Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 29.01.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 29. janúar 1960 Stjórn Alþýðusambands Norðurlands skorar á Alþingi: Jafnar dánarbætur verði greiddar vegna allra sjómanna, er farasl af slysförum Sambandsstjórn Alþýðusam- bands Norðurlands hélt fund á Akureyri um síðustu helgi. Var þar einkum rætt um kjaramál verkalýðsins, en einnig nokkur fleiri mál. M. a. var eftirfarandi tillaga einróma samþykkt: „Stjórnarfundur Alþýðusam- bands Norðurlands, haldinn á Akureyri 23. og 24. janúar 1960, skorar á Alþingi, það er nú situr, að gera þá breytingu á trygginga- lögunum, að jafnar dánarbætur verði greiddar vegna allra sjó- manna, er farast af íslenzkum skipuin eða bátum, án tillits til stærðar bátanna, og að slík breyting á tryggingalöggjöfinni verði látin gilda frá ársbyrjun 1959. GREINARGERÐ: Mál þetta ætti að þurfa mikilla skýringa við. Tryggingalöggjöf- inni hefur tvisvar verið breytt á síðustu sex árum á þann veg, að hækkaðar hafa verið dánarbætur sjómannatrygginganna. Síðari breytingin á lögunum var gerð á vetrarþinginu 1959, og sú breyt- ing látin vísa aftur fyrir sig og taka gildi frá ársbyrjun 1959. Nú er upplýst, að framan- greindar breytingar á lögunum taka ekki til þeirra sjómanna, sem sjó stunda á minni bátum en 12 rúmlesta. Á þessa minnstu báta er ekki lögskráð áhöfn, heldur aðeins slysatryggð. Þil- farsbátar innan við 12 rúmlestir, sem stimda veiðar, eru nokkuð á annað hundrað og svo fjöldi op- inna vélbáta. Á bátum þessum stunda sjóinn mörg himdruð sjó- menn. Slysatrygging þessarra sjómanna er nú með þeim hætti, að dánarbætur, þegar slys ber að höndum á þessum bátum, eru nú aðeins um einn fjórði þess, sem þær eru á stærri bátum. Slíkur mismunur á dánarbótum vegna sjómanna eftir stærð bátanna, er þeir sækja sjóinn á, er að sjálf- sögðu alveg óhæfur og fjarri skynsamlegri hugsun að gera þannig upp á milli sjómanna og aðstandenda þeirra.“ Ályktun sambandsstjórnarfund arins um kjaramál birtist á 3. síðu í blaðinu í dag. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til að vinna að undirbún- Viðbótarlán til Ú. A. Á fimdi bæjarstjómar Akur- eyrar sl. þriðjudag var samþykkt að lána Útgerðarfélagi Akureyr- inga kr. 400 þús. af fé því, sem veitt var til Framkvæmdasjóðs bæjarins á fyrri ári. Hafa þá alls verið lánaðar til Ú. A. 1,5 millj. kr. af framlagi Framkvæmda- sjóðs 1959. 500 þús. kr. voru veitt- ar til Vallarráðs vegna byggingar við íþróttavöllinn og 500 þús. kr. af fé sjóðsins er enn óráðstafað. ingi nýrra kjarasamninga, eink- um með tilliti til samræmingar á samningum hinna einstöku sam- bandsfélagá og til þess að tryggja það, að sem minnstur munur verði á kröfum einstakra félaga í sambandi við nýja samninga. í þessa nefnd voru kosin: Tryggvi Helgason, forseti sambandsins, Þorgerður Þórðarcfóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Vonar á Húsavík, og Oskar Garíbalda- son, starfsmaður Verkamannafé- lagsins Þróttar á Siglufirði. Skákþing Norðlendinga Eftir fjórar umferðir er Jóhann Snorrason efstur með 3 Vi vinning Starfsskilyrði lögreglunnar eru með öllu óviðunandi Kærur vegna afbrota fleiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr Samkvæmt upplýsingum bæj- arfógetans á Akuryeri voru bók- aðar skýrslur lögreglunnar á Ak- ureyri til bæjarfógeta á síðasta ári 703 talsins, og er það lang- hæsta tala, sem um getur hér. — Samanburðartölur frá fyrri ár- um eru: ) frá Grenivík efstur með 3V2 vinn- ing, og í 2. flokki eru Kjartan Jónsson og Þóroddur Hjaltalín efstir með 3 vinninga hvor. Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar Aðalfundur Verkalýðs- og sjó- mannafélags Óiafsfjarðar var Jóhann Snorrason efstur að vinn- haldinn í lok desembermánaðar. Skákþing Norðlendinga var sett að Hótel KEA á sunnudag- inn var. Keppendur eru alls 28, þar af 13 í meistaraflokki, 8 í fyrsta flokki og 7 í öðrum flokki. Freysteinn Þorbergsson keppir í meistaraflokki sem gestur. Móts- stjóri er Haraldur Bogason. — Reynt er að hraða mótinu sem mest og því teflt flest kvöld. Lokið er fjórum umferðum í meistaraflokki, og eftir þær er ingum með 3%. Aðrir keppendur í meistaraflokki eru: Freysteinn Þorbergsson, Júlíus Bogason, Jónas Halldórsson, Jón Ingi- marsson, Anton Magnússon, Unn- steinn Stefánsson, Jóhann Helga- son, Kristinn Jónsson, Steinþór Helgason og Margeir Steingríms- son. í 1. flokki er Jón Kristinsson Lóðir til úthlutunar samtals 61 Síðasti fundur bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti tillögur bygginganefndar um lóðaúthlut- un á þessu ári fyrir íbúðarhús. Samkvæmt því verða lóðir aug- lýstar lausar til úthlutunar sem hér segir: a) Við Austurbyggð 8 lóðir, þar sem gert er ráð fyrir 2 íbúð- um í hverju húsi. b) Við Þórunnarstræti sunnan Hrafnagilsstrætis 6 lóðir, með 2 íbúðum í húsi. c) Við Þverholt 1 lóð með 1 íbúð. d) Við Langholt 19 lóðir með 19 íbúðum. e) Við Einholt 4 lóðir með 4 íbúðum, og auk þess 3 keðju- húsalóðir með alls 15 íbúðum. Auk þessarra lóða, sem ekki hafa áður verið til úthlutunar, verða auglýstar 11 einbýlishúsa- lóðir og 8 tvíbýlishúsalóðir, sem lausar voru um sl. áramót, ýmist vegna þess, að engir hafa sótt um þær, eða þeir, sem áður höfðu fengið lóðirnar, hafa hætt við að byggja á þeim. Samkvæmt framangreindu verða því alls lausar til umsókn- ar 61 íbúð, ætlaðar fyrir 109 íbúðir. Fór þar fram stjórnarkjör, og er stjórnin nú þannig skipuð: Axel Pétursson, formaður. Sveinn Jóhannesson, ritari. Bragi Halldórsson, gjaldkeri. Hartmann Pálsson og Ingvi Guðmundsson, meðstjórnendur. Vegna þess, hversu margir fé- lagsmenn fara jafnan burtu á vertíð strax eftir áramót, er aðal- fundur jafnan haldinn í desem- bermánuði. Hagur félagsins er góður. 1951 .... 194 1952 .... 188 1953 .... 175 1957 .... 434 1958 .... 416 Sundurliðiun afbrotanna, sem kærur bárust fyrir, er þannig: 1. Ölvun á almannafæri . . 266 2. Ölvun við akstur ........ 39 3. Bifreiðaárekstrar ...... 106 4. Önnur brot á umferðal. og lögreglusamþykkt . . 191 5. Þjófnaðir og innbrot . . 16 6. Líkamsárásir ............ 12 7. Smygl og tollalagabrot 2 8. Ólögleg meðferð skot- vopna..................... 9 9. Brot á lögum um tilkynn- ingu heimilisfangs...... 25 10. Veiðilagabrot . . ....... 2 11. Ökugjaldssvik og hliðst. brot...................... 4 12. Áfengissala.............. 3 13. Afbrot barna............ 20 14. Slysarannsóknir ......... 3 15. Mannskaðarannsóknir . . 4 Samtals 703 Alls urðu sektir fyrir ölvim á almannafæri og óspektir 175 talsins og 38 menn voru á árinu sviptir ökuréttindum, þar af 37 vegna ölvunar við akstur. Oðinn hinn nýi kominn Stærsta skip landhelgisgæzlunnar MÍR. Kvikmyndasýning verður í Ásgarði á sunnudaginn, sjá augl. Á miðvikudaginn kom nýja varðskipið, Óðinn, til Reykjavík- ur, eftir þriggja sólarhringa ferð frá Danmörku. Óðinn er stærsta og hrað- skreiðasta varðskipið, sem ís- lendingar hafa eignast til þessa, og eru miklar vonir bundnar við það. Varðskipakostur okkar hef- ur verið lítill og ófullkominn, og var því brýn þörf úrbóta, ekki sízt eftir að við lentum í land- helgisstríðinu við Breta. Til þess að það stríð vinnist megum við hvergi láta undan síga, og ein- mitt þess vegna verðum við að halda áfram að auka og bæta* varðskipaflotann. Við vonum að vísu, að sem sjaldnast þurfi að nota byssur varðskipanna, en við viljum standa á okkar rétti og sýna að við séum ákveðnir í að gera það. Og þó að brezku her- skipin hræðist að sjálfsögðu ekki fallbyssubáta okkar, þá er alveg víst, að þeir eru ekkert ánægðir yfir fjölgun þeirra. Óðinn er 880 brúttólestir að stærð, lengd skipsins 64 metrar, breidd 10 m. og djúprista 5 m. Aðalvélar eru tvær Burmeister og Wain dieselvélar, hvor um 2500 ha., og skrúfur tvær. Skipið var byggt í Álaborg í Danmörku. Samið var um smíði þess á árinu 1958, en kjölurinn lagður í árs- byrjun 1959. Ekki hefur verið gefið upp, hver hámarksgang- hraði Óðins muni vera, en á heim siglingunni var hraðinn frá 16 til 18 mílur. Víst er, að ganghraðinn er það mikill, að skipið á að geta elt uppi flesta togara. Að sjálf- sögðu er Óðinn búinn öllum full- komnustu tækjum, og aðstaða er til að koma þyrilvængju fyrir um borð, þannig að hún geti hafið sig til flugs frá skipinu og lent þar. Eftir komu skipsins til Reykja- víkur afhentu fulltrúar nefndar þeirrar, sem stóð fyrir sölu land- helgismerkisins við kosningarnar í haust, dómsmálaráðherra hálfa milljón króna, er ganga eiga til kaupa á þyrilvængju. Eins og hin varðskipin verður Óðinn jöfnum höndum ætlaður til björgunarstarfa. Öll þjóðin vonar, að við hvort tveggja, björgunar- og gæzlustörfin, megi hann reynast hið mesta happa- skip og koma að góðum notum. Óviðunandi aðstaða Iögreglunnar. í viðtali við fréttamenn lagði bæjarfógeti mikla áherzlu á, að öll aðstaða lögreglunnar hér væri mjög ófullkomin og orðin aðkall- andi nauðsyn að ráða þar bót á, bæði væru lögreglumenn of fáir hér nú, 10 lögregluþjónar, en ættu að vera 17, ef fylgt væri sömu reglum um fjölda lögreglu- manna og gert er í Reykjaavík, en auk þess væri lögreglustöðin alltof lítil og ófullkomin og ónóg aðstaða til fangageymslu; væri því mjög aðkallandi að útvega lögreglunni aðstöðu í öðru og betra húsnæði. Mest hefur verið rætt um, að lögreglustöðin yrði flutt í sama hús og slökkvistöðin og fengin þar aðstaða að nokkru leyti í hluta af neðstu hæð hússins, en að nokkru leyti í viðbyggingu, sem reist yrði, og ætluð fyrir íangaklefa og bifreiðageymslu. — Samkvæmt áætlun ætti þessi breyting og nýbygging ekki að kosta nema eina milljón króna, en af þeirri upphæð ber ríkinu að greiða helming á móti bæn- um. Ekki áhorfsmál. Engum þeim, sem eitthvað hafa fylgzt með störfum lögreglunnar og kynnt sér þá aðstöðu til starfa, sem hún á við að búa, blándast hugur um það, að núverandi að- staða er með öllu óviðunandi og bráðra úrbótá þörf, eins og bæj- arfógeti benti á. Sé það rétt, að hægt sé að leysa þetta mál án þess að það kosti bæinn meira en hálfa milljón króna, virðist ekki áhorfsmál, að í þær framkvæmdir verði ráðizt. Þó að ekki sé hægt að reikna í krónum hagnað af störfum lögreglunnar, þá er jafn víst, að óbeinn hagnaður af störf- um hennar er mikill, og það get- ur kostað bæjarbúa og bæjarfé- lagið mikið að búa ekki lögregl- unni sæmileg starfsskilyrði. Fjölgun lögregluþjóna. Um fjölgun lögregluþjóna er það að segja, að það verður varla með góðu móti varið, að þeim verði ekki fjölgað eitthvað frá því, sem nú er. Bæjarfógeti óskaði eftir því við bæjarstjórn í vetur, að fjölgað yrði um tvo til þrjá menn. Við samningu fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár hef- ur bæjarráð miðað við, að fjölgað yrði mn einn mann ,sem laun tæki hjá bæjarsjóði. En jafnframt er unnið að því, að ríkið greiði einrnn manni til viðbótar, það greiðir nú laun tveggja, og yrði þá fjölgað lögregluþjónum hér um tvo. Hefur áður verið sýnt fram á það hér í blaðinu, að mið- að við það, hve mikinn hluta af lögreglukostnaði í Reykjavík rík- ið greiðir, getur það varla skotið sér undan því að bæta einum manni við hér.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.