Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.06.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.06.1956, Blaðsíða 2
2 * VERKAMAÐURINN Föstudaginn 29. júní 1956 VE«MÐUKÍI1II Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. liitnefnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hvað verður gert? Niðurstöðutölur í alþingis- kosningunum liggja nú fyrir og eru raktar annars staðar hér í blaðinu. Þær sanna svo ljóst sem verða má að Alþýðu- bandalagið hefur staðizt sína fyrstu eklraun með prýði og kemur út úr kosningunum sem sigurvegari með 20% meira atkvæðamagn en Sósíal- istafl. hafði 1953. Hræðslubandalagið hefur tapað fylgi, eða nærri 10%, miðað við kjósendafjölgun. Þjóðvarnarflokkurinn hefur þurrkast út og útséð um að saga hans í íslenzkum stjórn- málum er nú öll. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað í Iheild um alla lands- byggðina, en jók fylgi sitt í Rvík og Gullbr.- og Kjósar- sýslu, svo að heildaraukning v^rður á fylgi hans, sem nem- ur 5% miðað við kjósenda- fjölgun. Er sýnilegt að allir landshlutar utan hernáms- svæðisins fordæma hernaðar- stefnu flokksins, en að nokk- ur hluti kjósenda í nábýli hersins, er tekinn að sýkjast af hernámsspillingunni. Er það greinileg og alvarleg vís- bending um það að herinn verður að fara strax og upp- sagnarákvæði hernámssamn- ingsins leyfa, ef spillingar- áhrif hans eiga ekki að skilja eftir spor, sem ekki verða af- máð. Úrslit kosninganna sýna að yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda gerir þá ófrávfkjanlegu kröfu, að iherinn verði látinn víkja úr fandi. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur lýst fylgi sínu við stefnu alþýðu- samtakanna í atvinnumálum þjóðarinnar og efnahagsmál- um, sem bæði Alþýðubanda- lagið og Hræðslubandalagið gerðu að sinni stefnu í kosn- ingabaráttunni. — Vaxandi hluti kjósenda hefur látið þá skoðun í ljósi, að Alþýðu- bandalaginu sé bezt treyst- andi til að framkvæma þessa stefnu í samstarfi við önnur vinstri öfl í landinu. Kjósend- ur hafa sjálfir ákveðið að eng- in vinstri „tjórn verði mynd- uð án þáíttöku Alþýðubanda- lagsins. Allir spyrja nú: Hvað verð- ur gert? Svörin við því munu birtast næstu vikurnar og skal því engum getum að því leitt Iiver þau verða af hálfu Alþýðuflokksins og Eramsókn ar. En afstaða Alþýðubanda- lagsins er þegar mörkuð: Það hefur gert kröfuna um sterka vinstri stjórn að sínu höfuð- baráttumáli og hlotið traust og fylgí alþýðustéttanna við þá kröfu. Og það mun halda áfram að leggja allt sitt lið fram tii að gera hana að veru- leika og tryggja áhrifavald al- þýðustéttanna og alþýðusam- takanna á stjórnarstefnuna og stjórnarfarið í landinu. Foringjar Hræðslubanda- lagsins eiga enn eftir að standa við stóru orðin. Von- andi hefur sigur Alþýðu- bandalagsins sannfært þá um að þeim verður ekki stætt á öðru en að láta fara saman orð og athafnir. Röð uppbótarmann- anna á þingi Uppbótarmenn flokkanna taka sæti á þingi í þessari röð: 1. Alfreð Gíslason (Alþ.b.). 2. Karl Guðjónsson (Alþ.b.). 3. Gylfi f>. Gíslason (Alþ.fl.). 4. Finnubogi Rútur Valdimarsson (Alþ.b.). 5. Benedikt Gröndal (Alþ.fl.). 6. Gunnar Jóhannsson (Alþ.b.). 7. Guðmundur í. Guðmundsson (Alþ.fl.). 8. Björn Jónsson (Alþ.b.). 9. Ólafur Björnsson (Sjálfst.fl.). 10. Pétur Pétursson (Alþ.fl.). 11. Friðjón Þórðarson (Sjálfst.f 1.). sjálfvirku olíubrennararnir fást í eftiríöldum stærðum: Model GCS — 0.75— 2.00 gall. ca. 5 m2 Model GCl = 1.50— 3.00 gall. ca. 9 m2 Model GC2 = 3.00— 4.50 gall. ca. 13 m2 Model GC3 = 3.00— 7.50 gall. ca. 22 m2 Model GC4 = 7.50—13.00 gall. ca. 38 m2 Model GC5 = 12.00—21.00 gall. ca. 60 m2 Model GC6 = 20.00-33.00 gall. ca. 90 m2 Yfir helmingur allra olíukyndingar- tækja, sem flutt eru til landsins, er G I L B A R C O. Leitið nánari upplýsinga hjá oss. Birgðir fyrirliggjandi. Varahlutir einnig ávallt til. (tsso) DLIUSOLUDEILD KEA Akureyri. SÍMAR: 1700 og 1860. V erðlaimagetraunin Við athugun á getraunaseðlum þeim, sem Héraðsnefnd Alþýðu- bandalagsins gaf út í sambandi við kosningarnar, kom í ljós að fru Guðrún Guðmundsdóttir, Skóla- stíg 3, reyndist getspökust. Var tilgáta hennar um atkvæðamagn Alþýðubandalagsins 829, eða ná- kvæmlega hin rétta. Sfórbreyiing á orðin óhjákvæ krafi um i mgaiogunum mileg réífiætis- Ml' I ■ r I sambandi við kosningaúrslitin verður mönnum úr öllum flokkum æ ljósara, að kosningalögin eru orðin algerlega óviðunandi og stór breyting á þeim orðin óhjá- kvæmileg nauðsyn, ef skipun Al- þingis á ekki í framtíðinni að verða skrípamynd af vilja kjós- enda og jafnrétti á að ríkja í sam- ræmi við grundvallarreglur lýð- ræðis. Svo er nú komið, að minnsti flokkur þjóðarinnar, Framsóknar- flokkurinn, Sem hefur 15,6% at- kvæða að baki sér, fær 17 þing- menn kjörna, en næst stærsti flokkurinn, Alþýðubandalagið, með 19,2% atkvæða fær aðeins 8 þingmenn. Ef Alþýðubandalagið þyrfti jafnfá (760) atkvæði á bak við hvern þingmann, ætti það að hafa 2 1 þingmann. Ekki verður misréttið minna, ef litið er til einstakra kjördæma. — Þannig jafngildir atkvæði eíns Seyðfirðings atkvæðum 17 kjós- snda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þannig mætti tengi telja, en allt ber að þeim brunni, að réttlætis- kennd manna tekur af öll tvímæli um að slíkt misrétti, bæði milli kjördæma og flokka á ekki og get- ur ekki gengið lengur, ef réttar lýðræðisreglur eiga ekki að troð- ast í svaðið. Ný og réttlátari kosningalög ,og kjördæmaskipun verða að fyrirbyggja að hugsanlegur geti orðið sá mögúleiki, sem nú lá nærri að yrði að veruleika, að meirihluti Alþingis sé skipaður eftir vilja lítils minnihluta kjós- enda í landnu. , Vélritunarstúlku vantar á Landsímastöðina á Akureyri frá 1. júlí eða síðar, eftir samkomulagi. — Byrjunarlaun kr. 2800.00 á mánuði. SÍMASTJÓRINN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.