Verkamaðurinn - 09.10.1959, Side 4
4
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 9. október 1959
~Ræða Páls Krisfjánssonar s. I. sunnudag
ARIÐANDI
ORÐSENDING
Þeir, sem hafa könnunarlista eru beðnir að
mæta í kosningaskrifstofunni í Ásgarði
laugardaginn 10. þ. m. kl. 2 síðdegis.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Nýtt tæki fil skurðgraffar reynt hér
Framhald af 1. siðu.
Þetta tímabil varð tími hnign-
unar í atvinnulífinu, og það svo
mjög,að horfa þótti til landauðn-
ar sums staðar í hinum dreifðu
byggðum. Herstöðvavinna sogaði
til sín vinnuaflið frá framleiðslu-
vinnu. Jafnhliða því, að ekki var
hirt um af hálfu stjórnarvalda, að
framleiðslutækin hefðu skilyrði
til starfa að fullu. Bátar á Suður-
landsvertíð lágu stundum vikum
saman áður en vertíð hófst vegna
þess, að ekki var hirt um af hálfu
stjórnarvalda að ganga svo frá
málefnum útgerðar, að vertíð
gæti hafizt í tæka tíð. Togarar
lágu í höfnum langtímum saman
í fjárhagslegu reiðileysi.
Af þessu og afþví að illa var
séð fyrir markaðsöflun leiddi til
framleiðslustöðvunar.
Ekkert sýnir þó ljósar afstöðu
stjómarvalda til atvinnumála
þjóðarinnar en það, að á átta ára
tímabili voru keyptir 5000 bílar,
en enginn ný|r togar^. Afstaða
stjórnarvalda til atvinnumálanna
á tímabilinu frá nýsköpunar-
stjórninni þar til vinstri stjórnin
var mynduð, var sem fjörráð við
hinar dreifðu byggðir, enda var
það ekki óalgengt að sendi-
nefndir frá hinum ýmsu stöðum
úti á landsbyggðinni færu til
Reykjavíkur til þess að fá einu
og öðru framkomið við stjórnar-
völdin, til hagsbóta fyrir hina
ýmsu staði, þegar í algert óefni
var komið heima fyrir.
Af stjórnarstefnunni leiddi
stórfelldan fólksflótta af lands-
byggðinni til Suðvesturlands.
Á þessu tímabili var að verki
stefna auðvaldsins. Þetta var
tímabil hinnar blindu auðvalds-
þróunar, sem ekki hirðir hið
minnsta um það, hvaða fjárfest-
ing þjóðinni er fyrir beztu bæði
í bráð og lengd, en hefur það
eitt að leiðarvísi, sem gróða-
vænlegast er fyrir handhafa
fjármagnsins.
Enda þróaðist braskið og fjár-
plógsstarfsemin á þessum tíma
svo mjög, að þeir flokkar, sem
þá mótuðu stjómarstefnuna,
urðu að fallast á að kjósa nefnd
til að rannsaka allt það svindl.
En sú nefnd, okumefndin, var
kosin á Alþingi eftir tillögu
Sósíalistaflokksins, sem þá var
þó í banni.
Vinstri stjómin.
Árið 1956 tók vinstri stjórnin
við. Þar átti Alþýðubandalagið
hlut að, og þá var hafin svipuð
stefna og á nýsköpunarárunum.
Þá var lögð áherzla á uppbygg-
ingu atvinnuveganna og réttur
svo hlutur hinna dreifðu byggða,
að þróunin sneri við. Á tíma
vinstri stjórnarinnar var það
sýnt og sannað að íslendingar
geta lifað menningarlífi á gögn-
um og gæðum landsins, en þurfa
ekki að vera háðir gjöfum og
annarri aðstoð frá öðrum þjóð-
um, en einmitt þá kenningu, að
við þyrftum á að halda efnahags-
legri aðstoð annarra þjóða, hafði
fyrri stjóm boðað í orði og verki.
En þau öfl innan Framsóknar-
flokksins, sem af alefli beita sér
gegn því, að verkalýðspólitík
móti stjórnarstefnu á fslandi,
sprengdu vinstri stjórnina með
kauplækkunarkröfu, einmitt
þegar stefna vinstri stjómarinn-
ar, sem mótuð var af Alþýðu-
bandalaginu, hafði borið þann
glæsilega árangur, að útflutn-
ingsframleiðsla þjóðarinnar var
að krónutölu 200 milljómun
meiri en áður hafði verið.
Hvað er framundan?
Ef athuguð er reynsla þess
tímabils, sem eg hef hér minnzt
á og athugað er, hvor stefnan
hefur reynzt þjóðinni betur,
stefna auðvaldsins eða stefna
verkalýðshreyfingarinnar, og ef
kjósendur láta þá reynzlu ráða
gerðum sínum við kjörborðið 25.
og 26. þessa mánaðar, þá verður
stefna Alþýðubandalagsins og
verkalýðshreyfingarinnar ráð-
andi á íslandi á næstu árum. Þá
verða gerð stór átök til enn frek-
ari eflingar atvinnulífi þjóðar-
innar. Þá verður framkvæmd sú
hugsjón íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar að hefja áætlunarbú-
skap á fslandi á grundvelli skipu
legrar og arðbærrar fjárfesting-
ar. Þá verða rannsökuð þau skil-
yrði, sem hin ýmsu kjördæmi
hafa yfir að búa og til fjárfest-
ingar stofnað með tilliti til vel-
ferðar hins mikla fjölda vinnandi
manna til sjávar og sveita, en
okrið og fjárplógsstarfsemin gerð
útlæg.
Að öðrum kosti bíður okkar
gengisfelling og hvers konar
kjaraskerðingar, og þá endur-
tekur sig sama þróuh og hér
varð á árunum 1947—1956:
meiri og minni stöðvanir fram-
leiðslutækja og versnandi kjör.
Þá munu hinar dreifðu byggðir
ekki sízt verða fyrir barðinu á
auðvaldsstjórn á íslandi og Eiftur
horfa upp á fólksstrauminn til
Suðvesturlands.
Hvor stefnan verður ráðandi
eftir kosningar, er háð vilja
kjósenda. Ef Alþýðubandalag-
ið fær mikið fylgi, þá verður
mynduð vinstri stjórn. Þá
mun Framsóknarflokkurinn
ekki enn einu sinni þora að
skríða í íhaldssængina. En
verði fylgi íhaldsins vaxandi
og Alþýðubandalagsins minnk-
andi, þá verður mynduð ný
þriflokkastjórn, hemáms- og
kyrrstöðustjórn.
Það er kjósendanna að velja,
hvort þeir kjósa heldur.
G-USTINN
er listi
Alþýðubandalagsins
Nú fyrir skömmu gafst frétta-
mönnum og fleirum kostur á að
sjá nýtt verkfæri til skurðgraftar
að verki inni á Krókeyri. Er það
norskt að gerð og hið fyrsta sinn-
ar tegundar, sem flutt er hingað
til lands. Verkfæri þetta er sam-
ansett af stórri og aflmikilli
dráttarvél og vökvadrifnum
gröfuútbúnaði, sem tengdur er
við dráttarvélina. En án myndar
og í fáum orðum er ekki unnt að
lýsa þeim útbúnaði, þar verður
eigin sjón að koma til.
En fljótt á litið virðist tæki
þetta mjög hentugt til að grafa
mjnni háttar skurði a. m. k. og
jafnvel djúpa skurði, þar sem
jarðvegur er góður. Hægt er að
grafa jallt að hálfs fjórða meters
dýpi og afköstin eru lýgilega
mikil. Miðað við eins meters
djúpan skurð á að vera hægt að
grafa 30 metra á klukkustund.
Þessi útbúnaður til skurðgraftar
hefur þegar náð talsverði'i út-
breiðslu í Noregi, og er líklegt,
að svo fari einnig hér, þegar
menn kynnast kostum þess.
Það er Baldur Sigurðssson,
starfsmaður hjá Gróðrarstöðinni,
sem kaupir þetta tæki hingað, en
innflutning annast Ámi Gests-
son í Reykjavík.
Leiðrétting við 2. síðu
í upphafi greinarinnar „Styður
Bragi íhaldið?“ á 2. síðu blaðsins
í dag, féll ein lína niður í prent-
uninni. Rétt er upphaf greinar-
innar þannig:
Það virðist vera orðinn fastur
þáttur hjá Alþýðumanninum, að
birta myndir af Garðari Halldórs
syni, Birni Jónssyni og Friðjóni
Skarphéðinssyni og lýsa því yfir
að þessir þrír frambjóðendur séu
í baráttusætunum hér í kjör-
dæminu.....................
Utankjörstaðarkosning
Þeir kjósendur Alþýðu-
bandalagsins, sem ekki verða
heima á kjördegi, eru beðnir
að kjósa strax hjá bæjarfóget-
um eða hreppstjórum.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ.
ÖMURLEGT
HLUTSKIPTI
Ungur bóndasonur af Fram-
sóknarheimili í Eyjafirði var ný-
lega staddur, þar sem rætt var
um kosningahorfur og einstaka
frambjóðendur.i Varð honum þá
að orði: „Það er ömurlegt hlut-
skipti að þurfa að kjósa Garðar
á Rifkelsstöðum í fyrsta skipti,
sem maður hefur kosningarétt."
KOSNINGAHANDBÓKIN
okkar er komin til Akureyrar.
Hún fæst í bókaverzlunum og á kosninga-
skrifstofunni í Ásgarði.
FJÖLVÍS
ÞINGGJÖLD
Gjaldendur í Akureyrarkaupstað og Eyjafjarðarsýslu
eru minntir á, að þinggjöld ársins 1959 eru fallin í
gjalddaga. Óskað er eftir því, að þeir sem enn hafa ekki
gert skil greiði hið allra fyrsta, svo komist verði hjá lög-
tökum.
Auk venjulegs afgreiðslutíma verður skrifstofan opin
framvegis
KL. 4-7 SÍÐDEGIS Á FIMMTUDÖGUM
til nóvember loka, til þess að auðvelda mönnum skil
gjaldanna.
Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu.
Bœjarfógetinn á Akureyri.
8. október 1959
SIGURÐUR M. HELGASON.
Settur.
alþ^ðubandala^smanna
á Nor6ur-og Qusturlandi
1. Ferð fyrir tvo til Tékkoslóvakíu og 14 daga dvöl þar kr. 22.000.00
2. Flugferð fyrir tvo til Mallorca og heim (vikudvöl) . — 17.000.00
3. Flugferð frá Rvík til Kaupmannahafnar og heim . . — 5.000.00
4. Ferð með Gullfossi frá Rvík til Khafnar og heim . — 4.200.00
5. Innanlandsílugferðir ...................— 1.800.00
DREGIÐ VERÐUR 26. OKTÓBER 1959
Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Akureyri, sími 2203, veitir allar
upplýsingar varðandi happdrættið.
Þannig líta þeir út happdrættismiðar
Alþýðubandalagsins á Norður- og
Austurlandi. Það er stuttur tími, þar
til dregið verður um þessa ágætu
vinninga, og því eru allir þeir, sem
hafa miða undir höndum, beðnir að
hraða sölunni sem mest og gera skil á
því, sem inn kemur.
Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins!
Minnist þess, að hver seldur miði
stuðlar að sigri Alþýðubandalagsins í
kosningunum.