Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 18.05.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 18. maí 1956 VERKAMAÐURINN Bygginganefnd sfaðin aS hlufdrægni og óheiðarleik við úlhlulun lóSa Þrennskonar „reglur“ notaðar á einum og sama fundi, eftir því hver í hlut á r Bæj arstjórnarfulltrúar Ihalds, Framsóknar °g Þjóðvarnar leggja blessun sína yfir ósómann Fyrir bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag lágu allmargar umsókn- ir um lóðir við svonefnan Ásveg. Eins og venja er hafði bygginga- nefnd fjallað um umsóknirnar og gert tillögur um þær. Um þrjár lóðanna höfðu borizt tvær um- sóknir um hverja, og fara tillögur nefndarinnar um veitingu þeirra hér orðréttar á eftir. „Guðjón H. Daníelsson, Norð- urgötu 39 og Haukur Valtýsson, Munkaþverárstræti 1, sækja með bréfi, dags. 30. apríl 1956, um lóðina nr. 19 við Ásveg. — Rafn Magnússon, Holtagötu 12, sækir með bréfi, dags. 2. maí 1956, um sömu lóð. Nefndin samþykkir að láta fara fram hlutkesti um þessar lóðaumsóknir, og kom upp hlut- ur Hauks og Guðjóns. Nefndin leggur til að Rafni Magnússyni sé gefinn kostur á að fá lóðina nr. 17 við Ásveg. Gunnar Árnasin sækir með bréfi, dags. 3. apríl 1956, um lóðina nr. 28 við Ásveg, og Gunnar Óskarsson sækir um sömu lóð með bréfi, dags. 5. sept. 1955. — Upprunalega sóttu báðir um lóðina 14. apríl 1955. Nefndin leggur til að Gunnar Árnason fái lóðina. Tryggvi Sæmundsson, Ránar- götu 22 ,sækir með bréfi, dags. 10. sept. 1955, um lóðina nr. 24 við Ásveg. — Ámi Bjarnarson, Norðurgötu 48, sækir um sömu lóð með bréfi, dags. 21. apríl 1956. Meirihluti nefndarinnar legg- ur til að Tryggvi Sæmundsson fái lóðina.“ ' Ef þessar tillögur eru athugaðar kemur í ljós, að bygginganefndin hefur sett það met í handahófsleg- um og hlutdrægum vinnubrögðum, að nota þrenns konar „reglur“ við úthlutunina, eftir því hverjir áttu hlut að máli: 1. Hlutkesti látið ráða, en ekki farið eftir tímaröð umsókna. 2. Hlutkesti ekki látið ráða, þótt fyrsta umsókn bærist samdæg- urs frá báðum og sá látinn hreppa, sem átti síðari umsókn- ina, þeirra sem verið var að af- greiða. 3. Sá látinn fá lóðina, sem átti fyrri umsókn, þeirra sem verið var að afgreiða. (Síðar upplýst að Ámi Bjarnarson hafði upp- haflega sótt um lóðina 11. apríl 1955, en verið synjað.) Umræður urðu miklar í bæjar- stjóminni um þetta hneykslismál og voru alls 16 ræður fluttar. — Einnig komu fram margar tillögur. Ræðumenn bygginganefndar: Steinsen, Jón Þorvaldsson og Mar- teinn, fóru hvern hringsnúninginn af öðrum og urðu menn, um það er lauk, engu nær af ræðum Deirra, nema að sjáanlega var að samvizkan var ekki í góðu lagi. Björn Jónsson og Guðmundur Guðlaugsson deildu hart á bygg- inganefndina fyrir meinbægni í störfum fyrr og síðar og óheiðar- leg og handahófsleg vinnubrögð. Réátlætiskennd Framsóknar náði ekki lengra en til skjólstæðingsins. Það kom þó fljótt i ljós, að rétt- lætiskennd Framsóknarmanna náði ekki lengra en að túnfætin- um hjá skjólstæðingi þeirra. — I fyrstu fluttu þeir tillögu um að all- ar umsóknir skyldu afgreiddar eft- ir tímaröð, en tóku hana aftur til baka og fluttu í hennar stað breyt- ingartillögu um að skjólstæðingur þeirra fengi lóðina, sem bygginga- nefnd hafði veitt Tryggva Sæ- mundssyni. Var sú tillaga sam- þykkt með atkvæðum þeirra, tveggja íhaldsmanna, Steindórs og Marteins. Björn Jónsson flutti tillögu um að allir umsækjendur yrðu látnir sitja við sama borð og yrði hlut- kesti látið ráða að þessu sinni. — Hafði fulltrúi Framsóknar í bygg- inganefnd, Stefán Reykjalín, áður lagt hið sama til í bygginganefnd- inni, en þetta máttu Ihaldið og Framsókn og Marteinn ekki heyra nefnt, enda var þá ekki tryggður forgangsréttur skjólstæðinga þeirra til þeirra lóða, er þeir girnt- ust. Hlaut tillaga hans ekki at- kvæði nema sósíalistanna og Steindórs, en atkvæði hans náði þó ekki til Árna Bjarnarsonar. Þar var hann á móti hlutkestinu. Afgreiðsla þessa máls sýndi ljóslega að um var að ræða af- gerðan samning milli Ihalds og Framsóknarmanna um að beita pólitíska andstæðinga svívirðilegri hlutdrægni, og notuðu þeir Þjóð- varnarvesalinginn, sem nú er framfærslufulltrúi fyrir náð íhalds ins, sem yfirbreiðslu yfir verknað- inn og mun flestum þykja það heldur léleg flík. Hingað og ekki lengra. I fljótu bragði kann sumum að þykja fremur lítils vert þótt ein- hver borgari verði fyrir barðinu á íhaldsmeirihlutanum í bygginga- nefndinni og verði af þeim sökum fyrir óhagræði og jafnvel áralangri bið eftir úrlausn um að fá viðun- andi lóð fyrir hús sitt og heim- ili meðan aðrir fá allt sitt fram í skjóli þess, að þeir eru skjólstæð- ingar eða pólitískir samherjar þeirra, sem hafa veitingavaldið. Ekki munu þó allir lita svo á. En þetta mál er miklu stærra en í fljótu bragði virðist. Hér er verið að innleiða í bæjarstjómina og neíndir hennar nýjar vinnuaðferð- ir, sem áður hafa lítt þekkzt hér, sem betur fer. Það er verið að prófa sig áfram, að vísu enn í smáum stíl, á þeirri braut, að gera sjálf- sögðustu réttindi borgara bæjarins, svo sem réttinn til að byggja sér heimili, að náðarbrauði, sem rétt er óhreinni hendi Ihaldsins að þeim sem falla fram og biðja það um náðina. Ef slíkar aðfarir, sem þeirra dánumanna, sem skipa meirihluta bygginganefndarinnar, Steins Stein sens, Karls Friðrikssonar, Jóns Þorvaldssonar og Marteins Sig- urðssonar, verður ekki fordæmt af öllum bæjarbúum, svo að eftir verði tekið — ef samsekt bæjar- stjórnarmannanna Jakobs Fri mannssonar, Guðmundar Guðlaugs sonar, Guðmundar Jörundssonar og annarra, sem hér eiga hlut að verður ekki tekin sömu tökum — þá verður haldið áfram á sömu brautinni og hvert réttindamálið af öðru, sem sækja þarf í hendur bæjaryfirvaldanna, undirlagt klíku skap og hlutdrægni. Sigurvonir" hræðslubandalags- ins og lýðræðið í landinu Við höfum á undanförn- um árum fengið meira en nóg af viðurstyggilegum helmingaskiptiaklíku s k a p íhalds og Framsóknar gagn- vart öllum sem sækja þarf undir yfirvöld ríkisins, þótt ekki séu slíkar aðferðir innleiddar í bæjarmálin líka. Þess vegna segja allir heiðarlegir borgarar bæjar- ins: HINGAÐ OG EKKl LENGRA. í síðustu Alþingiskosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 16956 atkvæði og Alþýðuflokkurinn 12093, eða samanlagt 29052 at- kvæði af 77410 greiddum, eða að- eins röskan þriðjung. Ut á þetta atkvæðamagn fékk Framsókn 16 þinmenn, en hefði átt að fá aðeins 10 þingmenn, ef réttar lýðræðis- reglur hefðu gilt. Alþýðuflokkur- inn hlaut 6 þingmenn. Síðan í síðustu kosningum hefur stór hluti Alþýðuflokksins sagt skilið við hann og sameinast sósíalistum og öðrum vinstri mönnum í Alþýðubandalaginu. — Fjöldi Framsóknarmanna víðs vegar um land eru í þann veginn eða þegar búnir að stíga skrefið til fulls yfir til verkalýðsstéttarinnar og munu styðja Alþýðubandalagið, vitandi það að sigur þess einn get- ur tryggt vinstri stjórn að kosning- um loknum. Alþýðuflokkurinn hefur verið lagður niður í 16—18 kjördæm- um af 28 í veikri von um ótryggan stuðning Framsóknar í nokkrum kaupstaðakjördæmum. Framsókn- arfylgið í kaupstöðunum er að tvístrast. Afturhaldssamasti hlut- inn yfir til Ihaldsins, auðsveipasta j liðið á Alþýðuflokkinn og hinir raunverulegu vinstri menn yfir til Alþýðubandalagsins. Samt eru til þeir menn í for- ingjaliði hræðslubandalagsins og í blaðamannahópi þess, sem láta sem ekkert af þessu hafi gerzt og tala um sigurhorfur þessara flokksleifa! Þessum mönnum, sem auðvitað vita vel að fylgi hægri klíkunnar hrynur trúlega niður í 9—-10 þúsund atkvæði og Fram- sóknar í 11—12 þúsund, klígjar jafnvel ekki við að halda því fram að þessi bræðingur fái hreinan meirihluta á Alþingi! Þeir tala mikið um lýðræði og telja sig hina einu sönnu málsvara þess, en samt segjast þeir ætla að misnota rang- láta og úrelta kjördæmaskipun til þess að ná meirihluta á löggjafar- þinginu með þriðjungi eða jafnvel minnu af kjörfylgi alþingiskjós- enda, stjórna landinu með at- kvæði 20—22 þsúund kjósenda að baki, gegn flokkum, sem hafa um 50 þúsundir að baki. Geti slíkir menn nokkurn tíma oftar nefnt orðið lýðræði án þess að roðna, þá kunna þeir ekki að skammast sín. Allar „sigurvonir“ hræðslu- bandalagsins eru bundnar við það að falsa þjóðarvilj- ann, gera Alþingi að sam- kundu, þar sem fulltrúatala flokkanna stendur í al- röngu hlutfalli við fylgið meðal þjóðarinnar. — Þeir eru nú að leika sama leik- inn og íhaldið hefur verið að reyna í undanfarandi kosningum og hefur raunar fullan vilja á að leika enn, en er orðið vonlaust um að beri tilætlaðan árangur. Með núgildandi kjördæmaskip- un eru að vísu ekki horfur á að Alþýðubandalagið nái þingmanna- fjölda í fullu samræmi við at- kvæðamagn, en annað er öruggt: Það verður stærsti and- stöðuflokkur íhaldsins að atkvæðamagni. Og verði það nægilega yfirgnæfandi að fjöldafylgi fram yfir hræðslubandalagsflokkana, hvom um sig, mun það áreiðanlega verða þeim slíkur leiðarvísir um stefnu alþýðunnar í landinu, að fram hjá henni verður ekki hægt að ganga. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins Hjörleifur Hafliðason: Alþýðubandalagið er stjórnmálasamtök allra þeirra, sem af alhug vilja sameina íslenzka alþýðu í eina órofa heild Sú samvinna sem tókst hér á Akureyri og víðar á landinu milli Alþýðuflokksins og stuðnings- manna hans og Sósíalistaflokksins og stuðningsmanna hans, um full- trúakjör til 24. þings ASI árið 1954, var byggt á þeim for- sendum, að sú innbyrðir barátta, sem háð hafði verið í verkalýðs- félögunum milli þessara aðila, væri alþýðusamtökunum til óþurftar í starfi þeirra, og hags- munum alþýðunnar hættuleg. Margt verkafólk bar þá von í brjósti, að þetta væri upphaf að samvinnu allra vinstrisinnaðra manna. Ekki eingöngu samvinnu í erkalýðsfélögunum, heldur líka á stjórnmálasviðinu, því að svo nauðsynleg, sem slík samvinna er í verkalýðsmálurrv, er hún það ekki síður í stjórnmálum og innan ■Uþingis, þar sem það hefur sýnt sig hvað eftir annað, að launa- hækkanir, sem hafa verið knúnar fram með margra vikna verkfalli, hafa verið teknar aftur á Alþingi á einum degi, eingöngu fyrir það, að alþýðan hefur ekki átt þar nógu sterkan málsvara til að verja rétt sinn. Eins og kunnugt er öllum, hefur ASI gert stefnuyfirlýsingu og lagt hana fyrir vinstri flokkana í land- nu með það takmark fyrir augum að fá þá til að mynda um hana samvinnu ríkisstjórnar, sem al- þýðusamtökin gætu treyst og veitt fullan stuðning. Eins og nú er ljóst orðið tókst þetta ekki, og ákvað því fullskipuð sambandsstjórn samhljóða, að fela þeirri viðræðu- nefnd, sem hafði rætt við flokk- ana, að vinna að því að koma á fót kosningasamtökum allra þeirra manna, sem vilja vinna að mynd- un stjórnar allra vinstri flokkanna, og saman vilja standa um stefnu- yfirlýsingu ASÍ. Nú hefur viðræðunefndin lokið störfum sínum með stofnun Al- býðubandalagsins, og eru það sam- tök allra þeirra manna, sem af al- (Framhald ó 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.