Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.10.1958, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.10.1958, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 3. október 1958 UERKfltHflDURltin Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. AfgTeiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Frakkland - ísland 4»------------------------------------M-----------------— ■— ------- M --------------------- »■ M ■■-------- . ORÐIÐ ER LAUST Þau tíðindi hafa gerzt 6ti í E'rakklandi, að lýðræðið hefur að miklu leyti verið þurrkað út og komið á einræði, enda þótt það heiti ekki svo á pappímum. — Ákveðið hefur verið að veita ein- um manni alræðisvald næstu fjóra mánuði og síðan á að taka við völdum forseti, sem vafalaust verður sami maðurinn, kosinn til fjögurra ára af kjörmönnum, en ekki þjóðinni í heild. Þingið verður valdalítið miðað við for- setann og a. m. k. önnur deild þess verður ekki kosin almenn- um kosningum heldur af kjör- mönnum, sem forsetinn hefur að verulegu leyti í höndum sér hverjir verða. Oll miðar hin nýja stjómarskrá að því að takmarka sem mest áhrif kjósenda almennt og út- koman verður illa dulbúið ein- ræði. Hershöfðingjanum de Gaulle hefur heppnast að ryðja sér braut til einræðisvalda í Frakk- landi vegna þess, hve mikil spill- ing var orðin í stjórnmálalífi landsins og lausatök á þeim mál- um, sem mestu varðar að vel sé stjórnað, svo sem efnahagsmál- um þjóðarinnar. Borgarar Frakk lands hafa kosið yfir sig einræð- ið vegna þess að þeir voru orðnir langþreyttir á sífelldum stjórn- arskiptum, stundum vikulega, og þar af leiðandi lausatökum á flestum málum. Þeir hafa hugsað sem svo, að eitthvað yrði að gera til að fá styrkari og ákveðnari stjórn, og þess vegna látið undan þeim áróðri fylgismanna de Gaulle, að hann væri einmitt sá maður, sem öllu þessu gæti kippt í lag. En hætt er við, að Frakkar hafi ekki tekið það með í reikn- inginn, hversu valt er að treysta á einveldi. Það getur að vísu reynzt vel um einhvern tíma og ýmsu góðu fengið áorkað, en þróunin hefur jafnan orðið sú, að þannig hefur aðeins farið "um stuttan tíma, síðan hefur spill- ingin sagt til sín og oftar hefur hún gert það strax. Og jafnvel þó að Frökkum yrði að trú sinni á de Gaulle, er sízt að vita, hvern- ig eftirmaður hans eða eftirmenn verða. Og það er erfiðara að losa sig við einvaldsherra en að kjósa þá yfir sig. En sú saga, sem nú hefur gerzt í Frakklandi, ætti á ýmsan hátt að geta orðið okkur íslendingum til varnaðar. Hér er óneitanlega mikil spiUing í stjómmálalífinu og miklum lausatökum tekið á ýmsum þeirra mála, sem sízt skyldi. Flokkaskiptingin er óeðli leg, og mikil tilhneiging til stofn- unar smáflokka, sem jafnan verða áhrifalitlir en valda rugl- ingi og erfiðleikum. Hér hefur árum saman verið talað um efnahagsörðugleika þjóðarinnar og leiðir til að bjarg- ast út úr þeim vanda, en niður- staðan hefur jafnlengi orðið sú, að aðeins hafa verið gerðar ráð- stafanir til að láta atvinnulífið og þjóðarbúskapinn fljóta eitt og eitt ár í senn og allar ráðstafanir hafa kallað á nýjar og stærri að- gerðir næsta ár. Vegna stjórn- málaspillingar, togstreytu ein- stakra hagsmunahópa og kjark- leysis, hræðslu við atkvæðatap, hefur flokkunum ekki tekizt að koma sér saman um aðgerðir, sem varanlegar reyndust og mið- aðar væru við langt árabil. Til þess að slíkar ráðstafanir sé hægt að gera af einhverju viti,- þarf að semja áætlun um þjóðarbúskap- inn fram í tímann, en slíkar áætlanir hafa jafnan verið eitur í beinum ýmissa af forystumönn- um stjórnmálaflokkanna, líklega af þeirri ástæðu einni, að í Sovét ríkjunum hefur þessi háttur ver- ið hafður á, en sumir valdamenn hér telja allt illt, sem þar er gert-. Þá er það flokkaskiptingin hér, sem veldur miklum erfiðleikum og felur í sér miklar hættur. —- Ymsir smáflokkar hafa verið stofnaðir hér ó síðustu árum og áratugum, en sofnað út af aftur án þess að vera nokkrum harm- dauði, enda höfum við nógu marga flokka, og of marga. Lengi hafa tveir flokkar barizt um hylli verkalýðsins og hvor um sig talið sig hinn eina og sanna vei kalýðsflokk. Þeir hafa m. a. barizt heiftúðugri og harð- svíraðri baráttu um völdin í heildarsamtökum verkalýðsins, og segir það sig sjálft, að sú bar- átta hefur orðið öllum hlutaðeig- endum til tjóns, en enn er þó ekki séð fyrir endann á henni Eins og málum horfir hér á ís- landi er sú hætta hreint ekki fjarri, að hér geti komizt á ein- hvers konar fasistískt einræði, ef stjómmálaforingjar og alþýða öll spyrnir ekki við fótum og það heldur fyrr en síðar. Það sem þarf að gerast er öðru fremur það, að verkalýðurinn sameinist í einum sterkum verka lýðsflokki, en hætti að berjast innbyrðis. Sá flokkur myndi skjótlega verða sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmálum og bezta tryggingin gegn einræðishætt- unni. Annað það, sem mestu skiptir að gert verði er, að koma heildarskipulagi á þjóðarbúskap- inn, framleiðslu, fjárfestingu og utanríkisviðskipti, og miða þá ekki áætlanir við eitt ár í senn. Það voru alvarleg og hryggileg mistök, sem áttu sér stað hjá yf- irstjórn landhelgisgæzlunnar í fyrri viku, þegar varðskipsmönn- um, sem klófest höfðu einn af ensku veiðiþjófunum, var skipað að láta hann lausan aftur. Eng- lendingarnir, sem veiðar stunda í fiskveiðilandhelgi okkar eru þjófar og lögbrjótar, sem ber að taka og sækja til saka hvenær, sem færi gefst. Það hefur aldrei tíðkast hér á landi og trúlega ekki víða í heiminum, að þjófum, sem náðst hafa, hafi verið sleppt iausum að órannsökuðu máli, aðeins vegna þess, að handtök- una hafi borið þannig að, að þjófurinn hafi ekki átt þess kost að verjast henni með vopnavaldi. Og við tökum aldrei fasta marga laf ensk uþjófunum, ef á að bíða þess í hvert sinn, að herskip hennar hátignar komi á vettvang til að verja þjófinn. Sigur okkar í landhelgisstríð- inu byggist á því, að við séum ákveðnir í framkomu og sýnum festu og öryggi í öllum okkar at- höfnum. Það er sjálfsagt að veita sjúkum mönnum móttöku og alla nauðsynlega fyrirgreiðslu, af hvaða þjóðemi sem þeir eru. En það er mál, sem alls ekkert kem- ur landhelgisgæzlunni við. — Landhelgisgæzlan á að taka ensku veiðiþjófana, hvenær sem því verður við komið, en greini- legt er, að það er því aðeins hægt, að herskipin séu fjarstödd. Af hvaða ástæðu ekki er herskip við til varnar þjófunum kemur málinu ekkert við og á að vera algert aukaatriði fyrir landhelg- isgæzlunni. Varðskipsmennirnir, sem fóru um borð í hinn enska togara og náðu allri stjórn hans í sínar hendur, þrátt fyrir harðvítuga mótspymu áhafnarinnar, sýndu mikla karlmennsku og hæfni í sínu starfi. En með því að kalla þá til baka og ómerkja þannig gerðir þeirra sýndi yfirstjórnin slíka linkind, að við verðum hlægilegir fyrir í annarra augum. Vonandi er, að sú linkind verði ekki framar sýnd, því að þá vær- Alþýðu manna er yfirleitt Ijóst, að þetta tvennt, ásamt verulegri hreinsun í stjórnmálalífinu og embættismannahaldi þjóðarinnar þarf að gerast og verður að ger- ast, ef vel á að fara. Og frá al- þýðunni sjálfri verður að koma sá þrýstingur, sem kemur þessu í framkvæmd. Jafnvel þótt ýmsir kynnu að verða að færa ein- hverjar fómir í þessu sambandi myndu flestir verða ánægðir að lokum og kjósa þessa leið frem- ur en að fá Bjarna Benediktsson eða einhvern slíkan fyrir ein- valdsherra á íslandi. Til þess eru vítin að varast þau, og Frakk- land er nú það víti til vamaðar, sem allir lýðræðisunnendur hhljóta að sjá og vilja forðast. um við á hraðri leið með að glata okkar góðu taflstöðu. Það er rétt og sjálfsagt að við heyjum okkar baráttu með heið- arlegum og drengilegum aðferð- um aðeins, en við megum þó hvergi láta gæta hiks, heldur sýna festu- og djörfung, eins og starfsmenn landhelgisgæzlunnar hafa yfirleitt gert þennan mánuð, sem liðinn er síðan stríðið við ensku þjófana og skip hennar hátignar hófst. Atlantshafsbandalagið er all- mjög farið að þrengja að okkur íslendingum upp á síðkastið. — Herskip Breta ösla sjóinn skammt undan ströndum lands- ins til þess að þjófar geti stolið fiski. Yfir landinu þjóta orrustu- þotur Bandaríkjamanna og sprengjuflugvélar, hlaðnar vetn- issprengjum meðal annars, óhugnanlegur hávaði þeirra raskar oft svefnfriði manna á Suðvesturlandi. Og á okkar landi, sem frá örófi alda hefur aðeins verið byggt af einni þjóð, íslendingum, dvelja hersveitir Bandaríkjamanna, enda þótt okkur geti aðeins verið hætta búin af dvöl þeirra hér. Hér norður í landi verður ekki mikið vart við stríðsmenn þessa eða vígvélar þeirra dagsdaglega. Smáhópar þeirra sjást þó á ferð hér stöku sinnum, en þá gjarna búnir sem óbreyttir borgarar, svo að ekki tekzt mikið eftir þeim. En sunnanlands verður þeirra meira vart. Umferð þeiira 1 um Reykjavík, Kópavog, Hafn- k arfjörð, Keflavík og fleiri staði minnir daglega á dvöl þeirra í landinu og óprýðir íslenzkt um- hverfi. í fyrri viku fór sá, er þetta rit- ar, í bifreið til Reykjavíkur. — I Hvalfirði er eitt af bælum her- liðsins, sem að vísu fer ekki mikið fyrir að jafnaði. Nokkrir hermannaskálar, afgirtir, og her- maður á verði við innkeyrzluna. En í þetta skipti var mikið um að vera. í varðskálanum við hliðið var óvenjumargt manna og í hlaði stóðu margir bílar og þyr- ilvængja ein. En ekki nóg með það. I hlíðinni ofan herskálanna var hvert vélbyssuhreiðrið við annað og fallbyssur nokkrar. — Ollum var byssuhlaupunum miðað að veginum, svo að helzt var hægt að ímynda sér, að óvinurinn kæmi akandi á hverri stundu og skothríðin hæfist. Það er dálítið óviðfeldið, að geta ekki ferðast um land sitt án þess að gapandi byssukjöftum erlendra hermanna sé stefnt að manni. — Eftir að komið var fram hjá bæli þessu í Hvalfirðinum mættum við, sem að þessu sinni vorum þarna á ferð, mörgum stórum herflutningabifreiðum á leið til bælisins og voru ýmsir þeirra með fallbyssuvagna í eftirdragi og báru áletranir, sem vöruðu við sprengihættu. Hvað skyldi geta gerzt, ef bifreiðir, hlaðnar sprengiefni, velta út af veginum eða lenda í árekstri? Vegurinn er víða blindur og hættulegur í Hvalfirðinum. Eftir því, sem við fréttum seinna fluttu soldátar allt sitt hafurtask burtu aftur úr Hval- firði daginn efíir og til Keflavík- ur, nema það sem áður var fyrir í Hvalfirði. En hvað skyldu svona flutningar fram og aftur með sprengjur og skotfæri eiga að þýða? Værí ekki réttara að flytja allt það drasl úr landi og skila því aftur til þeirra, sem sendu það hingað? —o— „Gestrisni er góður siður, og gjama þjóðlegur talinn,“ kvað Kristján frá Djúpalæk. Kristján var eitt sinn bóndi í Hörgárdal. Eitt sinn í sumar átti ritstjóri Verkamannsins leið um Hörgár- dal ásamt konu sinni og varð þá fyrir óvenjulegri gestrisni hjá öðrum bónda þar í sveit. Þeim varð það á í grennd við bæ einn að fara út úr bílnum og tína fá- ein ber í smákrukku er þau höfðu meðferðis, nánar tiltekið var stærð ílátsins sú, að það tók 1/4 úr líter. Er þau höfðu þessu lokið sást bóndi koma heiman frá bænum og biðu þau komu hans. Erindi bónda var að krefja gjald fyrir berjatínzlu og skyldi það vera 15 krónur fyrir hvort eða 30 krónur. Honum var tjáð, að ekki væri ætlunin að tína meiri ber, heldur að halda heim og borða úr krukk unni á leiðinni. Bóndi kvað sig það engu skipta, hvort þau tíndu meira eða minna, en þetta væri gjaldið. Að lokum féllst hann þó á að lækka það niður í 10 krónur fyrir hvort. Var það gjald þá af höndum innt og síðan ekið burtu. Þetta eru dýrustu ber, sem rit- stjórinn hefur borðað. 20 krónur pelinn, það gerir 80 krónur pott- urinn. Fyrir þá peninga hefði mátt kaupa mikil ber í búð hér á Akureyri, og þá ekki þurft að tína þau. Það er ekki nema sjálfsagður hlutur, þegar farið er til berja- tínzlu út um sveitir að fá leyfi til þess og greiða eðlilegt gjald fyr- ir. En þegar svo er komið, að ferðafólki er ekki óhætt að skreppa út úr bíl og tína nokkur ber upp í sig, án þess að þurfa að greiða fé fyrir, er gjaldheimtan orðin nokkuð ströng og lítið farið að fara fyrir þjóðlegri gestrisni í sveitum landsins. Til þess að ekki liggi allir hörgdælskir bændur undir grun um að eiga hér hlut að máli og þeim til varnaðar, sem þarna kynnu að eiga leið um næsta sumar, skal það tekið fram, að bóndinn, sem hér um ræðir, heit- ir Aðalsteinn og býr í Flögu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.