Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 29. janúar 1960 VERKAMAÐURINN 3 ! Sambandsstjórnarfundur AN: Ályktun um kjaramál Þrír togbátar munu leggja upp afla í Ólafsfirði Stjórnarfundur Alþýðusam- bands Norðurlands, haldinn á Akureyri 23. og 24. janúar 1960, samþykkir eftirfarandi ályktun um kjaramál verkalýðsins: Árangurinn af störfum vinnu- stéttanna hefur farið stórvax- andi um mörg undanfarin ár, sem hefur lýst sér í framleiðslu- aukningu, er nemur um 10% að meðaltali á ári, enda hefur at- vinna verið sæmileg í flestum byggðarlögum landsins og miklar framfarir á mörgum sviðum, sem gefa fyrirheit um enn frekari vöxt þjóðarframleiðslunnar á komandi árum og batnandi lífs- kjör almennings. Eftir lok hins mikla góðæris 1958 var vinnustéttunum svarað hinum góða árangri með því að skerða með lögum umsamin laun þeirra um 6%, og með öðrum stjórnaraðgerðum voru launin skorin niður enn frekar, svo að kjaraskerðingin á sl. ári mun varla minni en 10 af hundraði. Nú í lok annars góðæris — 1959 — og meiri framleiðslu úr hendi vinnustéttanna heilsa stjómarvöld íslands nýju ári með hótunum til verkalýðsins um að skerða eigi enn hlut hans, og lífskjör, um a. m. k. 5 til 6 af hundraði. Fyrirhugaður niður- skurður á kjörum alþýðu er ráð- gerður í formi mikillar gengis- lækkunar, er nemi 100%, eða jafnvel 135% hækkun á erlend- um gjaldeyri, jafnframt verði stórhækkun vaxta og samdráttur í verklegum framförum. Slíkar ráðstafanir munu hækka allt verðlag í landinu stórkostlega og hamla mjög áframhaldandi upp- byggingarstarfi um árabil og leiða mjög fljótlega hinn gamla þekkta vágest alþýðuheimilanna, atvinnuleysið, í garð. Samtök verkalýðsins eru við- búin til varnar. Nær öll verka- lýðsfélög landsins hafa sagt upp samningum sínum við atvinnu- rekendur á sl. sumri og hausti, og hafa samninga lausa. Sjó- mannasamtökin hafa ekki talið sér fært að gera nú, eins og áður, fasta samninga um fiskverð fyrir aflahlut sjómanna. Ákvarðanir félaganna um uppsögn samninga hafa nær undantekningarlaust verið gerðar samhljóða. Eins og alltaf áður, er einhug- ur verkalýðsins í félagssamtök- um sínum grundvöllurinn, sem alþýðan verður að byggja á starf sitt og getu til vamar og sóknar í baráttunni fyrir mannsæmandi lífskjörum. Einhugur sá, sem hef- ur nú lýst sér við uppsögn samn- inganna, gefur fyrirheit um, að verkalýðssamtökin séu nú, ekki síður en áður, nægilega sterk og samhent til að leysa það hlut- verk, sem þau eiga nú fyrir hönd- um, að verja þau lífskjör og bæta, sem alþýðan hefur áunnið sér með mikilli fyrirhöfn og hef- ur aldrei verðskuldað betur en nú. Fundurinn legurr eindregið til, að sem allra fyrst verði hafið undirbúningsstarf að nýjum samningsgerðum, og að það und- irbúningsstarf verði unnið sam- eiginlega af þeim forystumönnum félaganna, sem bezta reynzlu hafa í samningagerð í hverri stax-fsgrein, með það fyi'ir augum, að samræma samningana svo sem fært þykir. í því sambandi vill fundui’inn benda á eftirfar- andi atriði: 1) í samningum sjómanna verði ákveðið sama fiskverð fyrir hluti sjómanna á hvers konar fiskiskipum (þ. e. togurum og vélbátum). Kauptrygging verði sú sama á öllum árstím- um. Hlutakjör verði samræmd svo sem kostur er, og þátttaka sjómanna í útgerðai’kostnaði vei’ði afnumin. 2) Kaup verkakvenna vei’ði fæirt meira en orðið er til samræm- is við kaup verkamarma og ákveðið stefnt ,að því, að alls staðar verði greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Kauptrygg- verði tekin upp fyrir verka- fólk í frystihúsum. 3) Stefnt verði að því, svo sem fært þykir, að fækka launa- flokkum verkamanna frá því, sem verið hefur, og ákvæðin um greiðslu laima fyrir minnst hálfan dag látin ná til allrar daglaunavinnu. Fundurinn telur, að núgildandi laun fyrir átta stunda vinnu á dag séu ófullnægjandi tekjur fyr- ir meðalfjölskyldu, en allt, verka- fólk, sem á þess kost, hefur brugðizt við þeim vanda með því að leggja á sig miklu lengri vinnudag, þannig að átta stunda vinnudagur er ekki lengur til í framkvæmd víða á landinu. — Verkalýðssamtökin verða því á ný að taka upp baráttu fyr- ir því, að átta stxmda vinnu- dagur verði almennt viður- kenndur og það ekki aðeins í orði, heldur einnig í framkvæmd, þannig að launin fyrir átta stxmd- ir nægi til þess að veita viðhlít- andi lífskjör. Fundurinn bendir á, að fram- leiðsla þjóðarinnar og þjóðartekj- ur hafa um langt skeið farið hraðvaxandi, mikils verið aflað af nýjum atvirmutækjum, tækni við fiskveiðar stóraukizt og land- helgin stækkuð. Allt vekur þetta vonir um áframhaldandi framfar- ir og bendir ákveðið til þess, að hægt sé að bæta lífskjörin. Fund- urinn telui' því, að ekki finnist rök fyi’ir áðgerðum stjórnarvald- anna, sem leiði til samdráttar í atvinnulífinu og versnandi af- komu vinnustéttanna, og sem myndu óhjákvæmilega leiða til ófriðar við vei'kalýðssamtök landsins. Fundurinn leyfir sér því að vara ráðamenn þjóðfélags- ins við því að stofna nú til slíks ófagnaðar, en heitir jafnframt á allan verkalýð landsins, að standa sem einn maður vörð um kjör sín og réttindi, hvenær sem á þarf að halda. (Ályktun þessi var einróma samþykkt.) Smærra letur íhaldsblöðin, með Moggann í broddi fylkingar, skrifuðu mikið um verkamannafélagið Dagsbi’ún í fyrri viku, sögðu stjórn félags- ins í hinum mesta ólestri og hvöttu verkamenn í Reykjavík ákaft til að kjósa B-listann við stjórnai’kosningu í félaginu. Var þá ekki sparað stórt letur í fyrir- sagnir. En svo var kosið á laugar- daginn og sunnudaginn. Og þegar íhaldsblöðin komu út á þriðju- daginn hafði mjög smækkað letrið, sem helgað var Dagsbrún og stjórnarkosningxmum þar. — Ástæðuna vita víst allir: Dags- brúnai’menn svöruðu íhaldinu á þann hátt, sem það verðskuldaði, og kusu A-listann fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu félagsins. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 60 — 205 — 123 —- 126 — 58. — K. R. Hinn árlegi fjársöfnunardagur kvennadeildar Slysavamafélags- ins verður sxmnudaginn 7. febrú- ar. Af reynslu xmdanfarinna ára vitum við, að við megum treysta góðri þátttöku Akm'eyringa við fjársöfnun deildarinnar. Nefnd- irnar. Slysavarnarkonur, Akureyri! Fundur verður haldinn í Alþýðu- húsinu þriðjudagirm 9. febrúar kl. 9 e. h. og verður harm með sömu tilhögun og aðrir fxmdir eftir fjársöfnunardaginn. Stjórn- in. Afmæli. Árni Bjarnarson, bók- sali og útgefandi, vex-ður fimmt- ugur 4. febrúar. MÍR Kvikmyndasýning í Ásgarði sunnudaginn 31. jan. kl. 4 e. h. Sýnd verður skemmtileg og fróðleg mynd, er heitir Afkomendur DJENGIS KHAN Aðgangur kr. 10.00. AKUREYRARDEILD MÍR. AÐALFUNDUR Æskulýðsfylkingarinnar d Ak- ureyri verður haldinn sunnu- daginn 31. janúar 1960 kl. 13.30 í Ásgarði. FUNDAREFNI: 1. Rætt urn uppkast að nýjum félagslögum. 2. Reikningar félagsins. 3. Stjórnarkjör. 4. Almennar umræður um starfsemi félagsins. Félagar fjölmennið og kom- ið stundvislega. STJÓRNIN. Ólafsfirði í vikuimi. Héðan róa nú nokkrir trillu- bátar og eirm lítill þilfarsbátur, Anna. Hefur þilfarsbáturinn oft- ast fengið um 2—3 lestir í róðri, miðað við óslægðan fisk, en afh íeillubátanna hefur að jafnaði verið um ein lest í róðri. Allir stærri bátarnir eru farnir suðxir á vertíð, nema Gunnólfur. Stígandi er leigður til Ólafsvíkur, Kristján til Stykkishólms og Þor- leifur Rögnvaldsson til Keflavík- ur. Þá eru Einar Þveræingur og Guðbjörg eirrnig í Keflavík, gerð- ir út af Magmisi Gamalíelssyni. Guðbjörg er nýr 100 tonna bátur, sem kom til landsins um síðustu áramót og er eign Magnúsar. Gunnólfur mxm fai’a á togveið- ar í næsta mánuði og leggja afla sinn upp hér, sennilega einnig Sigurður frá Siglufirði. Þá mun Hafþór frá Norðfrði fara á tog- yeiðar hér nyrðra og leggja a. m. k. nokkum hluta aflans upp hér. Hann verður að nokkru leyti mannaður héðan. Merm gera sér því vonir um, að atvinna vaxi hér, þegar þessir þrír togbátar fara að leggja upp, en sem stend- ur er mjög atvinnulítið, enda eru nær tvö hundruð manns, eða næstum fjórði hluti íbúanna, farið í atviimu á vertíðinni sunn- anlands; eru þá meðtaldir þeir, sem fylgja heimabátunum. Þakkarávarp Öllum þeim félögum og ein- staklingum, sem á liðnu ári hafa sýnt okkur vinsemd, sótt okkur heim og veitt ánægju og tilbreyt- ingu með myndasýningum, tali og tónxim, eða boðið til skemmt- unar utan haehs — svo og for- í-áðamönnum kvikmyndahxisanna á Akureyri, sem hafa lánað okk- ur myndir til sýningar, flytjum við alúðarþakkir og ámum þeim heiha á komandi dögum. Sjúklingar í Kristneshæli. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hjálpsemi við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa JÓHANNS JÓNSSONAR vélstjóra. Agústa Hinriksdóttir, Stefanía Jóhannsdóttir, Gísli J. Guðmann. Hrönn Jóhannsdóttir, Ingiberg Egilsson, Jón Sævar Jóhannsson og dótturdætur. AÐALFUNDUR IÐJU - félags verksmiðjufólks - verður haldinn sunnudaginn 31. janúar í Landsbanka- salnum og helst kl. 2 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. FERÐAFÉLAC AKUREYRAR AÐALFUNDURINN verður haldinn sunnudaginn 31. janúar 1960 í Alþýðuhúsinu kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Myndasýning. STJÓRNIN. ÚTSALA Mánudaginn 1. febrúar hefst útsala á eftirtöldum vörum: " KJÓLAEFNUM - SOKKUM ” NÆRFÖTUM - MILLISKYRTUM og mörgu fleira. Óvenju gott tœkifceri til að gera góð kaup. VERZLUNIN LONDON SKIPAGÖTU 6.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.