Verkamaðurinn - 23.04.1955, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURIN>
Laugardaginn 23. apríl 1955
Samvöxnu tvíburarnir
Verkfallsbrot Úfgerðarfélagsins
Verkamönnum hér á Akureyri
hefur þótt fremur ófétislegt upp-
litið á þeim ,.Degi“ og „íslend-
ingi“ undanfarnar vikur og tónn-
inn í skrifum þeirra um verka-
lýðsmál ófagur söngur. Þeir hafa
verið svo sviplíkir, blessaðir
stúfamir, að líkari og samrýmd-
ari tvíburadrengir fyrirfinnast
ekki. Báðir hafa lapið upp sama
óhróðurinn um verkfallsmenn,
sem allir heita nú ,,kommúnistar“
á máli þessara blaða; þeirra eigin
stuðningsmenn sem aðrir. Sama
tegundin af verkalýðshatri virð-
ist liggja til grundvallar skrifum
þeirra beggja og blaðhausarnir
eru það eina, sem gæti gefið ein-
hverja huginynd um muninn á
málgagni „haldssömustu at-
vinnurekendanna“ og hinum
„frjálslyndari atvinnurekendum",
sem „Dagur“ talar um.
Báðir þykjast hafa áhuga fyrir
því að verkfallið verði leyst hið
bráðasta og báðir vilja auðsjáan-
lega viðhafa sömu aðferð við
lausn deilunnar: hún á að leysast
með verkfallsbrotum og ofbeldi
atvinnurekenda og með því að
svelta fátækasta hluta verka-
manna til undanlátssemi.
Öðruvísi er ekki hægt að skilja
hin ógætilegu skrif þessara blaða,
stuðning þeirra við hverja tili'aun
til verkfallsbrota, hlakkandi sam-
úð þeirra með þeim sem hafa
viljað troða illsakir við verka-
menn á verkfalsverði, viðleitni
þeirra til að rægja eitt verkalýðs-
félag gegn öðru og eina vinnandi
stétt gegn annarri.
Verkfallsrétturinn.
Verkfallsréttur á að vera við-
urkenndur hér á landi, en þessi
blöð ætlast til að sú viðurkenning
sé ekki annað en nafnið tómt.
Verkafólk á að vísu að hafa
rétt til að leggja niður vinnu, en
það má ekkert gera til að koma í
veg fyrir að sú vinna sé unnin af
verkfallsbrjótum. — Flutninga-
verkamenn eiga að hafa rétt til að
lýsa vöruflutninga í banni, en all-
ir flutningar eiga þó að fara fram,
eftir sem áður og ef verkamenn
vilja hindra slíkt, eru þeir rétt-
lausir og ófriðhelgir að dómi
þessara blaða og nefnast þjófar
og ofbeldismenn á máli „tvíbur-
anna“. I stuttu máli: Verkalýður-
- Thorsararnir á
Hjalteyri
(Framhald af 1. síðu).
ofbeldisaðgerðir hafi verið að
ræða af hálf uverkamanna hér.
Þetta er jafnfjarri sannleikanum,
sem allt annað, sem þessi sorp-
blöð afturhaldsins segja um
verkfallsmálin. Dagsbrún á í
verkfalli við Kveldúlfstogarana,
sem alla tíð hafa lagt afla sinn
upp í Rvík. Öll afgreiðsla á skip-
um þessum, hvar sem er á land-
inu, er því óheimil samkvæmt
vinnulöggjöfinni. Um þetta hafði
Verkamannafél. Arnarnesshvepps
fulla vitneskju staðfesta með
skeytum frá ASÍ og Alþýðusam-
bandi Norðurlands. Þá hafði
formaður félagsins lýst því yfir
við fulltrúa Alþýðusambandsins
að engir verkfallstogarar mundu
fá afgreiðslu á staðnum. En þegar
reynslan frá ferð Kaldbaks var
fengin, þótti sýnt að vald Thors-
aranna yfir þeim fáu verka-
mönnum, sem enn hafast við á
staðnum, var slíkt að þeir treyst-
ust ekki til að fara að lögum og
reglum samtakanna án þess að til
afskipta verkfallsmanna kæmi.
Ferð hinna 30 verkamanna af
Akureyri var því eingöngu farin
til þess að vernda framkvæmd á
lögmætum verkfallsaðgerðum.
inn á að eifa þann rétt einan að
fá að hætta vinnu og svelta í
kyrrþey, ef hann vill ekki gera
sig ánægðan með þau laun sem
atvinnurekendur telja við hæfi.
Það er ekki langt síðan þetta
sjónarmið var ráðandi meðal
borgarastéttarinnar og við hverja
vinnustöðvun voru verkfallsbrjót
ar til taks, ásamt hvítliðasveitum
og lögreglu þeim til varnar.
Nú eru þeir fáir, sem þora að
gerast verkfallsbrjótar, af ótta við
almenningsálitið, lögreglan fæst
ekki til að berja á verkalýðnum,
(„Lögreglan fékkst ekki af
stað —“ „sat hún hið fastasta og
fór hvergi," segir tunudrengur
M. A. í ,,Degi“.) fáa langar til að
bera hvítliðaheitið og enginn vill
kannast við úrkastslýðinn og
landeyðurnar, sem ofsækja verk-
fallsmenn á verkfallsverði.
Það má því með sanni segja að
æsingaskrif afturhaldsblaðanna
séu heldur síðborin framleiðsla
og það því fremur sem verka-
menn hafa, að dómi óvilhallra
manna, sýnt stillingu og tillits-
semi svo sem framast hefur verið
unnt. Þetta viðurkenna atvinnu-
rekendur, margir hverjir, og þeir
hafa heldur ekki komið illa fram
í mörgum tilfellum, þó að alltaf
finnist undantekningar. (Dagur
kvartar nú um að atvinnurek-
endur séu famir að standa verk-
fallsvörð. Margt er manna bölið.)
Almenningi er nú einnig að
skiljast að stjórnarvöld og at-
vinnurekendur eru þeir aðilar,
sem fyrst og fremst eiga sök á
verkföllum.
Ríkisstjómin á að vera „stikkfrí“.
„Dagur“ segir í leiðara sínum
„að sífellt sé háværara talsð um
að reka beri ríkisstjórnir.a frá
völdum“ og má segja að þetta sé
næstum eina sannleikskornið í
því skrifi.
Það virðist svo að afturhaldið
hafi þá skoðun að verkfallið komi
ríkisstjórninni ekkert við og það
sé hið herfilegasta ranglæti að
áfellast hana á einn eða annan
hótt og er því líkast að blöð þessi
séu að forsvara ómálga börn, sem
ekki geta borið ábyrgð á skamma
strikum sínum.
Þáð virðist þó liggja í augum
uppi að stjóm, sem ekki getur
haldið vinnufrið í landinu og aldr
ei getur hugsað sér annað en
stjóma á móti vinnandi fólki,get-
ur aldrei eignast traust veika-
lýðsins og er ekki fær um að
stjórna ríkinu.
Það er helzt að skilja á tals-
mönnum stjórnarinnar, að hlut-
verk hennar ei’gi að vera það eitt
að sitja kokkteilboð, flækjast á
stríðsæsingaþing, flaðra unp um
setuliðið og skipta með sér mútu-
fé þess og síðast en ekki sízt, að
kuta sneiðar af ættjörðinni, í
hverjum landsfjórðungi og af-
henda hinu strðsóða Bandaríkja-
herveldi.
íslenzkum verkalýð er engin
eftirsjá að slíkri ríkisstjórn og
hann hefur einurð á að láta það í
ljósi, hvort sem afturhaldsöflun-
um líkar betur eða verr.
Formælendur versta afturhalds
ins í landinu sjá nú fram á það,
að þeir muni tapa þessari orrustu
við verkalýðinn og snúa nú mátt-
lausri bræði sinni einkum gegn
sósíalistum og eru ekki vandir að
vopnum og baráttuaðferðum
fremur en oft áður.
Sósíalistar munu ekki óttast
aðför þá, heldur skoða illmælgi
afturhaldsblaðanna, árásir, skít-
kast og íkveikjutilraunir Heim-
dellinga og slíkra, sem vott þess
að þetta fólk álítur, með réttu. að
Sósaílistaflokkurinn sé traust-
asta vörn vinnandi fólks í land-
inu.
(Framhald af 1. síðu).
spena við Litlafellið og tekið úr
því olíu, en ,samvinnufyrirtækið“
Olíufélag íslands h.f. gerir það
nú út til verkfallsbrota með olíu,
sem tekin er í banni verkalýðs-
samtakanna.
Skipshafnimar sárgramar.
Allt athæfi þeirra sem á þess-
um aðförum bera ábyrgð, er for-
dæmt af öllum almenningi, og þá
ekki sízt af áhöfnum togaranna,
sem neyddar eru til þess með sjó-
lögin yfir höfði sér að gera þessar
ferðir skipanna mögulegar. Er
samúð sjómanna með stéttar-
bræðrum þeirra í landi svo sem
bezt verður á kosið.
Hverjir standa að baki?
Til þessa hefur ákjósanleg sam-
vinna verið um Ú. A meðal bæj-
arbúa af öllum stéttum og flokk-
um og hefur félagið yfirleitt haft
góð samskipti við verkalýðssam-
tökin. Menn spyrja því undrandi:
Hverjir bera ábyrgðina á slíkum
aðförum gegn Akureyrskum
verkamönnum? Fullvíst er að
stjórnin í heild hefur ekki tekið
þessar ákvarðanir. Þar hefur a.
m. k. verið gengið fram hjá íull-
trúum Sósíalistaflokksins og Al-
þýðuflokksins. Þeir hafa verið
leyndir ráðabrugginu. Böndin
hljóta því að berast að fullrtúum
íhaldsins, þeim Helga Pálssyni,
Steini Steinsen og Jakob Frí-
mannssyni og að varafram-
kvæmdastjóranum Sigurði Jón-
assynni varaformanni í Alþýðu-
sambandsfélaginu Félagi verzl-
unar- og skrifstofufólks hér í
bænum, sem nú gegnir störfum í
veikindum Guðmundar Guð-
mundssonar. Líklega má þó telja
að aðfarir Ú. A. séu liðir í stærri
hernaðaraðgerðum Kjartans
Thors og legáta hans í stjórn
Vinnuveitendasambandsins gegn
verkalýðssamtökunum, sem í því
eru fólgnar að brjóta löglegt
verkfall verkalýðssamtakanna í
Rvík og Akureyri á bak aftur
með lögleysum og ofbeldi, ef tak-
ast mætti með því að þyngja svo
högg hungursvipunnar á bökum
verkamanna að þeir yrðu beygð-
ir. Hafa verkfæri Thorsaranna
hér í bænum valið sér hlutskipti
í samræmi yið manndóm sinn og
velvild í garð alþýðusamtakanna,
er þeir fyrst neita afdráttarlaust
sanngjörnum boðum um sér-
samninga og bíta síðan höfuðið
af skömminni með þeim smánar-
legu aðförum sem hér hefur verið
lýst. En árangurinn mun ekki
verða sá, sem til er ætlast. Þvert
á móti munu verkfallsmenn og öll
alþýða snúa því betur bökum
saman, sem harðara er að verið.
Krafan um að Ú. A. verði ekki,
hvorki nú eða framvegis notað
sem verkfæri gegn alþýðujam-
tökunum, heldur haldi við þau
friði og samvinnu, rís hærra með
hverjum degi meðal bæjaibúa.
Svo mælir maður við mann:
Útgerðarféalgið verður að
slíta félagi við stjóm Vinnu-
veitendasambandsins og ganga
til heiðarlegra samninga við
Verkamannafélagið. Almenn-
ingur í bænum sem á Útgerð-
arfélagið, á enga hagsmuni
sameiginlega með Thorsurun-
um og öðrum æstustu haturs-
mönnum gegn alþýðustéttun-
um. Sendum togarana á veiðar
með samningum við verkalýðs-
samtökin, en ekki sem fleytur,
sem scndar eru til afbrota gegn
verkamönnum.
Til verkfallsbrota erlendis.
Á miðvikudagskvöld var loks
boðaður fundur í stjórn Ú. A. og
var þar ákveði ðað senda alla
togarana til útlanda með aflann.
Er það að sjálfsögðu alvarlegasta
brotið og hreint fantabragð við
verkamenn bæjarins og félagið
sjálft. Ólíklegt má þó telja að
þetta bragð takizt þar sem Al-
þýðusambandið hefur óskað eftir
því við þau erlendu verkalýðs-
sambönd, sem til greina koma, að
þau leggi algert vinnubann á alla
íslenzku togarana sem verkfallið
nær til.
IÐJA félag verksmiðjufólks
Akureyri
heldur fund í Alþýðuhúsinu á
sunnudaginn 24. þ. m. kl. 2
e. h.
DAGSKRÁ:
Inntaka nýrra félaga
1 mai
Verkfallið
Önnur mál
Félagar eru hvattir til að
mæta á fundinn stundvíslega.
Stjórnin.
ÞÓRUNN JÓHANNSDÓTTIR,
hinn imgi píanósnillingur, er
væntanleg til bæjarins og mun
halda píanókonsert í Nýja-Bíó
næstkomandi þriðjudag.
AUGLÝSING
um friðun á suðurhluta Akureyrarpolls
fyrir neta- og ádráttarveiði
Samkvæmt 15. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 112,
1941, er stranglega bannað, að viðlögðum allt að 15 þúsund
króna sektum, samkvæmt 1. nr. 101, 1952, að veiða í net eða
dragnætur á svæði því, sem sýnt er á uppdrætti þeim, sem
prentaður er með auglýsingu þessari.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 18. apríl 1955.