Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 17.08.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. ágúst 1956 Leildistarlieimsókiiir Viðskiptasamningur við Tékka Aukin viðskipti Á nokkrum undanförnum ár- um hefur sú gleðilega nýlunda færzt í vöxt, að leikflokkar, ým- ist frá Þjóðleikhúsinu, Leiikfélagi Reykjavíkur, eða sérsamtökum nokkurra leikara, hafa tekið sig upp og heimsótt ýmsa staði, fleiri eða færri, úti um landsbyggðina. Þessar heimsóknir hafa orðið svo vinsælar, að fáu er hægt við að jafna, enda hafa leikflokkar þessir sýnt nokkur frábær leik- rit, þótt ýmislegt léttvægara hafi á stundum flotið með. Nú í ár höfum við Akureyring- ar fengið tvær slíkar heimsóknir, aðra í vor, á vegum Leikfélags Reykjavíkur, með leikritið „Systir María“, hina nú nýskeð, á vegum Sumarleikhússins, ný- stofnaðra leikarasamtaka, með gamanleikinn „Meðan sólin skín“, sem sýndur hefur verið undanfarna sumarmánuði í Reykjavík við fádæma aðsókn og hrifningu. Svo einkennilega vill til, að leikstjóri beggja leikrit- anna er hinn sami (Gísli Hall- dórsson) og leikendurnir að mestu hinir sömu í þeím bóðum, nema hvað nokkrir fleiri léku í „Systir Maríu“. Fyrra leikritið, „Systir María“, er eftir unga Lundúna-stúlku, Gharlotte Hastings að nafni, og er þetta jómfrúverk hennar. í leikskránni er nokkur lesning um aðskiljanlega kosti leikrits- ins, og þá hrifningu er það hafi vakið í heimalandi ungfrúarinn- ar, og dreg eg það eklki í efa. Hún hefur augsýnilega verið duglegur sakamálasögulesari — og hver ökkar segir sig frían af því? Enginn, ekki einu sinni ráð- herrar eða biskupar — og einn góðan veðurdag hefur hún sagt við sjálfa sig: „Nú skapa eg glæ- nýja tegund leynilögreglu- manns.“ En það var bara ekki eins auðvelt og maður skyldi ætla. Þvílík ógrynni af mismun- andi manngerðum hafði þegar verið gert að Skyrlákum Hólm- esum í sakamálabókmenntunum, jafnvel lamaðar leynilöggur (í hjólastólum) og blindar leyni- löggirr (með hunda), að fátt sýndist um feita drætti. En Char lotta litla spjaraði sig. Hún fann upp glænýja tegund, eins og hún ætlaði sér: Nunnu-leynilöggu. Og þá var allt gott; sagan, „plottið", var aukaatriði, sem kom af sálfu sér. En allar sögur, smáar sem stórar, þurfa að hafa vissa spennu, og hápunkturinn verður að koma iá réttum stað. Og þar bregst Charlottu boga- listin. Hápunkturinn kemur allt- of fljótt, hún missir allt í bux- urnar snemma í leikritinu, og eftir það hefur maður takmark- aðan áhuga á því sem gerist á leiksviðinu. Eg átti alltaf von á að Nunnulöggan mundi bresta á og syngja „Ave Maria" eða „Die junge Nonne", en svo var ekki og það kalla eg vel af sér vikið. Höfundurinn hlýtur að vera hreinræktaður Englendingur. Ef hún ætti, þó ekki væri meira en ameríska langömmu, hefði hún ekki staðið þá freistingu af sér. Ein furðuleg persóna er í leikrit- inu, Willy nokkur Pentridge (Gísli Halldórsson), fáviti af ætt Lenna í „Músum og mönnum“. Hann virðist eiga svo lítið erindi og vera svo laust tengdur leikn- um, að ekki þurfi einu sinni skæri nærkonu, 'hvað þá hníf Guðmundar Karls eða Snorra, til að Skera hann alveg á burt. En íyrir byggingu leiksins er hann álíka afdrifaríkur og misþungir votabandsbaggar í heylest. En þetta er allt í lagi. Charlotta litla á áreiðanlega eftir að gefa okkur fleiri leikrit, eða þá sögur, með Nunnu-leynilöggunni sinni, og þá hefur hún lært tæknina betur. Seinna leikritið, „Meðan sólin Skín“, eftir Terrenee Rattigan, ungan brezkan rithöfund, sem þegar hefur samið nokkur ágæt leikrit, tvö þeirra flutt hér í Rík- isútvarpinu (Winslowmálið og Browningþýðingin) og eitt af Þjóðleikhúsinu (Djúpið blátt). „Meðan sólin skín“ á þó ekkert sameiginlegt við þessi verk. Það er hreinskilið og feimulaust slúður frá upphafi til enda, „samið" einvörðungu í þeim tvö- falda tilgangi, að græða peninga og hressa upp á sjálfstraust Eng- lendinga mitt í ógnum síðustu styrjaldar. Mig minnir að í leik- skránni standi, að leikritið sé samið í „hefðbundnum raunsæis- stíl“. „Hefðbundnum" er gott, en eg er ekki alveg eins viss um raunsæið. Allt er „hefðbundið", þúsund sinnum áður séð eða les- ið, hvergi örlar á nýstárlegu blæbrigði. „Hefðbundnir“ lorðar ig lafðir, „hefðbundinn“ „butler“, „hefðbundnir“ whiskýsjússar, „hefðbundið“ einvígi Frakka, Ameríkumanns og Englendings um ástir konu, og „hefðbundinn" sigur Englendingsins „against heavy odds“. En verst af öllu er, að mest af þessu missir alveg marks hér hjá okkur, þótt það sé gott tóbak fyrir brezka til- heyrendur. Aðalgrínið í brezkum leikjum af þessari „hefðbundnu“ gerð, er að láta sem flesta leik- endur tala bjagað, Kanann Am- eríubjagað, Frakkann frönsku- bjagað, „butlerinn" hátíðleika- bjagað, gleðipíuna menntunar- leysis-bjagað o. s. frv. Alls þessa förum við sem sagt á mis, því það er ógerningur að halda því í þýðingunni. Ofan á þetta bætist svo það, að þótt furðulegt sé, hefur okkur ekki ennþá lærzt að bera viðhlítandi lotningu fyrir einkennisbúningum, og allra sízt fyrir búningum óbreyttra sjó- liða. Það finnst okkur einhver allra óhrjálegasta múndering sem til er, og eg hef grun um að hjörtu flestra Akureyrarkvenna vorra, sem sáu leikinn, hafi sleg- ið með hinum spengilega Kana eða hinum „hvítglóandi“ Frakka, en ekki með sjóliða-lorðinum, þó ljótt sé til að vita. En hættum þessu karlanöldri. Því það sem efnið skorti á af þungvægi, unnu leikendurnir og leikstjórinn margfaldlega upp með frammistöðu sinni, hún var undantekningarlaust prýðileg, og gildir það jafnt um báða leikina. Leikstjórinn, Gísli Halldórsson, er bersýnilega bæði gáfaður og listfengur maður (sem er kann- ski ekki mjög algeng „kombina- tion“ meðal leikara), en æth honum hætti ekki svolítið til að „yfirmöblera“ leik sinn? Jón Sigurbjörnsson hefur verið átrúnaðargoð okkar um langt skeið í því sem Kanar kalla „he- men tyes“. Eg er ekki alveg frá því að hann sé að staðna í ákveðnum kækjum máls og hreyfinga, sem gætu orðið hon- um hættulegir: Hann gæti týnt sjálfum sér. Nýliði einn (Guð- mundur Pálsson) vakti á sér mikla eftirtekt í hlutverki „butlersins". Það var ágætur leikur. Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir er tvímælalaust orðin ein af albeztu skapgerðarleikkonum sem við höfum eignazt. Eg held það sé ekki ofmælt, að enginn leikari okkar hafi gengið starfi sínu eins fullkomlega á hönd, af öllum kröftum lífs og sálar, og hún. Og árangurinn er líka glæsilegur. Helga Bachmann „sló okkur alveg við“, bæði með dæilegheitum sínum og gneistr- andi litarafti, og ágætum, ný- stárlegum leik. — Sem sagt, allir leikendurnir stóðu sig með ágæt- um, þótt eg sökum plássleysis nefni ekki fleiri. Þýðendur leikritanna eru báð- ir í röðum beztu manna okkar í þeirri grein. Ásgeir Hjartarson þýddi „Systur Maiíu“, en Skúli Bjarkan „Meðan sólin skín“. Eg held þeir hafi báðir tekið starfið of alvarlega, þó hart aðgöngu sé að tilfæra það sem aðfinnslu. — Rétt sem dæmi skal eg nefna þegar Skúli af mikilli samvizku- semi þýðir „pony“ og „monkey“ með „hross“ og „apaköttur". Það borgar ekki fyrirliöfn. Það heitir bara á (vondri) íslenzku „25- karl“ og „500-karl“. Annað skilzt ekki. Og eftirfarandi orðaleik verður bara að breyta fríhendis, eða sleppa. Þá er það mikill plagsiður enskur, að vera með sífelldar tilvitnanir í sígildar bókmenntir eða frægar persón- ur. En þótt „Bláa bókin“ (sem ekki mátti auglýsa) gerði mikla lukku á sínum tíma, er eg hrædd ur um að fáir tilheyrendur hér kannist við þá Babýlons dóttur, Lady Chatterley. Slíkt fellur dautt til jarðar. Kæru sunnanleikarar! Þótt þið að þessu sinni kæmuð ekki með mikið „leikhús", erum við ykkur þakklát fyrir heimsóknina. Væri það til of mikils mælzt, að þið kæmuð næst með eitthvað svo- lítið þungvægara, eitthvað sem gefur ykkur sjálfum betra tæki- færi til frábærra leikafreka og okkur efni í endingarbetri list- nautn? En fari svo að slíks sé ekki kostur, þá fyrir alla muni, komið þið með nýja útgáfu af Nunnu-leynilöggu eða nýjan Sjóliða-lorð! Þið skuluð vera hjartanlega velkomin, og við skulurn fylla húsið hjá ykkur kvöld eftir kvöld. Stefán Bjarman. Helgi Pálsson, kaupm. og bæj- arfulltrúi, varð sextugur síðastl. þriðjudag. Hann hefur mikið starfað að opinberum málum og mörgu góðu máli veitt stuðning. Síðastliðinn þriðjudag var und- irritað nýtt viðskiptasamkomulag við Tékkóslóvakíu og er þar gert ráð fyrir nokkuð auknum við- skiptum miðað við samninga s.l. árs. Samkomulagið undirritaði fyrir íslands hönd Emil Jónsson utan- ríkisráðherra og fyrir hönd Tékkóslóvakíu Frantisek Schlégl, formaður tékknesku sendinefnd- arinnar. Samkomulag þetta er gert í samræmi við ákvæði viðskipta- samningsins milli íslands og Tékkóslóvakíu, er undirritaður var í Rvík hinn 31. ágúst 1954 og gildir til 31. ágúst 1957. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að íslendingar selji til Tékkó- slóvakíu á tímabilinu aðallega freðfisk, síld, fiskimjöl og lýsi. Á móti er gert ráð fyrir kaupum á ýmsum vörutegundum frá Tékkó slóvakíu, svo sem járn- og stál- „Taiaiuli tölur“ i Ef gerður er samanburður á at- kvæðamagni flokkanna hér í bæn- um nú og í síðustu alþingiskosn- ingum og fylgi Alþýðubandalags- ms nú miðað við fylgi Sósíalista- flokksins þá, hefur atkvæðamagn- ið breytzt sem hér segir: Alþýðubandalagið hefur unnið 31,6%. Alþýðufl. og Framsókn hafa unnið 13,2%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur unn ið 11,5%. Þjóðvarnarflokkurinn hefur tap- að 49%. Ef miðað er við hlutfallstölur verður útkoman þessi: Alþýðubandalagið hefur unnið 3,4% gildra atkvæða. Alþýðufl. og Framsókn hafa unnið 0,7% gildra atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tap- að 0,1% gildra atkvæða. Þjóðvarnarflokkurinn hefur tap- að 4,0% gildra atkvæða. Augsýnilegt er af þessum tölum að Alþýðubandalagið er eini flokk urinn sem unnið hefur umtals- verðan sigur í kosningunum hér, en hinir sem næst staðið í stað eða tapað. Fyrir kosningar töluðu margir um „talandi tölur“. Sumir þeirra vilja nú helzt forðast að gera raunhæfan samanburð á atkvæða- tölum og atkvæðamagni, en skýla fylgistapi eða stöðnun bak við inn- antóm slagorð. vörum, vefnaðarvöru, leður- og gúmimískófatnaði, asbesti, bif- reiðum, vélurn, gleri og gler- vörum. Er áætlað að viðskipti samkvæmt samkomulagi þessu verði heldur meiri en þau voru samkvæmt síðasta samkomulagi sem undirritað var í Prag 24. september 1955. - Ný ríkisstjórn (Framhald af 1. síðu). stækkun íslenzku landhelginnai' og telur, að stækkun friðunar- svæðisins í kringum landið sé nú brýn nauðsyn vegna atvinnuör- yggis landsmanna og mun því beita sér fyrir framgangi þess máls. Ríkisstjórnin mun í utanríkis- inálum fylgja fram ályktun Al- þingis 28. marz s.l. „um stefnu íslands í utanríkismálum og meðferð varnarsamningsins við Bandaríkin.“ Ríkisstjórnin mun vinna að því að lokið verði á starfstíma stjórn arinnar endurskoðun stjómar- skrár lýðveldisins og kosninga- laga og munu stjórnarflokkarnir vinna að samkomulagi sín á milli um lausn þessara mála. Það er samkomulag stjórnar- flokkanna, svo sem að undan- förnu hefur tíðkazt, að forsætis- ráðherra geri ekki tillögu lun þingrof, nema með samþykki allra stjórnarflokkanna eða ráð- herra þeirra.“ - Spánarstríðið (Framhald af 2. síðu). ishernum. Sjaldan hefur barátta nokkurs hers hlotið jafn mikla samúð og aðdáun ,en sem vænta mátti gengu vígvélar fasistanna með sigur af hólmi, og enn í dag býr spænska þjóðin við fasistiska kúgunarstjórn, arf frá Adolf Hitler. En alþýða Spánar verður ekki kúguð að eilífu, og þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur hún ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir frelsi og lýðræði. Öðru hvoru fréttist að óánægjan brýzt út á vinnustöðvum og meðal stúdenta, en uppþotin eru barin niður af harðri hendi Francoeinveldisins. Sú stund mun þó koma, og vænt- anlega fyrr en síðar, að hin spænska alþýða fái endurvakið það lýðveldi, sem drekkt var í blóði á árunurn 1936 til 1939. NYKOMIÐ: Kven-strigaskór með fylltum hæl. Gráir, bláir, gulir, rauðir og grænir. Skódeild

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.