Verkamaðurinn - 09.10.1959, Blaðsíða 3
Föstudaginn 9. október 1959
VERKAMAÐURINN
3
Alþýðubandalagið er, sem
kunnugt er, stofnað árið 1956 að
tilhlutan Alþýðusambands ís-
lands, sem stjórnmálasamtök er
gæta skyldu hagsmuna verka-
lýðsins. Árin þar á undan höfðu
fært öllum verkalýð heim sann-
inn um, að kjarabaráttuna yrði
að heyja innan veggja Alþingis,
þar eð þeim kjarabótum sem
verkalýðurinn hafði komið fram,
var jafnan eytt með efnahags-
ráðstöfunum ríkisvaldsins. —
Mönnum hafði smám saman skil-
izt, hve mótsagnakennt það er
að berjast fyrst innan sinna stétt
arfélaga fyrir bættri afkomu,
jafnvel með löngum verkföllum,
en ganga síðan að kjörborðinu
og styðja þá flokka til valda, sem
við fyrsta tækifæri taka það aft-
ur, sem áunnizt hefur, og þurfa
reyndar ekki nema eina handa-
uppréttingu til þess að eyðileggja
árangur langrar og fórnfrekrar
baráttu.
VINNUDAGURINN ER OF
LANGUR.
Á síðastliðnum vetri setti rík-
isstjórnin lög, er lækkuðu launin
um 13,4%. Var með þessu riftað
með valdboði löglegum samning-
um og þar með gengið freklega á
samningsrétt verkalýðsfélaganna.
Það eitt var jafnvel enn alvar-
legra en sjálft kaupránið, sem
flestum mun þó hafa reynzt full
erfitt. Því var heitið, að á móti
kauplækkuninni skyldu koma
tilsvarandi verðlækkanir, en það
reyndist markleysa ein, enda
voru þær mestmegnis fram-
kvæmdar með niðurgreiðslum,
sem vitanlega kemur svo á al-
menning að greiða, og ennfrem-
ur er alkunna, að almennt verð-
lag hefur farið hækkandi með
öðru móti, það er sannast að
segja, að lækkanirnar hafa ekki
náð að vega upp nema brot af
því, sem hefur verið skert, enda
eru þessi bjargráð einungis fólg-
in í því, að það sem rænt er úr
vasa Iaunþega, rennur yfir í vaxa
atvinnurekenda.
Kaupráninu reyndu verka-
menn að mæta með aukinni eft-
irvinnu og sýndist þó mörgum
sem hún væri ærin fyrir. Við
mættum gjarnan minnast þess,
er við að hætti okkar, státum af
hinni almennu velmegun hér á
landi, að þessi góðu lífskjör út-
heimta langan vinnudag. Ef
verkamenn ynnu aðeins átta
stundir á dag, er hætt við að af-
koman breyttist nokkuð til hins
lakara og lífskjörin yrðu tæplega
til þess að stæra sig af. Þetta
getur engan veginn kallazt eðli-
legt ástand.
Það liggur í augum uppi, að
verkamenn eiga að hafa það gott
kaup ,að þeir geti séð sér og sín-
um farborða með átta stunda
vinnudegi einum saman. Þess
má geta, að víða erlendis er eitt
helzta baráttumál cerkalýðssam-
takanna einmitt það að stytta
vinnutímann úr átta stundum,
svo að hér má segja, að við séum
orðin á eftir. Það hlýtur því að
verða eitt af helztu verkefnum
verkalýðsfélaganna hér að knýja
fram þær kjarabætur til handa
verkamönnum, að þeir geti lifað
sómasamlegu lífi af átta stunda
vinnu á dag. Fari svo, að Al-
þýðubandalagið komi sterkt út
úr kosningunum, mun það verða
verkalýðnum mikilsverður stuðn
ingur í sókninni fram til bættra
lífskjara..
LAUNAMAL KVENNA.
Þá má ekki gleyma því, að í
launamálum er hlutur kvenna
iðulega fyrir borð borinn. Á
mörgum sviðum atvinnulífsins
hefur ekki ennþá náðst launa-
jafnrétti á við karla og ennfrem-
ur munu vera nokkur brögð að
því, að í atvinnugreinum, þar
sem konur hafa rétt á sömu
launum og karlar, er víða sá
annmarki á í framkvæmidnni, að
þær eru síður ráðnar, ef völ er á
karlmanni í starfið. Þá geta kon-
ur minnzt þess, er þær ganga að
kjörborðinu innan skamms, að á
síðastliðnum vetri sáu kaupráns-
flokkarnir sér ekki fært að sam-
um á brott, segjum okkur úr
Atlantshafsbandalaginu og lýs-
um að nýju yfir ævarandi hlut-
leysi íslands. Ennfremur, að við,
sökum ofbeldisaðgejrða Breta í
íslenzkri landhelgi, slítum stjórn
málasambandi við þá, unz þeir
hafa tekið upp háttu siðaðra
manna í samskiptum sínum við
okkur.
Nú er liðið á níunda ár síðan
amerískum her var laumað inn í
landið eina vornótt, er þjóðin
svaf, enda var hún aldrei að
spurð. Hér hefur herinn svo setið
síðan okkur til stórskaða og
skammar og höfum við ekki far-
ið varhluta af afleiðingunum,
hermangi, smygli, hvers kyns
braski, röskum á efnahagskerfi
landsins, er íslenzkt vinnuafl
beindist að byggingu hernaðar-
mannvirkja og þjónustustörfum í
þágu hersins, en ekki að arð-
bærum störfum í þágu íslenzkra
atvinnuvega og síðast, en ekki
um við að kalla yfir okkur geig-
vænlega hættu.
Það sér hver og einn, að her-
stöðvar hljóta að verða skotmark
í stríði og auðvelt er að gera sér
í hugarlund þann hlut, sem biði
okkar í slíkum átökum. Hersetan
verndar okkur ekki gegn árás,
heldur kallar hún yfir okkur
atómdauðann, ef til stríðs kemur.
Hver einasti heilvita maður veit
fullvel, að með tilkomu lang-
drægra, kjarnorkuhlaðinna eld-
flauga, er drápstæknin komin á
þvílíkt stig, að ekki nær nokk-
urri átt að tala í fullri alvöru um
herliðið sem varnarlið. Aftur á
mótí væri okkur hollt að hug-
leiða hvaða tilgangi herstöðvar
þjóna. í sjálfu sér eru þær liður
í stríðsundirbúningi og hljóta að
skapa spennu í alþjóðasamskipt-
um og ala á köldu stríði, enda
kann saga mannkynsins að
greina frá því, að slíkt hefur allt-
af leitt til stríðs.
Allir hernámsandstæðingar
hljóta a5 sameinast um að
EFLA ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Ræða Soffíu Guðmundsdóttur á fundi Alþýðubanda-
lagsins í Alþýðuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 4. þ. m.
sætt sig við, að lögbrotin og
óhæfuverkin skyldu hulin slæðu
aagnarinnar. Segja má þó, að
minnstu máli skipti, þótt manna-
skipti verði í svokallaðri varnar-
málanefnd, því að aðilar að
henni munu allir vera sama
sinnis og jafn áfjáðir í að hafa
hér her, svo að bröskurum skuli
áfram tryggð aðstaða til að hagn
ast á smán íslands. Hefur hér
ófagur leikur blasað við, er her-
námsflokkarnir hafa frammi fyr-
ir alþjóð átt í innbyrðis deilum
um lykilinn að hernámsgróðan-
um.
En menn spyrja: er afsiðun ís-
lendinga orðin slík, að eftir at-
burði síðustu vikna sé þeim
nægilegt að láta lýsa því yfir, að
sökudólgum verði refsað og
sendir burtu og þetta skuli aldr-
ei koma fyrir aftur? Og getum
við sætt okkur við þá ráðamenn,
sem virðist vera það sjónarmið
efst í huga, að vinátta Islendinga
til þessarra bandamanna kólni
ekki og meta það framar íslenzk-
um málstað, í stað þess að sýna
þann manndóm, að bregðast við
á þann eina veg sem kæmi að
haldi, sem sé að vísa öllum hern-
um úr landi, hverjum einasta
manni.
Islendingum ber vissulega að
gera sér grein fyrir hve alvar-
legir þeir atburðir eru, sem ný-
lega hafa átt sér stað á Keflavík-
urflugvelli. En eru þeir ekki
fyrst og fremst smækkuð mynd
af því ástandi, sem við höfum
búið við í mörg ár? Höfum við
ekki, eða réttara sagt ráðamenn
okkar, legið flatir í duftinu fyrir
erlendum her, sem hleypt var
inn í landið eftir vafasömum
leiðum að þjóðinni fornspurðri?
þykkja tillögu Alþýðubanda-
lagsins um að lægsta kvenna-
kaupinu skyldi hlíft við lækkun-
inni, og voru þær hæstlaunuðu
þó sízt of sælar af kaupinu áður.
Með því að styðja Alþýðu-
bandalagið eru konur beinlínis
að vinna að auknum réttindum
sínum á þeim sviðum sem úrbóta
er þörf og ennfremur því, að
þeim verði skapaðar aðstæður til
að fá notið þeirra réttinda, og
því aðeins er árangurs að vænta
af kvenréttindabaráttunni, að
hún sé háð á stjómmála-
sviðinu við hlið þeirra afla, sem
sækja fram til almennra fram-
fara og réttlátara þjóðskipulags.
Ollu vinstri sinnuðu fólki ber
að vinna ötullega að því að efla
Alþýðubandalagið, svo að það
komi sem sterkast út úr kosn-
ingunum og tryggja með því að
mynduð verði, að kosningum
loknum, framfarasinnuð vinstri
stjórn. Alþýðubandalagið er eini
verkalýðsflokkurinn í landinu og
eini flokkurinn, sem launastétt-
irnar geta treyst til að halda á
málum sínum af festu og einurð.
BURT MEÐ HERMENN BRETA
OG AMERÍKUMANNA.
Alþýðubartdalagið er sá flokk-
ur, sem berst fyrir þeirri einu
utanríkisstefnu, er við getum
sætt okkur við, ef viljum
heita menn, að við vísum hern-
sízt, þverrandi trú margra á
möguleika og framtíð Islendinga
í landinu sínu.
Á hinn bóginn er það kunnara
en frá þurfi að segja, að jafn-
skjótt og ameríski herinn var
stiginn hér á land, hófust and-
mæli gegn slíku atferli, þrátt
fyrir það, að látlausum áróðri var
haldið uppi um vernd þá sem við
nytum af dvöl hersins og með
því að leyfa slíkt værum við að
draga úr stríðshættunni, jafn-
framt því sem við ykjum stór-
lega öryggi okkar.
Þetta voru gð vísu fáránlegar
staðhæfingar þá, en síðan er
mikið vatn til sjávar runnið. —
Margir atburðir hafa gerzt, sem
sanna okkur áþreifanlega fánýti
hersetunnar og nægir þar að
minna á, að þrátt fyrir ítrekuð
lögbrot og ofbeldisverk Breta í
íslenzkri landhelgi, þá hefur
ameríski herinn ekkert aðhafst
okkur til verndar, eins og honum
ber þó skylda til samkvæmt
sgmningi.
HERSTÖÐVAR BJÓÐA
HÆTTUNNI HEIM.
Þó kemur sú staðreynd, sem
hlýtur að verða þyngst á metun-
um, æ skýrar fram, að hersetan
er ekki einungis fánýt, heldur
háskaleg lífi okkar og tilveru. —
Með því að leyfa hér herstöð er-
Ef við vísuðum hernum á
brott og lýstum yfir algeru hlut-
leysi í átökum stórveldanna,
værum við ekki einungis að losa
okkur undan fargi hersetunnar,
heldur legðum við þar fram okk-
ar skerf til að draga úr ófriðar-
hættunni og viðsjám á alþjóða-
vettvangi. Það væri ótvírætt
framlag í þágu þeirra afla sem
óska mannkyninu friðar og lífs
og væri slíkt giftusamlegra fyrir
okkur að ljá þeim öflum lið en
að skipa okkur vopnlausum á
bekk með stríðsmönnum og
leyfa erlendu herveldi, gráu fyr-
ir járnum, að hreiðra hér um sig
með drápsvélar sínar.
SKAPLEYSI
STJÓRNARVALDA.
Nú er svo komið, að upp á síð-
kastið hefur af hálfu hersins
hvert óhæfu -og ofbeldisverkið
rekið annað. Ekki hefur það þó
ýtt við íslenzkum stjórnarvöld-
um að reka þennan ófögnuð af
höndum sér, heldur gætir þvert
á móti hjá þeim undanlátssemi
og jafnvel afsökunar á framferði
herliðsins, sem sézt bezt á því,
að jafnskjótt og amerískum hers-
höfðingja er vísað brott í hegn-
ingarskyni, þá þarf einnig að
víkja íslendingum úr starfi, svo
að jafnt megi yfir báða ganga.
Var þá að sjálfsögðu vikið þeim
fulltrúum, sem einna sízt gátu
TAKA VERÐUR FYRIR
RÆTUR MEINSINS.
Það er mál til komið, þótt fyrr
hefði verið, að taka fyrir rætur
meinsins, svo að unnt væri fyrr
en síðar að bæta það siðferðilega
tjón sem við höfum beðið.
Minnumst þess, að til er sam-
þykkt frá Alþingi, sem almenn-
ingsálitið knúði fram á sínum
tíma.
Alþýðubandalagið er eini
flokkurinn, sem vill láta þessa
samþykkt koma til framkvæmda.
Hinir flokkarnir hafa alltaf skot-
ið sér undan aðgerðum í málinu
og borið við staðleysum einum
og falsrökum.
Allir einlægir hernámsand-
stæðingar þurfa að gera sér ljóst,
að þeir mega ekki standa sundr-
aðir, ef árangur á að nást, heldur
sameinast um að efla Alþýðu-
bandalagið til aukinna áhrifa á
Alþingi, þann flokk, sem staðið
hefur heill og óskiptur gegn her-
setu og erlendri ásælni.
Enginn hernámsandstæðingur
má kasta atkvæði sínu á glæ með
því að kjósa dauða flokka.
Þeir Islendingar, sem vilja líta
þann dag, er allt erlent herlið
hverfi af íslenzkri grund og ís-
lendingar öðlist að nýju full og
óskoruð yfirráð yfir landi sínu,
fylkja sér fast um Alþýðubanda-
lagið og tryggja sigur þess í
kosningunum 25. október.