Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.01.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 22. janúar 1960 Á því ári 1947 gerðist það eitt sinn, að réttvísin á íslandi höfð- aði meiðyrðamál gegn þáverandi ritstjóra Verkamannsins, Þóri Daníelssyni. Ásamt honum var blaðstjórn Verkamannsins gert að svara til saka, en þá áttum við Eyjólfur Árnason sæti í blað- stjórninni, auk ritstjórans. Eins og venja er við slík tækifæri fékk dómarinn hér send hegning- arvottorð okkar frá sakadómara- embættinu í Reykjavík, en þar mun vera geymd afbrotaskrá landsmanna. Ekki varð það af vottorðum okkar Þóris Daníelssonar séð, að við heíðum fyrr átt í neinum úti- stöðum við réttvísina, nöfn okk- ar virtust ekki finnast á saka- mannaskrá. En öðru máli gegndi með Eyjólf Árnason. Á hegning- arvottorði hans stóð eitthvað á þessa leið: Dæmdur fyrir land- ráð árið 1934. Eg varð meira en lítið undr- andi, er eg las þetta. Eg hafði sem barn mótað þá skoðun í huga mínum, að landráð væru eitthvert hið stórkostlegasta af- brot, sem hugsast gæti, og þeir menn, sem gerðu sig seka um slíkt, hlytu að vera alveg sér- staklega frábrugðnir öðru fólki, illir útlits og illir a ðinnræti. Eyj ólf Árnason hafði eg þá að vísu ekki þekkt nema um tveggja ára skeið, en hann kom mér frá upp- hafi þannig fyrir sjónir, að hann myndi hinn löghlýðnasti borgari og það myndi honum fjarlægt að vilja brjóta í einu eða öðru guðs eða manna lög. Mér kom Eyjólf- ur þannig fyrir augu frá fyrstu kynnum okkar, að hann væri drengur góður, traustur og ákveðinn í framkomu, og að til hans væri gott að leita ráða. Eg varð þess líka oft var, að mér eldri og reyndari menn leituðu ráða hjá honum og mátu tillögur hans oftast meira en annarra manna. En hvemig gat þá á því staðið, að þessi dagfarsprúði og hollráði maður skyldi hafa verið dæmdur fyrir landráð? Eg spurði Eyjólf einskis um það, þegar eg komst að þessu fyrir þrettán árum síð- an, eg kunni einhvern veginn ekki við það að ganga til hans og spyrja: Hvers vegna varst þú dæmdur fyrir landráð? Og eg hef ekki spurt hann síðan fyrr en nú í vikunni, er eg fór að hugsa til þess, að eg hlyti að minnast hans með nokkrum orðum hér í blað- inu í tilefni af fimmtugsafmæli hans, sem var á miðvikudaginn. Þá hugkvæmdist mér að biðja hann að segja mér, og helzt einn- „Dæmdur fyrir landráð” r Hugleiðingar á fimmtugsafmæli Eyjólfs Arnasonar ig lesendum Verkamannsins, frá tildrögum þess, að í hegningar- vottorði hans stendur: Dæmdur fyrir landráð. Eg hélt því á fund Eyjólfs, og bað hann að skýra mér frá máls- atvikum. Hann varð vel við bón minni og kvað sjálfsagt að seðja forvitni mína um þetta atriði, að svo miklu leyti, sem hann myndi ennþá, hvernig þetta gerðist. — Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: — Eg hygg, að það hafi verið sumarið 1934, í fyrsta eða annað skipti, sem hakakrossfáninn var dreginn að hún við þýzka konsú- latið á Siglufirði, að þar safnaðist saman allmikill mannfjöldi til að láta í ljósi andúð sína á nazisman- um og þessu tákni hins þýzka morðveldis. En þetta var einmitt á þeim tíma, þegar nazisminn var kominn til fullra valda í Þýzka- landi og farinn að seilast veru- lega til áhrifa víðar um heim. Skipulagning mun ekki hafa verið um að safnast þarna saman. Ræðustúfur var fluttur og ekki hvatt til neinna aðgerða. Atvik urðu samt þau, að fáninn var dreginn niður og rifinn. Eftir á voru allmargir yfirheyrðir og síðan nokkrir okkar ákærðir fyr- ir meinta þátttöku í verknaðin- um, og þá sérstaklega seilzt til leiðandi félaga úr verkalýðs- hreyfingunni á Siglufirði, þó að ekkert sannaðist eða benti á þátt- töku þeirra í niðurtöku fánans. Nærveran var svo metin til land- ráða og fangelsisvistar. Réttarhöldin yfir okkur voru aðeins einn þáttur í þeirri her- ferð, sem um þessar mundir var farin gegn öllum þeim, sem fram- arlega stóðu í kjarabaráttu verka lýðsins eða börðust opinberlega gegn fasismanum. Okkur var það líka alltaf ljóst, hvers eðlis þessi réttarhöld og dómar voru, og töldum það síður en svo til hneisu fyrir okkur að verða fyrir þeim. Dómarnir voru allir óskilorðs- bundnir, en var þó aldrei fram- fylgt, og löngu síðar, eg held við lýðveldisstofnunina, vorum við náðaðir. Þetta er eini virðingar- votturinn, sem eg hef hlotið af dómstólunum, segir Eyjólfur að lokum. Eftir að ég hafði fengið þessa frásögn Eyjólfs fór eg og fletti blöðum Verkamannsins frá árinu 1934 til þess að vita, hvort eg fyndi þar eitthvað frá þessum at- burðum sagt. Þar er frá því sagt, að dómur í hakakrossmálinu á Siglufirði hafi fallið 24. ágúst, og hafi þeir Þóroddur Guðmunds- son, Eyjólfur Árnason og Steinn Steinarr verið dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hver, en Aðal- bjöm Pétursson og Gunnar Jó- hannsson í tveggja mánaða fang- elsi. Einnig er sagt frá mjög al- mennum mótmælum gegn dóm- um þessum, sem séu frekari of- sókn en nokkru sinni áður gegn verkalýðsforingjum og róttæk- um verkamönnum til þess að þóknast múgmorðingjanum og blóðhundinum Hitler. Þannig er þá sagan gif því, hvers vegna Eyjólfur Árnason var dæmdur fyrir landráð. Þau landráð voru fólgin í því að láta í ljósi andúð á nazismanum og táknmerki hans, hakakrossinum. Það hétu landráð á íslandi árið 1934, og var þó hakakrossíáninn ekki orðinn viðurkenndur ríkis- fáni Þýzkalands þá, heldur var hann aðeins fáni nazistanna. Og þá fyrst voru þeir Eyjólfur og félagar hans náðaðir vegna dóms þessa, þegar tekið var að halla undan fæti fyrir Hitler í heims- styrjöldinni síðari. Nú er draugur nazismans far- inn að ganga aftur í Vestur- Þýzkalandi og víðar. Hvort sú vofa nær aftur að fara eldi um lönd eða ekki, veltur á því, hvort henni verður mætt af sannri karl mennsku og einbeitni eins og hin róttæka verkalýðshreyfing á ís- landi, og um allan heim, gerði á Hitlerstímanum, eða hvort menn falla í duftið og lúta henni, eins og dómsvaldið á íslandi gerði hvað eftir annað á áratugnum milli 1930 og 1940. Eyjólfur Árnason, gullsmiður, fæddist á ísafirði 20. janúar 1910, en er annars ættaður úr Reykhólasveit á Barðaströnd. Á fyrsta ári fór hann þaðan aftur með móður sinni, en hún lézt er hann var ennþá á barnsaldri, og á fimmta aldursári fluttist hann aftur til ísafjarðar og ólst þar upp til fullorðinsára. Strax um fermingaraldur tók hann að stunda fiskvinnu og önnur störf á ísafirði, eftir því sem til féll, og þegar að kreppti með vinnu á ár- unum eftir 1930 tók hann einnig að leita vinnu annars staðar. Frá 1933 til 1939 stundaði hann flest sumur síldarvinnu á Siglufirði. En sú vinna, sem önnur, var stopul og vegna atvinnuskorts fór hann öðru hvoru að vinna hjá Aðalbirni Péturssyni á Siglufirði við gullsmíði o. fl. og réðist alveg til hans árið 1939. Hingað til Ak- ureyrar fluttist Eyjólfur 1942 og lauk hér sveinsprófi í gullsmíði árið eftir. Síðan hefur hann rekið hér gullsmíðavinnustofu ásamt Sigtryggi Helgasyni. Ekki er Eyjólfur langskóla- genginn maður, þó að ýmsir, sem honum kynnast, gætu álitið að svo væri. Hann gekk í barna- skóla á ísafirði og einn vetur í unglingaskóla. Enda þótt hugur hans stæði til frekara skólanáms gat ekki af því orðið. En þó að ekki yrði af skólagöngu í hinni þrengri merkingu þess orðs, þá hefur Eyjólfur með sjálfsnámi aflað sér svo mikillar og góðrar menntunar,' að margir þeir, sem lengi hafa setið á skólabekk, mættu Öfunda hann af. Hann er víðlesinn og fróður um svo marg- vísleg efni, að furðu sætir, og læs á margar þjóðtungur. Eyjólfur gekk ungur í verka- lýðsfélagið á ísafirði og fór snemma að hafa áhuga fyrir póli- tískum málefnum. Hann skipaði sér strax í upphafi í fylkingu þeirra, sem börðust lengst til vinstri og pólitísk viðhorf hans hafa alla tíð síðan verið byggð á sama grundvelli. Hann var alla tíð virkur félagi í Kommúnista- fiokki íslands og í Sameiningar- flokki alþýðu — Sósíalistaflokkn- um — frá stofnun hans. Þó hefur oftast minna borið á Eyjólfi á opinberum vettvangi, en búast hefði mátt við. Félögum hans og samstarfsmönnum hefur jafnan virzt hann vel til forystu fallinn, en hann hefur ætíð færzt undan því að vera setturáoddinn eða valinn til opinberra trúnaðar- starfa. Hefur hann þó ekki kom- izt með öllu hjá slíku, þó að fé- lögum hans og samherjum hafi á stundum fundizt hlédrægni hans einum um of, og hann hafi frem- ur kosið að velja sér hlutverk þe'ss, sem af trúmennsku, en hávaðalaust vinnur nauðsynleg störf að tjaldabaki, og oft eru þau störf ekki minna virði, nema síð- ur sé. Svo mikið er víst, að síðan Eyj- ólfur fluttist hingað til Akureyr- ar ásamt sinni ágætu konu, Guð- rúnu Guðvarðardóttur, hefur Sósíalistafélagið fáa liðsmenn átt betri en þau hjón. Eyjólfur er nú formaður Sósíalistafélagsins. Eg veit, að eg mæli fyrir munn allra félags- manna þess, er eg, á þessum tíma mótum í ævi hans, þakka honum vel unnin störf í þágu félagsins og óska honum til hamingju með framtíðina. Eg vil einnig nota tækifærið til að þakka honum ágætan stuðnng við þetta blað á liðnum árum, en í blaðstjórn Verkamannsins hefur hann lengst af átt sæti frá því að hann kom til bæjarins. Og að lokum færi eg honum persónulegar þakkir mínar fyrir ágæta við- kynningu og ágætt samstarf. Þorsteinn Jónatansson. uERKflmflÐUHinn Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hann hefur sagt það meira en 100 sinnum Egypti nokkur, fimmtugur að aldri, kvæntist í haust í 40. skipti. Hann tilkynnti yfirvöldunum, að hann hefði ákveðið að kvænast á ný eftir að hann liafði lent í meiri- háttar rifrilcli við 39. eiginkonuna, en því rifrildi lauk með skiinaði. Samkvæmt lögum Múhammeðs- trúarmanna mega menn kvænast svo oft, sem þá lystir, en mega þó aðeins vera kvæntir fjórum konum í einu. Hjónaskilnaðarmál eru til fykta leidd innan veggja heimilis- ins á þann einfafda hátt, að maður- inn segir þrisvar sinnum við konu sína: „Eg óska eftir skifnaði frá þér.“ Þar með er skilnaðurinn ákveðinn. Ekki skjálfhentur Tass-fréttastofan skýrði eitt sinn á fyrra ári frá því, að ungt fófk í Tsinagaria í Sovétríkjunum hefði stofnað tif skotkeppni og var skotið af rifflum. Sigurvegari í keppninni varð Mito Hubulov, sem þá var 141 árs. Hann er sennilega orðinn 142 núna. Hubulov þessi hlýtur að vera með elztu mönnum í heimi, en þeg- ar frásögnin af skotkeppninni birt- ist, var þess getið, að hann væri enn við beztu heilsu og gengi dag hvern að vinnu á samyrkjubúinu, þar sem hann á heima. í skotkeppninni hlaut liann 48 stig af 50 möguleg- um. Dýrir kossar Þrjátíu og fimm ára frú frá Upp- sölum 1 Svíþjóð var á síðasta ári dæmd í sex mánaða hegningar- vinnu fyrir óvenjulegt afbrot. Með því að kyssa 67 ára gamlan mann á kinnina — það voru nákvæmlega tveir kossar, sem málið snerist um — tókst henni tvívegis að fá mann- inn til að afhenda sér ellilaun hans, sem voru 400 krónur hverju sinni. Gamlinginn lýsti því yfir, að þetta væru þeir einu kossar, sem hann minntist að hafa hlotið um dagana. Til endurgjalds afhenti hann frúnni ellilaunin, en þegar hún vildi líka fá sparifé það, sem hann átti í banka, þótti honum kossarnir verða of dýrir og sneri sér til lög- reglunnar. Karlmannaskór! ódýru tékknesku KARLMANNASKÓRNIR úr gerfi-rúskinni komnir aftur. Margar gerðir og litir. Verð frá kr. 103.00.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.