króna jólaglaðning, lág- launamennirnir 300 krónur Fjárlög vom afgreidd á Alþingi sl. föstudag og var þá jafnframt gengið frá tillögum stjó.rnarliðsins um launa- uppbætur til opmbcrra starfgmanna og þær samþykktar. Samkvæmt þeim hækka laun í 1.—3. launaflokki, þ. e. a. s. hæstlaunuðu einbættismannanna um 10%, eða um 5500 krónur, í 4. flokki um 8%, 5-9 flokki um 5%, en laun lægstu flokkanna 10.-15. um 3% eða um kr. 300.00. Eins og sjá má af þessu er reglan sú, að þeir hæstlaun- uðu fá langsamlega hæstu uppbæturnar, en láglauna- fólkið smánarbætur, allt að 18 sinnum lægri upphæð en hálaunamennirnir. Lýsir þetta ágætlega afstöðu stjpórnarliðsins til kjaramála almennings. Allt kapp er lagt á það að auka sem mest misréttið í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn verður sú kauphækkun, sem hæstlaun- uðu embætismennirnir hafa nú fengið áreiðanlega frem- ur til þess að ýta á eftir verkalýðssamtökunum að rétta lilut sinn, því að engum mun blandast hugur um, að þörf þeirra fyrir launabætur, sem aðeins hafa um 30 þús. kr. árstekjur, hlýtur að vera ærin þegar 70 þúsund kr. árslaun eru bætt svo ríflega. 1 w**«»w*»w«*»w*»»»j^»j>J»»»JjJ^Af.PfffWffM t, t«J<J»JJJ Undirbúningur hafinn að rifun sögu Akureyrar Vilhjálmur Þór banka- stj. við Landsbankann Vilhjálmur Þór lét í dag af for- mennsku Samvinnutrygginga, með því að hann tekur um ára- mót við starfi bankartjóra Lands- bankans. í hans stað var Erlendur Einarsson kjörinn formaður fé- lagsins. Þá samþykkti stjórn Samvinnu- trygginga að ráða Jón Ólafsson lögfræðing sem framkvæmda- stjóra félagsins frá áramótum í stað Erlendar Einarssonar, sem þá tekur við starfi forstjóra SÍS. Jón verður eftir sem áður fram- kvæmdastjóri líftryggingafélags- ins Andvöku. Jafnframt var sett á fót fram- kvæmdastjórn Samvinnutrygg- inga, og kosnir í hana, auk fram- kvæmdastjórans, sem er sjálf- kjörinn, þeir Björn Vilmundar- son, skrifstofustjóri, og Jón Rafn Guðmundsson, deildarstjóri. 17. desember 1954. (Fréttatilkynning frá esamviniiiutryggingum.) Nefnd sú, sem kjörin var á sl. ári til að undirbúa ritun sögu Ak- ureyrar, hefui- nú skilað áliti til bæjarstjórnar og lagt fram frum- drög að niðurröðun efnis og til- lögur um nokkra menn, sem fengnir verði til að rita einstaka þætti sögunnar. f tillögum sínum gerir nefndin ráð fyrir að rituð verði saga bæj- arins frá upphafi til ársins 1962, en þá eru 100 ár liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Aðalkaflar ritsins verða: Um- hverfi Akureyrar, Saga }arðanna, Bæjarstjórn felldi að liætta áfengisveitingum Á síðasta bæiarstjórnarfundi fluttu þeir Þorsteinn M. Jónsson ig Marteinn Sigurðsson tillögu um að bæjarstjórn hætti að veita áfengi í veizlum sínum meðan héraðsbann er hér i gildi. Kröfð- ust tillögumenn nafnakalls um tillöguna, og greiddu henni eftir- taldir bæjarfulltrúar atkvæði. Þorsteinn M. Jónsson, Marteinn Sigurðsson, Tryggvi Helgason, Björn Jónsson. k móti voru: Guðmundur Guðlaugsson, Jón G. Sólnes, Jakob Frímannsson, Sveinn Tómasson, l Jón Þorvaldsson, Steindór Steindórsson. Var tillagan því felld með 7 at- kvæðum gegn 4. Upphaf kaupstaðarins, Landeign, skipulag, byggingarsaga, At- vinnusaga, Heilbrigðismál, Skóla- mál, Kirkjumál, Menningarmál og félög, Ýmsir viðburðir og Stjóm kaupstaðarins. Síðan verður þessum meginþáttum verksins skipt í smærri kafla. Þeir sagnaritarar, sem nefndin hefur þegar vahð eru Brynleifur Tobiasson, sem ritar um forsögu Akureyrar og heildarsöguna til 1962, Jónas Rafnar, læknir, sem ritar um heilbrigðismál.FriðrikiJ. Rafnar, sem ritar um Kirkjumál, Áskell Snorrason, sem ritar um tónlistarmál, Arni Jónsson, sem ritar um leiklistarmál, Steindór Steindórsson, sem ritar um um- hverfi Akureyrar og sögu jarð- anna, Ólafur Jónsson, sem ritar um landbúnað og ræktun og Sig- laugur Brynleifsson, sem ritar um Amtsbókasafnið. Saga Akureyrar verður mikið verk eins og hún er hugsuð af sögunefndinni. Rafveitukerfi Laxár verður tengt veitukerfi Austurlands Raforkumálastjórn hefur nú ákveðið tvær nýjar virkjanir, önnur er virkjun Grímsár fyrir Austurland, hin er virkjun Mjólkurár fyrir Vestfirði. Oiku- verið við Grímsárfossa verður 2400 kg.watta og verður það tengt Laxárvirkjun með raflínu milli Laxár og Egilsstaða. Ráðgert er að þessum fram- kvæmdum verði lokið á 2—3 ár- um, og er kostnaður við þær áætlaður um 8 Omillj. króna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.