Verkamaðurinn - 23.04.1955, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Laugardaginn 23. apríl 1955
VERKflnuiÐURinn
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Björn Júnsson (ábyrgðarmaður), Jakob Árnason,
Einar Kristjánsson.
Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21.
Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Það er auðmannaklíkan sem
hindrar að atvinnurekendur semji
við verkalýðsfélögin
Meirihluti bæjarstjórnar Ak. sam-
þykkir rafmagnshækkunina
Auknar álögur á bæjarbúa, sem nema milljónum króna á næstu
árum. Meirihluti felldi tillögu sósíalista um fullnaðarrannsókn á því,
hvort aðrar leiðir væru ekki færar til að tryggja fjárhagsafkomu
Rafveitu Akureyrar og Laxárvirkjunarinnar.
Verkfölllin hafa nú staðið í
fimm vikur og enn hefur ekkert
það gerzt, sem bendir til að lausn
þeirra sé að vænta á næstunni.
Atvinnurekenlur hafa ekki stigið
fet til móts við kröfur verkalýðs-
ins og ríkisstjómin ekkert að-
hafst, fremur en hún telji sjálf-
sagt og eðlilegt að atvinnuveg-
imir séu stöðvaðir mánuðum
saman, aðeins til þess að fámenn
auðmannaklíka geti með því
þjónað hatri sínu á samtökum al-
þýðunnar Það hefur aldrei kom-
ið betur í Ijós en þessar síðustu
vikur, hve núverandi ríkisstjóm
er gjörsamlega viljalaust og
ábyrgðarlaust verkfæri auðmann
anna í Rvík og það eru þeir, sem
öllu ráða og öllu stjórna. Þessi
nýríka klíka, sem aðallega hefur
fengið auð sinn og vald í gegnum
landssölu og hernám, er ekki í
neinum teljandi tengslum við at-
vinnulífið í landinu og algerlega
ábyrgðarlaus í því tilliti. En illu
heilli hefur þessi klíka komið sér
fyrir í insta hring vinnuveit-
endasambandsins og beitir þar
aðstöðu sinni til hins ítrasta, í
skjóli fjármagnsins, og bannar
að semja.
Það er áreiðanlegt, að allur
þorri hinna raunverulegu at-
vinnurekenda væri búinn að
að ganga til móts við sanngjamar
kröfur verkalýðssamtakanna, og
það fyrir löngu, ef óbilgjarnir
milljónabraskarar innsta hrings-
ins, hefðu ekki töglin og hagld-
imar. Strax á fyrstu dögum
verkfallsins sömdu fjölmörg at-
vinnufyrirtæki í Rvík og Hafnar-
firði upp á þau býti að greiða
kaupkröfumar að fullu þar til
allsherjarsamningar hefðu verið
gerðir. Þessi staðreynd afsannar
betur en allt annað þær fullyrð-
ingar milljónaokraranna, og rik-
isstjórnar þeirra, að framleiðslan
og atvinnuvegimir þoli með engu
móti hærra kaupgjald, því að það
eru aðeins sverustu aúðmennim-
ir í Rvík, sem þola verkfall, —
engir aðrir. Þessir auðmenn hafa
ekki fengið gróða sinn í gegnum
heiðarlegan atvinnurekstur, held
ur með skefjalausu okri á inn-
flutningi til atvinnuveganna. Má
þar fyrst og fremst telja olíufé-
lögin, sem mjög hafa komið við
sögu í verkfallinu og engan dag
látið hjá líða, án þess að fjand-
skapast við verkfallsmenn, en
áunnið sér alþjóðar fyrirlitningu
með háttalagi sínu.
Yfirstandandi vinnudeila hef-
ur á margan máta verið lær-
dómsrík og þær þúsundir verka-
fólks, sem nú fær að kynnast
sveltitilraunum auðvaldsins,
munu vissulega koma margfróð-
ari út úr átökunum. Það hefur
þegar komið í ljós að allar til-
raunir til að spilla samstöðu
launastéttanna í vinnudeilunni og
ofsafenginn áróður auðvaldspress
unnar gegn einstökum mönnum
og félögum hefur með öllu mis-
tekist og verkfallsmenn harðna
við hverja raun, staðráðnir í að
berjast til sigurs hversu lengi sem
auðmennimir berja hausnum við
steininn. Allur almenningur sér
nú, að sú valdaklíka, sem stend-
ur fyrir stríðinu við verkalýðinn,
er gersamlega óhæf til að fara
með völdin í landinu deginum
lengur. Þessi klíka getur ekki
hugsað sér að verkamenn fái ör-
lítið hækkað tímakaup, af
hræðslu við að milljónagróði
hennar rýrist við það. Um hitt
hugsar hún ekki, þótt atvinnu-
vegirnir skaðist um milljónatugi
á verkfallinu og ný og fullkomin
atvinnutæki, eins og togaramir,
stöðvist vikum og mánuðum
saman. Allar þessar staðreyndir
opna nú augu almennings fyrir
því, að skilyrðið til vinnufriðar í
landinu og réttlátari skiptingu
þjóðarteknanna er, að þessi
klíka víki úr vegi og áhrifa hinna
vinnandi stétta gæti meira í þjóð-
arbúnu. Dæmið frá Hafnarfirði
sýnid glöggt muninn. Þar fara
verkalýðsflokkarnir með meiri-
hlutaveld í bæjarstjóm. Þar er
líka samið við verkóalýðsfélögin
á fyrstu dögum verkfillsins og
allt atvinnulíf hefur verið þar
með næsta eðlilegum hætti í
heilan mánuð, því að þegar bær-
inn og fyrirtæki hans sömdu og
héldu vinnu áfram, komu aðrir
atvinnurekendur á eftir. Og ber-
um svo þetta saman við vinnu-
brögð bæjarstjórnar Akureyrar,
þar sem íhaldið og Framsókn
ráða. Hér er allt sett fast. Bæjar-
stjórn fæst ekki einu sinni til að
taka samninga við verkamenn, til
umræðu á bæjarstjómarfundi,
svo sjálfsagt telja þessir legátar
að fylgja fyrirskipunum auðklík-
unnar í Rvík í einu og öllu. Tog-
aramir hafa verið bundnir og
farmar þeirra eru í hættu, og
sjómennirnir gerðir atvinnulaus-
7 fulltrúar Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins í sam-
einingu unnu það óþurftarverk á
síðasta bæjarstjórnarfundi, að
samþykkja hina gífurlegu hækk-
un á rafmagnsverði til heimilis-
nota. Engin skynsamleg rök voru
færð fram samþykkt þessari til
réttlætingar, heldur var hún bor-
in fram í krafti þess meirihluta,
sem þessir flokkar hafa í bæjar-
stjórninni. Það má reyndar
furðulegt teljast, að fulltrúar
þeirra flokka, sem sífellt eru að
klifa á því, hvað dýrtíðin sé ægi-
legt böl og að hefta þurfi þá þró-
un þjóðfélagsmálanna að í hvert
sinn, sem þessir fulltrúar þurfa
að glíma við einhverja fjárhags-
örðugleika, þá sjá þeir enga aðra
leið, en hækka allt verðlag og
auka þar með dýrtíðina. Þannig
hafa þeir unnið leynt og ljóst um
mörg undanfarin ár og mætti
benda á mörg dæmi því til sönn-
unar. Þetta síðasta afrek þeirra í
bæjarstjórn Akureyrar er stór-
kostlega vítavert, fyrst og fremst
fyrir þá sök, að hún er gerð að lítt
athuguðu máli, í öðru lagi, að
bæjarstjórn samþykkti á fundi
sínum þann 29. marz sl. að vísa
gjaldskrá Rafveitu Akureyrar
aftur til rafveitustjórnar í þeim
tilgangi að rafveitustjórn, ásamt
Laxárvirkjunarstjórn, beitti sér
fyrir því, að fá lánskjörum Lax-
árvirkjunarinnar breytt í hag-
stæðari lán, og reyna til hins ítr-
asta að koma í veg fyrir, að
minnsta kosti að verulegu leyti,
þá miklu verðhækkun, sem boð-
uð hafði verið. 14 dagar líða frá
umræddum bæjarstjórnarfundi,
bar til rafveitustjóm kemur sam-
an. og allan þann tíma er ekkert
gert til að framkvæma það, sem
bæjarstjórnin ætlaðist til. Slík
vinnubrögð er í hæsta máta
óvirðing við samþykktir bæjar-
stjórnar og verður að skrifa það
á bak bæjarstjórans, sem á að sjá
um, að samþykktir bæjarstjórnar
séu í heiðri hafðar, enda voru
þessi vinnubrögð harðlega gagn-
rýnd af fulltrúum sósíalista og
Alþýðuflokksins í rafveitustjórn.
Eg vil nú leitast við að rökstyðja
það nokkuð að alger óþarfi var
að hækka rafmagnsverðið, og
benda á leiðir ,sem hægt hefði
verið að fara, ef meiri hluti raf-
veitustjórnar hefði ekki verið
skipaður dauðþreyttum og dug-
lausum mönnum, sem virðast
eki nenna því, að leggja á sig
nokkurt erfiði til þess að forða
bæjarbúum frá þeirri hækkun á
rafmagni sem þeir eru nú búnir
að samþykkja með fullkonmum
rólegheitum. í lauslega gtrðri
áætlun um gjöld Rafveitu Ak-
ureyrar fyrir árið 1955 er gert
ráð fyrir 8.000.000. — átta mill-
ir. Þetta eru hinar ábyrgu að-
gerðir íhaldsins og svona hafa
þær ævinlega verið. Verkamenn
og öll alþýða er nú óðum að fá
aukinn skilning á eðli og tilgangi
þessara vinnubragða íhaldsins og
með herjum deginum sem líður,
án lausnar vinnudeilunnar, skapa
skipa verkamenn sér enn þéttar
um málstað sinn, staðráðnir í að
hopa hvergi fyrir hungurhótun-
um auðvaldsins. Þeir vita hvar
þeir eiga að standa.
jóna króna útgjöldum, þar í er
ein milljón og tvöhundruðþús. kr.
síðasta afborgun og vextir af
dönsku láni. Þessari greiðslu
hefði mátt dreifa á fleiri ái, ef
góður vilji hefði verið með, og
engin nauð ræki til þess að greiða
þessa upphæð á einu ári. En aðr-
ir varanlegir útgjaldaliðir í á-
ætluninni nema því 6 milljónum
og átta hundruð þúsund. En
þegar það er athugað, að Rafveita
Akureyrar seldi rafmagn árið
1954 fyrir tæpar 6 milljónir og 6
hundruð þúsund, og vantaði þá
ekki nema tvöhundruð þúsund
til þess að tekjur og gjöld stand-
ist á þegar afborgunum af danska
láninu er sleppt. Það liggur því
í augum uppi, að með aukinni
sölu á rafmagni í bænum á þessu
og næsta ári, væri fjárhagsaf-
koma Rafveitu Akureyrar fylli-
lega tryggð, þótt engin hækkun
hefði orðið á rafmagni. þá vil ég
ennfremur benda á það einu
sinni enn að það er alger óhæfa
að selja árskílóvattið 200,00 kr.
dýrara frá Laxárvirkjúninni, en
Rafveitu Reykjavíkur greiðir fyr
ir það frá Sogsvirkjuninni. Slíkt
ranglæti bar nauðsyn til að leið-
rétta nú þegar og sýna þann
manndóm í verki, að Akureyr-
ingar lóta ekki bjóða sér alla
skapaða hluti, en meirihluti
bæjarstjómar ætlaði sér að taka
á móti þessu möglunar laust, og
mun að sjálfsögðu ekkert gera í
því nema hann verði rekinn til
þess af bæjarbúum sjálfum. Þá
er það lánskjörin á sjálfri Lax-
árvirkjuninni eins og þegar hef-
ur verið getið um hér í blaðinu,
eru þau svo óhagstæð sem þau
geta verið, og bar auðvitað að
rannsaka það til hlítar. hvort
ekki væri hægt að fá þeim breytt.
Ef þetta hefði verið gert í tíma
og unnið hefði verið að því með
fullkominni alúð hefði verið hægt
að koma í veg fyrir alla verð-
hækkun á rafmagni. Fulltrúar
sósíalista í bæjarstjórn Akureyr
ar gerðu síðustu tilraun sína til
þess að hindra það, að rafmagns-
verðið yrði hækkað, á síðasta
bæjarstjórnarfundi, en tillaga
þeirra var felld með atkvæðum
Sjálfstæði- og Framsóknarmanna
en fulltrúar Alþýðufl. og Þjóð-
varnarflokksins þeir Steindór
Steindórsson og Marteinn Sig-
urðsson greiddu tillögu Sósía-
lista atkvæði.
Tillagan var svo hljóðandi,
„Þar sem engin rannsókn hefur
farið fram á því enn, hvort tak-
ast mætti að fá lánum Laxár-
virkjunarinnar breytt í hagstæð-
ari lán, eða hvort nokkur eðli-
legur grundvöllur sé fyrir því,
að árskílóvattið verði selt kr.
200.00 dýrara til Rafveitu Akur-
eyrar en Rafveita Reykjavíkur
greiðir fyrir það fiá Sogsvirkj-
uninni, og ennfremur, þar sem
enginn athugun hefur verið fram
kvæmd í þá átt að finna leiðir
til aukinnar sölu á þeirri afgangs
orku, sem nú fellur- ónotuð,
verður að telja algerlega órök-
stutt mál að hækka þurfi raf-
magnsverðið í bænum, eins og
lagt hefur verið til Að því at-
huguðu leggjum við undirritaðir
bæjarfulltrúar til, að frestað
verði allri hækkun á rafmagns-
verði í bænum þar til fullnaðar-
rannsókn hefur farið fram á því,
hvort aðrar leiðir séu ekki færar
til að tryggja fjárhagsafkomu
Rafveitu Akureyrar og Laxár-
virkjunarinnar.“
Þá kom til athvæða tillaga frá
Guðmundi Jörundssyni um ca.
10% hækkun á rafmagni til iðn-
aðar og Ijósa í verzlunum og fl.
og heimilistaxtinn lækkaði sem
því næmi, þar sem tillaga okkar
Sósíalista var felld greiddum við
þessari tillögu atkvæði, þótt við
hefðum engan áhuga fyrir hækk-
un á rafmagnsverði til iðnaðar,
en þar sem fulltrúar Framsókn-
arflokksins voru ófáanlegir til
þess að fylgja tillögu okkar sósi-
alista, sem miðuðu að því, að allt
yrði gert, sem hugsanlegt væri
til þess að forða því, að rafmagns-
hækunin yrði gerð, bera þeir því
vissulega einir ábyrgð á raf-
magnshækkun til iðnaðar, því úr
því sem komið var, var rétt að
dreyfa örlítið verðhækkuninni á
eðra verðtaxta rafveitunnar
En þrátt fyrir tillögu Guð-
mundar Jörundssonar verður
mjög mikil hækkun á heimilis-
taxtann og öll hækkunin mun
nema um eina milljón og eitt
hundrað þúsund í auknum, ár-
legum útgjöldum fyrir rafmagns-
notendur í Akureyrarbæ. Bæjar-
búar geta svo velt því fyrir sér,
hvort þeir hafa yfirleitt efni á því
að hafa þá bæjarfulltrúa öllu
lengur við stjórn bæjarmálefna,
sem hafa ekki tíma til eða neina
starfslöngun til að leysa vanda-
málin á sem hagfelldastan hátt
fyrir bæjarbúa.
Jón Ingimarsson.
Verkföllin og skólaæskan
Undanfarna daga hefur mikið
verið rætt og ritað um hina svo-
kölluðu „tunnuorrustu" við Lóns
brú þar sem hópur nemenda úr
Montnaskólanum hér á Akureyri
gerðist áreitinn við verkfalls-
verði. Menntskælingar þessir
hafa að sjálfsögðu hlotið lof í
dálkum afturhaldsblaðanna og
er ekki laust við að forsprakk-
arnir líti á sig sem pínulitlar hetj -
ur ,þó að allur almenningur hendi
hins vegar gaman að þeirri háð-
legu útreið er þeir fengu. Sem
betur fer, eru þeir ekki fjöl-
mennir í hópi skólafólks sem láta
hafa sig til slíkra skírlslegra árása
á verkafólk.
Eg held að langfletstir skóla-
nemar geri sér ljósa þá samstöðu,
sem þeir eiga með vinnandi stétt-
um þjóðfélagsins — geri sér Ijóst,
að þeir eiga nákvæmlega sömu
hagsmuna að gæta og verkafólk
það sem nú á í kjaradeilu, og að
kjarabætur þær sem barizt er
fyrir eru engu síður þeim til
hagsbóta en öðru vinnandi fólki.
Langflestir skólanemar vinna
verkamannavinnu á sumrin, og
eiga alla sína afkomu undir þeirri
atvinnu. Þeir fara því nærri um
sanngirni þeirra kjara sem verka
fólk hefur átt við að búa undan-
farið. Að vísu eru til undantekn-
ingar frá þessu, sbr. forstjórason-
inn frá Akranesi og skólastjóra-
sonninn á Akureyri í „orrust-
unni“ við Lónsbrú en þeir eru
áreiðanlega fáir sem láta slíka
menn ota sér á einn eða annan
hátt til andstöðu við verkafólk. —
Menntamenn hafa löngum haft
víðsýnar og róttækar skoðanir á
þjóðfélagsmálum og svo er enn.
Þeir munu því langflestir standa
með verkamönnurn í baráttu
þeirra fyrir mannsæmandi kjör-
um.
Skólanemi.