Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.06.1955, Page 3

Verkamaðurinn - 24.06.1955, Page 3
Föstudaginn 24. júní 1955 VERKAMAÐURINN ORGELSNILLINGURINN E. Power Biggs Orgelsnillingurinn E. Pover Biggs hafði orgel-hljómleika í Akureyrar- kirkju hinn 12. júní síðastl. E. Power Biggs er Englendingur og stundaði tónlist í Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum. Hann er búsettur í New York í Bandaríkjunum og er mjög kunnur og dáður listamaður. Verkefnaskráin var mjög fjöl- breytt og að sama skapi innihalds- rík og skemmtileg. Flutti listamað- urinn lög eftir ýmsa af hinum miklu orgelmeisturuin 16., 17. og 18. aldar, þá J. P. Sweelinck (1562 —1621), William Selby (um 1700), William Byrd (1542— 1623), Henry Purcelí (1658— 1695), L. Cl. Daquin (1694— 1772) og J. S. Bach (1685— 1750). Auk þess flutti hann eitt tónverk eftir franska tónskáldið César Franck (1822—1890) og annað eftir franska tónskáldið Jean Alain (1911—1941), hið síðast talda eftir ósk einhvers hlustanda. Hr. E. Power Biggs er ekki að- eins framúrskarandi vel þjálfaður orgelsnillingur, heldur er hann mjög andríkur listamaður og lif- ir með í hverju tónverki, sem hann flytur, svo að orgelið fær mál, og hvert tónskáld talar sínu máli, og skapeinkenni þeirra koma fram, eins og þau væru lifandi mitt á meðal vor. E Power Biggs svipar að því leyti til píanósnillingsins Haralds Sigurðssonar, að hann leggur um fram allt höfuðáherzlu á skýran flutning og túlkun á anda höfundanna fremur en á hitt, að láta áheyrandann falla í stafi yfir leikni og kunnáttu túlkandans. Tónverkið sjálft verður aðalatrið- ið, en maður uppgötvar það eftir á, að kunnátta og leikni túlkandans var fullkomin. Tónverk gömlu meistaranna, sem flutt voru á þessum hljómleik- um, eru hvert öðru fegurra, andrík- ara og göfugra, en þó ber Toccata og tu£a í d-moll eftir J. S. Bach af öllum hinum, enda var J. S. Bach hinn mesti tónsnillingur, sem lifað hefir. Preludía, fuga og tilbrigði eftir César Frank er einnig töfra- fagurt og áhrifamikið verk, og mér fannst ekkert tónverkið betur flutt en það. Litanies eftir J. Alain er samið af mikilli kunnáttu, en ekki að sama skapi andríkt, og stakk það mjög í stúf, þar sem því var skipað sæti, milli höfuðsnillinganna César Francks og J. S. Bachs. Þessir hljómleikar voru einn hinna merkari tónlistarviðburða hér á Akureyri. Slíkir listamenn sem E. Power Biggs eru ávallt au- fúsugestir. Þeir eru boðberar feg- urðar, friðar, vináttu og samvinnu allra þjóða. En það var allmikill skuggi á gleðinni yfir komu þessa snillings, að ekki skyldi vera til boðlegt orgel — pípuorgel. Koma hans ætti að vera öllum tónlistarunn- endum á Akureyri hvöt til þess að gera nú sameinað rösklegt átak, svo að drottniné hljóðfæranna megi sem fyrst skipa öndvegi í Ak- ureyrarkirkju. Aðgangur að þessum hljómleik- um var ókeypis, og samt voru áheyrendur allt of fáir, hvað sem valdið hefir. Á. S. Khoklov-hisfórían nú alveg úr sögunni Hin öfgafulla Khoklov-históría, sem amerísku hemaðaryfirvöldin í Vestur-Þýzkalandi hleyptu af stokkunum fyrir rúmlega ári síðan með miklum hávaða og gauragangi, hefur nú fengið sorglegan endi. — Vesturþýzka fréttastofan, DPA, sendi þá fregn frá sér 30. maí sl. að vesturþýzkir dómstólar hafi nú lokið rannsókn sinni í málinu gegn hinum tveimur „samsektarmönn- um“ Khoklovs, austur-Þjóðverjun- um Kurt Weber og Hans Kuko- vitsj. Dómstólarnir komust að þeirri niðurstöðu, að þessir tveir „agent- ar“ hefðu ekki haft í ráði að drepa nokkurn. Þeir hafa verið látnir lausir og framseldir yfirvöldum Austur-Þýzkalands. Bandaríkjamenn hleyptu Khok- lov-málinu af stokkunum með yfir- lýsingu frá Khoklov, sem sagði að hann hefði verið sendur til Vestur- Þýzkalands til þess að myrða rúss- neska útlagaleiðtogann Okolovitj. Hann hélt því fram sjálfur að hann væri „kapteinn í Rauða hernum“ og Bandaríkjamenn lögðu fram sígarettukveikjara, sem í rauninni var skammbyssa, sem skotið var úr cýankaliumeitruðu skeyti með hjálp rafhlöðu sömu tegundar og þeirrar, sem nokkrum mánuðum áður hafði verið byrjað að sýna í amerísku superman-myndaheftun- um. Ameríkumenn tóku Khoklov með sér, en hann gleymdist fljótt þar eð allir skyni gæddir menn hlógu aðeins dátt að þessari bjánalegu og klaufalegu históríu hinna westrænu supermanna, og þegar það kom fljótt í ljós að margar upplýsingar, sem auðvelt var að rannsaka, reyndust upp- spuni, svo sem heimilisföng, sem hann gaf upp í Wien. Vestur-Þjóðverjar fengu leyfi til að halda hinum tveimur „samsekt armönnum" hans með þeim ömur- legu endalokum, sem fyrr var frá sagt. Eins og lesendur afturhaldsblað- anna hér, málgagna hernámsflokk- anna, muna, þá gleyptu þau auðvit- að samstundis „cýankaliumkúlum- ar“. Sumaráætlun Flug- élags fslands á innan- landsleiðum Sumaráætlun Flugfélags íslands á innanlandsflugleiðum gekk í gildi 25. maí. Verður hún með svipuðu sniði og í fyrra, nema hvað flug- ferðum til Egilsstaða verður fjölg- að til muna. Er ráðgert að fljúga jangað alla virka daga. Þá verða í fyrsta skipti í sumar hafnar reglu- bundnar flugferðir milli Reykja- víkur og Grímseyjar með viðkomu á Akureyri í báðum leiðum. Hefj- ast þessar ferðir um miðjan júní, og er ráðgert að fljúga á sunnudög- um. Verður fjögurra tíma viðstaða Grímsey, og gerir það mönnum kleyft að skoða sig um á eynni og njóta náttúrufegurðar norðan við heimskautsbaug. . Milli Akureyrar og Reykja- víkur verða farnar 18 ferðir t viku: morgun-, síðdegis- og kvöldferðir fjóra daga vikunnar og morgur,- og kvöldferðir þrjá daga. Vestmanna- eyjaferðir verða tvær alla virka daga, en ein ferð á sunnudögum. Eins og áður er getið verða flug- ferðir til Egilsstaða alla virka daga, og verða tvær þeirra um Akureyri og ein um Hornafjörð. Þá verður flogið til ísafjarðar alla daga, að sunnudögum undanteknum. Til Hornafjarðar og Sauðár- króks verða þrjár ferðir í viku hverri og tvær ferðir til eftirtaldra staða: Flateyrar, Þingeyrar, Pat- reksfjarðar, Blönduóss, Kópaskers, Siglufjarðar og Fj gurhólsmýrar. Vikulegar ferðir verða farnar til Bíldudals, Hólmavíkur, Sands, Kirkjubæjarklausturs, Skógasands (um Vestmannaeyjar) og Hellu (um Vestmannaeyjar). Flugvélar Flugfélags Is.'ands munu halda uppi áætlunarflugi til 20 staða utan Reykjavíkur í sumar, og munu þær verða á flugi 142 klu’kkustundir að jafnaði á viku. Sökum síaukins kostnaðar við allan rekstur flugvéla félagsinS hefur orðið að hækka fargjöld á innanlandsflugleiðum, en þau hafa haldist svo til óbreytt undanfarin fimm ár. Gekk fargjaldahækkunin í gildi 25. maí. Sá háttur verður jafnframt upp tekinn að veita 10% afslátt af farmiðum séu þeir keypt- ir fram og aftur samtímiss, Aður var aðeins veittur slíkur afsláttur á leiðinni Reykjavík-Vestmanna- eyjar—Reykjavík. Flugfarmgjöld hjá Flugfélagi Islands munu hins vegar haldast óbreytt. Skipuð þriggja manna nefnd til að annast rekstur sjúkraflugs á Norðurlandi Á síðastliðnu sumri afhenti Slysavarnafélag Islands slysavarna deildunum á Norðurlandi að gjöf sjúkraflugvél þá, er það hafði starfrækt að undanförnu með Bimi Pálssyni flugmanni, en þetta er 3ja sæta Austervél. Var htnni flogið hingað norður og hefur hún síðan verið geymd í skýlinu á Mel- gerðismelum. Af ýmsum ástæðum hefur vélin ekki verið starfrækt fram að þessu hér nyrðra. En ný- lega hafa slysavarnadeildirnar, Rauða kross deild Akureyrar og Flugráð útnefnt 3 menn á Akur- eyri til að undirbúa og annast rekstur sjúkraflugs hér. I nefndinni eru: Gísli Olafsson, frá Rauða krossinum, Arni Bjarnarson, frá slysavarnadeildunum, og Kristinn Jónsson, frá Flugráði. H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS ArSur til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands hinn 11. júní 1955, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1954. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík svo og hjá afgreiðslumönnum félagsins um land allt. STJÓRNIN. Akureyrarbær. Simdlaugarbygging. TILKYNNING Hinn 31. maí 1955 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á skuldabréfum fyrir 7% láni bæjarsjóðs Akureyrar vegna sundlaugarbyggingar. Þessi bréf voru dregin út: Litra A: no. 11, 13, 20. , Litra B: no. 5, 11, 32, 34, 41, 46, 53, 69, 71, 83, 86, 87, 92. Litra C: no. 3, 5, 8, 15, 24, 27, 39, 52, 65, 69, 74, 81, 89, 94, 96, 97, 118, 119, 128, 132, 138, 150, 152, 163, 164, 173, 174, 191, 198, 199. Hin útdregnu bréf verða greidd á skrifstofu bæjar- gjaldkerans á Akureyri þann 1. október næstk. Bæjarstjórinn á Akureyri, 11. júní 1955. Steinn Steinsen. Orðsending frá Iðju Allt verksmiðjufólk, sem vinnur í verksmiðjum S.Í.S. á Akureyri skal á það minnt að allt sumarfríið skal veitt í júlímánuði, samkv. 13. grein samningsins. Ennfremur ber að greiða orlofsfé áður en starfsfólk fer í frí. — Félagið telur óheimilt að taka skatta og út- svör af orlofsfé. STJÓRN IÐJU. Nokkra menn vantar á togara til saltfiskveiða á heimamiðum og við Grænland. Upplýsingar á skrifstofu vorri. Utgerðarfélag Akureyringa h.f. Sími 1592. Afgreiðslur okkar eru fluttar í SKIPAGÖTU 14B. Póstbáturinn Sími 1088. Pétur &; Valdemar h.f. Simi 1917 og 2017. Afgreiðum Shell-benzín og diesel olíur til kl. 11 e. h. Munið að öruggustu vöruflutningarnir eru með Pétri & Valdemar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.