Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 16.11.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. nóv. 1956 VERKAMAÐURINN S Ralslraumur notaður viS liskveiðar Er síldarnótin senn úrelt veiðarfæri? R. F. D. GÚMBATAR eru þekktustu gúmbjörgunarbátar heimsins. Verðið er hagstætt, afgreiðslutíminn stuttur. Bátarnir eru viðurkenndir af skipaskoðun ríkisins. Leitið upp- lýsinga. Einkaumboð á Norður- og Austurlandi. VEIÐARFÆRAVERZLUNIN GRÁNA hi. Akureyri — Skipagötu 7 — Sími 2393. TILKYNNING Þann 31. október 1956 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á skuldabréfum láns Al- þýðuhúss Akureyrar. Þessi númer komu upp í 50 þús. kr. láni: 2 - 3 - 5 - 12 - 13 - 18 - 20 - 23 - 25 - 30 - 49 - 59 - 60 - 75 - 77 - 81 - 86 - 95 - 96 - 97. Af 100 þús. kr. láni komu þessi númer upp: Litra A: 24 _ 26 - 3 - 44 - 51 - 58. Litra B: 63 - 94 - 99 - 101 - 106 - 117 - 126 - 139 - 148 - 179 - 184 - 187 - 191 - 193 , - 195 - 209 - 243 - 244 - 247 - 248. Litra C: 262 - 282 - 265 - 346 - 347 - 351 - 357 - 363 - 370 - 391 - 392 - 393 - 394 - 397 - 402 - 404 - 414 - 428 - 441 - 443 - 462 - 476 - 487 - 494 - 505 - 522 - 525 - 516 - 518 - 551. Ú tdregin skuldabréf og vextir af bréfum verða greidd eftir 1. janúar 1957 hjá gjaldkera Alþýðuhússins, Stefáni K. Snæbjörnssyni. STJÓRN ALÞÝUUHÚSSINS. KAPUR °g HATTAR Fjölbreytt úrval. Ný sending! M4RKAÐURINN Akureyri. — Sími 1261. Það er langt síðan menn fóru fyrst að hugleiða það, hvort ekki mætti hafa not af rafstraumi við fiskveiðar, til þess að auka aflann en spara jafnframt veiðarfæra- kostnaðinn. Ýmsar tilraunir hafa verið gerð- ar í þessa átt, og hafa þær sýnt, að ' þessi hugmynd væri síður en svo út í bláinn. Nú er svo komið, að farið er að hagnýta þessar aðferðir við fisk- veiðar í allstórum stíl, og eru það vísindamenn frá Austur-Þýzkalandi sem hafa haft forustu um þær til- raunir. Hafa þeir sannað, svo að ekki verður um villzt, að með því að notfæra sér aðferðir þeirra og setja fiskinn í eins konar rafmagns- stól, verður aflinn mun meiri og öruggari en með nokkurri annarri aðferð, sem hingað til hefur verið beitt við fiskveiðar. Tuttugu skip. Nú þegar er svo komið, að tutt- ugu skip frá Austur-Þýzkalandi stunda fiskveiðar með þessum nýju aðferðum, eru það bæði togarar og smærri mótorskip. Reynslan af út- gerð þeirra hefur verið mjög góð og mun þessi floti því stóraukast á næstunni. Fyrirtækið AEG í Austur- Berlín framleiðir rafmagnsútbúnað- inn, og munu líkur til, að það taki að framleiða með útflutning til annarra landa einnig fyrir augum, áður en langt líður, en enn þá hef- ur þó aðeins verið framleitt fyrir heimamarkað, ef frá er talinn raf- útbúnaður til túnfiskveiða, sem út hefur verið fluttur til Svíþjóðar, og hefur aflamagn sænskra fiskimanna við þær veiðar margfaldazt síðan. Túnfiskveiðar. Túnfiskurinn er harðgerður og berst fyrir lífi sínu af mikilli hörku. Oftar en hitt heppnast honum að sleppa, eftir að hann hefur bitið á öngulinn, en þegar rafmagninu er beitt gegn honum, verður útkoman önnur. Er aðferðin í stórum drátt- um á þá leið, að rafstraumur er leiddur eftir færinu niður í öngul- inn. Er það sérstakt afbrigði af rak- straum, sem rofnar allt að 100 sinn- um á sekúndu. Um leið og fiskur- inn tekur, fær hann rafhögg, sem deyfir hann í ca. 40 sek. Með því að halda áfram straumsendingum er hægt að deyfa hann þannig æ ofan í æ, þar til hann er dreginn um borð, en þá er hann skotinn. Það verður samt að gerast án tafar, því að jafnskjótt og deyfingunni sleppir, er fiskurinn jafn lifandi og kraftmikill og áður og berst um ógurlega. En vinningurinn við að nota rafstrauminn er sá, að eftir að fiskurinn einu sinni hefur tekið, rífur hann sig ekki af önglinum, og einn maður getur hæglega dregið hann upp á yfirborðið. Þessi útbún- aður er einnig oft þannig gerður, að hægt er að draga þrjá fiska sam- tímis. Togveiðar. En þessa nýju aðferð er einnig hægt að hagnýta við veiðar í botn- vörpu eða flotvörpu, þannig að ár- angurinn verði mun betri en ella. Þá eru togvirarnir rafmagnaðir og látnir senda frá sér straumhvata, sem lama þá fiska, sem eru í því svæði, sem liggur milli víranna, og lenda þeir þá óhjákvæmilega i vörp- unni. Með mismunandi straum- styrkleika er hægt að ákveða fyrir- fram, hvaða fisktegund veiðist, og ekki einungis hvaða tegund, heldur er einnig hægt að ákveða, hvaða stærð af fiskinum veidd er, en þær fisktegundir eða stærðir, sem menn ekki kæra sig um, synda burtu án þess að rafstraumurinn hafi nokkur áhrif á þær. Fiskitorfur umkringdar. En sagan er ekki hér með á enda. Tilraunir hafa einnig leitt í ljós, að hægt er að slá hring um fiskitorfur með rafstraum einum, en án þess að nota nokkur net eða nætur, eins og hér er gert við síldveiðar o. fl. — Straumurinn, sem þá er notaður, lamar ekki fiskana, en heldur torf- unni saman, rétt eins og halda má saman hóp hrossa eða annars bú- penings innan rafmagnaðrar girð- ingar. Með því að þrengja smám saman að torfunni, má þjappa henni svo saman, að fiskinum má blátt áfram dæla upp í veiðiskipið. A þennan hátt er hægt að ná sam- an feikilega stórum fiskitorfum og margfalt stærri en nokkurn tíma er hægt að króa inni í síldarnót. Og veiðarfæraslitið er ekkert. Það er engin hætta á, að nótin rifni. Það er aðeins veikur rafstraumur, sem liggur milli tveggja skauta, sem þá heldur torfunni saman. Silungsveiðar. Forstjóri við tilraunastofnun austur-þýzka fiskimálaráðuneytisins sýndi blaðamönnum þar í landi ásamt nokkrum erlendum blaða- mönnum nýlega ýmsar aðferðir við fiskveiðar með aðstoð rafstraums. Blaðamaður frá Land og Folk í Kaupmannahöfn, sem þarna var, skýrði m. a. frá því í blaði sínu, að þeim hefði verið sýnt, hvernig nota skyldi lítið rafmagnstæki, sem einkum er ætlað til nota við veiðar í ám og vötnum. Segir blaðamaður- inn, að veiðiaðferðin hafi komið svo undarlega fyrir sjónir, að vart hafi verið hægt að ímynda sér annað en að þeir væru komnir til Undra- lands. í stuttu máli sagt fór veiðin fram á þennan hátt: — Uppfinningamaðurinn stakk málmstöng niður í vatnið og kast- aði koparplötu út í það í nokkurri fjarlægð. Bæði málmstöngin og koparplatan voru tengd rafþráðum. Að andartaki liðnu höfðu allir þeir fiskar, sem staddir voru innan 15 metra fjarlægðar frá stönginni, safn- azt að henni, og samtímis lömuðust þeir af rafstraumnum, svo að hægt var að ausa þeim upp eða bara að tína þá upp með höndunum. Við tilraunina veiddi uppfinningamað- urinn fulla fötu af urriða og ál á tveim mínútum. Rafstraumurinn, sem notaður var við tilraunina, var fenginn frá rafgeymi úr bíl. Nega- tívi póllinn var tengdur við kopar- plötuna, en pósitívi póllinn við „veiðistöngina". Síldveiðar. Danski blaðamaðurinn lýkur frá- sögn sinni af tilrauninni við sil- ungsveiðarnar á þessa leið: „Ef raf-veiðarnar ná jafn undra- verðum árangri á hafi úti, hugsaði ég, er sá dagur ekki langt undan, þegar mannkynið, sem frá ómuna- tíð hefur þolað hungur, getur aflað sér nægrar fæðu úr forðabúri hafs- ins, þar sem rækta má og uppskera ... ef að...“ Daginn eftir hélt blaðamaðurinn út á haf til síldveiða, og fer hér á eftir útdráttur úr frásögn hans: Sennilega hefur hinn austur-þýzki uppfinningamaður lesið hugsanir mínar, því að daginn eftir bauð hann mér til síldveiða á Eystrasalti með mótorskipinu „PC-5271“, sem auk rafmagnsveiðarfæranna hafði allan hugsanlegan tæknilegan út- búnað og áhöld, svo sem fisksjá og „rjómaþeytara-skrúfu" og hliðar- ugga til að draga úr veltingi. Fisksjáin er raímagnstæki, sem ég fékk oft tækifæri til að athuga og undrast. Gerð hennar byggist á uppfinningu bergmálsdýptarmælis- ins og asdic-tækisins, en þar sem bergmálsdýptarmælirinn verkar að- eins lóðrétt og asdic-tækið lárétt, hefur fisksjáin báða þessa eigin- leika og sýnir einnig með full- komnu öryggi stærð og tegund fisk- anna, en það hefur hina mestu þýð- ingu fyrir rafveiðarnar, vegna þess að mismunandi straumur er notað- ur fyrir hinar ýmsu tegundir. „Rjómaþeytara-skrúfan“ kemur beint niður úr skipinu framanverðu og kemur bæði í stað hinnar venju- legu skrúfu til að knýja skipið á- fram og einnig í stað stýris. Skrúf- an er látin koma beint niður úr skipinu til þess að vírar. og annar útbúnaður flækist síður í henni, og auk þess er af því það hagræði, að mjög auðvelt er að stjórna skipinu, hægt er að sigla því á hlið og snúa rví á staðnum, sem kallað er. Og uggarnir! Þeir sýndu gildi sitt greinilega í ofsastormi á Eystra- salti. Skipstjórinn þrýsti á hnapp, og uggarnir gengu út úr skipssíð- unum og flöttu út öldurnar. Borð- búnaðurinn brotnaði ekki, stólarnir hentust ekki hér og þar, skipið losnaði við þrýstinginn frá brot- sjóunum og síðast en ekki sízt: Sá veltingur, sem annars hefði verið óhjákvæmilegur, kom manni ekki til að æla lifur og lungum! Fiskiflotinn, sem þarna var sam- an korninn, var hið 118 lesta móð- urskip ,,PC-5271“, og sjö minni bátar, er höfðu því hlutverki einu að gegna að taka við veiðinni og flytja hana til lands, en sjálfir höfðu bátarnir alls engan veiðiút- búnað. Skipstjórinn var sigurviss, og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þegar komið var á miðin, horfði ég á skipstjórann leita síldarinnar með aðstoð fisksjárinnar. — Allt í einu kom mikill skuggi á skerm- inn, sem þýddi það, að torfa var framundan á 11 metra dýpi. Skipstjórinn hringir á hálfa ferð áfram, og segir: Nú skal það ske! Tveimur gildum rafleiðslum er rúllað út með vélarkrafti, að aftan og framan, og samtímis er heljar- miklu röri, i/2 metra í þvermál, stungið niður í sjóinn miðskips. Þetta eru „veiðarfærin”. F.ngin varpa eða nót úr garni. Með því að þrýsta á hnapp er rafstraumur- inn settur á, straumhringurinn lok- ast, og með því að beita ákveðinni straumtíðni lamast vöðvakrafturinn í sporði síldarinnar, svo að hún neyðist til að snúa sér í áttina að pósitíva skautinu. Við höfum að- eins áhuga fyrir stóru haustsíld- inni og notum þess vegna aðeins lítinn straumstyrkleika, svo að smá- fiskarnir geta óhindraðir synt á brott. Vél, sem er í sambandi við rörið, er nú sett í gang og síldinni síðan dælt upp í gegnum rörið, eins og voldugum silfurstraum. Þegar birti af morgni, var allt fullt af silfurgljáandi stórsíld, og bátarnir héldu fulllestaðir til lands með veiðina. Er þetta framtíðin? Á þessa lund er í stórum drátt- um frásögn hins danska blaða- manns. Silungsveiðar án öngla eða neta, síldveiðar án allra neta og nóta. Þetta virðist okkur ósennilegt og fjarstæðukennt í dag, en ekki er samt fjarri sanni að hugsa sér, að þetta sé framtíðin. Það er stað- reynd, að nú þegar er farið að stunda fiskveiðar án nokkurra veið- arfæra að kallazt geti, aðeins með rafbúnaði um borð í skipinu sjálfu. Sá útbúnaður er þó að öllum lík- indum alldýr, enn sem komið er, en þess ber að gæta, að hann ætti að vera endingargóður, og skyldi ekki vera hægt að kosta allmiklu til að fá fullkomin tæki um borð í skipin, ef ekki þarf að reikna með neinum veiðarfærakostnaði í þess orðs venjulegu merkinguf Það er hætt við, að þau tæki megi vera nokkuð dýr, ef notkun þeirra á ekki að borga sig, ef eins mikið fiskast með þeim og þeim aðferð- um, sem hingað til hafa verið not- aðar við fiskveiðar. En svo er hitt, að allt virðist benda til þess, að miklu meira fiskist. En skyldi ekki einhverjum göml- um síldarskipstjóra þykja æðitóm- legt og lítt fiskilegt að láta úr höfn til veiða með rafleiðslur einar og rörbút í stað hinna gömlu veiðar- færa? Við sjáum, hvað framtíðin leiðir í ljós. Breytingum rignir alltaf yfir okkur, og þær verða sennilega ekki minni á þessu sviði en öðrum. Frá Afengásvamarnefnd Akur- eyrar. — Skrifstofa nefndarinnar verður opin í Varðborg fyrst um sinn á mánudags-, mið- vikudags- og föstudagskvöld- um klukkan 8—10 e. h. Þeir sem vilja vinna gegn opnun áfengis- útsölu á Akureyri eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram á skrifstofunni eða hringja í síma 1481.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.