Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.03.1960, Page 3

Verkamaðurinn - 18.03.1960, Page 3
Föstudaginn 18. marz 1960 VERKAMAÐURINN 3 VBBKAMABTJRI II - vikublað - — w 'í "■ « lllliii •M> w* :«M’ «M stofa blaðsins ex í Hafnar- stræti 88. SÍmi 1516. Rit~ st|éri^Þoxsteim Jonatan|son Blaðið ©r prentað í Pront- verlci Odds BJðrnssonar h,f. RÖNG ÚTKOMA VERÐHÆKKANIRNAR af völdum efna- hagsmálaaðgerða ríkisvaldsins eru nú lítil- lega farnar að koma í ljós, en nokkrar vikur, og í sumum tilfellum nokkrir mánuðir, munu líða þar til hækkanirnar almennt verða komnar fram í dagsljósið. En þegar liækkanirnar verða allar komnar, mun flest- um ljóst verða, að þær verða meiri heldur en jafnvel hefur verið haldið fram í blöðum stjómarandstöðunnar eða svartsýnustu menn álíta nú. Sú dýrtíðaralda, sem er að rísa, verður stærri og hrikalegri, en nokkm sinni áður hefur sézt hér á landi. En mönnum verður á að spyrja, hvernig er þetta hægt? Hvernig er hægt að fella gengi krónunnar stórlega og tvöfalda um leið skattheimtu ríkisins, en gera ráð fyrir, að kaup verði óbreytt að krónutölu? Það fer að verða erfitt að skilja, hvar skattheimtupost- ulamir ætla að finna fé upp í alla þá skatt- heimtu, sem nú á að skella á þjóðina sam- hliða öllum þeim hækkunum á vömverði, sem hljótast af gengislækkuninni. Söluskatt- urinn einn á nú að verða talsvert hærri upp- lræð en fékkst á síðasta ári fyrir helming allra útflutningsvara okkar. Við fluttum út á síðasta ári vömr fyrir 1059 milljónir króna, en á þessu ári ætlar ríkið að inn- heimta 610 milljónir króna í söluskatt. Hvar á að taka peninga til að greiða allan þennan söluskatt? Það er ekki líkt því, að skynsamir og reikningslærðir menn hafi fjallað um þessi mál. Þegar lagður er á skattur verður að at- huga, hvort þeir, sem skattinn eiga að greiða, muni hafa einhverja möguleika til þess. — Þetta hefur áreiðanlega ekki verið athugað nú. Þó að ekkert eftirlit væri með verðlagn- ingu verzlana í landinu, þá myndu kaup- menn ekki láta sér til hugar koma að verð- leggja vömr sínar svo hátt, að þær gætu alls ekki selzt. Þeir myndu skilja, að slíkir verzl- unarhættir færðu þeim ekki gróða. En for- sjármenn ríkisins hika nú ekki við að leggja á þjóðina skatta, sem útilokað er, að hún geti greitt. Þetta er eins og vitfirringar séu að verki. En það verður vafalaust gengið fast eftir skattheimtunni, enda hægt um, þegar skatt- urinn er innheimtur um leið og keypt er í matinn. Og allir kaupa mat, á meðan nokk- ur eyrir er til í buddunni. En með því að laun ekki hækki, þá verður bara ekki neitt til í buddunni nema annan hvorn dag. Þess vegna hljóta launþegar að krefjast hærri launa til þess að geta keypt í matinn og greitt skattana. Þeir eiga ekkert um annað að velja. Og hver sá, sem heldur, að stöðugt sé hægt að leggja á nýja skatta og hækka verðlag, án þess að launþegarnir hljóti að krefjast hærri launa til að mæta útgjöldunum, er steingerf- ingur en ekki maður með venjulega og eðli- lega hugsun. Reiknimeistarar ríkisstjórnar- innar virðast vera þannig gerðir. Það er ekki sjáanlegt á útreikningum þeirra, að þeir hali tekið það á nokkurn hátt með í reikninginn, að mannlegar vemr og mannleg sjálfsbjarg- arviðleitni er |»áttur, sem verður að taka tillit til. Það þýðir ekki að beita sömu aðferðum, þegar verið er að gera útreikninga í sam- bandi við efnahagslíf heillar- jjóðar og beitt er við að reikna út fjarlægðir í geymn- um eða flatarmál tunglsins. Þessir blessaðir „sérfræðing- ingar“ verða að láta sér skilj- ast það, að það er ekki enda- aust hægt að auka skatt- iieimtu en láta laun vera óbreytt á sama tíma. Slík út- koma reikningsdæmis hlýtur alltaf að verða röng. En hve- nær skyldu „sérfræðingamir“ vitkast svo, að þeir skilji jetta? Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 árdegis. 5—6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára böm í kirkjunni. Bekkjarstjórar mæti kl. 10.10. Frá Rauðakrossdeild Akureyrar. Á öskudaginn seldust merki á Akureyri og í nágrenninu fyrir kr. 18.560.00. Þá fékk deildin nokkrar pen- ingagjafir. Frá öskudagsflokki á Syðri-Brekkunni, foringi Einar Haraldsson, kr. 160.00. — Dýr- leifu Steindórsdóttur og Þórdísi Ragnarsdóttur kr. 50.00. — Ösku- dagsliði Heiðu Karlsdóttur kr. 108.10. — Öskudagsliði Byggða- vegar kr. 90.00. — Öskudagsliði Innbæinga kr. 145.00. — Aðal- steini H. Bergdal kr. 25.00. — Kristjáni Skarphéðinssyni og Eigurjóni Jónssyni kr. 295.00. — Öskudagsliði Ásgeirs Valdimars- sonar kr. 225.00. — Ónefndri konu kr. 50.00. Öllum þessum gefendum, sem og þeim, sem seldu merki og keyptu, þakkar deildin kærlega. Þá ber og að þakka Borgarbíói fyrir að bjóða öllum sölubörnun- um á kvikmyndasýningu. Stjórn Rauðakrossdeildar Ak. Til fermingargjafa Morgunsloppar • Snyrtiveski úr leðri og plasti • Veski, hanskar, slæður og fl. • VANDAÐAR SVARTAR Dragtir stórar stærðir Blússur hvítar og mislitar Enn er eftir af fallegu Kjólaefnunum Nylonsokkar með saum og saumlausir Krepsokkar Sokkabuxur VERZL. B. LAXDAL Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Vefnaður Nokkrar stúlkur komast að á þessu námskeiði, er nú stendur yfir. Það er síðasta námskeiðið á þessum vetri. Upplýsingar í síma 1199. LAUS STAÐA Starf síma- og póstafgreiðslumanns í Grenivík er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. maí næstkomandi. Umsóknir sendist mér fyrir 1. apríl næstkomandi. Símastjórinn á Akureyri, 12. marz 1960. G u n n a r S c h r a m. Leiga á kartöflugörðum bæjarins fyrir næstkomandi sumar fer fram á tímabilinu frá 15. marz til 15.apríl næstk. Þeir, sem ekki hafa samið um garðland fyrir þann tíma og greitt tilskilda leigu, geta átt á hættu að fá ekkert garðland að þessu sinni. Er til viðtals alla virka daga kl. 1—2 e. h. í Grænugötu 8, niðri. Akureyri, 7. marz 1960. Garðyrkjuráðunautur. Bætur Almannatrygginga á Akureyri og í Eyjaf. Samkvæmt ársreikningum Tryggingaumboðs Ak- ureyrar og Tryggingaumboðs Eyjafjarðarsýslu urðu bótagreiðslur á sl. ári sem hér segir: Akureyri: Ellilífeyrir .....................kr. 5.266.267.00 Örorkulífeyrir .....................— 1.642.598.00 Barnalífeyrir ..................... _ 905.165.00 Fjölskyldubætur . ................. _ 1.378.842.00 Fæðingarstyrkur ...................._ 396.018.00 Ekkjubætur og líf..................._ 140.987.00 Makabætur ........................... 6.600.00 Mæðralaun ......................... _ 205.372.00 Örorkustyrkur ......................_ 103.860.00 10% bætur ......................... _ 47.962.00 (Sýsla innifalin.) Slysabætur ........................ _ 431.868.00 (Sýsla innifalin.) Alls kr. 10.527.370.00 Sýslan: Ellilífeyrir ........ Örorkulífeyrir ...... Barnalífeyrir ....... Fjölskyldubætur .. .. Fæðingarstyrkur .... Ekkjubætur og lífeyrir Makabætur............ Mæðralaun ........... Örorkustyrkur ....... kr. 2.186.605.00 — 411.449.00 — 312.772.00 — 559.626.00 — 167.168.00 — 50.213.00 — 7.200.00 — 70.351.00 — 46.425.00 Alls kr. 3.811.809.00 Auk þess greiddu umboðin kr. 950.975.00 í end- urkræfan barnalífeyri, kr. 217.187.00 í sýslu og kr. 733.788.00 í bæ, þannig að alls urðu bótagreiðslur umboðanna á árinu kr. 15,3 millj. Tilfallnar tekjur umboðanna urðu þessar: Akureyri: Endurkræfur barnalífeyrir ..........kr. 733.788.00 Iðgjöld hinna tryggðu ............... — 3.250.821.00 Iðgjöld atvinnurekenda ...............— 1.449.513.00 Iðgjöld bifreiðastjóra ...............— 301.225.00 (Bær og sýsla.) Iðgjöld sjóm. greidd af útgerðarm. — 497.513.00 Framlag bæjarins .....................— 1.940.000.00 Hluti bæjarins í hækkun lífeyris — 169.154.00 Alls kr. 8.342.014.00 Sýslan: Endurkræfur barnalífeyrir ..........kr. 217.187.00 Iðgjöld hinna tryggðu ..............— 1.250.624.00 Iðgjöld atvinnurekenda .............— 326.364.00 Framlag sveitarfélaga .............. — 769.000.00 Framl. sveitarfél. í hækkun lífeyris — 67.152.00 Alls kr. 2.630.327.00 Tryggingastofnunin í Reykjavík greiddi til um- boðanna á árin 4.800.000.00 til bótagreiðslanna, auk þess sem hún greiddi allar slysabætur. Atvinnuleysistryggingar. Auk framangreindra bóta önnuðust umboðin greiðslur á atvinnuleysisbótum til verkalýðsfélaga á umboðssvæðinu. Á Dalvík voru greiddar kr. 28.333.00 í atvinnuleysisbætur á sl. ári. Á Akureyri kr. 50.451.00. Tryggingarumdæmi Eyjafjarðarsýslu. Bragi Sigurjónsson. EN ÞEIR KOMU EKKI MEÐ ALLA „FUGLANA“ HEIM Franska lögreglan hefur lengi undrast það, hvers vegna veiðikofar við Loire-fljótið væru svo eftir- sóttir dvalarstaðir, sem reyndin hefur verið, og það hefur einnig verið undrimarefni, hvers vegna ákveðinn hópur léttúðugra fegurðardísa hyrfi oft skyndilega frá venjulegum dvalarstöðum. Nú hafa týndu stúlkurnar fundizt í fimm „veiði- kofum“ í hinum eftirsótta Loire-dal, þar sem „veiði mennirnir" gátu eytt frístundmn innan dyra í fé- lagsskap með stúlkunum. Og til þess að ekkert skyldi á skorta gátu „veiðimennirnir11 líka keypt fasana (eða lax) í verzlun og tekið með heim til eiginkvenna sinna eftir „veiðiferðina“.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.