Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. ágúst 1956 UERKflllUffiURItin Ritstjóri: [>ORSTt,INN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Bjorn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Ilafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Viiistri stjórn í minningu Spánarstríðsins Ýmis tíðindi hafa gerzt í land- inu síðustu vikurnar, meðan blaðið hefur verið í sumarfríi. — Þau munu þó merkust, og lík- legust til að hafa mikla þýðingu fyrir þjóðarheildma, að ný ríkis- stjórn hefur tekið við völdum, samstjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðufloikksins og Framsóknar- flokksins. Hér er um að ræða samvinnu allra þeirra flokka, sem nefndir hafa verið og nefna sig sjálfir vinstri flokka, og enda þótt þessa flok'ka greini mjög á um ýmis mál er það vissulega sannleikur, að fjölmörg stefnu- sfcrárairiði og áhugamál þeirra eru þau sömu eða svo svipuð, að með góðum vilja ætti að mega brúa þau bil, sem þar eru. Sumir kunna að vilja draga í efa, að þetta sé rétt og benda á harð- vítugar deilur þessarra flokka og harða baráttu í kosningunum, en í því sámbandi er vert að benda á, að í hita kosningabaráttunnar er jafnan dregið fram og stöðugt hamrað á því, sem á milli ber, en þau mál, sem lítill skoðanamun- ur er um hverfa fremur í skugg- ann eða eru alls ekki nefnd. Hitt er sívo að sjálfsögðu einnig rétt, að um ýmis mikilsverð mál er verulegur skoðanamunur milli þessara flokka, en það er áreið- anlega von allrar aliþýðu, að einnig í þeirn málum takist for- ystumönnunum að finna þann meðalveg, sem abnenningur get- ur við unað. Að einu leyti hefur hin nýja stjórn þegar hlotið mjög mikils- verð meðmæli. Foringjar íhalds- ins og blöð þeirra hafa ekki staðið reiðari yfir neinu, sem gerzt hefur innanlands eða utan um langt árabil, sem myndun þessarar stjórnar. Betri með- mæla getur hin nýja stjórn vart óskað sér. Meðan íhaldið eys yfir hana úr slkólum reiði sinnar, er henni óhætt að treysta því, að hún er á réttri leið, og jaifnlengi getur alþýða fólks gert sér vonir um árangursríkt stjómarsam- starf, Jafnframt er rétt að minn- ast þess, íhaldsblöðimum til æv- arandi skammar, að svo langt hafa þau gengið í óhróðri og sví- virðingum um hina nýju ríkis- stjórn að einsdæmi mun. Er hér eirnkum átt við fréttaskeyti þau, sem þessi blöð hafa sent ut um allan heim og eru þess eðlis sum hver, að þau virðast til þess eins ætluð að sverta íslenzku þjóðina út á við og draga úr trausti hennar meðal annarra þjóða. Foringjar og ráðamenn íhalds- ins, auðmannastétt Reykjavíkur, hefur lenegi verið dugleg við að raka að sér auði og völdum á kostnað annarra stétta þjóðfé- lagsins og í skjóli við valdaað- stöðu Sjálfstæðisflokksins í rík- isstjórn og bönkum. Auðmanna- stéttin er orðin svo fjölmenn og valdamikil, að þjóðinni er stór- háski að. Það verður eitt aðal- S verkefni hinnar nýju stjórnar að stemma stigu við vexti og óeðli- legum áhrifum þessarrar stéttar, en tryggja réttláta skiptingu þjóðarteknanna. í því sambandi hyggst stjórnin hafa nána sam- vinnu við samtök vinnandi stétta í landinu og hefur nú þegar skipað sérstaka nefnd í því sam- bandi, en í þeirri nelnd eiga sæti fulltrúar Alþýðusambands ífe- lands og Stéttarsambands bænda, auk stjórnSkipaðra fulltrúa. — Þessar aðgerðir eru voðalegar í augum íhaldsins og þess vegna brýzt reiði þeirra út á svo ofsa- legan hátt þegar eftir valdatöku stjórnarinnar. Það eru miklar vonir bundnar við hina nýju stjórn, en full ástæða er þó til að benda á, að miklir erfiðleikar munu verða á vegi hennar og þess því ekki að vænta, að hún fái hrundið í framkvæmd öllum áformum sín- um á stuttum tíma. Hún hefur tekið við slæmum arfi frá íhald- inu. Efnahagslíf þjóðarinnar er í slíkri úlfakreppu, að ekki veerð- ur lagfært á einum degi. Þess ber og að minnast, sem áður er getið, að íhaldið hefur hreiðrað um sig í hinum þýðingarmestu stöðum og þaðan er engrar sam- vinnu né aðstoðar að vænta, heldur harðvítugrar og ófyrir- leitinnar andstöðu. Til þessa verðui almenningur að taka til- lit, þegar dæma skal verk hinn- ar nýj.u stjórnar, og sýna henni nokkra biðlund. En það er án efa ósk og von allra vinstri manna, að samstarfið innan þessarrar stjórnar megi takast sem allra bezt, og að henni verði langra lífdaga auðið, og þá mun reynsl- an sýna að rétt spor hafi verið stigið með myndun hennar. Eitt er það atriði í stefnuyfir- lýsingu hinnar nýju stjórnar, sem vert er fyrir okkur Akureyringa að veita sérstaka athygli, en þar stendur: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að skipuleggja al- hliða atvinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þremur landsfjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnu- legum efnum.“ Þessi yfirlýsing gefur okkur vonir um, að nú verði loks snúið við á þeirri braut að staðsetja öll atvinnufyr- irtæki á suð-vesturhomi lands- ins, svo sem segja mé, að gert hafi verið að undanfömu, og með því stefnt markvisst að því að leggja aðra landshluta í eyði. — 18. júlí s.l. voru liðin 20 ár síð- an fasistauppreisnin hófst á Spáni. í nærri þrjú ár barðist hið unga, spánska lýðveldi fyrir til- veru sinni. Sú barátta var þýð- ingarmesta og hetjulegasta bar- átta, sem háð var gegn fasisma og stríði á fjórða tug þessarar aldar. Miklu sterkari óvinir réð- ust gegn spánska lýðveldinu, þar sem voru ítalía Mussolinis og Hitlers-Þýzkaland ,og vonir spænskra lýðveldissinna um að- stoð frá „vesturveldunum" reynd ust tálvonir og verra en það. — Þannig var ástandið meðan spánska alþýðan barðist sinni hetjulegu baráttu. Andstæðing- arnir voru ekki aðeins fasistarn- ir iheima á Spáni, heldur einnig tvö af mestu herveldum heims- ins, ítalía og Þýzkaland, og þau lönd, sem hægast hefðu átt með að veita hjálp, England og Frakk land, neituðu að hreyfa hönd né fót, meðan þýzku og ítölsku fas- istarnir æfðu árásarlistir sínar á spænskri alþýðu, áður en þeir tóku til við Frakka og Englend- inga sjálfa. 20 ár eru ekki langur tími, en þó gleymist margt á skemmri tíma, og skali því rifjað hér upp í örstuttu máli, hver voru upptök spænsku borgarastyrjaldarinnar: í febrúar 1936 voru háðar kosningar til spánska þjóðþings- ins, og í þeim kosningum hlaut Alþýðufylkingin verulegan meiri hluta, eða 268 fulltrúa móti 205 fulltrúum hægri manna. Alþýðu- lylkingin var mynduð af nokkr- um milliflökkum, sósíaldemó- krötum og kommúnistum. Af fulltrúum hennar voru 98 sósíal- deemókratar, 16 kommúnistar og 154 frá milliflokkunum, sem höfðu þannig meirihluta í þing- flokknum og einnig í þeirri ríkis- stjórn, sem mynduð var. Ríkis- stjórnin hófst þegar handa um að hrinda í framkvæmd ýmsum framfaramiálum í samræmi við kosningastefnuskrá Alþýðufylk- ingarinnar, m. a. með stórfelldum umbótum í jarðræktarmálum til að bæta lífs'kjör bænda og land- búnaðarvenkafólks og með því að takmarka völd stórjarðeigenda, sem sátu yfir hlut leiguliða. Einnig hóf stjórnin stórfelldar umbætur í skólamálum og ýmsar aðrar aðgerðir til að efla og tryggja lýðræðið í landinu, veita fólkinu aukin réttindi og betri aðstöðu menningarlega og efna- hagslega. Gegn þessari framfarapólitík skipulagði fasistahershöfðinginn Franco vopnaða uppreisn, studd- ui’ af kaþólsku kirkjunni, stór- Það er fagnaðarefni, er stjórnar- völdunum lærist það nú, að binda ekki hugsun og fram- kvæmdir við Faxaflóa einan, þegar hugsa á um landið allt. Sú hugsunarvilla hefur þegar látið nóg illt af sér leiða og eru þó áhrif hennar hvergi nærri fulll- ljós enn. í þeirri von, að stjórn- inni auðnist að framkvæma þetta og önnur stefnumál sín óskum við henni góðrar framtíðar og langra lífdaga. jarðeigendum og hægrisinnuðum liðsforingjum. En alþýðan skipu- lagði sig þegar til hraustlegrar varnar fyrir nýunnu frelsi sínu, rak afturhaldsseggina af höndum sér og endurreisti hið lýðræðis- lega skipulag um allt landið. En þá hófu þýzku og ítölsku fasist- arnir sínar aðgerðir. Lýðræðið á Spáni skyldi barið niður. Lýðveldisherinn varðist lengi og frækilega við hinar erfiðustu aðstæður, en við ofurefli var að etja. Margsinnis leitaði spænska stjórnin eftir aðstoð Þjóðabanda- lagsins ,en það var sem að tala við daufdumba. — Ráðamenn Þjóðabandalagsins annað tveggja skildu ekki eða vildu ekki skilja, hvað var að gerast. England og Frakkland höfðu allt ráð Þjóða- bandalagsins í hendi sér og í stað þess að veita lýðveldisstjórninni sjálfsagða aðstoð og skylduga eftir lögum Þjóðabandalagsins var ákveðið að reka svokallaða hlutleysispólitík, sem m. a. þýddi það, að aðildarrfki Þjóðabanda- lagsins máttu ekki selja eða láta á annan hátt af hendi við Spán- verja vopn eða annan útbúnað, sem þeim mætti að haldi koma. Með þessu móti voru spænsku lýðveldissinnarnir einangraðir og dæmdir til að bíða lægri hlut, því að á sama tíma streymdu hermenn fasistaríkjanna til Spánar, búnir fullkomnustu víg- vélum þess tíma. Þeir tryggðu "Franco sigurinn og þeir hlutu mikilsverða æfingu í styrjaldara- tækni áður en þeir hófu aðra heimsstyrjöldina og sneru víg- vélunum að þeim sömu aðilum, sem tryggðu þeim óhindrað æf- ingasvæði á Spáni. Hlutleysis- pólitík vesturveldanna varð banaráð hinu unga lýðveldi Spánar, en varð höfundum sín- um einnig dýr. Mótti segja að þar sannaðist áþreifanlega, að „sér grefur gröf þótt grafi“. Af Evrópulöndum voru það að- eins Ráðstjórnarríkin, sem alla tíð héldu vinsamlegu sambandi við hina löglegu stjórn Spánar og birgðu hana að vopnum og visturn, að svo miklu leyti, sem hægt var að koma því áleiðis gegnum einangrunarhring vest- urveldanna. Ríkisstjórn og al- þýða Spánar naut einnig mikillar virðingar og samúðar alþýðu manna í öllum löndum, þrátt fyrir hina sviksamlegu afstöðu vesturveldanna, og fjöldi sjálf- boðaliða hélt til Spánar víðs veg- ar að til að berjast með lýðveld- (Framhald á 4. síðu). „Parkdrengekoret“ Drengjakór K.F.U.M. í Kaup- mannahöfn, „Parkdrcngekoret", heimsótti Akureyri á þessu sumri og hélt hér þrjér söng- skemmtanir, tvær í Samkomu- húsinu, en eina í kirkjunni. Verkamaðurinn var þá kominn í sumai-leyfi, og hefir því eigi get- að sagt frá þessum skemmtunum. Þó að nú sé langt um liðið, vil ég lítillega minnast á söng þessa kórs. Er þar skemmst frá að segja, að hann var í alla staði vel vandaður og hinn eftirtektar- verðasti. Söngstjórinn, hr Jörgen Brem- holm er ágætlega menntaðm- maður, bæði sem þjálfari radd- anna og flytjanda laganna. Radd- beiting var í fullu samræmi við hinn bezta ítalðka söngskóla, og það var furðulegt, hve mikið líf og sál þessir ungu drengir lögðu í lögin. Að öllu samanlögðu tókst kór- söngurinn öllu betur í Sam- komuhúsinu en í kirkjunni, í Samkomuhúsinu léku drengirnir líka smáleiki, sem vöktu mikla gleði. í kirkjunni voru tveir þættir kórsöngsins fluttir niðri í kór kirkjunnar. En á þeim stað, sem drengirnir stóðu, er fremur erfitt að syngja vegna þess, að endur- hljómur frá bakvegg og hvelf- ingu fer að mestu fyrir ofan höf- uð þeirra, sem syngja (mikið betra að standa innar eða frammi í tröppunum). Varð þetta til þess, að drengirnir beittu rödd- inni ósjálfrátt um of, og dró það nokkuð úr raddgæðum og lögun- um hætti til að falla nokkuð. Síðasti iþáttur kórsöngsins fór fram uppi á svölum kirkjunnar með orgelundirleik. Var só þátt- ur unaðsfagur, því að þar er mjög gott að syngja. Nokkrir drengjanna sungu einsöngva, og tókust þeir prýði- lega. Niels Aage Bundgaard organ- isti lék undir söngnum á piano og á kiikjuorgelið, og auk þess lék hann einleik á orgelið: Toccötu og fúgu í d-moll eftir J. S. Bach og Passacaglíu í d-moll eftir D. Buxtehude. Hann er dugandi oganisti, en naut sín ekki sem skyldi vegna ófullkom- leika orgelsins. A. S. Kirkjan. Vegna fjarveru beggja sóknarprestanna á sunnudaginn verður ekki messað þann dag á Akureyri. TILKYNNING frá Sjúkrasamlagi Akureyrar. ÓLAFUR SIGURÐSSON læknir, hættir heimilislæknis- störfum fyrir Sjúkrasamlag Akureyrar 1. sept. n. k. Þeir samlagsmenn, sem skráðir hafa verið hjá hon- um, verða að velja sér annan lækni og hefst sú skráning mánudaginn 20. ágúst n. k. á skrifstofu samlagsins, og þar verða nánari upplýsingar gefnar. (Sími 1934) SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.