Verkamaðurinn - 24.06.1955, Qupperneq 1
RÆÐA EINARS
OLGEIRSSONAR:
Eining alþýðunnar eða alræði
braskaranna fæst á afgreiðslu
blaðsins og hjá Ægi Hjartar-
XXXVIII. árg.
Akureyri, föstudaginn 24. júní 1955
syni.
21. tbl.
Arangur verkfallanna í vor:
LANDSMÓT
Sjötugur í dag
lðjar félag verksmiðjufólks, Akur
eyri, gerir nýja kaupsamninga
við SÍS og KEA
Þann 13. þ. m. var gerður nýr
kaupsamningur milli Iðju og SIS
og KEA um kaup og kjör í verk-
smiðjunum hér á Akureyri. Sam-
kvæmt þessum nýja samningi
hækkar kaup allverulega, eða frá
10—20%, og gilda samningarnir
frá 1. júní sl. Samið var um minnst
3ja vikna orlof í stað 15 daga áður,
og verður 3ja vikna frí hjá iðn-
verkafólki í sumar. Að öðru leyti
en því, sem tekur til beinna kaup-
gjaldshækkana og lengra orlofs,
eru samningarnir að mestu
óbreyttir, svo sem veikindatrygg-
ing og fleira.
Iðja hafði bundna samninga til
Listamaðurinn, Guðmundur Ein-
arsson frá Miðdal, hefur um þessar
mundir málverkasýningu í Gilda-
skálanum á Hótel KEA. Þar er
einnig til sýnis myndastytta af
Jóni biskupi Arasyni, er listamað-
urinn hefur gert að tilhlutan nefnd-
arinnar, sem hefur umsjón með
minningarlundi Jóns Arasonar að
Grýtu í Eyjafirði. Guðmundur
Jónsson garðyrkjumaður, er for-
maður þeirrar nefndar, og var það
einkum fyrir hans tilstilli, að lista-
maðurinn tók að sér að gera
myndastyttuna, og hefur hann veitt
Guðmundi Jónssyni heimild til að
ráðstafa frummyndinni eftir að
hún hefur verið steypt í bronz.
Við opnun sýningarinnar rakti
Guðm. Jónsson gang þessa máls
og skýrði frá því, að hann myndi
afhenda Akureyrarbæ frummynd-
ina með því skilyrði, að hún yrði
síðan eign háskóla Norðurlands,
þegar að því kæmi að hann yrði
stofnsettur.
Listamaðurinn talaði nokkur
orð við þetta tækifæri, og skýrði
frá því, að hann hefði ákveðið að
gefa Akureyrarbæ málverk. Minnt
ist hann í því sambandi Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara og
frú Halldóru Ólafsdóttur. Einnig
minntist hann með hlýhug Þor-
steins Þorsteinssonar, sem kunnur
var af ferðum sínum um hálendi
íslands, og einnig að atorku og
mannúð á fleiri sviðum.
Forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn
1. desember 1955, en fyrir tilmæli
stjórnar Iðju voru teknar upp við-
ræður um nýja samninga, sem
leiddu til þess, að launakjör öll
voru færð til samræmis við það,
sem iðnverkafólk í Reykjavík hef-
ur nú.
Þeir, sem gerðu samningana fyr-
ir hönd Vinnumálasambands SIS
voru: Jakob Frímannsson og Arn-
þór Þorsteinsson. En fyrir hönd
Iðju: Jón Ingimarsson, Hallgrímur
Jónsson, Ingibergur Jóhannsson,
Hrafnhildur Baldvinsdóttir og
Friðþjófur Guðlaugsson.
Hinn nýji kauptaxti Iðju er birt-
ur á öðrum stað hér í blaðinu.
M. Jónsson, þakkaði báðar þessar
veglegu gjafir og veitti móttöku
málverkinu, sem er forkunnarfögur
mynd af Grímsvatnagosi 1934. Sr.
Sigurður Stefánsson prófastur á
Möðruvöllum mælti einnig nokkur
orð við þetta tækifæri.
Listaverkasýning þessi verður
opin almenningi næstu daga og
ágóða af sýningunni verður varið
til framkvæmda í minningarlund-
inum að Grýtu.
Félag raflínumanna, sem stofn-
að var á sl. vori, hefur gert sína
fyrstu kaup- og kjarasamninga við
Rafmagnsveitur ríkisins og gilda
þeir frá 1 þ. m.
Kaup A-flokks línumanna er kr.
10,98 í grunn, eða 527,04 á viku
eftir fjögurra ára starf. Kaup B-
flokks línumanna er kr 10,39 í
grunn. Vikukaupsmenn hafa
þriggja mánaða uppsagnarfrest og
allt upp í 6 veikindadaga í sama
mánuði.
Atvinnurekandi ssr um matarað-
drætti og matreiðslu, þegar um
matarfélag er að ræða, ennfremur
fyrir tjöldum eða dvalarskýlum. Sé
ekki matarfélag og dvalið á gsiti-
stöðum greiðir atvinnurekandi
U.M.F.I.
hið 9. í röðinni, fer fram hér á Ak-
ureyri 2. og 3. næsta mánaðar. Á
mótinu koma fram keppendur frá
12 héraðssamböndum UMFI.
Gert er ráð fyrir, að nokkrar
þúsundir manna gisti bæinn meðan
mótið stendur yfir.
Dagskrá mótsins verður í aðal-
atriðum á þessa leið:
Föstudagur 1. júlí:
Kl. 20.00: Starfsíþróttir stúlkna.
1. Laét á borð. Verkefni: Kvöld-
boð. Stúlkurnar eiga að leggja á
kaffiborð fyrir fjóra og skreyta
borðið, leggja sjálfar til borðdúka
og borðskraut.
2. Línstrok. Karlmannsbuxur
pressaðar og skyrta strokin.
3. Þríþraut.
Laugardagur 2. júlí:
Kl. 9.00: Lúðrasveit Akureyrar
leikur við heimavist M. A., Jakob
Tryggvason stjórnar. Búizt til
skrúðgöngu á leikvöll.
Kl. 9.30: Mótið sett, formaður
UMFÍ. Síðan gengið til leikvallar,
en komið við á Ráðhústorgi og
fáni UMFÍ dreginn að hún. Söngur
„Rís þú unga....“.
Kl. 10.00: Fánahylling á leik-
velli. Þjóðsöngurinn.
Kl. 10.15: Hefst keppni í starfs-
íþróttum og forkeppni í frjálsum
íþróttum. Á mótinu verður keppt í
eftirtöldum íþróttagreinum:
1. Frjálsar íþróttir:
a) Hlaup: 100 m., 1500 m., 5000
m., víðavangshlaup, 3000 m., boð-
hlaup, 4x100 m., 80 m. hlaup
kvenna og 4x80 boðhlaup kvenna.
b) Stökk: Langstökk, þrístökk,
hástökk, stangarstökk, langstökk
og hástökk kvenna.
c) Köst: Kringlukast, kúluvarp,
spjótkast, kúluvarp kvenna.
Kl. 12—14: Matarhlé.
Kl. 14.00: Lúðrasveitin leikur.
Iþróttakeppnin heldur áfram.
Keppt í glímu og handknattleik.
Kl. 18—20: Matarhlé.
Kl. 20.00: Lúðrasveitin leikur
við sundlaugina. Sundkeppni: 100
(Framhald á 4. síðu).
eðlilegan dvalarkostnað að frá-
drengnum 20 kr. á dag. Línumönn-
um skal séð fyrir heimakstri eða
akstri til næsta bæjar eða kaup-
staðar um aðra hvora helgi, þó
ekki yfir 100 km.
Formaður Félags raflínumanna,
Þórir Daníelsson, annaðist samn-
ingana fyrir þess hönd.
Fékk 33 punda lax
Sl. föstudag veiddi Ásgeir Krist-
jánsson, bifvélavirki hér í bæ, 33
punda lax í Laxá fyrir Laxamýrar-
landi. Ásgeir var 5 tíma að vinna
bjöminn.
Málverkasýning Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal
Akureyrarbær fær góðar gjafir
Félag raflínumanna hefur gerf
fyrstu kaupsamninga
Jóhann Jónsson
skósmiður
í dag er Jóhann Jónsson skó-
smiður, Krabbastíg 1 hér í bæ,'
sjötugur að árum.
Hann fæddist á Stóra-Eyrar-
landi við Akureyri 24. júní 1885. j
Foreldrar hans voru merkishjónin i
Þuríður Siéurðardóttir frá Miðkoti
í Svarfaðardal og Jón Friðíinnsson,
Jósefssonar, Tómassonar í Hvassa-
felli.
Jóhann ólst upp í föðurhúsum,
fyrst á Stóra-Eyrarlandi, en 1892
fluttist fjölskyldan að Harðbak á
Melrakkasléttu, og þar bjuggu for-
eldrar hans um fimm ára skeið,
unz þau fluttust til Akureyrar, og
hér hefir Jóhann átt heima síðan.
Jóhann lærði ungur að vinna,
eins og jafnan hefir verið títt hjá
íslenzku alþýðufólki, og af foreldr-
um sínum lærði hann jafnframt að
bera virðingu fyrir vinnunni og að
meta mennina eftir manngildi, en
ekki eftir peningagildi.
Ungur hóf Jóhann sjómennsku,
fyrst á árabát með föður sínum, en
síðan á fiskiskútum. Gjörðist hann
matsveinn og var mjög eftirsóttur
til þess starfa sakir reglusemi og
hreinlætis og þess, hve sýnt honum
var um að búa til góðan og ljúf-
fengan mat.
Nokkru síðar nam Jóhann skó-
smíði, og hefir hann stundað þá
iðn til þessa dags.
Jóhann er að eðlisfari mjög
félagslyndur, og auk þess varð
hann fyrir miklum áhrifum í upp-
vextinum á heimili foreldra sinna.
Var faðir hans eldheitur verklýðs-
sinni og einn af helztu forustu-
mönnum í samtökum verkamanna
á Akureyri. Voru þeir feðgar með-
al stofnenda Verkamannafélaés
Akureyrar. Tók Jóhann kappsam-
lega þátt í félagsstörfunum og
reyndist hinn öruggasti í hverri
raun. Skipaði hann sér jafnan í
fylkingu hinna framsæknustu og
róttækustu félagsmanna. Starfaði
hann af miklum áhuga, þar til fé-
lagið var lagt niður og Verka-
mannafélaé Akureyrarkaupstaðar
stofnað.
Á því má marka viðsýni Jó-
hanns, stéttvísi hans og félags-
þroska, að hann var fyrsti hvata-
maður að stofnun verkakvenna-
félags á Akureyri, og er það eitt
nægilegt til þess, að nafni hans sé
á lofti haldið.
Jóhann hefir jafnan tekið driúg-
an þátt í hinum pólitíska félags-
skap verkalýðsins á Akureyri og
ætið skipað sér þar vinstra meg-
in í fylkingu. Starfar hann enn í
Sósialistafélagi Akureyrar. Aldrei
hefir hann hvikað né látið blekkj-
ast af fagurgala né Finnagaldri
auðvaldsins.
Það má fullyrða, að mesta hjart-
ans áhugamál Jóhanns er velferð
alþýðunnar, alls hins vinnandi
fólks um allan heim, lausn frá kúg-
un og þrældómi, fátækt og hvers
kyns neyð, en efnaleg velferð og
uppbygging hvers kyns menningar.
Og hann hefir lengi verið sann-
færður um, að sósíalisminn er eina
færa leiðin að því marki.
En áhugamál Jóhanns eru marg-
vísleg, og má þar minna á tilraunir
hans með ávaxtarækt, sem eru all-
merkilegar, þótt öll aðstaða hans
til þeirra sé fremur erfið.
Jóhann er kvæntur Aðalbjöréu
Heléadóttur úr Eyjafirði (af
Hvassafellsætt), hinni ágætustu
konu. Þau eiga tvö börn: Jón og
Rósu Kristínu, sem bæði eru bú-
sett á Akureyri, velmetin og vin-
sæl.
Á þessum tímamótum mun
mörgum verða hugsað hlýtt til Jó-
hanns. Hinir fjölmörgu vinir hans
og félagar senda honum hlýjar
þakkir og árnaðaróskir.
Ég vil þakka honum löng kynni,
ánægjulegt samstarf og trygga vin-
áttu. Og auk þess sem ég óska hon-
um hvers kyns velfamaðar og
hamingju, óska ég þess, að honum
meéi auðnast að lifa það að líta
fulínaðarsiéur sósíalismans.
Á. S.
Frá Húsavík
Afli var hér dágóður í apríl og
maí, en hefur síðan farið mjög
minnkandi. Síðustu dagana hefur
aðeins verið róið með handfæri, og
varð sæmilega vart til að byrja
með, en virðist nú einnig vera bú-
ið, svo að mjög fáir bátar róa. —
Ágæt veiði hefur verið í kolanet.
Stærstu bátarnir: „Hagbarður“,
„Smári“ og „Pétur Jónsson“, búast
nú á síldveiðar.
Atvinna í landi er nokkur, eink-
um við ýmiss konar verkun á
fiski, einnig við byggingavinnu. —
Nýlega er hafin vinna við skóla-
hússbygginguna, en á því verki var
lítils háttar byrjað á síðastliðnu
hausti.
Veðrátta hefur verið með af-
brigðum góð.