Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 3
 Föstudaginn 17. ágúst 1956 VERKAMAÐURINN Af öllu hjarta þökkum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hjartahlýju, aðstoð og hjálp við and- lát og jarðarför KRISTJÁNS GÍSLASONAR. Megi forsjónin launa ykkur öllum af sýnu ríkidæmi. Giginkona, börn, tengdabörn, barnabörn og barna-barnabörn. TILKYNNING UM UMFERÐ Hér með birtast almenningi eftirfarandi reglur um umferð í bænum samkvæmt sam- þykkt bæjarstjórnar Akureyrar: Á eftirgreindum götum er bannað að láta bíla standa lengur en 15 MÍNÚTUR, nema nauðsyn beri til, vegna þess að lengur sé verið að hlaða þá eða afhlaða: 1. Hafnarstræti frá Kaupvangsstræti að Landsbankahúsin u. 2. Skipagötu. 3. Ráðhústorgi. 4. Strandgötu milli Brekkugötu og Túng. Staðir þessir hafa verið merktir með há- um kringlóttum merkjum með áletrun- inni: 15 MÍN. BANNAÐ ER að láta bifreiðar standa á götum VIÐ BIFREIÐASTÖÐVAR, VIÐ VIÐKOMUSTAÐI STRÆTISVAGNA Á 20 METRA BILI, EÐA ÞAR SEM KANT STEINAR HAFA VERIÐ MÁLAÐIR MEÐ RAUÐUM LIT. Sams konar bann gildir um VINSTRI HLIÐ EINSTEFNUGATNA. ítrekað er bann við stöðu bifreiða á svæð- um, þar sem merki hafa verið sett, er banni slíkt. Einnig er, að marggefnu tilefni, ítrekað, að bannað er að leggja bifreiðum nær götu- homum en 5 m frá þeim miðað við húsalínu, eða þar sem gangbrautir hafa verið afmarkað- ar yfir akbrautir. Brot á ákvæðum þessum varða viðurlögum. Skrifstofu Eyjaf jarðarsýslu og Akureyrar, 16. júlí 1956. t7>) Sundlaug Akureyrar Gufubaðið er opið: Fyrir konur, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—7 og 8—10 síðdegis. Fyrir karla, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4—7 og 8—10 síðdegis og á laugardögum kl. 8.30—12 árdegis og kl. 1.30—7 síðdegis. Laus staða Yfirhjúkrunarkonustaðan við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Launakjör þau sömu og á Landsspítalanum. Umsóknir sendist skrifstofu Fjórðungssjúkrahússins fyrir 1. september næstkomandi. ORÐSENDING frá Fjórðung ssjúkrahúsinu Heimsóknartíminn á sjúkrahúsinu er kl. 14—15, en EKKI á öðrum tímum dags. Á fæðingardeildinni er eiginmönnum og feðrum leyft að vera í heimsókn frá kl. 19.30—20, geti þeir ekki kom- ið í heimsóknartímanum. Undantekningar frá þessari reglu eru gerðar, ef ástæða þykir, eftir viðtali við hjúkrunarkonur eða lækna sjúkrahússins. Að gefnu tilefni skal einnig bílstjórum bent á, að eftir kl. 20 má ekki gera sjúklingum ónæði með óþarfa keyrslu heim að sjúkrahúsinu. Akur eyr ai bær. Laxárvirkjun. Tilkynning Hinn 28. júlí 1956 framkvæmdi notarius publicus á Ak- ureyri hinn árlega útdrátt á 4% skuldabréfaláni bæjar- sjóðs Akureyrar vegna Laxárvirkjunar, teknu 1943. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr. 8 - 9 - 15 - 21 - 22 - 43 - 44 - 48 - 49 - 88 - 106 - 138 - 167 - 176 - 178 - 210 - 224 226 - 227 - 245 - 256 - 267 - 290. Litra B, nr. 1 - 25 - 68 - 87 - 93 - 94 - 120 - 133 - 162 - 166 - 172 - 173 - 175 - 211 - 221 - 245 - 247 - 266 - 286 - 288 - 292 - 297 - 328 - 349 - 360 - 368 - 375 - 376 - 406 - 418 - 426 - 450 - 454 - 458 - 467 - 482 - 486 - 494 - 536 - 537 - 549 - 555 - 556 - 567 - 569 - 570 - 576 - 580 - 584 - 587 - 588 - 597 - 621 - 624 - 630 - 663 - 667 - 674 - 676 - 687 - 704 -737 - 740 - 748 - 777 - 787 - 791 - 796 - 802 - 80 7- 809 - 812 - 828 - 831 - 839 - 847 - 849 - 860 - 882 - 907 - 911 - 913 - 914 - 915 - 927 - 939 - 942 - 947 - 979. Hin útdregnu skuldabréf verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri, Strandgötu 1, eða Lands- banka ísands í Reykjavík, 2. janúar 1957. Bæjarstjórinn á Akureyri, 30. júlí 1956. Steinn Steinsen. Opnaði í gær Klæðskeravinnustofu undir nafninu JÓN M. JÓNSS0N H.F. Eins og áður býð ég upp á fjölbreyttasta fataefnaúrval í bænum og alltaf kemur eitthvað nýtt í hverri viku. Látið okkur annast um föt á yður og við munum gera okkar bezta til að þér verðið ánægður. J Ó N M. JÓNSSON H. F. klæðskeri. SÍMI 1599. BROTABROT Þorsteinn M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri og forseti bæjar- stjómar, er um þessar mundir að flytja alfarinn til Reykjavíkur. Þorsteinn hefur setiS í bæjar- stjóm um 14 ára skeið og bæSi Dann tíma og áður gegnt ótal- mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og ríkið. Eftir ósk bæjarstjórnar situr hann áfram í sögunefnd Akureyrar, þótt hann flytjist héðan og láti af öðrum opinberum störfum. Auglýsið í Verkamanninum Um síðustu mánaðamót tóku Strætisvagnar Akureyrar h.f. nýjan strætisvagn í notkun. Er hann af Volvo-gerð og mjög vandaður að öllum frágangi. Var hin mesta búbót að vagni þess- um, því að ekki hefur verið ör- grant um, að farþegar væru lítið eitt smeykir í gömlu vögnunum, sem hér gengu einir um tíma. Kváðust sumir óttast, að hjólin týndust undan þeim. Sem betur fer hefur ekki komið til þess. En hitt hefur sannast, að strætis- vagnar voru tímabær þjónusta hér á Akureyri. 1. þ. m. tók Ásgeir Ásgeirsson öðru sinni við embætti forseta íslands við hátíðlega athöfn í Al- þingishúsinu. Gegnir hann því forsetastörfum næsta fjögurra ára kjörtímabil eða til 31. júlí 1960. Hann var að þessu sinni eini frambjóðandinn til forseta- kjörs og þurfti því engin kosning að fara fram. Næstu daga er væntanleg hing- að til lands verkamannasendi- nefnd frá Ráðstjórnarríkjunum. Nefndin er sikipuð 4 mönnum og kemur hingað í boði Alþýðusam- bands íslands. Hún mun dveljast hér í nolkkrar vikur og kyxma sér verkalýðsmál og ferðast um landið. Þó dvelst hérlendis um þessar mundir fögurra manna rússnesk verkalýðssendinefnd á vegum Fulltrúaiáðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Mig vantar íbúð 3 herbergi og eldhús, nú strax eða 1. október. — Tvennt fullorðið í heimili. STEFÁN BJARMAN, Munkaþverárstræti 18 (niðri) NÝJA-BÍÓ Aðgöngumiðasaia opin kl. 7-9. Sími 1285. t kvöld: Sæfari konungsins Amerísk mynd frá 20th llCentury Fox. Mjög spenn- andi og viðburðarrík mynd 5em gerist í tveirn síðustu heimsstyrjöldum. Aðalhlutverk: JEFFRY HUNTER MICHAEL RENNIE WENDY HILLER. Bönnuð innan 12 ára.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.