Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.10.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. október 1956 S VERKAMAÐURINN TOGARAKAUPIN Greinargerð atvinnutækjanefndar í málefnasamningi, sem birtur var með yfirlýsingu um stjórnar- myndun 24. júlí sl., er gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin „leiti samn inga um smíði á 15 togurum og lánsfé til þess“. Ennfremur, að skipunum verði „ráðstafað og þau rekin af hinu opinbera og á annan hátt með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins“. í samræmi við málefnasamn- inginn og í samráði við ríkis- stjórnina hefur atvinnutækja- nefnd samið þetta frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til togarakaupa, lántöku og sér- stakra ráðstafana í útgerðarmál- um til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hér á landi eru nú gerðir út 43 togarar, 32 byggðir rétt eftir styrjöldina (byggingarár samkv. samkv. skipaskrá 1947—1949), 9 byggðir um 1950 (byggingarár samkv. skipaskrá 1950—1952) og 2 gamlir. Þessir 43 togarar skipt- ast milli útgerðarstaða sem hér segir: Reykjavík 17 Hafnarfjörður 6 Akranes 2 Patreksfjörður 2 Flateyri (gamlir) 2 ísafjörður 2 Siglufjörður 2 Ólafsfjörður 1 Akureyri 5 Seyðisfjörður 1 Neskaupstaður 1 Austfirðir, sunnanv. 2 Ólafsfjarðartogarinn er félags- eign þriggja kaupstaða norðan- lands: Húsavíkur, Ólafsfjarðar og Sauðárkróks, og leggur afla sinn á land til skiptis á þessum stöð- um. Togararnir tveir á sunnan- verðum Austfjörðum eru félags- eign Búðakauptúns, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og er aflanum skipt milli þeirra staða. Auk þessara 43 togara er einn gamall, kolakynntur togari á skipaskrá í Hafnarfirði. Af þeim 43 togurum, sem gerðir eru út ,eru fimm með dieselvélum og 38 með olíu- kynntar gufuvélar. Stærð skip- anna er yfirleitt ra. 650—730 brúttótonn. Einn Akureyrartog- arinn, Jörundur, er þó minni, ca. 490 brúttótonn, en gömlu togar- arnir tveir, sem út eru gerðir, eru innan við 400 brúttótonn (364, 394). Tveir dieseltogarar eru í smíðum erlendis. Annar þeirra, ca. 800 tonn br., verður gerður út frá Neskaupstað og hinn, ca. 900 tonn br., frá Reykjavík. Ýmsar ástæður eru til þess, að nauðsyn þykir til bera, að aflað verði nýrra togara til landsins. Þörf er á að auka útflutnings- framleiðslu landsmanna og þar með árlegar tekjur í erlendum gjaldeyri, jafnframt því sem auka þarf atvinnu við framleiðslu á komandi árum. Ekki verður hjá því komizt að endurnýja togara- flotann smám saman, og þegar litið er á aldur þeirra skipa, sem landsmenn eiga nú, er tímabært, að sú endumýjun sé hafin. Síðast en ekki sízt er á það að líta, að í sumum landshlutum eru tak- markaðir möguleikar til bátaút- gerðar, sums staðar vegna minnk andi afla í seinni tíð á miðum, er fyrrum voru fengsæl. Eru til þess ýmsar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Hér á hlut að máli fjöldi útgerðarstaða á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum. Hins vegar hefur þar víða verið komið upp dýrum mannvirkjum til hagnýtingar afla nú undanfar- ið eða þau aukin, sem fyrir voru, en víða skortir þá afla til vinnsl- a. m. k. hluta úr árinu, en rekst- ursaðstaða mannvirkja með mikl um stofnkostnaði reynist erfið,. þegar mikið skortir á, að þau séu fullnotuð. Jafnframt verður þá á slíkum stöðum svonefnt árstíða- bundið atvinntdeysi, en þeir, sem tök hafa á, leita atvinnu til fjar- uægra landshluta. Er það margra manna álit, að úr þessu verði helzt bætt með því að stofna til togaraútgerðar eða auka hana í þeim landshlutum og á þeim stöð um, sem hér eiga hlut að máli, eftir því sem hafnarskilyrði og aðrir staðhættir leyfa." En þegar á það er litið, að rekstur togaraútgerðarinnar hef- ur gengið mjög erfiðlega nú síð- ustu árin, er þess tæpast að vænta, að nein veruleg aukning toagraflotans eigi sér stað í bráð, nema ríkisvaldið eigi þar veru- legan hlut að máli og beiti sér fyrir útvegun skipanna. Þetta virðist nú viðurkennt af mörgum, og m. a. hafa á Alþingi undanfar- in ár verið borin fram nokkur frumvörp frá þingmönnum í öll- um flokkum, þar sem gert er ráð fyrir aukningu togaraflotans að tilhlutun hins opinbera á einn eða annan hátt. Á undanförnum árum hafa verið keyptir frá útlöndum eða byggðir innanlands allmargir stórir fiskibátar. Nokkrir þess- ara báta eru skráðir í fyrrnefnd- um landshlutum. Hafa þeir nær allir, a. m. k. norðanlands og austan, á vetrarvertíðum leitað til róðra á fiskimiðin suðvestan- lands, en lítinn afla lagt á land til vinnslu heima fyrir, nema þá helzt síld til söltunar að sumrinu. Mjög fáir þeirra eru reknir yfir vor- og sumarmánuðina. Árleg- ur úthaldstími þeirra er því að jafnaði 6—7 mánuðir. Bátakaup þessi hafa því ekki notazt svo vel sem ætlazt var til til þess að auka verulega atvinnu og framleiðslu heima fyrir. Með togarakaupunum fyrri og síðari eftir styrjöldina og til- færslu síðustu árin hefur rúm- lega þriðji hluti hinna nýju skipa, eða nú 16 skip talsins, verið staðsettur og gerður út frá Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum. Er óhætt að segja, að sú'ráðstöfun hafi bjargað nokkr- um stöðum frá fjárhagslegu hruni, en aðrir hafa notið útgerð- ar þessara skipa verulega, með því að þeir hafa fengið togaraafla til vinnslu, einkum nú síðustu árin. Aðalútgerðar- og löndunar- staðir skipanna eru tilgreindir hér að framan. En auk þeirra má nefna Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík, sem fengið hafa togara- fisk frá ísafirði, og Dalvík, sem fengið hefur togarafisk frá Akur- eyri. Um almenna þýðingu togara- útgerðar fyrir fiskframleiðslu landsmanna og fiskiðnað tala töl- ur sínu máli. Togaramir, rúml. 40 talsins, skiluðu á land árið 1955 nær helmingi ársafla lands- manna, þegar síldarafli er undan- Kjörbókaflokkur Máls og menningar 1956 ásamt heildarútgáfu af Ijóðum Cuðmundar Böðvarssonar.* Sjór og menn eftir Jónas Árnason, — en hann er eftir fyrstu bók sína, FÓLK, orðinn einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Sextán sögur eftir Halldór Stefánsson. — Úrval gert af Ólafi Jóh. Sig- urðssyni með ritgerð um skáldið. — Handhæg bók til að kynnast því, hve fjölhæfur snillingur Halldór Stef- ánsson er í smásagnagerð sinni. Fyrstu skáldrit tveggja ungra höfunda: Þytur um nótt eftir Jón Dan. — Þar á meðal þrjár verðlaunasögur frá Helgafelli og samvinnunni. Stofnunin sögur eftir Geir Kristjánsson. Kvæðasafn eftir Guðmund Böðvarsson. — Fyrsta heildarútgáfan af ljóðum skáldsins, en flestar bækur hans eru löngu ófáan- legar. ^KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKí Bækurnar fást í öllum bókaverzlunum. íslenzka skattlandið nýtt rit eftir Björn Þorsteinsson, úr þjóðarsögu íslend- inga 1262—1400, framhald af íslenzka þjóðveldinu, sem hlaut mikið lof. Líf í listum sjálfsævisaga hins óviðjafnanlega leikstjóra, Stanisslavkís, „sannkölluð biblía leikara“, segir Ásgeir Hjartarson í formála. Bók handa öllum sem vilja skilja hvað leiklist- arstarf og leiklist er. Leikrit eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. — Fyrsta bindi nýrr- ar útgáfu á hinum ódauðlegu leikritum Shakespeares. Leikritin í þessu bindi eru Draumur á Jónsmessunótt, Rómeó og Júlía og Sem yður þóknast. Náttúrlegir hlutir Bók um nútíma tækni eftir þýzkan háskólakennara í eðlisfræði, með fjölmörgum skemmtilegum teikningum. Gefur svör við margskonar spurningum úr daglegu lífi. BÓKMENNTAFÉLAGIÐ MÁL OG MENNING Umboð á Akureyri: ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR, Þingvallastræti 14.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.