Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.03.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.03.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. marz 1956 Lögfesling atvinnuleysislrygginga mikill sigur fyrir alþýðuna Ríkisstjórnin hefir lagt frumvarp um tryggingarnar fyrir Alþingi Einn árangurinn af verkfallinu mikla s.l. vor Einn þýðingarmesti sigur verkfallsins mikla í fyrravor var að verkamenn fengu framgengt áratuga baráttumáli verka- lýðshreyfingarinnar, atvinnuleysistryggingum. Var svo um samið að sett yrðu á næsta þingi lög um atvinnuleysistrygg- ingar, og yrði framkvæmd þeirra að miklu leyti í höndum nefnda sem verkalýðsfélögin sjálf skipuðu að meirihluta. Skpiuð var nefnd til að vinna að undirbúningi þessarar lagasetn- ingar og lagði ríkisstjórnin í lok f. m. fyrir Alþingi „frumvarp um at- vinnuleysistryggingar", sem nefnd- in hafði samið. Aðalatriði frumvarpsins eru þau, að lögfest verða ákvæði samning- anna um atvirmuleysistrygginga- sjáð. Stofnfé þess sjóðs verða röskar fjórar milljónir króna, sem geymd- ar hafa verið hjá Tryggingastofn- un ríkisins, til ,þess tíma að lög- festar væru atvinnuleysistrygg- ingar. Tekjur sjóðsins eru 4% af kaupi verkafólks miðað við kaup Dagsbrúnarmanna fyrir 48 stunda vinnuviku, og greiða atvinnurek- endur 1%, sveitarfélög 1% en rík- ið 2%. Enda þótt löggjöfin kveði á um stofnun atvinnuleysistrygginga- sjóðs færast þó iðgjöldin, sem koma inn í starfsgrein hvers verka lýðsfélags, í sérsjóð þess. Úthlutun bótanna, þar með tal- in greiðsla þeirra, annast nefndir sem að 3/5 hlutum eru skipaðar falltrúuin hlutaðeigandi verka- lýðsfélags. Helztu annmarkar frumvarpsins eru þeir, að verkalýðsfélögin hafa ekki yfirráð atvinnuleysistrygg- ingasjóðsins og ávöxtun hans í sín- um höndum, en frá því atriði var þannig gengið í samningunum í vor og ekki hægt að komast lengra í þessum áfanga. Bótaupphæðirnar, sem frum- varpið kveður á um, eru alltof lág- ar. Gerði fulltrúi Alþýðusambands- ins í undirbúningsnefndinni, Eð- varð Sigurðsson, ábendingar um það atriði og nokkur fleiri. Nefnd sú, er samdi frumvarpið, samdi einnig frumvarp um vinnu- miðlun í sambandi við atvinnu- leysistryggingar, og hefir það einn- ig verið lagt fyrir Alþingi sem stjómarfrumvarp. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr frumvarpinu: 1. gr. Stofna skal atvinnuleysistrygg- ingasjóð. Stofnfé er verðlækkun- arskattshluti samkvæmt lögum nr. 42 14. apríl 1943, sem er í vörzl- um Tryggingastofnunarinnar við gildistöku laga þessara. Árlegar tekjur atvinnuleysis- tryggingasjóðs eru þessar: a. Iðgjöld atvinnurekenda sam- kvæmt 5. grein. b. Framlag frá sveitarfélögum samkvæmt 11. grein. c. Framlag úr ríkissjóði sam- kvæmt 12. grein. Tekjur samkvæmt stafliðum a. —c. skulu færðar á sérreikning verkalýðsfélaganna við sjóðinn, sbr. þ. 7. gr. 3. mgr. 2. gr. Stjóm atvinnuleysistrygginga- sjóðs skipa 7 menn, einn tilnefnd- ur af Alþýðusambandi íslands, einn tilnefndur af Vinnuveitenda- sambandi íslands og 5 kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfalls- kosningu. Varam. skulu vera jafn- margir og aðalmenn og valdir með sama hætti og þeir. Skipun stjórn- arinnar fer fram eftir gildistöku laga þessara og síðan að loknum hverjum almennum alþingiskosn- ingum. Róðherra skipar formann og varaformann sjóðsstjómar úr hópi þeirra aðalmanna sem valdir eru af sameinuðu Alþingi. Ráðherra ákveður þóknun stjórnarnefndarmanna. 4. gr. Ákvæði laga þessara taka að- eins til atvinnurekenda, verkalýðs- félaga og meðlima þeirra í kaup- stöðum og kauptúnum með 300 íbúa eða fleiri, svo og til allra er- lendra verktaka, sem hafa með höndum framkvæmdir hér á landi. Ráðherra getur ákveðið, að lögin taki til annarra staða, ef verka- lýðsfélög og atvinnurekendur þar óska þess og hlutaðeigandi sveit- arstjórn mælir með því. Gjaldskyldur atvinnurekaandi telzt hver sá, er hefur í þjónustu sinni mann, 16 ára eða eða eldri, sem tekur laun samkvæmt kjara- samningi verkalýðsfélaga eða sam kvæmt gildandi launataxta verka- lýðsfélags. Verkalýðsfélög teljast sam- kvæmt lögum þessum félög verka- fólks ,sem vinnur hvers konar dag- launavinnu, svo og annarra, sem vinna fyrir launum við sams konar vinnu, svo sem félög sjómanna, starfsfólks við iðnað, flutninga á mönnum og vörum og þjónustu í veitingahúsum, starfsfólk íbrauða- og mjólkurbúðum og önnur sam- bærileg félög. Félög skrifstofu- fólks og afgreiðslufólks í verzlun- um, fastlaunaðra opinberra starfs- manna, lækna og annarra sam- bærilegra aðila, teljast ekki til verkalýðsfélaga. Lögin taka til þeirrar vinnu, sem framkvæmd er á stöðum, sem um getur í 1. mgr. þessarar grein- ar. Ennfremur skulu lögin taka til vinnu utan þessara staða, ef þau taka til hlutaðeigandi verkamanna og atvinnurekandi á heimilisfang ó stað, sem um ræðir í 1. mgr. eða er erlendur verktaki. 5. gr. Atvinnurekandi skal greiða ið- gjald til atvinnuleysistrygginga- sjóðs, að upphæð kr. 4.88, miðað við vinnuviku, unna í þjónustu hans. Verði breyting á grunnkaupi Dagsbrúnarverkamanns í almennri dagvinnu, breytist iðgjaldið í sam- ræmi við það. Iðgjald þetta skal greiða með vísitöluálagi, sam- kvæmt meðalvísitölu þeirri, sem umrætt kaup hefur verið greitt eftir árið á undan. Sé um tímavinnu að ræða telj- ast 48 stundir í viku, en brot úr viku telzt heil vika. • . í 14. gr. segir m. a. svo: Úthlutun bótafjár fyrir hvert fé- lag eða félagasamband sé undir stjórn nefndar, sem skipuð er 5 i mönnum, þrem frá verkalýðsfé- lagi eða sambandi, einum af Vinnuveitendasambandi íslands og einum af Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Éf ekki næst einróma samkomulag varðandi úr- skurði um bótagreiðslur, getur hver einstakur nefndarmaður áfrýjað til stjómar atvinnuleysis- tryggingasjóðs, sem fellir endan- legan úrskurð um mólið. . . . 15. gr. Rétt til bóta samkvæmt lögum þessum hafa þeir menn á aldrin- um 16—67 ára, sem: a. eru fullgildir meðlimir í verkalýðsfélögum, sem lög þessi taka til og hafa 20 meðlimi eða fleiri. Þó skulu meðlimir félaga, sem hafa færri meðlimi en 20, og gert hafa samning við atvinnurek- endur um greiðslur til atvinnu- leysistryggingasjóðs fyrir gildis- töku þessara laga, öðlast rétt til bóta samkvæmt lögum þessum. b. hafa á síðustu 12 mánuðum stundað a. m. k. samtals í 6 mán- uði vinnu, sem goldin er sam- kvæmt kjarasamningi eða kaup- taxta verkalýðsfélags. Bótaréttur glatast ekki þó að hlutaðeigandi vinni um tíma önnur hliðstæð störf, t. d. kaupavinnu. c. sanna með vottorði vinnu- miðlunar, samkvæmt lögum um vinnumiðlun, að þeir hafi á síðast- liðnum sex mánuðum verið at- vinnulausir a. m. k. 36 virka daga, þar af 9 daga á siðustu 18 dögum. I þessu sambandi teljast ekki með þeir dagar, sem hlutaðeigandi hef- ir átt í verkfalli eða verkbanni, sbr. 16. gr. a.-lið, eða notið at- vinnuleysisbóta. I reglugerð, sbr. 14. gr., má ákveða lengri biðtíma og fleiri atvinnuleysisdaga, sem al- mennt skilyrði bótaréttar en gert er í þessum staflið. Ennfremur má í reglugerð setja sérákvæði um lengri biðtíma þeirra, sem hafa árstíðabundna vinnu, hafa tekjur af eigin atvinnurekstri eða hafa haft hærri tekjur en almennt gerist í byggðarlagi þeirra síðustu 6 mánuði, svo og um styttri bið- tíma fyrir þá, sem hafa búið við skertan vinnutíma undanfarið. Þeir, sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, eiga rétt til atvinnuleysisbóta. NÝJA-BÍÓ i Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. I Sími 1285. Vm helgina: Heiða | | Þýzk mynd, gerð eftir! \ hinni heimsfrægu skáldsögu 1 i Jóhönnu Spyri: HEIDI, § § sem komið hefur út á ís- i | lenzku. í Aðalhlutverk: Elsbeth Sigmund Samvinnufryggingar endurgreiða 2.818.000 króna fekjuafgang Félagið hefur þá endurgreitt hinum tryggðu 9,6 milljónir króna Samvinnutryggingar hafa ákveðið að endurgreiða 2.818.000 krónu tekjuafgang félags- ins fyrir viðskipti ársins 1955. Nemur þá tekjuafgangur, sem stofnunin hefur endur- greitt á árunum 1948—1955 samtals 9.600.000 krónum til viðskiptamanna sinna. Hinn endurgrekldi tekjuafgangur fyrir 1955 verður greiddur fyrir viðskipti við bruna- deild og sjódeild félagsins, en því miður var afkoma bifreiðadeildar ekki svo góð, að þar væri neinn tekjuafgangur til skipta. Stafar þetta af vaxandi umferðatjónum og hækkandi kostnaði við bifreiðaviðgerðir. Tekjuafgangur ársins 1955 verður að nokkru leyti greiddur út og að nokkru lagður í stofnsjóð hmna ýmsu viðskiptamanna hjá Samvinnutryggingum. Fyrir allar tryggingar í brunadeild verða endurgreidd 15% af iðgjöldum 10% útborg- uð, en 5% lögð í stofnsjóð. Fyrir tryggingar á vörum, í flutningi, mun sjódeild endurgreiða 25% af iðgjöldum, 10% útborguð, en 15% lögð í stofnsjóð. Fyrir skipatryggingar verða endurgreidd 10%, 5% útborguð og 5% lögð 1 stofnsjóð. (Þessi endurgreiðsla til flutninga- og fiskiskipa nemur samtals kr. 456.000.00). Fyrir ferðatryggingar verða endurgreidd 20%, 10% útborguð og 10% lögð í stofnsjóð. Þó hafa Samvinnutryggingar ákveðið, að allar brunatryggingar á húsum hjá félaginu skuli framvegis einnig gilda fyrir tjón af völdum snjóflóða, án þess að nokkurt viðbótar- iðgjald sé greitt fyrir þá áhættu. Samvinnutryggingar eru eign hinna tryggðu - þeir f á ágóðann SAMVINNUTRYGGINGAR Umboð á Akureyri: Vátryggingardeild KEA.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.