Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.05.1958, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 09.05.1958, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. maí 1958 Skíðamól Norðurlands i Hlíðarfjalli in i«» lírt 'íiið Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Hinn almcnni bænadag- ur. — Sálmar nr. 374, 376, 378 og 1. — P. S. Fermingarmessa í Lögmanns- hlíðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar nr. 590, 111, 594, 591, 596, 599, 603 og 232. — K. R. Oddeyrarskólanum verður slit- ið laugardaginn 10. maí kl. 5 síðdegis. Þá verður til sýnis skólavinna barnanna, einnig sunnudaginn 11. maí kl. 1—4 síð- degis. Mænusóttarbólusetningin. — Þriðju umferð mænusóttarbólu- setningar fyrir fullorðna lýkur í dag. Sjá augl. í síðasta blaði. Dónardægur. 2. þ. m. lézt að Kristneshæli Hermann Jakobs- son. Hann hafði verið sjúklingur þar um margra ára skeið, en átti áður heima í Aðalstræti 54. Hans verður nánar minnst í næsta blaði. Sextugur er í dag Jón Svein- bjarnarson, verkamaður, Aðal- stræti 13. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna heldur fund í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 í kvöld. Til mannsins, sem missti hend- ina. Mótt. á afgreiðslu blaðsins: Þ. kr. 50.00. — Þ. G. H. kr. 100.00. — S. V. kr. 100.00. Verkamaðurinn fæst í Reykja- vík í Söluturninum, Hvergisg. 1. Vinnumiðlunarskrifstofa Akur- eyrar hefur síma 1169. Ferðafélag Akureyrar hefur keypt skíðaskála Bamaskóla Ak. og hyggst endurbyggja hann og reisa sem sæluhús í Herðubreið- arlindum. Þeir meðlimir F.F.A., sem vildu leggja fram sjálfboða- vinnu við að rífa skálann og að- stoða félagið við þessar fram- kvæmdir, tali strax við Karl Hjaltason, Jón Sigurgeirsson eða Karl Magnússon. Aðalfundur Ásgarðs h.f. verður haldinn í húsakynnum félagsins í Hafnarstræti 88 næstk. sunnu- aag kl. 4 e. h. Frá Slysavamafélagi kvenna, Akureyri. Fundur verður í Alþ.- húsinu þriðjud. 13. þ. m. kl. 9 e.h. Sagðar verða fréttir af lands- fundi og síðan flutt skemmtiatr- iði. Takið kaffi með. — Stjórnin. Mikill snjór, skíðafæri gott og glampandi sól Skíðamót Norðurlands var háð í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi á vegum Skíðaráðs Akureyrar, svo sem auglýst hafði verið. Hófst það klukkan 4,30 á laugardag með setningarræðu Hermanns Stefánssonar, form. S. K. í. Mótstjóri var Svavar Otte- sen. Gestir mótsins voru: Haraldur Pálsson, Marteinn Guðjónsson og Ásgeir Ulfarsson, Reykjavík. — Bærinn kaupir af Kristni Það mál, sem mestar umræður hefur vakið í bæjarstjórn á undan- förnum mánuðum, að undantekn- um málefnum Útgerðarfélagsins, mun vera tilboð Kristins Jónssonar forstjóra, þar sem hann bauð bæn- um til kaups fjórðu hæð hússins Hafnarstræti 81. Fyrst hafnaði bæjarstjórn tilboð- inu hinn 25. febrúar. En á fundi 18. marz var aftur á móti samþykkt að kaupa húseignina, en þó með því skilyrði, að undanþága fengist frá lögum um afnot ibúðarhúsa i kaup- stöðum. Var síðan sótt um undanþágu frá lögunum fyrir Akureyrarkaup- stað. Formlegt svar frá ráðherra við þeirri beiðni hefur ekki borizt, en á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag skýrði bæjarstjóri svo frá, að ráð- herra hefði tjáð sér, að undanþágu gæti hann ekki veitt, nema fyrir lægi skýlaus yfirlýsing frá bæjar- stjórn um, að húsnæðisskortur væri ekki til staðar í bænum. Slika yfir- lýsingu treystist bæjarstjórn ekki til að gefa, þar sem öllum mun kunn- ugt, að húsnæðisskortur er mikill. Flutti þá Jakob Frímannsson til- lögu um að bærinn keypti hæðina, þó að engin undanþága væri fyrir hendi. Var sú tillaga samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Kaupverð- ið er 440 þús. kr., sem greiðist á 10 árum með jöfnum afborgunum og 7% vöxtum. Er þetta mikla vandamál bæjar- stjórnar þar með úr sögunni i bili að minnsta kosti, og Akureyrarbær verður væntanlega eigandi að um- ræddri húseign og hún sennilega leigð út til ibúðar fyrst um sinn, en hugmynd bæjarfulltrúa mun vera, að hún verði síðar tekin til afnota fyrir söfn bæjarins. NÝ SENDING: HATTAR STUTTJAKKAR BABY-DOLL NÁTTFÖT HÁLSFESTAR EYRNALOKKAR MARKAÐURINN SIMI 1261. Gestirnir náðu góðum árangri í mótinu. Haraldur varð 4. í stökki og svigi, Marteinn varð 2. í stór- svigi og Ásgeir Úlfarsson 1. í svigi. Marteinn og Ásgeir eru B- flokksmenn. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig. Norðurlandsmeistari Magnús Guðmundsson A. 1.10.9 min. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 1.05.7 mín. C-flokkur: 1. Hallgrímur Jónsson A. 51.3 sek. 4x5 km. boðganga: 1. Sveit Akureyringa 1.35.32 klst. í sveit Akureyringa voru: Guðmundur Þorsteinsson, Hauk- ur Jakobsson, Stefán Jónasson, Kristinn Steinsson. Skíðastökk. Norðurlandsmeist- ari: Kristinn Steinsson A. 209.8 stig. 15—16 ára flokkur: 1. Jón Halldórsson E. 208.2 stig. Svig. A-flokkur. Norðurlands- meistari: Hjálmar Stefánsson A. 226.5 sek. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 125.7 sek. C-flokkur: 1. ívar Sigmunds- son A. 78.6 sek. Frá Kvennasambandi Akureyrar Aðalfundur Kvennasambands Akureyrar var haldinn 29. f. m. Eftirfarandi samþykktir fundar- ins hafa blaðinu borizt til birt- ingar: Kristnes. „Aðalfundur Kvennasambands Akureyrar, sem haldinn var þ. 29. apríl ,mælir eindregið á móti því, að Kristneshhæli verði lagt niður sem berklahæli. Álítur fundurinn, að því miður muni enn ekki fengin örugg vissa fyrir því, að berklaveikin í land- inu sé það mikið í rénun, að tímabært sé að leggja niður berklahæli á Norðurlandi.“ Nonnastyttan. „Aðalfundur Kvennasambands Akureyrar, sem haldinn var þ. 29. apríl, lýsir ánægju sinni yfir tillögu Menntamálaráðs og und- irtektum bæjarstjórnar Akur- eyrar, um að gerð verði mynda- stytta af pater Jóni Sveinssyni (Nonna) og hún staðsett á Ak- ureyri. Vill fundurinn beina þeirri til- lögu til hæstvirts bæjarráðs, að styttunni verði valinn staður á bernskustöðvum Nonna, sem nænst Nonnahúsinu. Einnig að gamla kirkjulóðin verði girt og lagfærð, sem allra fyrst.“ - Ræða Rósbergs (Framhald af 3. síðu.) Við erum ríkari í dag, en nokkru sinni áður — og við eig- um næga möguleika til áfram- haldandi sóknar, betri lífskjara, bjartari framtíðar. En seint og snemma skyldum við minnast þess, að hér eigum við að búa og hér verðum við að búa við það sem landið gefur — og þjóðin vinnur. Lítil íbúð óskast TVENNT I HEIMILI. Vil taka á leigu nú þegar litla íbúð (2 lierb. og eld- hús). Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Afgr. vísar á. — Húnvetningafélagið hefur SKEMMTIKVÖLD fyrir félagsmenn sína og gesti þeirra, í Landsbankasalnum n. k. laugardag, 10. maf, kl. 8.30 e. h. Sfnluð verður regnbogavist og dansað til kl. 2 e. m. Fjölmennið. STJÓRNIN. TILKYNNING um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almanna- trygginganna árið 1958. Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. sl. til ársloka. Lífeyrisupp- hæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bót- um síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðing- ar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1958 miðuð við tekjur ársins 1957, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný um bætur samkvæmt heimildarákvæðum almannatrygg- ingalaga fyrir 25. maí n. k., í Reykjavik til aðalskrifstofu Tryggingarstofn- unar ríkisins, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulífeyri, hækkanir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorkustyrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli og örorkulífeyris, þurfa ekki að endur- nýja umsóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækkunin er þegar úrskurðuð til þess tíma. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga, skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan liátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt sainn- ingi um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við Islendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagn- kvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsyn- legt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 6. maí 1958. Tryggingustofnmi ríkisins.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.