Verkamaðurinn - 24.06.1955, Page 4
4
V E R K A M A Ð U R I N Is
Föstudaginn 24. júní 1955
Bræðslusíldarverðið 70 kr. málið
Atvinnumálaráðherra hefur
heimilað Síldarverksmiðjum ríkis-
ins að kaupa bræðslusíld í sumar
föstu verði á kr. 70,00 málið og
ennfremur að gefa þeim viðskipta-
mönnum verksmiðjanna, sem
kynnu að óska, kost á að leggja
síldina inn til vinnslu og fá þá
greiddar við afhendingu 85% af
áætlunarverði, kr. 64,70, þ. e. kr.
55,00 og endanlegt verð síðar
þegar reikningar verksmiðjanna
hafa verið gerðir upp ,enda til-
kynni viðskiptamenn það fyrir 7.
júlí ef þeir óska að leggja síldina
inn til vinnslu.
Tillaga þessi byggist á áætlun
framkvæmdastjóra og stjórnar
verksmiðjanna og því að niður eru
felldar afborganir af nýju verk-
smiðjunum á Siglufirði og Skaga-
strönd, er nema kr. 2.125.000,00 og
ennfremur framleiðslugjald, er
nemur 8% af hráefnisverði.
í fyrra var bræðslusíldarverðið
kr. 60,00 málið og hækkar verðið
nú vegna verðhækkunar á síldar-
lýsi og síldarmjöli.
Þá hefur Síldarútvegsnefnd, í
samráði við Verðlagsráð sjávarút-
vegsins, ákveðið verð á ferskssíld
til söltunar hér norðanlands og
austan í sumar. Er það lítið eitt
hærra en í fyrra, eða sem hér segir:
Uppsöltuð tunna kr. 135 auk
8% gjalds í hlutatryggingasjóð,
kr. 145.80.
Uppmæld tunna kr. 100.00, auk
8% gjalds í hlutatryggingasjóð, kr.
108.00.
í fyrra var verð á uppsaltaðri
tunnu kr. 140.40, en á uppmældri
tunnu kr. 103.68; og er þá áður-
nefnt 8% gjald innifalið í báðum
tilfellum.
í>á hefur verið ákveðið að leyfa
söltun strax, þegar síldin telzt sölt-
unarhæf, en áður hefur söltun ver-
ið leyfð frá og með vissum degi er
ákveðinn hefur verið hverju sinni.
Jarðarför
HELGA HELGASONAR, Króksstöðum,
sem andaðist 16. þ. m., fer fram að Kaupangi miðvikudaginn
29. þ. m. kl. 2 e. h.
Börn, tengdabörn og bamaböm.
SKR A
yfir tekju- og eignaskatt, tekjuskattsviðauka og stríðs-
gróðaskatt liggur frammi í Skattstofu Akureyrar, Strand-
götu 1, frá 27. júní til 11. júlí að báðum dögum með-
töldum.
Ennfremur liggja frammi á sama tíma skrár yfir gjöld
til almannatrygginga og slysatryggingagjöld.
Kasrum út af skránum ber að skila til Skattstofunnar
fyrir 12. júlí næstkomandi.
Akureyri 26. júní 1955.
Skattstjórinn á Akureyri.
AKUREYRARBÆR
SKRÁ
yfir niðurjöfnun útsvara í Akureyrarkaupstað árið 1955
liggur frammi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra í Strand-
götu 1, II. hæð, frá mánudegi 27. júní til laugardags 9.
júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum, venjulegan
skrifstofutíma hvern virkan dag.
Kærufrestur er til 10. júlí og ber að skila kærum til
skrifstofu bæjarstjóra innan þess tíma.
Fyrirspurnum um skrána ekki svarað í síma.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 23. júlí 1955.
ÞORSTEINN STEFÁNSSON
— settur —
Frá garðyrkjuráðunaut
Mig verður að hitta fyrst um sinn í Þingvallastræti 1
kl. 10—12 f. h. alla virka daga. — Sími 1497.
ÓSKAR EIRÍKSSON.
- Landsmót U.M.F.Í.
(Framhald af 1. síðu').
m. bringusund karla og 50 m. sund
kvenna, frjáls aðferð, 1000 m.
sund karla, frjáls aðferð, og 500 m.
sund kvenna, frjáls aðferð.
Forkeppni verður árdegis í
löngu sundunum, ef mikil þátttaka
verður.
Kl. 21.30: Útifundur, stjórnandi
Daníel Agústínusson. Söngur. —
Framsöguerindi. — Umræður.
Kl. 21.00: Kvikmyndasýningar,
dans og leiksýning. Dansað í Varð-
borg, Alþýðuhúsinu og á palli
Sunnudagur 3. júlí:
Kl. 9.00: Skrúðganga frá heima-
vist M. A. til leikvallar.
Kl. 10—12: Úrslit í frjálsum
íþróttum og handknattleik.
Kl. 12—13.30: Matarhlé.
Kl. 13.30: 1. Guðsjónusta á leik-
velli. Prófastur Sigurður Stefáns-
son á Möðruvöllum prédikar.
Kirkjukór Akureyrar syngur,
stjórnandi Jakob Tryggvason.
Lúðrasveit Akureyrar leikur.
2. Samkoman sett: Valdemar
Oskarsson, formaður UMSE.
3. Lúðrasveit Akureyrar leikur:
„Þú vorgyðjan svífur. . . Al-
mennur söngur.
4. Ræða: Þorsteinn M. Jónsson,
skólastjóri.
5. Kórsöngur: Karlakór Akur-
eyrar, stjórnandi Askell Jónsson.
6. Ræða: Þórarinn Björnsson,
skólameistari.
7. Einsöngur: Guðmundur Jóns-
son, óperusöngvari, með undirleik
Fritz Weisshappel.
8. Upplestur: Davíð Stefánsson,
skáld frá Fagraskógi.
9. Kórsöngur: Karlakór Akur-
eyrar, stjómandi Askell Jónsson.
Úrslit í frjálsíþróttum. Glímu-
sýning, flokkur Þingeyinga, stjórn-
andi Haraldur Jónsson, Einars-
stöðum. Þjóðdansar, stjórnandi
Björn Daníelsson, íþróttakennari.
Fimleikasýning, stjórnandi Hösk-
uldur Goði Karlsson, íþróttakenn-
ari.
Kl. 18—20: Matarhlé.
Kl. 20.00: Lúðrasveit Akureyrar
leikur við sundlaugina. Sund-
keppni heldur áfram. Keppt í 100
m., sundi karla, frjáls aðferð, 4x50
m. boðsundi karla, frjáls aðferð,
100 m. bringusundi kvenna og
4x25 m. boðsundi kvenna, írjáls
aðferð.
Tilkynnt úrslit í íþróttum og
verðlaun afhent.
Lokaorð: Formaður UMFI.
Kl. 21.00: Skemmtanir í sam-
komuhúsum bæjarins. Dans á palli.
íslendingar á friðar-
þinginu
Þrír íslendingar a. m. k. sitja
þing Heimsfriðarhreyfingarinnar í
Helsinki, Arnfinnur Jónsson skóla-
stjóri, frú Sigríður Eiríksdóttir og
Skúli Þórðarson sagnfræðingur.
Söfnunin undir Vínarávarpið
heldur áfram af fullum krafti. —
Ættu menn að láta friðarþingið
verða sér áminning um að draga
ekki lengur að skrifa undir.
NÝKOMNIR!
Strigaskór
á böm og
fullorðna.
Skódeild KEA.
Kaupta: sti
IÐJU — félags verksmiðjufólks á Akureyri, samkvæmt hinum
nýju samningum er gilda frá 1. júní síðastl.
Karlar eldri en 17 ára:
Grunnlaun Með vísitölu:
Fyrstu 3 mán. kr. 1650.00 kr. 2657.00
Næstu 3 mán. — 1855.00 — 2987.00
Næstu 6 mán. — 1925.00 — 3099.00
Eftir 12 mán. — 2080.00 — 3349.00
Eftir 48 mán. — 2200.00 — 3542.00
Konur eldri en 17 ára:
Grunnlaun Með vísitölu:
Fyrstu 6 mán. kr. 1205.00 kr. 1940.00
Næstu 6 mán. — 1320.00 — 2125.00
Eftir 12 mán. — 1490.00 — 2399.00
Unglingar yngri en 17 ára:
Grunnlaun Með vísitölu:
Fyrsta mánuð kr. 845.00 kr. 1360.00
Eftii 1 mán. — 930.00 — 1497.00
Eftir 3 mán. — 1015.00 — 1634.00
Eftir 6 mán. — 1205.00 — 1940.00
Eftir 9 mán. — 1320.00 — 2125.00
Eftir 12 mán. — 1490.00 — 2399.00
Karlar í Sútunarverksmiðju Iðunnar, I. fl.:
Grunnlaun Með vísitölu:
Fyrstu 3 mán. kr. 1750.00 kr. 2818.00
Næstu 3 mán. — 1955.00 — 3148.00
Næstu 6 mán. — 2025.00 — 3260.00
Eftir 12 mán — 2180.00 — 3510.00
Eftir 48 mán. — 2300.00 — 3703.00
Gefjun — vefarar. Karlar eldri en 17 ára:
Grimnlaun Með vísitölu:
Byrjunarlaun kr. 1425.00 kr. 2294.00
Eftir 1 mán. — 1600.00 — 2576.00
Eftir 3 mán. — 1755.00 — 2826.00
Eftir 6 mán. — 1980.00 — 3188.00
Eftir 9 mán. — 2150.00 — 3462.00
Eftir 12 mán. — 2215.00 — 3566.00
Eftir 48 mán. — 2335.00 — 3759.00
Vefarar — konur og unglingar yngri en 17 ára:
Grunnlaun Með vísitölu:
Byrjunarlaun kr. 970.00 kr. 1562.00
Eftir 1 mán. — 1065.00 — 1715.00
Eftir 3 mán. — 1185.00 — 1908.00
Eftir 6 mán. — 1455.00 — 2343.00
Eftir 9 mán. — 1535.00 — 2471.00
Eftir 12 mán. — 1735.00 — 2793.00
Kaup í verksmiðjum KEA er samhljóða sem við á. Nema í
Mjólkursamlaginu. En þar er kaupgjaldið þannig:
Grunnlaun Með vísitölu:
Fyrstu 3 mán. kr. 1765.00 kr. 2842.00
Næstu 3 mán. — 1970.00 — 3172.00
Næstu 6 mán. — 2055.00 — 3309.00
Eftir 12 mán. — 2280.00 — 3671.00
Eftir 48 mán. — 2415.00 — 3888.00
Konur eldri en 17 ára í Mjólkursamlaginu, sem unnið hafa í
12 mán. eða lengur, hafa kr. 1535.00 á mánuði, með vísitölu kr.
2471.00, að öðru leyti sömu laun og gilda í öðrum verksmiðjum.
Laun kyndara eru 15% hærri en laun verkamanna. — Vísital-
an er 161 stig fyrir júnímánuð.
IÐJA — félag verksmiðjufólks, Akureyri.
Akureyringar! Eyfirðingar!
Saumastofa vor er flutt á
Ráðhústorg 7.
Saumastofa GEFJUNAR
Sími 1347.