Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.02.1955, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.02.1955, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. febrúar 1955 Hraðfrystihúsið (Framhald af 1. síðu). Kröfur verkalýðsfélaganna (Framhald af 1. síðu). Hlutafjárloforðin nema nú 1,2 milljón kr. Söfnun hlutafjár meðal bæjar- búa hefur gengið mjög að óskum og nema loforð nú rúmlega 1,2 milljónum og eru stöðugt að koma inn. Töldu forráðamenn Útgerðarfélagsins að allar líkur væru til að öll hlutabréfaaukn- ingin yrði keypt upp þegar á þessu ári. Enn hafa t. d. engin af fyrirtækjum bæjarins ákveðið sig um hlutabréfakaup, en allar lík- ur taldar til að nokkur þeirra, þ. á. m. KEA, láti verulegar upp- hæðir af hendi. Óvíst hvort vélar í húsið verða keyptar innanlands eða í ÞýzkalandL Lán hins þýzka banka mun vera svokallað „exportlán", og er að svo komnu bundið þeim skil- yrðum aðframleiðsluvörurýmsra fyrirtækja, sem áhangandi eru bankanum, verði keyptar fyrir lánsféð, þ. á. m. allar vélar og búnaður til frystihússins. For- ráðamenn Ú. A. munu hins vegar vinna að þv, í samraði við inn- flutningsyfirvöldin, að aðrar vör- ur verði a. m. k. að miklu leyti keyptar fyrir lánsféð. Mimdi þá verða mögulegt að kaupa frysti- vélarnar frá Héðni í Reykjavík, sem þegar hefur gert hagstætt tilboð um að smíða þær. Telja forráðamenn Ú. A. að vélar Héð- ins séu ekki einasta vel sam- keppnisfærar, hvað verð snertir, við erlendar vélar, heldur einnig betri og meira sniðnar eftir okk- ar ástæðum en hinar erlendu. Mikil bygging. Hið fyrirhugaða hraðfrystihús er mikil bygging, 20x70 metrar að flatarmáli og allt tvílyft. í húsinu verða, auk vinnusala, geymslur fyrir 1200 tonn af frystum flök- um og fyrir 260 tonn af ís. Það verður búið 16 frystitækjum og getur unnið úr ca. 90 tonnum af hráefni á 12 klst., en það svarar til 24 tonna af flökum. Verður Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, tókust samningar í deilu sjómanna og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum fyrra fimmtu- dag. Unnu sjómennirnir glæsi- legan sigur í einni hörðustu kaupdeilu síðustu ára. Sam- kvæmt hinum nýju samningum hækkar fiskverð um 3 aura, en þar við bætist, að útgerðarkostn- aður lækkar um 2/3 eða 3.6 aura á kg, Segja má því, að hið raun- þetta frystihús meðal stærstu frystihúsa landsins. Kemst húsið upp á þessu ári. Eins og sjá má af framan- sögðu eru þær ráðagerðir, sem nú eru uppi um skjótar fram- kvæmdir, komnar undir því að þýzka lánið fáist, en enn er ekki fullkomin trygging fyrir því, þótt miklar líkur séu til þess. Fari svo ,að engir nýjir erf- iðleikar verði í vegi verður unnt að hefja bygginguna seint í vetur eða í vor og ef f járhags- ástæðumar hamla ekki, á ekk- ert að verða því til fyrirstöðu að húsið komizt upp og geti tekið til starfa þegar á þessu ári. Er talið að afgreiðslufrest- ur á vélum sé ekki lengri en 6 mánuðir eða skemmri og unnt að hefja niðursetningu þeirra, þótt húsið sjálft sé ekki full- byggt, ef þess gerist þörf. Mun stjóm Ú. A. bjóða bygg- ingu hússins út þegar á næstu vikum, þegar allar teikningar era fullgerðar. Góð tíðindi. Þótt enn sé blika óvissimnar ekki með öllu af himni, munu allir þeir Akureyringar, sem bera hag bæjarins og framtíð fyrir brjósti, fagna þessum tíðindum. Margir munu að vísu líta svo á að allur hinn langi dráttur, sem orðinn er á framgangi málsins hafi verið með öllu óþarfur og að frystihúsið hefði nú ,í dag getað staðið fullbúið hér á Tanganum og veitt tugum manna, sem nú ganga atvinnulausir, lífvænlega atvinnu. En nú eru slíkar hug- renningar ekki aðalatriði úr því sem komið er. Nú er verkefnið að koma frystihúsinu upp með eins skjótum hætti og verða má. Þetta ár má ekki líða svo, að öryggi togaraútgerðarinnar verði ekki tryggt og þeirri nýju stoð rennt undir atvinnulífið hér, sem frystihúsið hlýtur að verða. Öll- um Akureyringum ber skylda til að leggja fram lið sitt til þess að það megi takast. verulega fiskverð hækki um 6.6 aura. Einnig var gerður nýr kaup- og kjarasamningur. — Samkvæmt honum fá sjómenn kauptrygg- ingu allt árið. Verður hún 1950 kr. í grunn. Hækkar um 11000 kr. á ári hjá hásetum, 14000 kr. hjá 2. vélstjóra og 19000 kr. á ári hjá 1. vélstjóra. Matsveinar fá 400 kr. í grunn umfram hlutaskipti. Höfuðbreytingin á hlutaskipt- Heiðursborgarinn í ritdeilu við New York Times Þann 1. jan. sl. skýrir New York Times frá því að þróunin í Þýzkalandi sé nú sú, að stöðugt aukizt straumurinn frá V.- Þýzkalandi til A.-Þýzkalands. — „Tala þeirra, sem fara til hins kommúnistíska Þýzkalands hefur verið frá 8000 til 9000 á mánuði á móti um 12000 sem sækja vest- ur . . .“ ...af þeim sem koma að austan eru aðeins 2% viður- kenndir að vera flóttamenn.“ Að lokum segir í fréttagrein þessari, sem er frá fréttaritara blaðsins í Bonn: „Hér er almennt talið að tímabil flóttastraumsins sé liðið og þeir flutningar sem nú eiga sér stað séu aðeins eðlilegir fólksflutningar, i báðar áttir, til þess að leita betri persónulegrar afkomu." Þessu til viðbótar mætti geta þess að opinberlega hefur verið tilkynnt í Berlín að 40.000 ungir Þjóðverjar hafi flutt til A.-Þýzka lands frá maí til desember sl. ár Þeir fluttu þangað vegna betri tækifæra til góðrar afkomu, til þess að „komast áfram“ og til þess að forða sér frá „Wehr- macht“ Adenauers og nazista hans. Haukur heiðursborgari hefur lengi staðið í ritdeilum við stað- reyndir. Nú er hann líka kominn í ritdeilu við New York Times í ákafa sínum við að lepja lygar um alþýðuríkin. Greyskinnið. Atómvopn til Suður- Kóreu Suður-Kóreustjórn hefur beð- ið um kjarnorkufallbyssuL' frá Bandaríkjunum, sagði hermála- ráðherrann Sohn Win-il nýlega og bætti við að þetta væri mjög nauðsynlegt. Viðræður um þetta mál hafa farið fram milli embætt- ismanna beggja landanna og leggja þeir til að Suður-Kórea fái allmikið af 280 mm. kjarn- orkufallbyssum. Patridge, yfirmaður banda- ríska flugflotans í Fjarri Austur- löndum, hefur látið svo um mælt að „verði barizt um Formósu. verður líka barizt í Kóreu.“ S T A K A. Þér heimilt er um hálfan dropa hér eru lögin nokkuð skæð En langi ykkur í lítinn sopa leigið þið bara á efri hæð. Nærf öt Barna unglinga kven- og karlmanna GÓÐAR VÖRUR HAGSTÆTT VERÐ. V efnaðarvörudeild. unium er sú, að 10. maðurinn verður borgaður af útgerðinni að hálfu, en mikið var um það deilt, hvort útgerðarmenn eða sjómenn ættu að bera kostnað 10. manns- ins. Uppsagnarfrestur — veikindadagar. Tímakaupsmenn, sem unnið hafa hjá vinnuveitanda í eitt ár eða lengur, skulu hafa eins mán- aðar uppsagnarfrest frá störfum. Skal uppsögn vera skrifleg og miðast við mánaðamót. Þurfi vinnuveitandi að fækka við sig mönnum, skulu þeir sitja fyrir vinnu, sem le'ngst hafa unnið þau störf, sem um er að ræða. Tíma- kaupsmaður, sem unnið hefur í 6 mánuði eða lengur, á rétt á að fá greitt kaup allt að 7 veikindadög- um og sá, sem unnið hefur eitt ár eða lengur, á rétt á að fá greitt allt að 14 veikindadaga. Tímakaupsmenn í fastri vinnu verði ráðnir á fast vikukaup. Kaup mánaðarkaupsmanna verði tímakaup tilsvarandi kaupgjalds- flokks, margfaldað með 200. Aðrar breytingar. Ákvæðin, sem gilt hafa um kauptryggingu fyrir háifum eða heilum vinnudegi gildi framvegis, jafnt á helgum dögum sem virk- um og sömuleiðis ef verkamaður er kvaddur til vinnu eftir að dag- vinnutímabili er lokið. Dagvinnutímabil telzt frá kl. 8 til kl. 17, eins og verið hefur, en eftirvinnutíminn styttist um eina klst. og verður frá kl. 17 til kl. 19. Kvöldmatartími verður því frá kl. 19—20 í stað kl. 20—21. Á vinnustöðvum, þar sem eftir- vinna er ekki unnin að jafnaði, skal heimilt að verkamenn vinni af sér allan laugardaginn, ef um það verður samkomulag verka- manna og vinnuveitanda. Orlof hækki í 6%, eða verði 18 virkir dagar. Uppbót samkv. vísi- tölu framfærslukostnaðar verði greidd mánaðarlega á kaupið. Félögin hafa veitt hálfsmánaðar frest. Verkalýðsfélögin í Rvík hafa tilkynnt að þau hafi ákveðið að fresta verkfallsaðgerðum fram yfir mánaðam., í því trausti að sá tími verði notaður til þess að ná samkomulagi án þess að til átaka þurfi að koma. Hafa þau með þeirri ákvörðun enn sýnt að þau vilja eftir fremsta megni forðast að beita rétti sínum til þess að stöðva framleiðsluna. Ábyrgðin á verkföllum, ef til þeirra kemur, bera iþví atvinnurekendur og ríkisstjóm þeirra einir. Akureyrarfélögin. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hélt fund í gærkvöldi og gekk þar frá kröfum sínum, í samræmi við það sem áður hefur verið skýrt frá. Eining heldur fund um sínar kröfur næstk. sunnudag. Hvorugt félaganna hefur enn ákveðið um verkfalls- aðgerðir. Matsveinar fengu allt að 36% kauphækkun og viðurkenndan 8 stunda vinnudag Samkvæmt hinum nýju samn- ingum matreiðslu- og fram- reiðslumanna við skipafélögin 'hækkar grunnkaup matreiðslu- manna og búrmanna um kr. 200 í grunnl. á miánuði og dagvinna telzt nú 8 stundir, en var áður 9. Eftirvinnukaup hækkar úr kr. 11.40 í kr. 14.00. Kaup framreiðslumanna hækk- ar nokkum hluta ársins úr kr. 900.00 í kr. 1600.00. Einnig fá þeir prósentur af viðskiptum. Fleiri smærri kjarabætur feng- ust einnig. Orðsending til verksmiðjueigenda á Akureyri. Samkvæmt samningum Iðju við atvinnurekendur ber að láta framkvæma læknisskoðun á starfsfólki verksmiðj- anna í febrúarmánuði ár hvert. Hefir verið lagt fyrir trúnaðarmenn félagsins á vinnustað, að fylgjast með því að eftir samningum sé farið, og tilkynna stjórn Iðju ef út af er brugðið. Ennfremur ber hverjum manni er byrjar starf á verksmiðjunum að leggja fram læknisvott- orð (Berklaskoðunarvottorð) um heilbrigði sitt, og eiga trúnaðarmenn félagsins rétt á að fylgjast með því, sem öðrum skyldum, sem uppfylla þarf. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks. Verðlækkun 1. 2. og 3. marz verður mikil verðlækkun á allskonar prjónavörum. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Sjómönnum í Eyjum tókst að fá fiskverðið hækkað um 6,6 aura á kg. Kauptrygging allt árið og fleiri kjarabætur

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.