Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1960, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 19.02.1960, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 19. febrúar 1960 Það fer ekki á milli mála, að allur almenningur á íslandi, allt alþýðufólk, án tillits til þess, hvar hver og einn hefur skipað sér í stjómmálaflokk, óttast og skelfist þá stórfelldu byltingu, sem nú er verið að gera í efnahags- og pen- ingamálum þjóðarinnar. Hver og einn alþýðumaður, jafnt ungir sem gamlir, sjá nú fram á það, að lífskjör þeirra verða færð á lægra stig en verið hefur síðustu tvo áratugina a. m. k. Og maður spyr mann, hvernig stendur á þessu? Getur það stað- izt, að þörf sé þessarra aðgerða? Hef eg og þú lifað svo um efni fram, að þörf sé að minnka þann hlut, sem við fáum af þjóðartekj- unum og stórbreyta afkomumögu- leikum okkar til hins verra? Fæstir munu taka alvarlega fullyrðingar stjórnarflokkanna um óhóflega eyðslu þjóðarinnar, þegar það er athugað, að ekki hefur ver- ið um neina skuldasöfnun erlendis að ræða vegna kaupa á almennum varningi. Öll skuldasöfnun erlend- is, og hún hefur ekki verið mikil, stafar af sérstökum framkvæmd- um, sem ýmist skila andvirði sínu mjög fljótt í erlendri mynt’ eða spara þjóðinni gjaldeyriskaup. Til almennra nota hefur þjóðin ekki tekið meira en hún hefur aflað, og því fer víðs fjarri, að allt það, sem skipt hefur verið milli þegnanna, hafi verið étið upp. Þjóðin hefur á undanfömum árum safnað stór- kostlegum verðmætum. Hún hefur fest svo stóran hluta tekna sinna í varanlegum eignum, að slíks munu fá dæmi með öðrum þjóðum. — Ibúðabyggingar, ræktun landsins og uppbygging sveitanna, rafvæð- ingin, fiskiðjuverin, nýju fiskiskip- in o. fl., er sparnaður þjóðarinnar. Þetta er það, sem þjóðin hefur afl- að umfram það, sem hún hefur eytt. Erlent lánsfé nemur ekki nema litlu broti af því fjármagni, sem farið hefur til fjárfestingar, eða, eins og áður er bent á, aðeins jafnvirði nokkurra stærstu fram- kvæmdanna, sem eru alþjóðareign. Öll fjárfesting einstaklinga og fé- laga er hreinn sparnaður. Hitt er önnur saga, að fjárfestingunni hef- ur ekki alltaf verið beint að þeim verkefnum, sem hagfelldast hefði verið. Kemur þar til skipulags- leysi og skortur á heildarstjórn. Ef við stæðum nú í sömu spor- um og við stóðum 1940, hefðum ekki keypt nýjan flota fiskiskipa og flutningaskipa, ekki byggt upp fiskiðnað í landinu, ekki byggt nýjar rafstöðvar og orkuveitur, ekki byggt neitt teljandi af íbúðar- húsum, ekkert sinnt um vélvæð- ingu landbúnaðarins og enga áburðarverksmiðju eða sements- verksmiðju byggt, en samt safnað erlendum skuldum, þá væri hægt að segja, að við hefðum lifað um efni fram. Þá væri það sannleikur, að við hefðum eytt meiru en við hefðum aflað. En eins og málin horfa nú við er fjarstæða að halda slíku fram. Við höfum ekki eytt of miklu. Það var orðað svo í upphafi þessarrar greinar, að verið væri að gera stórfellda byltingu í efnahags málum þjóðarinnar. Og það er rétt Sjálfir orða stjórnarflokkarn- ir þetta svo, að þeir séu „að beita sér fyrir gagngerðri stefnubreyt- ingu í efnahagsmálum þjóðarinn- ar.“ Þessa gagngerðu stefnubreyt- ingu segja stjórnarflokkarnir, að nauðsyn sé að gera vegna þess, að „þjóðin lifi um efni fram.“ — Nú hefur þegar verið sýnt fram á það, að þetta eru falsrök ein. Þjóðin hefur í rauninni lagt fyrir mjög stóran hluta heildarteknanna. Ef samt sem áður væri talið rétt að stilla dæminu þannig, að undir engum kringumstæðum mætti taka erlend lán, væri áreiðanlega auðvelt að takmarka framkvæmd- ir og fjárfestingu við það, sem þjóðin gæti greitt á hverju ári, án þess að lífskjörin væru skert svo stórkostlega, sem nú er ætlunin. Það þarf enga gengislækkun og enga nýja skattlagningu til að draga úr fjárfestingarframkvæmd- um. Það þarf ekki einu sinni vaxtahækkun eða samdrátt útlána til þess, en þeim aðferðum á nú að beita með gengislækkuninni til að því, að samið verði um hærra kaup með nýjum kjarasamningum. Á sama hátt á einnig að koma í veg fyrir að kaup bænda og ann- arra, sem við landbúnað vinna, hækki. Með þessu móti á að skerða stórlega þann faluta þjóðar- teknanna, sem kemur í hendur launþega og bænda. En það segir sig sjálft, að þá vex hlutur ann- arra að sama skapi. Það, sem er að gerast, er það, að hér er verið að koma á alræði kapitalismans, blindri stjórn pen- ingavaldsins. Það er Sjálfstæðis- flokkurinn, með aðstoð Alþýðu- flokksins, sem er að hrinda þessu í framkvæmd. Allir vita, að slíkt hefur alla tíð verið óskadraumur flestra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins, en til skamms tíma munu fáir hafa látið sér koma til hugar, að Alþýðúflokkurinn yrði til þess að hjálpa til að gera þenn- an draum að veruleika. Þó að það sé þjóðskipulag kapítalismans, sem ríkir hér á Þeir „stóru“ eiga að hafa einkarétt til þess. Og samvinnufélögin þurfa að draga saman seglin, það þarf að lama starfsemi þeirra, og fyrsta skrefið til þess er að skylda þau til að afhenda Seðlabankan- um nokkurn hluta af innstæðum félagsmanna. 411t á sömu bókina lært. Allar hinar boðuðu ráðstafanir ríkisvaldsins miða í eina og sömu átt. Þær miða allar að því, að skerða kjör alþýðumanna og gera auðstéttinni hægt um vik að ná undir sig stærstum hluta þjóðar- auðsins og þjóðarteknanna. Það á jafnvel að ganga svo langt að koma á atvinnuleysi í landinu til þess að reyna að svelta verkalýð- inn til hlýðni. Þeim hefur fundizt það hart ýmsum stóratvinnurek- endunum síðustu tvo áratugina, að þurfa að fara að leita að verka- mönnum til vinnu og jafnvel að þurfa að bjóða þeim kauphækkun til þess að fá þá til að vinna hjá sér. Þeir vilja heldur hafa þann háttinn á, að geta sagt við verka- manninn: Þetta skal eg borga þér, ef þú vilt vinna hjá mér. En ef þú gerir þér ekki að góða, það sem eg býð, þá mátt þú bara ganga at- vinnulaus. Allar þær sárabætur, sem boð- aðar eru og sagðar eiga að koma launþegum til góða og vega ýmist að mestu eða öllu á móti kjara- skerðingunni, eru blekkingar ein- ar. Það er blekking ein og vitleysa, að launþegum standi eitthvað gott af því að losna við tekjuskattinn, þegar í staðinn koma nýjar skatta- álögur, margfaldar að krónutölu. Og hinir nýju skattar eru að því leyti verri, að þeir leggjast jafnt á fólk án tillits til efna og ástæðna. Sama máli og með tekjuskattinn gegnir um fjölskyldubæturnar. Það verða engar raunverulegar bætur, þegar söluskatturinn einn gleypir þær tvöfaldar eða þrefald- ar. Það er þrástagast á því, að þetta verði mikil kjarabót fyrir stærstu fjölskyldudnar, en á að gleyma því, að þær þurfa mest til nauðþurfta og verða líka að bera hæstu skattana samkvæmt hinni nýju skattaálagningu. Hinar nýju niðurgreiðslur á vöruverði tekur várla að tala um, þær eru svo smávægilegar miðað við allar þær hækkanir, sem verða. Takmörkun útlána og vaxta- hækkunin miðar auðvitað hvort tveggja að því að gera þeim, sem ekki eiga sjálfir mikið fé handa á milli, ófært að ráðast í nokkrar framkvæmdir. Það eru aðeins hin- ir fáu, útvöldu, sem eiga að fást við atvinnurekstur eða aðrar fram- kvæmdir. Og hverjir skyldu það verða nema þeir, sem kaupa hús- eignir þeirra manna ,sem nú geta ekki lengur haldið húsum sínum, þegar vaxtakjörin versna. Skyldu ekki auðmennirnir hugsa sér gott til glóðarinnar, þegar menn neyð- ast til að láta íbúðir sínar? Og skyldu þeir ekki einnig hugsa gott til glóðarinnar að komast yfir nokkrar jarðir frá þeim bændum, sem ekki treystast til að halda jörðum sínum eða jafnvel ekki til að halda áfram búskap, þegar svo verður að þeim kreppt, sem nú er ætlunin? Bændur eru einhver skuldugasta stétt þjóðfélagsins, vegna þess að þeir hafa almennt staðið í stórframkvæmdum hin síðari ár. Með samdrætti í lán- veitingum og hækkun vaxtanna samhliða auknum kostnaði við bú- reksturinn er hætt við, að svo verði að þeim kreppt, að margir verði að gefast upp, ekki sízt, þeg- ar jafnframt verður kreppt að kaupfélögunum, sem þó hefðu verið líklegust til hjálpar. Og hverjir eiga að kaupa jarðir og áhöfn? Það verður tæpast margt . unghjóna, sem hefur möguleika til þess. En það gæti verið, að bur- geisarnir vildu kaupa og leigja, þá kynni að rísa upp jarðeigendaað- all. Þetta er úrslitatilraun. Sú tilraun, sem íhaldið nú er að gera, til þess að korna hér á óheft- um og skefjalausum kapítalisma, er úrslitatilraun. Það hefur lengi langað til að gera þennan draum sinn að veruleika, en jafnan skort styrk til þess. Nú telur Sjálfstæðisflokkurinn betra tækifæri en líkur séu til að honum hlotnist á næstunni til að ráðast til atlögu gegn alþýðu landsins. Sá styrkur, sem hann tel- ur sig nú hafa, venju fremur, er stuðningur Alþýðuflokksins. Hann treystir á, að sá stuðningur nægi til þess að lama verkalýðssamtök- in svo, að þau verði ófær um að brjóta á bak aftur þessa heiftúð- ugu árás. Hann treystir því, að Al- þýðuflokkurinn sé þess megnugur að vekja innbyrðis deilur innan verkalýðsfélaganna, sem nægi til þess að drepa niður baráttuþrek þeirra og kjark. Þetta er tilraun af hálfu Sjálf- stæðisflokksins, og hann mun berjast af mikilli hörku fyrir því, að ná tilætluðum árangri. Heppn- ist honum þessi tilraim er fram- undan langt niðurlægingar- og eymdartímabil fyrir alþýðu þessa lands. Ef alþýðan ber ekki gæfu til þess að hafa samstöðu um að hrinda þessarri árás, mun hún lengi gjalda þess. En þetta er ennþá aðeins tilraun, og úrslitin eru ekki séð. I>að er alþýðan, sem á næsta leik. Hún á allt sitt undir því, að nú verði rétt leikið. Það eru verkalýðssam- tökin, sem þessi árás á, þarf og verður að brotna á. Styrkur þeirra og eining er í jöregg ís- lenzkrar alþýðu. Það veltur á öllu, að svikurunum í forystu Alþýðuílokksins takizt ekki að brjóta það egg, takizt ekki að rjúfa einingu íslenzkrar alþýðu. Ef þeim tekst það 'kki, þá misheppnast tilraun íhaldsins og alþýðustéttirnar geta hrist af sér þann ótta, sem nú hefur gripið um sig, og horft vonglöðum augum fram á við til betri og bjartari framtíðar. Hvaá er aá gerast? drepa niður framkvæmdir og upp- byggingu. Þjóðartekjurnar breytast heldur ekki við gengislækkun. Þjóðin í heild hefur nákvæmlega jafn mik- ið til að eyða eftir sem áður. Það, hvernig við skráum gengi krón- unnar, hefur engin áhrif á við- skipti okkar við önnur lönd. Öll þau viðskipti eru reiknuð eftir gjaldmiðli annarra þjóða. Þannig fer því fjarri, að gengislækkun tryggi okkur betri viðskiptaað- stöðu gagnvart öðrum þjóðum. Hitt er sönnu nær, að afleiðing gengislækkunar verður samdrátt- ur innanlands, sem veldur því, að framleiðslan heldur ekki áfram að vaxa eins og eðlilegt væri, og þá verður afleiðingin sú, að við höf- um minna en ella til að selja og getum af þeim sökum einnig minna keypt. Eins og það er blekking, að nú þurfi gagngerða stefnubreytingu vegna þess, að „þjóðin hafi lifað um efni fram“, eins er það blekk- ing, að gengislækkun leysi einhver efnahagsvandamál. Hvað er þá að gerast? En til hvers á þá að fella gengið? Til hvers á að gera byltingu í efna hagsmálunum? Það á að gera þetta til þess að breyta skiptingu þjóðarteknanna milli þegnanna. Gengisfelling ein, án annarra ráð- stafana, tryggir þetta að vísu ekki. Ef kaupgjald og allt vöruverð hækkaði í réttu hlutfalli við geng- islækkunina, sæti flest við það sama og áður. Þess vegna á nú að leitast við að halda kaupgjaldinu óbreyttu, og til þess að auðvelda það, er bannað, að kaup hækki þó að vísitala hækki. Launþegar eiga engar bætur að fá vegna hækkana vöruverðs, og það er líka víst, að ríkisstjórnin ætlar að standa svo sem henni framast er unnt gegn landi, þá er það þó mála sannast, að á undanfömum áratugum hef- ur kapítalið ekki drottnað hér í jafnríkum mæli og víða annars staðar og ýmsir verstu broddar þess skipulags verið brotnir eða slævðir svo mjög, að þeirra hefur ekki gætt til fulls. Það er tvennt, sem þessu hefur valdið: Annars vegar öflug verkalýðshreyfing, sem af mikilli festu og árvekni hefur gætt hagsmuna verkalýðsins, hins vegar samvinnuhreyfingin, sem hér hefur náð mikilli út- breiðslu og orðið auðvaldi lands- ins skeinuhætt. Nú er ætlunin, að hér verði aft- ur breyting á. Nú er ætlun íhalds- ins að líða það ekki lengur, að kapítalið sé ekki hinn allsráðandi gerandi í efnahagslífinu. Það á að verða „gagnger stefnubreyting" og það á að gera margvíslegar ráð- stafanir til að tryggja það, að þetta áform verði að veruleika. Grundvallaratriðið, sem þessar ráðstafanir eiga að byggjast á, er gengislækkunin. Með henni á að breyta hlutföllum við skiptingu þjóðarteknanna. Það á að minnka hlut flestra, og þá einkum allra launþega og bænda, en hlutur fárra útvaldra á að vaxa að sama skapi. Heildartekjur þjóðarinnar verða óbreyttar. Það verður aðeins tilfærsla milli stétta, og það er burgeisastéttin ein, stóratvinnu- rekendur og braskarar, sem græða. Þeir „stóru“ stækka, en þeir „smáu“ smækka. Með því ætlar ríkisstjórn íhalds og krata að tryggja það, að lögmál peninga- valdsins fái ráðið. En það þarf fleira að gera en aðeins að lækka gengið. Það þarf að koma í veg fyrir að kaupið hækki, og það þarf að koma í veg fyrir, að óbreyttum alþýðumönn- um detti í hug að leggja í ein- hverjar framkvæmdir, t. d. upp- byggingu nýrra atvinnufyrirtækja.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.