Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.01.1960, Blaðsíða 4
4 — ri VERKAMAÐURINN Föstudaginn 8. janúar 1960 Hvenær opnar Tóbakseinkasala ríkisins aftur útibú á Akureyri? Sú ráðstöfun Tóbakseinkasölu ríkisins að leggja niður útibú sitt hér á Akureyri, sem Kaupfélag Eyfirðinga annaðist um nærfellt 30 ára skeið, vekur hvarvetna mikla undrun og umtal. Það mun nokkurn veginn fullvíst, að utan Reykjavíkur a. m. k. finnst eng- inn, sem mælir ráðstöfun þess- arri bót. Yfirleitt eru menn á einu máli um, að ósvífnari fram- komu af hálfu ríkisstofnunar sé naumast hægt að hugsa sér. En um ástæður fyrir þessarri ósvífnu ráðstöfun eru menn ekki á einu máli. Þess var getið til hér í blaðinu um daginn, að það hefði einhvern þátt átt í þessarri ákvörðun, að Akureyrarbær var farinn að sækja allfast, að útibú- ið hér greiddi útsvar til bæjarins, eins og því bar að lögum, en hafði aldrei gert. Margir telja þó, að varla geti verið, að þetta sé höfuðástæðan. Forstjóri Tóbaks- einkasölunnar og ráðherrar Al- þýðuflokksins geti ekki hafa ákveðið þetta af einni saman umhyggju fyrir bæjarsjóði Reykjavíkur. Sumir telja ástæðuna þá, og bera forstjóra einkasölunnar fyr- ir því, að stórverzlanir í Reykja- vík hafi gert kröfu til að fá tó- baksvörur með afslætti sem sam- svaraði þeim umboðslaunum, sem KEA fengi vegna afgreiðsl- unnar hér. Hafi forstjórinn þess vegna lagt útibúið hér niður til þess að gera öllum jafnt undir höfði með verðið. Þessi skýring er ekki sennileg heldur, og a. m. k. ber hún forstjóranum ekki gott vitni, ef hún er sönn. Kröfur um afslátt frá heildsöluverði hjá einkasölu eru svo fráleitar, að ósennilegt er, að nokkur forstjóri hlusti á slikt, hvað þá geri nokk- uð með það. Einkasala þarf ekki að undirbjóða einn eða neinn til að koma vörum sínurn út, og ákveðið hámarksverð er á tó- baksvörum og sama verðið, sem gildir um land allt. Og þegar út- söluverðið er það sama alls stað- ar, hví skyldi þá ekki heildsölu- verðið vera það líka. Það eru engin skynsamleg rök til fyrir því, að verzlanir í Reykjavík fái hærri álagningu en verzlanir annars staðar á landinu. Og hafi einhverjir verzlunarmenn í Rvík verið svo óskammfeilnir að fara fram á afslátt sem samsvaraði umboðslaunum hér, þá geta þeir hinir sömu alveg eins farið fram á afslátt sem svari því, sem send- Skrifstofuhúsnæði 2 herbergi til leigu í mið- bænum fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. — Upplýsing- ar gefur Steingrímur Egg- ertsson, sími 1268. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ingakostnaður sé meiri á tóbaks- kassa, sem sendur er hingað heldur en þeim, sem sendur er í verzlun í Reykjavík. En hvað sem því líður, hver ástæðan er, þá eru menn hér, ekki aðeins verzlunarmenn held- ur og allur almenningur, sam- mála um að krefjast þess, að Tó- bakseinkasalan opni aftur útibú hér á Akureyri. Og sú krafa er svo eðlileg og sjálfsögð, að gegn henni verður ekki hægt að standa til lengdar. Það hlýtur að vera tímaspursmál aðeins, hve- nær útibúið kemur aftur. Norð- lendingar gera sér ekki að góðu svona ósvífni í viðskiptum. Bæjarstjórn Akureyrar hefur falið alþingismönnum Norður- landskjördæmis eystra að rétta hlut bæjarins í þessu efni og reyna að fá það ákveðið með lagasetningu, að Tóbakseinka- sölunni skuli skylt að hafa hér útibú. — Samþykkt var svo- hljóðandi tillaga í desember: „Bæjarstjóm Akureyrar beinir þeim eindregnu tilmælum til þingmanna Norðurlandskjör- dæmis eystra, að þeir beri fram á núverandi Alþingi frv. til laga um breytingu á lögum nr. 58 frá 8. sept. 1931 um Tóbakseinkasölu ríkisins, sem feli í sér, að Tóbaks einkasölunni verði skylt að setja upp útibú á Akureyri fyrir Norð- urland. Enda verði það fyrirtæki útsvarsskylt á Akureyri.“ Flutningsmaður tillögunnar var Bragi Sigurjónsson. Látinn: INGIMAR EYDAL fyrrv. ritstjóri Hinn 28. desember lézt Ingimar Eydal, fyrrum ritstjóri, og útför hans fór fram frá Akureyrar- kirkju 5. þ. m. Hann varð 86 ára. Ingimar Eydal var ritstjóri blaðsins fslendings árin 1915— 1917 og þegar blaðið Dagur var stofnað 1918 gerðist hann ritstjóri þess um skeið og aftur tók hann við ritstjóm þess blaðs 1928 og gegndi því starfi til ársins 1945, er hann lét af störfum vegna heilsubilunar. Hann þótti hinn merkasti maður í blaðamanna- stétt. En hann gegndi fleiri störfum en blaðamennskunni einni, og lét mjög að sér kveða í margvísleg- um félagsmálum Akureyringa, auk þess sem hann var kennari við Barnaskóla Akureyrar í 30 ár. Hann átti áratugum saman sæti í stjóm Kaupfélags Eyfirð- inga, í bæjarstjóm Akureyrar átti hann sæti í 17 ár og var um skeið forseti hennar, og á mörg- um öðrtnn sviðum vann hann mikið starf. Honum var ekki tamt að sitja auðum höndum, var starfsmaður mikill og lagði óhikað lið, hverju því máli, er honum þótti réttmætt vera og til framfara horfa. Hann átti því vini marga en óvildarmenn enga. Guðrún Kristinsdóttir leikur á Akureyri Tónlistarfélagið hefur orðið fyrir því happi, að rétt fyrir jólin kom hingað heim til Akureyrar ungfrú Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari og hefur hún ennþá dvalið við nám erlendis. Ekki er vafi á að því að bæjarbúar munu almennt fagna því að'fá að heyra píanóleik hennar á ný, þar sem nokkuð langt er síðan hún hélt hér píanótónleika á vegum Tón- listarfélagsins. — Tónleikarnir verða í Nýja-Bíó þriðjudaginn 12. jan. kl. 9 síðdegis. Hún mun leika lög eftir Schubert, Beet- hoven, Bartok og Debussy. Júlíus Jónsson ráðinn banhíastjóri Júlíus Jónsson hefur verið ráð- inn bankastjóri Útvegsbankans hér á Akureyri frá síðustu ára- mótum, en síðastliðið ár hefur hann verið settur bankastjóri frá því að Svavar Guðmundsson lét af störfum, en bankaráð Útvegs- bankans skaut því á frest þar til í árslok að ganga frá ráðningu bankastjóra. Júlíus hefur starfað hjá bankaútbúinu hér frá því 1939 og verið gjaldkeri þess síðan 1943. Júlíus er vinsæll maður og vel kynntur, og er því almennt vel tekið, að hann skuli hafa ver- ið ráðinn til þessa vandasama starfs. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. ó sunnudaginn kemur. Sálmar nr.: 99 — 131 — 105 — 500 — 102. — P. S. Fermingarböm! Börn, sem eiga að fermast í Akureyrar- kirkju á komandi vori, eru beðin að koma til viðtals sem hér segir: Til séra Kristjáns Róbertssonar mánudaginn 11. janúar kl. 5 e. h. í kapellunni, til séra Péturs Sigurgeirssonar þriðjudaginn 12. janúar kl. 5 e. h. í kapellunni. Viðtalstími Ólafs Ólafssonar læknis er kl. 2—3 og kl. 1—2 á laugardögum. Frá Mæðrastyrksnefnd. Hjart- ans þakkir til allra hinna mörgu, sem aðstoðuðu okkur með rausn- arlegum fjárframlögum og fata- gjöfum fyrir jólin. Ennfremur alveg sérstakar þakkir til skát- anna og skátaforingjans, Tryggva Þorsteinssonar, sem veittu okkur alveg ómetanlega hjálp. — Mæðrastyrksnefndin. Árshátíð Iðju, félags verk- smiðjufólks, verður 16. jan. n.k. í Alþýðuhúsinu. Þorkell V. Ottesen, vélsetjari, er fimmtíu og fimm ára í dag. - Stjórnmálarabb við áramót Framhald af 2. siðu. þess að véla þjóðina til þess að hverfa af braut framfara og at- vinnuuppbyggingar, minnkandi framleiðslu og atvinnuleysis í staðinn. Verið viðbúin. Við þessi áramót er höfðað til íslenzku verkalýðshreyfingar- innar úr tveim áttum. Annars vegar ákallar afturhaldið hana, særir hana við fórnfýsi hennar við „þjóðina“ og allar helgar dygðir að sætta sig við að hún verði rænd flestum ávöxtum baráttu sinnar síðustu áratugina, heitir henni því að aðeins sé um „bráðabirgðafórn“ að ræða. Hún hljóti aftur réttindi sín og bætt lífskjör, ef hún verði nú „um stundarsakir“ hlýðin og þæg. Hins vegar er höfðað til hennar af öllum þeim erfðum sem hún er vaxin upp úr, erfðum hinnar hörðustu baráttu fyrir tilveru sinni, baráttu fyrir mannsæm- andi lífskjörum, auknum mann- réttindum og framförum. Rödd þessarra erfða, þeirrar dýr- keyptu reynzlu sem verkalýðs- hreyfingin hefur hlotið á allri sinni vegferð, mælir nú til hennar þyngri aðvörunarorðum en nokkru sinni áður: Haltu föst um og traustum höndum um hver þau réttindi, sem þú hefur unnið þér og láttu engin þeirra af hendi hvað sem á dynur. Trúðu engri þeirra blekkinga, sem veifað er að þér. Láttu þér ekki bregða þótt stéttarandstæðingar og skósveinar þeirra troði sér inn fyrir dyrastaf verkalýðs- hreyfingarinnar. Rektu þá af höndum þér. Treystu samtök þín strax nú í kosningunum í stjórnir verkalýðsfélaganna nú í árs- byrjun og síðar til Alþýðusam- bandsþingsins á næsta hausti. — Vertu viðbúin örlagaríkustu og hörðustu baráttu, sem þú hefur háð til þessa. Þau öfl sem nú búa sig til atlögu gegn íslenzkum al- þýðuheimilum ráða að vísu, illu heilli, löggjafarþinginu, en rétt- inn til að verðleggja vinnuaflið átt þú sjálf og hann getur ekkert vald í þessu landi tekið af þér, hvorki með lögum eða ólögum, ef þú sjálf ert samhent og sterk. — Þess vegna eru þau örlög sem árið 1960 býr þér í þínum eigin höndum. - Arfleifð „Þriðja ríkisins44 Framhald af 3. siðu. reynd, að slíkir atburðir sem þessir gerast nú, eiga að kenna þjóðunum, að það þarf að breyta um kennslu- og uppeldisaðferð- ir, ef vel á að fara. Aðeins breyt- ing á hugsunarhætti og hugarfari skapar varanlegan frið í heimin- um. Jafnvel þó að stórveldin semdu um algera afvopnun og það strax á þessu ári, og það ber að vona að þau geri það, þá næg- ir það eitt ekki til að tryggja frið, ef áfram verður haldið að gera hermennsku, styrjaldir og mann- víg eftirsóknvert í augum barna og unglinga. Ef illgresi er sáð, þarf ekki að búast við fagurri uppskeru. Það þarf að taka fyrir rætur stríðsæsinga og styrjalda, og það verður aðeins gert með því að hætta að sá illgresi. TILK YNNING frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar Ákveðið hefur verið að kosn- ing stjórnar og trúnaðar- rnannaráðs Verkamannafélags Akureyrarkaupst. fari fram að viðhafðri allsherjaratvkæða- greiðslu. Kjörlistum með meðmæl- um 46 fullgildra félagsmanna skal skila til formanns kjör- stjórnar, Jóns Ingimarssonar, Byggðaveg 154, fyrir kl. 6 e. h. miðvikudaginn 13. jan. n. k. Stjúrn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Skakþing Norðlendinga hefst á Akureyri sunnudaginn 24. janúar n. k. — Þátt- taka tilkynnist fyrir 20. janúar Jóni Ingimarssyni, sími 1544 eða 1503. SKÁKFÉL.AG AKUREYRAR. SPILAKVÖLD Sósíalistafélag Akureyrar hefur spilakvöld í Ásgarði n. k. sunnudag kl. 8.30. Spiluð verður félagsvist, en að henni lok- inni mun Björn Jónsson alþm. tala um stjórn- málaviðhorfið. Einnig verður þá kaffi í boð- stólum. Aðgangur kr. 10.00. Félagar, fjölmennið á þessa fyrstu kvöld- vöku félagsins. Síðar verða fleiri slíkar með öðru sniði. NEFNDIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.