Verkamaðurinn - 03.10.1958, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. október 1958
VERKAMAÐURINN
3
JON INGIMARSSON:
Á að leggja Grjótnám bæjarins niður?
Ingimar skrifar frá Portoroz
Nokkrum sinnum hefur verið
rætt um það í bæjarráði Akureyrar,
hvað gera skyldi við Grjótnám bæj-
arins, og hafa menn haft skiptar
skoðanir um, hvað gera skyldi. Enn
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
framtíð þess, en senn líður að því,
að ákvörðun verður tekin. Menn
hafa eflaust veitt því eftirtekt,' að
ekkert hefur verið unnið í grjót-
námi bæjarins í sumar, og er það ef
til vill vísbending þess, að dagar
grjótnámsins séu taldir.
Um mörg ár hefur bærinn rekið
þessa atvinnugrein og veitt árlega
mörgum verkamönnum vinnu, og
þá helzt á þeim tímum árs, þegar at-
vinnuleysið hefur verið mest, yfir
vetrarmánuðina, þegar ekki hefur
verið hægt að vinna að vegalagn-
ingu eða að öðrum störfum úti við.
Þá hefur grjótnámið jafnan verið sá
staður, sem hægt hefur verið að láta
vinna, þrátt fyrir óblítt tíðarfar.
Það segir sig þess vegna sjálft, að
það er mjög óhagstætt fyrir bæinn
að leggja grjótnámið niður, því
hvaða verk verða þá nærtækari til
á komandi vetrum, til að láta að
vinna?
Sú þróun, sem leitt hefur til þess,
að grjótnámið er ekki starfrækt nú,
á sér nokkuð langa og skemmtilega
sögu, ef hún er öll sögð. Hér verður
þó látið nægja að segja hana í stór-
um dráttum.
Þegar hlutafélagið Möl og Sandur
var stofnað, var bænum boðið upp
á þátttöku í því félagi. Var þá gert
ráð fyrir því, að bærinn héldi áfram
að myljá grjót, svo sem hann hafði
áður gert, sem steypuefni, en sér-
staklega tekið fram, ef ég man rétt,
að bærinn mætti ekki framleiða
sand — aðeins mulning. Þá var líka
sú skipun gerð af verkfræðingi bæj-
arins, að enginn rnátti steypa upp
veggi eða loft án þess að tilskilið
magn af mulningi væri notað. Þetta
varð til þess, að bærinn seldi mikið
magn af mulningi árlega.
Nú er þetta breytt. Þær skyldur,
sem áður voru í gildi um, hvernig
steypa mætti upp hús, fyrirfinnast
Ungfrú Þórunn
Jóhannsdóttir
hélt píanótónleika í Nýja-Bíó sl.
þriðjudagskvöld með fjölbreyttri
efnisskrá. Tónleikarnir voru á
vegum Tónlistarfélags Akureyr-
ar og voru fjórðu tónleikar fé-
lagsins á þessu ári.
Húsið var fullskipað áheyrend-
um og var listakonunni ágætlega
fagnað.
Smygl ósannað - en
flöskurnar voru ekki
frá Á.V.R.
Opinber rannsókn hefur farið
fram hér við embættið til að leit-
ast við að upplýsa, hvort átt hafi
sér stað áfengissmygl hér í höfn-
inni á þessu sumri, í tilefni af
frásögn í einu vikublaði bæjarins
5. f. m. Við rannsókn þess hafa
ekki fangist sannanir fyrir slíku
smygli. Hins vegar hefur við
rannsókn þessa komið í ljós að
á vissum tíma í sumar kom hér
fram í viðskiptum dálítið af tóm-
um flöskum undan þýzku áfengi,
sem ekki báru merki Á.R. en
ekki er upplýst frá hvaða aðilum
flöskur þessar voru runnar.
(Tilkynning frá bæjarfógeta).
nú ekki lengur. Áður gátu þeir, sem
í húsbyggingum stóðu, fengið muln-
ing daglega eftir hendinni, en nú
aðeins 1—2 daga í viku, og þó því
aðeins, að greitt væri fyrir hann
daginn áður.
Þetta hefur valdið því, að muln-
ingssala hjá bænum hefur því sem
næst fallið niður.
Það ákvæði í samningum bæjar-
ins og Malar og Sands h.f., að bær-
inn mætti ekki framleiða sand sem
byggingarefni, hefur því haft af-
drifaríka þýðingu fyrir bæinn og
starfrækslu grjótnámsins.
Þá vaknar sú spuming, hvort ekki
er full þörf á því fyrir bæinn að
losa sig út úr hlutafélaginu Möl og
Sandur og starfrækja sitt eigið fyrir-
tæki og skaffa byggingarefni, bæði
sand og mulning, því að enginn aðili
í þessum bæ hefur betri aðstöðu til
að hafa ódýrt byggingarefni til sölu
en bærinn sjálfur. Ekki hefur verið
vilji fyrir því í bæjarráði eða bæjar-
stjóm. Hver er ástæðan? Hún er ein-
faldlega sú, að þeir bæjarstjómar-
incnn, sem hagsmuna hafa að gæta,
annaðhvort persónulega eða félags-
lega séð í Möl og Sandi h.f., hafa
ekki til þessa faUizt á að bærinn
hætti þátttöku sinni í Möl og Sandi
h.f. Það er í þessu tilfelli, sem hags-
munir bæjarins em fyrir borð bomir.
Þar liggur stóri hundurinn grafinn.
Fleira má nefna, sem bendir til
þess, að það sé af ráðnum hug gert
að gera veg grjótnámsins sem allra
minnstan. í vor var rokið í það að
hækka verð á mulningi hjá bænum,
vitandi það að bærinn var í harðri
samkeppni við Möl og Sand h.f. um
sölu á byggingarefni. Ekki var nóg
með það að hafa sama verð pr.
tunnu, heldur var verðið sett all-
miklu hærra, auk þess sem afgreiðsl-
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn kemur kl.
5 e. h. — Sálmar nr.: 15 — 208 —
453 -— 649. — Ath.: Messan er kl.
5 e. h. — P. S.
Frá Amtsbókasafninu. í vetur
verður safnið opið til útlána:
þriðjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga kl. 4—7. Lesstofan opin
alla virka daga á sama tíma.
Sjötugur varð í gær Eiður
Guðmundsson bóndi að Þúfna-
völlum í Hörgárdal.
Bazar Húsmæðraskólafél. Ak-
ureyrar hefur bazar í Hafnarstr.
88 (Ásgarði) sunnudaginn 5. okt.
n.k. kl. 4 e. h.
Orðsending frá Iðju. Stjórn
Iðju, félags verksmiðjufólks Ak-
ureyri, hefur ákveSið að halda
hlutaveltu til ágóða fyrir sjúkra-
sjóð félagsins, hlutaveltan verð-
ur 5. október í Alþýðuhúsinu.
Það eru vinsamleg tilmæli til
allra Iðjufélaga að þeir bregðist
vel við þessu, og gefi 3—5 muni
hver á hlutaveltuna. Það ætti að
vera metnaðarmál allra í okkar
hópi, að gera þessa hlutaveltu
bæði stóra og myndarlega, svo
árangurinn verði sem beztur.
Trúnaðarmenn Iðju, á vinnustað
veita munum móttöku, svo og
aðrir sem framtak hafa hjá sér til
að leggja þessu máli lið, enn-
fremur tekur skrifstofa verk-
lýðsfélaganna á móti munum.
Félagar, munið það, ef allir leggj
ast á eitt er málinu tryggður
góður sigur, verum öll samtaka.
Hlutaveltunefndin.
an öll og fyrirgreiðsla var öll gerð
miklu óhagstæðari fyrir viðskipta-
menn en er hjá Möl og Sandi h.f.
A síðasta fundi bæjarstjórnarinn-
ar flutti ég tillögu þess efnis, að
bærinn tæki verðskrá á mulningi til
nýrrar athugunar með það fyrir
augum, að mulningsverð yrði ekki
hærra pr. tunnu en hjá Möl og
Sandi h.f. Var sú tillaga samþykkt.
Ég er þeirrar skoðunar, ekki sízt með
tilliti til árstíðabundins atvinnuleys-
is, að það sé mikil nauðsyn fyrir bæ-
inn að geta starfrækt grjótnámið og
unnið þar nægan mulning til bygg-
inga og í vegi, haft þar grjót til sölu
og fleira, sem að byggingarfram-
kvæmduin lýtur. Grjótnámið þarf að
fá stórvirkar og fullkomnar vinnu-
vélar, og afgreiðsia á byggingarefni
þarf að gjörbreytast til batnaðar.
Það er skoðun mín, að bæjarstjóm
eigi að liugsa sig um tvisvar, áður
en hún lætur grjótnám bæjarins
hætta störfum.
Hér koma tvær skákir frá Por-
toroz úr síðustu umferð, en því
miður vannst mér ekki tími til að
gera skýringar við þær, en þess skal
getið, að í skák De Greiffs og Frið-
riks er biðleikurinn, sem áður er
talað um, 42. leikur, Dg3—c7. Ef
hvítur hefði t. d. leikið 42. Hf8—a8
eða 42. Kgl— f2, eru möguleikarnir
til vinnings fyrir Friðrik litlir.
SENDISVEINN
Viljum ráða röskan
sendisvein nú þegar.
Prentverk
Odds Björnssonar
Hvítt: De Greiff, Colombía.
Svart: Friðrik Ólafsson.
Nimzo-índverk vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4 ‘
4. e3 c5
5. Bd3 0-0
6. Rf3 b6
7. 0-0 Bb7
8. Bd2 d6
9. a3 BxR
10. BxB Rb-d7
11. De2 Dc3
12. Hf-dl e5
13. dxe dxe
14. Bf5 Hf-e8
15. Rd2 e4
16. BxR RxB
17. Dg4 Re5
18. Dg3 f6
19. Rfl Df7
20. BxR HxB
21. b3 Ha-e8
22. a4 Bc8
23. h4 h6
24. Hd6 Kh7
25. Ha-dl Dh5
26. Hdl—d2 He8-e7
27. Hd8 Bg4
28. Hf8 Bd7
29. Hd8 Be6
30. Df4 Df7
31. Rh2 Dg6
32. Rfl Df7
33. Rf2 g5
35. Dg3 Dh5
36. Hf8 Kg6
37. f4 exf3
38. Rxf3 He4
39. Hd3-d8 Bf7
40. Hd6 He4—e6
41. HxH HxH
42. Da7 Kg7
43. Ha8 Hxe3
44. Dd6 He8
45. Hxa7 g* * * 4 5
46. Dd7 Kg8
47. Rh4 gS
48. Rf3 Dg6
49. Ddl De4
50. Hd7 De3f
51. Khl Kg7
52. Hd8 Gefi«. Dh6f
Hvítt: Cardoso, Filippseyjum.
Svart: Bronstein , USSR.
Piric-vörn.
1. e4 d6
2. d4 . g6
3. Bc4 Bg7
4. Re2 Rf6
5. Rb—*3 Rb—d7
*6. f3 c6
7. a4 a5
8. Bb3 0-0
9. Be3 e6
10. Dd2 Hb8
11. Rdl b6
12. Rf2 Ba6
13. g4 c5
14. h4 h5
15. Rg3 h5xg4
16. fxg4 d5
17. h5 c4
18. Ba2 c3
19. bxc Dc7
20. e5 Rh7
21. Rd3 g-r>
22. h6 Bh8
23. Rh5 Hb—c8
24. Hcl DxcS
25. DxD HxD
26. Bd2 Ha3
27. Bbl Hxal
28. c3 f6
29. Rg7 Hal
30. Rf2 HxB
31. HxH f6xe5
32. Rxs6 Hc8
33. Hh3 exd
34. Rxd4 BxR
35. c3xd4 Hc6
36. Hbl-63 Kf7
37. Hb-e3 Rd-f6
38. He5 He6
39. Hxe6 Kxe6
40. Hb3 Rd7
41. Rh3 Kf6
42. Rxg51 GefiÖ
AUGLYSING
nr. 3/1958 frá Innflutningsskrifstofunni
Samkvæmt héimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des.
1953, um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár-
festingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli
nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. október til og
með 31. desember 1958. Nefnist hann „FJÓRÐI
SKÖMMTUN ARSF.ÐILL 1958“, prentaður á hvítan
pappír með bláum og gulum lit. Gildir hann samkvæmt
því, sem hér segir:
REITIRNIR: Smjörlíki 16-20 (báðir meðtaldir)
gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki
hver reitur.
REITIRNIR: Smjör gildi hver fyrir sig fyrij: 250
grömmum al smjöri (einnig böggla-
smjöri).
Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur-
og rjómabússmjör, eins og verið hefur.
„EJÓRÐI SKÓMMTUNARSEÐILL 1958“ afhend-
ist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis
skilað stofni af „ÞRIÐJI SKÓMMTUNARSEÐILL
1958“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæð-
ingardegi og ári, eins og form hans segir til um.
Reykjavík, 30. sept. 1958.
dNNFLUTNINGSSKRIESTOFAN.
Akureyringar!
SKÖ M M' T U N ARSEÐ L A R fyrir fjórða ársfjórðung
1958 verða aðeins afgreiddir í októbermánuði. Þeir, sem
fiutt hafa í eða innan bæjarins og ekki eru enn búnir
að tilkynna aðsetursskipti eru áminntir um að gera það
þegar skömmtunarseðlarnir eru sóttir.
Akureyri, 30. sept. 1958.
BÆJARSTJÓRI.
SENDISVEINAR
Nokkrir drengir geta fengið 2—3 tírna vinnu við sendi-
ferðir seinni hluta dags í vetur, við landssímastöðina á
Akureyri. — Upplýsingar á skrifstofu minni, sími 1002.
SÍMASTJÓRINN.