Verkamaðurinn - 27.11.1959, Page 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 27. nóv. 1959
Um bækur og menn
Eimreiðin
ÞaíB er nú nokkuð langt orðið
síðan útgáfa tímarita hófst hér á
landi, og hér hafa komið út ýmis
mjög merk tímarit, sem orðið
hafa áhrifamikil og gagnleg, ekki
aðeins tungu þjóðarinnar og
bókmenntum, heldur einnig sem
eitt sterkasta tækið til að vekja
sjálfstæðisvitund þjóðarinnar og
samstilla krafta hennar í barátt-
unni við Dani og fyrir hvers kon-
ar ' framfaramálum. Brautina
ruddu þarna hin gömlu og merku
rit: Fjölnir, Ármann á Alþingi og
Ný félagsrit Jóns Sigurðssonar.
Hér er ekki ætlunin að ræða
þessi rit eða þýðingu þeirra, líf-
dagar þeirra urðu yfirleitt ekki
langir, enda erfitt um útgáfu ís-
lenzkra rita á fyrri hluta síðustu
aidar og reyndar seinni hlutann
einnig, en sennilega hafa þó eng-
in rit síðari tíma haft jafn mikla
þýðingu fyrir þjóðina og einmitt
þessi fyrstu tímarit.
En önnur rit tóku við af þeim.
Rit, sem einkum og fyrst og
fremst voru helguð bókmenntum
og urðu sem lýsandi ljós á meðan
bókaútgáfa var enn lítil hér á
landi.
Eitt þessarra rita, sem hóf
göngu sína nokkru fyrir síðustu
aldamót var Eimreiðin, og hún
kemur út enn í dag og er ennþá
eingöngu helguð bókmenntum og
öðrum hstum.
En nú er Eimreiðin ekki lengur
eitt af fáum tímaritum, sem út
koma hér á landi. Nú er tala
þeirra orðin legíó, en gæðin svo
misjöfn, að óhikað má segja að
meirihlutinn mætti missa sig
þjóðinni að skaðlausu.
En Eimreiðin stendur ennþá
sem klettur úr hafinu og hefur
ekki fallið fyrir tízkutildri og
innantómu hismi. Þar eru birtar
góðar bókmenntir. Áherzla lögð
á það, sem eitthvert gildi hefur
bæði í nútíð og framtíð, en ekki
reynt að fiska eftir því léttmeti,
sem kannski hefur flesta lesend-
ur, því miður, en skilur lesand-
anum ekkert eftir að lestri lokn-
um. Ef svo væri komið, að öll
tímaritaútgáfa væri miðuð við
dægurflugur einar, væri bók-
menntaheiður okkar, sem á stund
um teljum okkur mestu bók-
menntaþjóð í heimi, orðinn
næsta smár.
Við eigum, sem betur fer, enn-
þá nokkur tímarit, auk Eimreið-
arinnar, sem ekki hafa fallið í
freistni fyrir sölumennskunni.
Við verðum að vona, að þau
haldi áfram að bera merkið hátt,
þó að á stundum kunni að vera
þungt fyrir fæti.
Eimreiðin hefur nú komið út í
65 ár. Við ritstjórn hennar tók á
þessu ári Þóroddur Guðmunds-
son frá Sandi. Við það tækifæri
skrifaði hann í ritið: „Einhverjar
mestu hátíðastimdir æsku mnnar
voru þegar tímaritin Skímir, Ið-
unn og Eimreiðin komu á heim-
ilið.“ Og síðar segir hann:
„Æðsta takmark mitt er að gera
Eimreiðina þannig úr garði, að
hún reynist lesendum álíka au-
fúsugestur og hún var mér forð-
um.“
Víst er, að meðan ritstjórinn
keppir að þessu takmarki, er þess
von og vissa, að Eimreiðin verð-
ur gott rit. Og fyrsta heftið undir
umsjá hans veldur ekki von-
brigðum, þar eru góðar sögur,
leikrit, ljóð og listþættir.
Þeir, sem bókmenntum imna,
ættu ekki að láta Eimreiðina
fram hjá sér fara.
Dimmir hnettir
Nú síðustu árin hefur Einar
Kristjánsson, skáld, verið eftir-
sóttasti upplesari á skemmtisam-
komum hér á Akureyri og í nær-
sveitum. Smásögur þær, sem
hann hefur víða lesið, hafa vakið
óskipta ánægju og eftirtekt
áheyrenda. Hann er bráðfyndinn
og skemmtilegur og kann svo vel
að segja sögu, að jafnvel frásögn
af þeim atburðum, sem alla jafna
vekja htla eða enga eftirtekt,
verða í búningi hans að stórum
sögum, ekki í þeirri merkingu,
að þær séu langar, heldur þannig
að augu hlustenda eða lesenda
opnast fyrir mikilvægi og þýð-
ingu þess, sem áður virtist hvers-
dagslegt og lítils virði. Einar er
að þessu leyti ekki ólíkur Jónasi
Árnasyni, þó að sögur hans séu á
öðru sviði.
Árið 1952 kom út smásagnasafn
eftir Einar, sem nefndist Sept-
emberdagar, og hlaut hann þegar
góða dóma fyrir það og þótti
efnilegur. 1955 komu þrjár sögur
eftir hann út í litlu kveri, sem
nefndist Undir högg að sækja. —
Síðan hefur hann ekkert gefið út
fyrr en nú, að nýtt smásagnasafn
er komið og ber nafnið Dimmir
hnettir. Þessi bók er mikil fram-
för og skipar höfundi í fremstu
röð smásagnahöfunda okkar
tíma. Hver saga er stutt, en hnit-
miðuð og skemmtileg aflestrar.
Aðdáanlegt er, hversu vel hon-
um tekst að nota stuttar inn-
skotssetningar, sem hver um sig
segir oft sögu út af fyrir sig.
Það er greinilegt af þessarri
bók, að Einar er mikill mann-
þekkjari, og það er einmitt það,
sem gefur sögum hans mest gildi,
hversu vel honum tekst að lýsa
inn í innstu hugarfylgsni sögu-
persónanna og skilgreina hugar-
ástand þeirra og viðbrögð með
stuttu máli. Og hann er meira en
mannþekkjari, hann er einnig
mannvinur, eða a. m. k. enginn
mannhatari. Það lýsir í gegnum
allar sögur hans, að hann dæmir
enga menn vonda, heldur í hæsta
lagi misgóða. Hann hefur numið
þá staðreynd, að „eiginlega er
ekkert bratt, aðeins mismunandi
flatt“, enginn er fæddur vondur
maður ,en lífið leikur menn mis-
jafnlega og viðbrögð þeirra og
gerðir eiga alltaf sínar forsend-
ur. Þess vegna verða allar sögur
Einars fallegar sögur, hvaða
hlutverk sem persónurnar leika.
Það er þess vegna ekki út í blá-
inn, að þann hefur valið næstu
bók sinni nafnið Gott fólk, en sú
bók á að koma út á næsta ári.
Enn er það ótalið, að Einar rit-
ar mjög líflegt og vandað mál,
hann er stuttorður en gagnorður
og orðaval hans er mikið. Nokk-
uð hefur það þótt áberandi, að
hann skrifaði einkum um sér-
kennilegt fólk og óvenjulegt fólk.
Það er einmitt fólkið, sem við
mætum daglega á götunni. En
það eru allir eitthvað skrítnir,
kannski mismunandi mikið, en
allir skrítnir, ef út í þá sálma er
farið, og fyrir skarpa athyglis-
gáfu og hæfileika mannþekkjar-
ans verður Einari það auðvelt
að draga það sérkennilega fram í
dagsljósið og vekja á þann hátt
eftirtekt á sögupersónum sínum
og gera þær minnisstæðari. Enda
munu margar þeirra verða lang-
lífar í hugum lesenda. En ef við
leitum vel, þá finnum við hlið-
stæður þeirra flestra í hópi vina
og kunningja eða í þeim stóra
hópi fólks, sem við mætum á göt-
unni. Þetta eru lifandi persónur.
Það er hiklaust óhætt að mæla
með bókum Einars Kristjánsson-
ar. Það leiðist engum meðan
hann les þær.
Nýtt útgáfufyrirtæki, Bókaút-
gáfan Víðifell á Akureyri, annast
sölu og dreifingu bókanna.
Bókaforlag
Odds Björnssonar
gefur nú út meira úrval bóka en
nokkru sinni fyrr. Bækurnar eru
ekki aðeins fleiri, heldur marg-
breytilegri að efni og innihaldi.
Það eru skáldsögur fyrir börn
og fullorðna, enduiminningar og
ferðaþættir, ljóð og ritgerðasöfn,
kennslubækur og fræðirit.
Blaðinu er kunnugt um, að
þessar bækur eru ýmist nýlega
komnar út hjá forlaginu eða
væntanlegar á næstunni: Ljóða-
safn Þorsteins Þ. Þorsteinssonar,
hins ágæta vestur-íslenzka skálds
og rithöfundar, ljóðabók eftir
Ármann Dalmannsson, sem nefn-
ist Ljóð af lausurn blöðum, skáld
söguznar Fórn snillingsins eftir
A. J. Cronin í þýðingu Magnúsar
Magnússonar, Dáið þér Brahms
eftir frönsku skáldkonuna
Fran§ois Sagan í þýðingu Thors
Vilhjálmssonar, Systir læknisins
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur,
Draumurinn eftir Hafstein Sig-
urbjarnarson, Strákur í strxði
eftir Gest Hannson (dulnefni) og
Flogið yfir flæðarmáli eftir Ár-
monn Kr. Einarsson. Tvær síð-
asttöldu eru einkum ætlaðar
unglingum. Þá gefur forlagið út
ferðabók eftir Þorbjörgu Árna-
dóttur, Pílagrímsför og ferða-
þættir, og ný bók kemur eftir
Magnús Björnsson á Syðra-
Hóli, Hrakhólar og höfuðból.
Enn er að nefna Aldamótamenn
eftir Jónas Jónsson frá Hriflu,
en það eru ævisöguþættir ýmissa
áhrifamanna síðustu þriggja ald-
arfjórðunga, og Nýju fötin keis-
arans, úrval greina og erinda um
bókmenntaleg efni, eftir Sigurð
A. Magnússon. Og loks er það
Grafir og grónar rústir, stór og
vönduð bók eftir C. W. Ceram í
þýðingu séra Björns O. Bjöms-
sonar. I þessarri bók er með
Framhald á 4. siðu.
Hverjir eiga að fórna?
NU VERÐA Þessi setning kveður að jafnaði við, þegar hin
ALLIR AÐ svokölluðu efnahagsvandamál og lausn þeirra
FÓRNA ber á góma. Þessi setning hefur þó oftast nær
og í munni flestra takmarkaða merkingu, orð-
ið „allir“ merkir undantekningarlítið ákveðinn hóp manna,
verkafólk og launþega, og oftast nær iþá þeirra, sem minnst
bera úr býtum, þ. e. daglaunamenn. Færð til venjulegs máls
mundi því þessi setning hljóða eitthvað á þessa leið: Nú verð-
ur að rýra lífskjör verkafólks.
HAFA Þeir, sem oftast staglast á þessari setningu,
ÞEGAR en það eru fulltrúar auðstéttarinnar, gleyma
FÓRNAÐ venjulega þeirri staðreynd, að launþegar hafa
þegar fórnað og eru alltaf að fórna. Er hér ekki
eingöngu átt við þá augljósu fóm, er ríkisstjórn Alþýðu-
flokksins lögbauð um síðustu áramót, að launþegar skyldu
leggja 13,4% af kaupi sínu í pyngju atvinnurekenda, heldur
það, að mikill meiri hluti launþega verður nú að vinna meira
og minna umfram viðurkenndan vinnutíma, til þess að geta
lifað sómasamlegu lífi og samkvæmt kröfum tímans. Það er
m. ö. o. starfsorku sinni og lífsþrótti, sem þessir menn fórna.
Hér við bætist, að kvenna- og barnavinna hefur farið mjög í
vöxt og tekjur heimilanna aukizt af þeim sökum. Þrátt fyrir
það mun flestum reynast auðvelt að eyða því, sem þeir afla,
og það án alls óhófs, og af tekjum, sem fást fyrir 8 stunda
vinnudag, lifir nú enginn maður sómasamlegu lífi.
BREYTTAR Því verður ekki neitað, að kjör verkafólks og
KRÖFUR annarra launþega eru nú stórum mun betri
TIL en áður var, en kröfumar til lífsins hafa líka
LIFSINS breytzt. Þar af leiðandi ætti verkafólk að hafa
fyrir 8 stunda vinnudag þau laun, er nægðu
því til lífsframfæris eftir þeim kröfum, sem nú eru gerðar.
Þegar verkamenn hófu baráttu fyrir 8 stunda vinnudegi,
kröfðust þeir jafnframt, að fyrir þá vinnu yrði borgað það vel
að nægði til lífsframfæris eftir kröfum tímans þá. Það er engin
ástæða til að víkja frá þeirri kröfu nú. Og meðan jafnmikið
vantar á að henni sé fullnægt, eins og nú er, þá er allt tal um
fórnir af hendi verkafólks alger fjarstæða. Sé nauðsynlegt að
fórna einhverju, þá eru það aðrir sem eiga að gera það og geta
gert það. „Vestfirðingur“ 13. nóv.
Kirkjuvarðarstarfið
við Akureyrarkirkju, er laust til umsóknar frá næstu
áramótum að telja. Umsóknir séu skriflegar og sendist
formanni sóknarnefndar fyrir 15. desemiber n. k. Allar
upplýsingar um starfið gefa sóknarprestarnir og for-
maður sóknarnefndar.
SÓKNARNEFNDIN.
Lögtaksúrskurður um skatta
I dag var uppkveðinn úrskurður í fógetadómi Eyjafjarð-
arsýslu og Akureyrar um að lögtak megi fram fara úr
því að átta dagar eru liðnir fyrir eftirgreindum gjöld-
um álögðum 1959:
1. Þinggjöld á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu.
2. Söluskattur og útflutningssjóðsgjald.
3. Gjald af innlendum tollvörum.
4. Lögskráningargjöld.
5. Aðflutnings- og útflutningsgjöld.
6. Skemmtanaskattur og Menningarsjóðsgjald.
7. Skipulagsgjald.
8. Vita- og lestagjöld.
9. Bifreiðagjöld.
10. Almanna- og slysatryggingagjöld.
11. Véla eftirlitsgjöld.
12. Kirkju- og kirkjugarðsgjald.
13. Afnotagjald til Ríkisútvarpsins.
14. Stóreignaskattur.
Lögtök hefjast á ofangreindum gjöldum þegar að
loknum nefndum 8 daga fresti og eru gjaldendur því
vinsamlega hvattir til að greiða gjöld sín hið allra fyrsta.
Lögtökum er ekki beitt hjá þeim, sem greiða reglulega
af kaupi sínu.
Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar,
20. nóvember 1959.
SIGURÐUR M. HELGASON
settur.