Verkamaðurinn - 27.11.1959, Page 4
4
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 27. nóv. 1959
Ólalur Thors löðrungar þjóna sína
Upplýsir, að fullyrðingar Alþýðuflokksráðherr-
anna um góða afkomu ríkissjóðs og útflutnings-
sjóðs hafa við engin rök að styðjast
„Alþm.“ skýrði svo frá í for-
síðugrein 6. okt. sl., að á fundi í
Alþýðuflokksfélagi Akureyrar
hefði Friðjón Skarphéðinsson
flutt „mjög greinargott erindi xun
efnahagsmálin“, og þá meðal
annars sagt, að:
„Staða Útflutningssjóðs hefði
aldrei verið betri en nú, hann
hefði í einu og öllu staðið við
lögskyldar greiðslur jafnóðum,
en slíku hefði hann ekki orkað
oft fyrr. Þá vaéri ríkissjóður
sízt vérr staddur en á sama
tíma fyrir ári, svo að þar hefði
a. m. k. engar nýjar, auknar
skuldir safnast fyrir, og í einu
orði sagt væri staðreyndin sú,
að engir „ógreiddir víxlar á
framtíðina“ lægju fyrir, sem
núverandi ríkisstjóm hefði
tekið.“
Og nokkru síðar í mánuðinum
hafði Alþýðublaðið eftirfarandi
eftir Guðmundi í. Guðmtmds-
syni, þáverandi fjármálaráð-
herra:
„Viðskipti ríkisins við bank-
ana á þessu ári hafa síður en
svo sýnt þrengri hag ríkissjóðs
en áður var, og afkoma Út-
flutningssjóðs hefur aldrei
verið betri frá stofnun hans. Á
þessu ári hafa eldri skuldir Út-
flutningssjóðs verið greiddar
upp og staðið í skilum með nið
urgreiðslur og uppbætur, sem
til hafa fallið. Ríkissjóður hef-
ur greittÚtflutningssjóði fram-
lög sín reglulega.
Framsóknarmenn og kommún-
istar hafa ekki við nein rök að
styðjast, þegar þeir staðhæfa,
að núverandi ríkisstjórn hafi
gefið út óreiðuvíxla upp á
framtíðina.“
Ólafur Thors, núverandi for-
sætisráðherra, mætti á fundi í
landsmálafélaginu Verði, að
kvöldi sama dags og ráðuneyti
hans tók við af Alþýðuflokks-
stjórninnL Þar flutti hann ræðu
um stjómarmyndunina og við-
horfin framundan. Margunblaðið
21. þ. m. sagði frá ræðu hans á
þessa leið m. a.:
„Þá vék Ólafur Thors að
stjórnarmynduninni og samn-
ingunum við Alþýðuflokkinn.
Sagði hann, að umboðsmenn
Sjálfstæðisflokksins hefðu að
undanförnu verið að kynna sér
eínahagsástand þjóðarinnar. ..
Kvaðst Ólafur Thors ekki
geta gefið ítarlega skýrslu á
þessu stigi málsins, en ástandið
væri miklu ískyggilegra en
menn hefði grunað.
Þá rakti forsætisráðherrann
aðstöðuna út á við og brá upp
nokkrum óhuggnanlegum
myndum. En því næst skýrði
hann afkomuhorfur ríkissjóðs
og Útflutningssjóðs á næsta
ári og komst að þeirri niður-
stöðu, að vanta mundi 250
millj. kr. á að rekstur þeirra,
að óbreyttum tekjustofnum,
yrði hallalaus. Þar við bættist
svo að allir sjóðir atvinnulífs-
ins væru tómir og alger skort-
ur á fé til húsbygginga."
Varla verður með sanni sagt,
að vel beri saman upplýsingum
þeim, sem Alþýðuflokksráðherr-
arnir gáfu fyrir kosningar, og
þeim, sem hinn nýi forsætisráð-
herra hefur nú gefið.
En vert er að athuga það, að
Alþýðuflokksráðherrarnir hafa
hvergi mótmælt því, að rétt sé
með farið, og verður að líta á það
sem óbeina sönnun þess, að hann
segi í þessu tilfelli réttara frá.
En sé svo, að Ólafur Thors segi
þarna rétt frá, þá hefur hann líka
staðfest það, sem Alþýðubanda-
lagsmenn hafa haldið fram, að
verðbólgustöðvun Alþýðuflokks-
ins hafi verið á sandi byggð, allir
opinberir sjóðir verið tæmdir,
eldri tekjuafgangur ríkissjóðs
verið etinn upp og óreiðuvíxlum
safnað.
En mestum áhyggjum veldur
það, að nú óttast það margir, að
hin nýja samstjórn íhaldsins og
kratanna muni fara beint í vasa
launþeganna og taka þaðan fé til
að greiða víxlana.
- Um bækur og menn
Framhald af 2. siöu.
rhyndum og lesmáli rakin saga
fornleifafunda. Myndirnar, sem
eru sérlega vandaðar, eru sam-
tals á fjórða hundrað, þar af
nokkrar prentaðar í eðlilegum
litum. Þetta verður ein af glæsi-
legustu bókum, sem gefnar hafa
verið út hér á landi.
Margra þessarra bóka verður
getið hér nánar, þegar tími og
rúm verður til. En vert er að
benda þeim Norðlendingum, sem
kaupa bækur til gjafa, á það, að
hér norðanlands kemur út mikið
af ágætum bókum, og að öðru
jöfnu er vert að styðja þá út-
gáfustarfsemi og þann iðnað, sem
rekinn er í heimahögum.
- Ræða Einars Olgeirss.
Framhald af 1. siöu.
sérfræðinganna til ríkisstjórnar-
innar verði þau að vega tvisvar í
sama knérunn. Slíkt hefur aldrei
í sögu íslendinga þótt til heilla
horfa. Eg vil vara hæstvirta rík-
isstjórn við að fara að slíkum
ráðum, þótt eg óttist að það sé
þegar afráðið að gera það. Mér
fannst tilkynningin um „góðu
málin“ í yfirlýsingunni áðan þýða
að þau ættu að vera plástur á
sárin, sem enn væri eftir að veita
alþýðu manna.
ísland þurfti stórhuga, róttæka,
þjóðlega ríkisstjórn, er samstillti
hugi þjóðarinnar til voldugra
átaka, er stórbættu lífskjör al-
mennings í landi voru.
Vér fáum nú í staðinn ríkis-
stjórn tveggja af þeim launa-
lækkunarflokkum, sem í vetur
hófu árásirnar á afkomu almenn-
ings og stefnuyfirlýsingu hennar
er bendir til þess að áfram verði
haldið á sömu braut. Og árásir á
lífskjör alþýðu leiða fyrr eða síð-
ar til átaka milli auðvaldsins og
alþýðu landsins.
Alþýðubandalagið heitir því á
alla alþýðu, öll samtök vinnandi
stétta að halda vöku sinni: vera
vel á verði um hag sinn og rétt,
— að sameinast um að vinna aft-
ur það, sem tapazt hefur, — og
sækja fram til að skapa grund-
völl að efnahagslífi án kreppu og
atvinnuleysis, er tryggi alþýðu
manna síbatnandi lífskjör og af-
komuöryggi.“
Vinningar í Ferðahappdrættinu
Vinningar í Ferðahappdrætti Alþýðubandalagsmanna á
Norður- og Austurlandi komu á þessi númer:
Nr. 492. Ferð fyrir tvo til Tékkóslóvakíu og 14 daga dvöl.
Nr. 8229. Ferð íyrir tvo til Mallorka og heim, vikudvöl.
Nr. 5820. Flugíerð frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og
. til baka.
Nr. 2901. Ferð með Gullfossi frá Reykjavík til Kaupmanna-
hafnar og til baka.
Nr. 4587. Innanlandsflugferðir fyrir kr. 1800.00.
Þeir, sem kunna að hafa hlotið vinning, eru vinsamlegast
beðnir að gefa sig fram við Þorstein Jónatansson, Akureyri. —
Sími 1516.
Lögtaksúrskurður um iðgjöld
til Sjúkrasamlags Akureyrar 1959.
í dag hefur verið uppkveðinn í fógetadómi Akureyrar
úrskurður um að taka megi lögtaki iðgjöld til Sjúkra-
samlags Akureyrar árið 1959, úr því að 8 dagar eru
liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar,
20. nóvember 1959.
SIGURÐUR M. HELGASON
settur.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
i ELLEFTU STUNDU'
Leikfélag Akureyrar hefur i
nokkrum sinnum á undanförnum
árum ráðizt í það að taka til
meðferðar vönduð og listræn
verk, sem krafizt hafa mikillar
vinnu og mikils kostnaðar við að
koma þeim á leiksviðið. Það hef-
ur að sjálfsögðu tekizt misjafn-
lega hjá leikfélaginu með þessi
verk, það er úr takmörkuðum
hópi leikara að velja og aðstaða
hefur lengst af verið heldur bág-
borin og erfið. En oft hefur þó
tekizt vel og stundum ágætlega.
En bæjarbúar hafa ekki launað
leikfélaginu sem skyldi þá fyrir-
höfn og kostnað, sem það hefur
lagt í við listræn verkefni, alvar-
legs eðlis. Undantekningarlítið
hefur ekki fengizt góð aðsókn
nema að gamanleikjum. Fólkið
hefur viljað grín og gaman, en
alvöru enga.
Það er því ekki ástæða til að
álasa Leikfélagi Akureyrar fyrir
það, þó að það hefji nú þetta
leikár með léttmeti. Slík áhuga-
mannafélög verða alltaf að hugsa
að öðrum þræði um fjárhagsút-
komuna, og það hefur sannast, að
léttmetið gefur drýgstar tekjur.
Leikrit það, sem nú eru hafn-
ar sýningar á, er enskt, en þýtt af
Sverri Haraldssyni, og hefur í
þýðingunni hlotið nafnið Á ell-
eftu stundu. Það er satt, sem leik
stjórinn, Guðmundur Gunnars-
son, segir í leikskránni, að bók-
menntalegt gildi þess er næsta
lítið. Það skilur leikhúsgestum
lítið umhugsunarefni eftir að
sýningu lokinni. En það má
hlæja að því, það er fjörugt og
spennandi frá upphafi til enda.
Að innihaldi og uppbyggingu er
það mjög skylt leynilögreglusög-
um, líkið er til staðar, skamm-
byssan og leynilögreglan, þó að
þai-na hafi sá, sem í því hlutverki
er, það ekki að atvinnu, heldur sé
sjálfboðaliði í faginu.
Hlutverk í leik þessum eru 12
talsins og yfirleitt vel með farin.
Jón Kristinsson leikur sölu-
mann, sem tók sér fyrir hendur
að gerast leynilögga. Þetta er
stærsta hlutverkið í leiknum og
ágætlega af hendi leyst.
Þráinn Karlsson leikur hús-
ráðanda, þar sem leikurinn gerist
að mestu. Þráinn hefur mikla
leikhæfileika og er sífellt í fram-
för. Það er sérstaklega eftirtekt-
arvert í þessum leik, hversu
eðlilega honum tekst að titra af
reiði.
Björg Baldvinsdóttir leikur
unnustu húsráðandans, þau voru
að búa sig undir að stofna heim-
ili. Björg er mikil leikkona og
vön leiksviðinu. Hefur hún af
þeim sökum nokkra yfirburði yf-
ir flesta hina leikendurna, hún er
hiklausari og öruggari og skilar
hlutverki sínu vel. Þó má segja,
að hún falli ekki jafnvel inn í
þetta hlutverk og sum önnur, svo
að notað sé þetta klaufalega
orðalag.
Haukur Haraldsson leikur ung-
an afbrotamann. Það ber að virða
það við Hauk, að hann hefur
ekki látið það aftra sér, að hann
hlaut heldur slæma dóma, fyrst
þegar hann fór á „fjalirnar". —
Hann stendur sig nú til muna
betur, og er sízt ástæða til að
letja hann að reyna áfram getu
sína á leiksviðinu.
Jóni Ingimarssyni eru bæjar-
búar vanastir í gerfi gamalla og
skringilegra karla. Hann birtist
nú í nokkuð öðru gerfi, en óvíst
er þó, að honum hafi í annað
skipti betur tekizt.
Með smærri hlutverk fara:
Kjartan Ólafsson, Kristján
Kristjánsson, Soffía Jakobsdóttir,
Jón Haraldsson, Kjartan Stefáns-
son (á frumsýningu Jóhann Ög-
mundsson í veikindaforföllum
Kjartans), Solveig Guðbjarts-
dóttir og Svanhildiu- Leósdóttir.
Af þessum leikendum er sér-
staklega ástæða til að geta Jóns
Haraldssonar, sem að vísu er
ekki lengi á leiksviðinu, en sýnir
mjög góðan leik, og Svanhildi
Leósdóttur, sem leikur „líkið“.
Það þarf ekki útskýringa við,
hversu erfitt getur verið að
hreyfa sig á leiksviði frammi fyr-
ir 'augum gagnrýninna áhorf-
enda. En það getur líka verið
erfitt að látast vera dauður og
mega ekki láta neina hreyfingu
sjást, ekki hreyfa nokkurn fing-
ur né láta sjást andardrátt. En
Svanhildur var aðdáanlega dauð,
þar til hún fór að rakna við, eins
og leikurinn gerði ráð fyrir.
Leiktjöld eru vel gerð af Aðal-
steini Vestmann, en ástæða er til
að varpa fram þeirri spurningu,
hvort ekki sé unnt, án mikillar
fyriýhafnar eða tímaeyðslu, að
ganga svolítið traustlegar frá út-
veggjum á sviðinu, svo að þeir
leiki ekki á reiðiskjálfi við litla
snertingu og áhorfendur óttist,
að þá og þegar hrynji tjöldin.
Þ.
Ekki sopið þótt í ausuna
sé komið
Það er nú ljóst orðið, að minni
hagnaður verður af hvaladrápinu
á Dalvík i fyrri viku, en menn
gerðu sér vonir um í fyrstu. —
Vegna mistaka við hvalskurðinn
hefur kjöt af mylkum hvalkúm
verið sett með öðru kjöti, en það
er talið skemmt vegna þess, að
mjólkin hefur runnið út í kjötið.
Verður af þessarri ástæðu að
hætta við að frysta kjötið til
dýrafóðurs, en í þess stað verður
unnið úr því mjöl.
Þá verður heldur ekki hægt að
nýta beinin né innvolsið, en
vinnsla á spikinu hefur gengið
vel og fæst úr því talsvert lýsi.
Mistökin við hvalskurðinn
stafa af því, að enginn kunnáttu-
maður var til staðar.
Það eru Dalvíkingum að sjálf-
sögðu vonbrigði, hversu til hefur
tekizt, en enn eru þó vonir til að
nokkur ágóði verði af hvalvinnsl-
unni, og er ákveðið, að hann
renni til kirkjubyggingarinnar á
Dalvík.