Verkamaðurinn - 09.10.1959, Blaðsíða 1
VERKflmfiÐim
XLII. árg. Akureyri, föstudaginn 9. október 1959 34. tbl.
HVORT VILL ÞJÓÐIN HELDURí
Nýja vinslri sljórn eSa samsljórn hernámsllokkanna
og hverskonar
Úr ræðu Páls Kristjánssonar á Akureyri s. 1. sunnudag
í þeim alþingiskosningum, sem
fram eiga að fara í þessum mán-
uði, eru kjósendur beðnir að
segja til um það, eða öllu heldur
að ákveða það, hvaða stjórnar-
stefna skuli verða ráðandi á ís-
landi á næstu árum og hvaða
stefna skuli verða ráðandi í efna
hags- og viðskiptalífi þjóðarinn-
ar, það er að segja við hvaða
skilyrði almenningur á íslandi
skuli heyja sína lífsbaráttu. Og
ekki vantar það, að kjósendur
eigi kost á víðtæku vali, hvað
pólitíska flokka snertir, þar sem
hvorki meira né minna en fimm
flokkar bjóða nú fram.
Tvö meginöfl.
Þessi fjölbreytni, hvað flokk-
ana snertir, haggar þó ekki
þeirri staðreynd, að nú eru það
aðeins tvö meginöfl, sem takast á
í íslenzkum stjórnmálum. Ann-
ars vegar íslenzkt auðvald í
tengslum við enn voldugra er-
lent auðvald og hins vegar ís-
lenzk verkalýðssamtök og stjórn
málasamtök alþýðu á fslandi,
Alþýðubandalagið. Og þessi tvö
meginöfl hafa verið ráðandi í
okkar stjórnmálum til skiptis á
tímabilinu frá síðustu heims-
styrjöld, og staðreynd er það, að
á þessu tímabili hefur íslenzk
Útvarpsumræður
Á miðvikudags- og fimmtu-
dagskvöld í næstu viku fara
fram almennar stjórnmálaum-
ræður fyrir Norðurlandskjör-
dæmi eystra frá útvarpsstöðinni
í Skjaldarvík. Koma þessar um-
ræður í stað framboðsfunda, sem
tíðkaðir voru áður en kjör-
dæmaskipuninni var breytt.
Hver stjórnmálaflokkur, sem
hefur menn í kjöri, fær til um-
ráða 40 mínútna ræðutíma hvort
kvöld, og skipta flokkarnir ræðu
tíma sínum milli frambjóðenda
eftir því, sem þeim þykir ástæða
til hverjum um sig.
verkalýðshreyfing og flokkur
hennar, fyrst Sósialistaflokkurinn
og nú Alþýðubandalagið, verið
megin framfaraflið í átökunum
um þróun efnahagsmála þjóðar-
innar. Þess vegna hafa kjör al-
sýðu versnað og lifsbarátta al-
mennings orðið örðugri, þegar
áhrif verkalýðshreyfingarinnar á
jróun efnahagsmálanna hafa
minnkað á þessu tímabili, en
efnahagslegar framfarir og af-
koma almennings batnað, þegar
verkalýðshreyfingin og hennar
stjórnmálasamtök hafa ráðið
stefnunni.
Af þessu leiðir það að einmitt
þetta tímabili, frá síðustu heims-
styrjöld og til þessa dags, gefur
fullkomna reynslu um það, hvor
leiðin hefur reynzt bæði þjóðinni
allri og sér í lagi vinnandi
fólki til sjávar og sveita betur:
leið auðvaldsins eða leið alþýðu-
samtakanna.
Þessa reynslu ættu kjósendur
að hagnýta sér, þegar þeir velja
milli hinna mörgu flokka, sem
um er að velja við næstu al-
þingiskosningar. Hvað hefur
gerzt í efnahagsmálunum á
þessu tímabili, þegar sjónarmið
verkalýðshreyfingarinnar hafa
mótað stefnuna, og hvað hefur
gerzt, þegar verkalýðshreyfing-
unni og hennar stjórnmálasam-
tökum hefur verið bolað frá
áhrifum?
Nýsköpunarstjómin.
Tímabil það, sem eg hér
hef nefnt, hefst með nýsköpun-
arstjórninni 1944, en stefna
þeirrar stjórnar var mótuð af
verkalýðshreyfingunni og Sósí-
alistaflokknum.
Sú stjórnarstefna var í því
fólgin, að nota hinar erlendu
innstæður þjóðarinnar þá til ný-
sköpunar atvinnulífs á Islandi.
Þá voru keypt hin miklu at-
vinnutæki, nýsköpimartogararn-
ir, og þá fyrst fengu hinar dreifðu
I byggðir slík tæki í sína þjónustu,
en áður hafði togaraútgerð verið
bundin við byggðir Faxaflóa,
nær eingöngu.
í tíð nýsköpunarstjórnarinnar
var það, fyrir tilstilli sósíalista,
að lánuð voru 85% af stofnverði
Páll Kristjánsson.
slíkra tækja sem togara, ekki sízt
til að auðvelda hinum dreifðu
byggðum að komast yfir tækin.
Á eg þar við stofnlánadeild sjáv-
arútvegsins.
Slíkt hafði ekki áður gerzt á
fslandi.
í tíð nýsköpunarstjórnarinnar
kom og fjöldi báta og vinnslu-
stöðva.
Þetta tímabil verkalýðsáhrifa á
stjórn þjóðarinnar, markaði al-
ger tímamót í atvinnumálum
þjóðarinnar.
Sósíalistaflokkurinn og verka-
lýðshreyfingin mótuðu stefnu
nýsköpunarstjómarinnar, en sú
stjórn hóf fyrstu ráðstafanir sam
kvæmt fyrirfram gerðri áætlun
Frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra hafa að undanförnu efnt
til funda á nokkrum stöðum í
kjördæminu. Voru þeir í fyrri
viku á Raufarhöfn, Húsavík og
Dalvík, en sl. sunnudag á Akur-
eyri og á þriðjudagskvöldið í Ól-
afsfirði.
Á fundinum á Akureyri og í
Ólafsfirði töluðu fjórir efstu
menn G-listans, þau Björn Jóns-
son, Páll Kristjánsson, Ingólfur
Guðmundsson og Soffía Guð-
mundsdóttir. Á Akureyrarfundin
um talaði auk þess Magnús
Kjartansson ritstjóri.
um efnahagsþróun íslands, sam-
kvæmt lögum um Nýsköpunar-
ráð frá 27. nóv. 1944, en hlutverk
Nýbyggingarráðs var að búa til
heildaráætlun — fyrst um sinn
miðaða við næstu 5 ár — um ný-
sköpun íslenzks þjóðarbúskapar.
Nýsköpunarstjórnin sat skamma
hríð, því að innan skamms hófu
amerísk auðvaldsáhrif að láta til
sín taka með aðstoð hinna ís-
lenzku hernámsflokka. Og í stað
skipulegrar uppbyggingar ís-
lenzks atvinnulífs kom varanlegt
hernám og hernámsvinna og öll
þau ókjör önnur, sem því fylgdu.
Þegar nýsköpunarstjórnin fór
frá völdum 1947 hófst stjórnar-
tímabil hinna þriggja hernáms-
flokka á fslandi, sem stjórnuðu í
skjóli hins ameríska auðvalds, en
beinum áhrifum stjórnmálasam-
taka verkalýðshreyfingarinnar
var lokið að sinni.
Kyrrstaða og hnignun.
Og hvað gerðist svo á valda-
tímabili hinna þriggja hernáms-
flokka, á tímabilinu frá því er
nýsköpunarstjórnin fór frá völd-
um og þar til vinstri stjórnin tók
við, eða hátt í 10 ára tímabil?
Svo skammt er síðan, að flestir
minnast þess, hver þróun at-
vinnumálanna varð á þessu
tímabili.
Framhald á 4. siðu.
GUSTINN
er listi
Alþýðubandalagsins
Aðsókn að fundunum hefur
verið nokkuð misjöfn, en alls
staðar sæmileg og sums staðar
ágæt. Ræðumönnum hefur alls
staðar verið ágætlega tekið og
þess orðið mjög vart, að mikill
áhugi er ríkjandi hjá Alþýðu-
bandalagsmönnum í kjördæminu
fyrir því að gera sigur Alþýðu-
bandalagsins mikinn í kosning-
unum í þessum mánuði og
tryggja það, að úr þessu kjör-
dæmi komi tveir Alþýðubanda-
lagsmenn á næsta Alþingi.
Ekki er ennþá ráðið um fleiri
fundi af hálfu Alþýðubandalags-
ins.
FÍNIR MENN
- og veizluhöld
Eitt af afreksverkum ríkis-
stjómar Alþýðuflokksins, þeirr-
ar frægu stjórnar, sem nú situr
að völdum í landinu, er, að hún
á sl. sumri seldi eitt af fáum at-
vinnutækjum, sem hér hafa ver-
ið í eigu ríkisins og rekin beint
af því. Þetta atvinnutæki var
Fiskiðjuver ríkisins, sem á sl.
ári skilaði nokkuð á fimmtu
milljón króna í rekstrarhagnaði.
Blessaðir kratarnir höfðu ekki
áhuga fyrir að ríkið ætti lengur
slíkt fyrirtæki og seldu það því,
svo að þeir þyrftu ekki lengur að
hafa áhyggjur eða amstur af
rekstri þess. thaldið í Reykjavík
var fegið að fá fyrirtækið á hag-
stæðu verði og með góðum
greiðsluskilmálum.
En Alþýðuflokkurinn hefur nú
lengi haft þjóðnýtingu á stefnu-
skrá sinni, og eðlilega vildu ekki
Alþýðuflokksráðherrarnir láta
það á sannast, að þeir bæru enga
virðingu yrir stefnuskránni. Þess
vegna ákváðu þeir skömmu eftir
að þeir seldu Fiskiðjuverið, að
kaupa annað fyrirtæki í þess
stað. Það skyldi svo sem ekki
fækka ríkisfyrirtækjunum í
þeirfa stjórnartíð, nei, ónei. Það
skyldi bara keypt annað skemmti
legra fyrirtæki í stað Fiskiðju-
versins, ekki neinn leiðindastað-
ur, þar sem ráðherraskór ötuðust
í fiskislori, ef komið var inn fyr-
ir dyr.
Og hæstvirtir ráðherrar voru
ekki lengi að komast að niður-
stöðu um það, hvers konar fyrir-
tæki skyldi keypt í staðinn. Það
skyldi vera fínt veitingahús, þar
sem hægt væri að halda fjöl-
mennar og ánægjulegar veizlur
fyrir innlenda og erlenda gesti
hins opinbera, svo að enginn
þyrfti að kvarta undan því, að
ráðherrarnir væru ekki gest-
risnir. Einmitt slíkan stað sáui
ráðherrarnir, að ríkið vantaði, og
það helzt sem fyrst, nefnilega áð-
ur en þeir færu úr ráðherrastól-
unum, svo að þeir gætu sýnt,
hversu vel þeim færi að standa
fyrir veitingum og mannfagnaði.
Það var því enginn tími til að
láta ríkið byggja, það varð að fá
eitthvert veitingahús, sem þegar
væri til, keypt. Og ráð kunna
kratar við öllu. Þeir ákváðu, að
ríkið skyldi kaupt LIDO (fallegt
nafn), stærsta veitingahúsið í
Reykjavík. Til þess að þetta
gengi fyrir sig þurfti ekki annað
en láta eigandann fá leyfi til að
byggja annað og stærra hús. Það
kom sér hvort tveggja vel fyrir
hann, að ganga fyrir öðrum um
leyfi til hótelbyggingar og fá frá
ríkinu nokkurt fé til að hefja
framkvæmdir.
Og segi menn svo, að kratar
kunni ekkert fyrir sér í viðskipt-
um og hugsi ekki vel um ríkisins
hag og velferð. Nú hafa þeir los-
að ríkið við þetta leiðinda-
frystihús og niðursuðu, sem skil-
aði nokkrum milljónum í hagn-
að. f staðinn hafa þeir ákveðið
kaup á fínu veitingahúsi, sem
væntanlega skilar vænu tapi
fyrir utan þann beina kostnað,
sem verður af veizluhöldunum.
Frá kosningaskrifstofunni
Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru beðn
ir að tilkynna Kosningaskrifstofunni STRAX
um þá kjósendur, sem eru fjarveamdi eða
verða fjarverandi á kjördegi.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
VEL HEPPNAÐIR FUNDIR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS