Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.02.1955, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.02.1955, Blaðsíða 1
VERKRDIÐURinn EININGARKONUR! Munið aðalfund félagsins í Verkalýðshúsinu á sunnu- daginn kl. 4 síðdegis. XXXVIII. árg. Akureyri, föstudaginn 25. febrúar 1955 8. tbl. Verkalýðsfélögin leggja fram kröfur sínar: 30% hækkun á grunnkaupi, þriggja vikna orlof, mánaðarleg vísitala, stytting yíirvinnutíma, verka- menn hafi uppsagnarfrest og tryggingu í veikindum Hægri klíkan í Alþýðuflokknum að einangrast Hlaut nauman meirihluta fyrir brottrekstri Alfreðs Gíslasonar - Flokksdeildirnar út um land mótmæla ofsóknaræði Stefáns og Haraldar Verkalýðsfélögin hafa frestað verk fallsaðgerðum um tíma, svo að nægur tími sé til samninga V erkamannaf élag Akureyrarkaupstaðar einhuga um kröfurnar Á fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar í gær- kvöldi var gengið frá kröfum félagsins og voru þær sam- þykktar með atkvæðum allra fundarmanan nema eins er sat hjá. Þá var einnig samþykkt ein- róma heimild til trúnaðar- mannaráðs að ákveða verk- fallsaðgerðir, ef nauðsynlegt reyndist. Á fundi Alþýðuolfkksfélags Rvíkur sl. sunnudag urðu hörð átök milli hægri og vinstri manna. um það, hvort reka ætti Alfreð Gíslason bæjarfulltrúa úr flokknum, samkvæmt tillögu Haráldar Guðmundssonar, en „sök“ Alfreðs var sú, að hafa samstarf við sósíalista og Þjóð- varnarmanninn í bæjarstjórn um kosningar í nefndir. Þrátt fyrir harðvítuga smölun hægri klíkunnar fóru leikar svo að tillaga Haraldar, um skilorðs- bundinn brottrekstur, var aðeins samþykkt með naumum meiri- hluta, eða 118 atkv. gegn 94. — Samkvæmt tillögunni á Alfreð að vera brottrækur nema hann sjái að sér og segi sig úr bæjarstjóm- inni í eitt ár, segi sig úr Mál- fundafélagi jafnaðarmanna og segi af sér ábyrgð blaðsins Land- sýn, sem vinstri menn gefa út. Ekki munu taldar líkur á að Al- freð sæti neinu af iþessum skil- yrðum. Á þennan eftirminnilega fund bárust ályktanir frá ýmsum fé- lögum úti á landi, m. a. frá Al- þýðuflokksfélagi Akureyrar, Al- þýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar, ísafjarðar, Selfoss og Sauðár- króks, þar sem mótmælt var mjög eindregið brottrekstraræði hægri klfkunnar. Góðar horfur á aS hraðfryslihúsið byggt á þessu ári Framkvæmdabankinn hefur ákveðið að veita 3,5 milljón kr. lán, með því skilyrði að 6 milljón kr. lán fáist í Þýzkalandi Loforð fyrir fjárfestingarleyfum og gjaldeyr- isleyfum fengin. - Allar horfur á að öll hluta- bréfaaukningin verði keypt upp verði Yfir 20 verkalýðsfélög hafa nú sagt upp samningum sínum mið- að við 1. marz og hafa flest þeirra þegar birt atvinnurekendum kröfur sínar. Krefjast öll félögin 25—30% grunnkaupshækkunar, þriggja vikna orlofs og fullrar framfærsluvísitölu, sem greiðist mánaðarlega á kaup. Meðal þeirra félaga, sem sagt hafa upp eru stærstu verka- mannafélög landsins, Dagsbrun í Rvfk, Hlíf í Hafnarfirði og Verka mannafélag Akureyrarkaupstað- ar. Eru kröfur þeirra svo til sam- hljóða og skal hér gerð nánari grein fyrir þeim. Kaupið. Kaup í almennri vinnu hækki úr kr. 9.24, í grunn, í kr. 12.00. Kaup verkamanna í fagvinnu, steypuvirmu, við fiskmóttöku og aðgerð á afla, vinnu við loft- þrýstitæki, vinnu í grjótnámi, holræsahreinsun, tjöruvinnu, Þeir verkamenn, sem leggja á sig óhóflega langan vinnudag í þjónustu framleiðslunnar, eiga skilið að þjóðfélagið sýni þá 'við- urkenningu, að yfirvinnukaup þeirra sé skattfrjálst og útsvars- frjálst. Þetta felst í tveimur frumvörp- um er Karl Guðjónsson flytur á Alþingi, og mæla svo fyrir, að at- vinnutekjur, sem verkamaður aflar sér með yfirvinnu í þjón- ustu framleiðslunnar, skuli und- anþegnir tekjuskatti og útsvari. I framsögu lagði Karl áherzlu á að það væri háttur menningar- þjóða að vemda þegna sína fyrir óhóflega löngum vinnudegi, enda sýndi reynslan, að óhóflega lang- ur vinnudagur tefur fyrir menn- ingarlegri framþróun. Hins vegar væri erfitt hér á vinnu á steypuverkstæðum og nokkrar aðrar vinnugreinar hækki úr kr. 9.75 og 9.90 í kr. 12.90. Fyrir alla vinnu við af- greiðslu á togurum slippvinnu, löndun síldar og ísun síldar í skip greiðist kr. 14.50. Fyrir stjórn á vélskóflum, ýtum og vél- krönum, sementsvinnu, lempingu á kolum í lest, lempingu á salti, vinnu við upp- og útskipim á tjöru- og karbolíubomum staur- um dixilvinmi, vinnu við rotun o. fl. vinnu í sláturhúsum o. fl. greiðist kr. 15.00. Fyrir boxa- og katlavinnu, ryðhreinsun með raf- magnstækjum, botnhreinsun skipa innanborðs, hreinsun með vítissóda o. fl. greiðist kr. 15.50. Kaup næturvarðmanna hækki úr kr. 111.00 í kr. 150.00 fyrir 12 stunda vöku. — Kaup drengja 14 —16 ára hækki úr kr. 7.20 í kr. 9.50. — Kaup netagerðarmanna úr kr. 10.20 í kr. 13.50. landi að leggja bann við yfir- vinnu eða hefta hana verulega, og ætti það þó einkum við fram- leiðslustörfin til sjávarins. Vinnu í verstöðvum landsins væri oft þannig háttað ,að ekki væri hægt að takmarka stranglega yfirvinnu án þess að draga um leið úr framleiðslunni. En einmitt þess vegna ætti það að sjást í einhverju að þjóðfélag- ið kynni að meta hvað menn legðu á sig með slíkri yfirvinnu. Eins og nú er, taka stjómarvöld- in óhóflega mikinn hluta af slík- um yfirvinnutekjum í skatta og útsvar, og því er lagt til í frum- vörpunum að þær tekjur verði undanþegnar tekjuskatti og út- svari. Báðum frumvörpunum hefur verið vísað til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. Þeir Helgi Pálsson, formaður Utgerðarfélags Akureyringa h.f., og Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þess, kölluðu blaðamenn á sinn fund sl. þriðju- dag og skýrðu þeim frá því, sem gerzt hefur að undanförnu í frystihússmálinu ,en þeir voru þá báðir nýkomnir frá Reykjavík, þar sem þeir hafa að undanförnu unnið að útvegun lánsfjár og fleiri fyrirgreiðslum í sambandi við væntanlega byggingu hrað- frystihússins. Framkvænvdabankinn lofar ZVz milljón, með skiiyrðum um erlent lán. Skýrðu þeir frá því, að í fram- haldi af þeim athugunum, sem fram hafa farið um lánsmögu- leika í Vestur-Þýzkalandi, hafi Gísli Sigurbjömsson, sem haft hefur milligöngu um Jánið, verið kvaddur utan til viðræðna og uindirbúnings endanlegra samn- inga. Fór hann utan um sl. helgi og er væntanlegur aftur heim í byrjun næsta mánaðar. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu er hér um að ræða lán að upphæð 6 milljónir króna til 5 ára. Fáist það þarfnast Útgerðar- félagið innlends láns, þannig að því sé unnt að lengja raunveru- legan Mnstíma í 15 ár og var bæj- arábyrgðin, sem samþykkt var nú í vetur, bundin þeim skilyrð- um. Framkvæmdabankinn hefur nú ákveðið að veita Útgerðarfé- laginu 3,5 milljón kr. lán, á árun- um 1957-—1959, til 13 ára til greiðslu á þýzka láninu, en það er afborgunarlaust fyrstu 2 árin. — Loforð bankans er bundið þeim skihnálum að hann samþykki lánskjör og önnur skilyrði, sem sett kunna að verða af hinum þýzka Mnveitanda. Þá skýrðu þeir Guðmundur og Helgi frá því að þeir hefðu í höndum loforð um fjárfestingar- leyfi og gjaldeyrisleyfi þessum framkvæmdum viðkomandi. (Framhald á 4. síðu). Hætt við að byggja harnaskóla úr niður-i; rifi spítalans Komið hefur í ljós að sú!| hugmynd, sem skaut upp koll- !; inum í bæjarstjóm, að leysa ; húsnæðisvandræði bamaskól- ♦ ans til bráðabirgða á þann hátt;! að byggja skóla á Oddeyri úrj! niðurrifi gamla spítalans, á ! ; mikilli andstöðu. að mæta,!; ; bæði innan bæjarstjómar og !; | utan. ! Kennarar bamaskólans hafa ; ! mótmælt hugmyndinni mjög; ! einairðlega og sama er að segja;! um fjölda borgara bæjarins. ! ; Þá hafa fulltrúar og blöð allra ; ; flokka, nema Sjálfstæðis-!; ; manna, lýst andstöðu sinni við ;; ! þessar fyrirætlanir. ! Má því telja víst að allar ráðagerðir um byggingu;! ; bráðabirgðaskóla séu úr sög- !! ; unni og að horfið verði að því! ; ráði að byggja varanlegan og! ; fullkominn skóla. !; 1 'r (Framhald á 4. síðu). Yf irvinna í þ jónustu útflutningsfram- leiðslunnar undanþegin tekjuskatti og útsvari

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.