Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. maí 1960 Aðalfundur Flugfélags íslands Rekstrarhalli 280 þús., Aðalfundur Flugfélags íslands var haldinn í Reykjavík 6. þ. m. Órn Ó. Johnson, forstjóri félags- ins, flutti skýrslu um reksturinn á liðnu ári og kom þar m. a. fram cftirfarandi: Farþegar innanlands voru 51.195 árið 1959, og er það 8% minna en árið áður. Fækkunin var aðallega á flugleiðum til Vestfjarða og Siglufjarðar, en flugsamgöngum þangað var hald ið uppi með Katalínaflugbát. Fjölfarnasta flugleið innan- anlands var sem fyrr milli Reykjavíkur og Akureyrar, 15.064 farþegar. Önnur að far- þegafjölda var leiðin milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja með 12.740 farþega. Þriðja í röð- inni var leiðin Reykjavík Egils- staðir með 6.325 farþega og milli Reykjavíkur og ísafjarðar flugu 4.850 farþegar, Heildartekjur innanlandsflugs námu 19.975 millj. kr., en rekst- urskostnaður, að meðtöldum af- skriftum, kr. 1.15 millj., varð FERÐIR, blað Ferðafélags Akureyrar, er nýlega komið út í nítjánda sinn. Þar skrifar Ólafur Jónsson um Herðubreiðarlindir. Grímur Sig- urðsson skrifar grein, er nefnist Litið yfir Fjörðu, og er það all- nákvæm lýsing Þorgeirsfjarðar og Hvalvatnssfjarðar og hinnar horfnu byggðar í þessum fjörð- um. Þormóður Sveinsson skrifar um gönguferð á Glóðafeyki í Skagafirði. Loks er skýrzla fé- lagsstjórnar um starf Ferðafé- lagsins á árinu 1959 og ferða- áætlunin í ár. Á forsíðu er mynd af sæluhúsinu í Herðabreiðar- lindum. en afskriftir 13.9 millj. 23.1 millj., og varð því halli á rekstri innanlandsflugsins 3 millj. og 125 þús. kr. Tveir þriðju hlutar hallans er tap á rekstri Katalínuflugbátsins, sem er eina sjóflugvélin, sem félagið á enn- þá. Heildarhleðslunýting í inn- anlandsflugi varð á árinu 56%. Rekstur millilandaflugsins gekk mjög vel á árinu. Þar varð heildarhleðslunýting 63.3%. Alls voru 29.495 farþegar fluttir milli landa, og er það 22%aukning frá árinu 1958. Haldið var uppi áætl- unarílugi til sömu staða og áður, þ. e. Glasgow, Kaupmannahafn- ar, Osló, Hamborgar og London. Flestir voru farþegar milli Reykjavikur og Kaupmanna- hafnar, 11.249. Leiguflug félagsins jókst veru- lega árið 1959 og voru farnar yf- ir yfir 80 ferðir til Grænlands. Annaðist Skymasterflugvélin Sólfaxi meginhluta þess. Brúttótekjur af millilandaflugi námu 59 millj. kr. og höfðu auk- izt um 33% frá árinu áður, en reksturskostnaður millilanda- flugs, að meðtöldum afskriftum, 12.8. millj., varð 56 millj. 200 þús. kr. Afkoma félagsins í heild árið 1959 er því sú, að heildartekjur félagsins námu 79 millj. kr., en reksturskostnaður, að meðtöld- um afskriftum, kr. 13.9 millj., varð 79 millj. 280 þús. kr. Varð reksturshalli félagsins því 280 þúsund, hagnaður á millilanda- fluginu 2.8 millj., en halli á inn- anlandsfluginu 3.1 millj. kr. Stjórn félagsins var ö.ll endur- kosin, en hana skipa: Guðmund- ur Vilhjálmsson, formaður, Berg- ur G. Gíslason, Jakob Frímanns- son, Björn Ólafsson og Richard Thors. Fundur verður haldinn í hverf- isfélganu Glerárborg sunnudag- inn 29. maí kl. 2 í Glerárskólan- um. — Stjórnin. Nonnahúsið er opið almenn- ingi til sýnis alla sunnudaga frá kl. 2.30—4 e. h. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni. Félags- og vinnuheimili Sjálfsbjargar verð- ur vígt þann 6. júní (2. hvíta- sunnudag) kl. 3 e. h. Meðlimir og styrktarmeðlimir eru beðnir að vitja aðgöngumiða í Alþýðuhúsið laugardaginn 28. maí kl. 6 e. h. Stjórnin. Guðmundur Trjámannsson ljós- myndari hefur flutt myndastofu sína í mjög smekkleg og vistleg húsakynni í Skipagötu 12, III. h. Arnór Kristjánsson, verkamað- ur, Brávöllum 4 á Húsavík, verð- ur sextugur 2. júní næstk. Þorsteinsdagur. Skógræktarfél. Akureyrar fer gróðursetningar- ferð í Þorsteinsskóg að Miðháls- stöðum laugardaginn 28. maí. — Farið verður frá Ferðaskrifstof- unni kl. 2. Þeir, sem vilja aðstoða við skógræktina með því að flytja fólk á vinnustað, eru vin- samlega beðnir að hafa samband við Tryggva Þorsteinsson (sími 1281) fyrir hádegi á laugardag. Stjórn Skógræktarfélags Ak. Sundnámskeið smábarna eru að hefjast. Kennsla fer fram í innilaug. Látið skrá börnin í síma 2260. ^ECjr Athugið! Að síendurteknu tilefni eru það einlæg tilmæli til allra þeirra, sem komast í færi við hvalavöður, að reka þær ekki á land, nema þeir örugglega viti, að í landi séu traust lagvopn til deyðingar hvölunum og tæki og aðstæður til þess að nýta hval- afla. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu 1960 var haldinn á Akureyri dag- ana 9.—13. maí og lauk aðal- fundarstörfum. Fjallaði fundur- inn að venju um ýmis hrepps- og sýslumál og gerði ályktanir um þau. Gerð var að venju áætlun um tekjur og gjöld sýsluvega- sjóðs og sýslusjóðs Eyjafjarðar- sýslu. Niðurstöður áætlunar sýsluvegasjóðs eru rösklega 343 þús. krónur, og er gert ráð fyrir að það fari allt til afborgana af vega- og brúarlánum og viðhalds sýsluvega. Þó var að þessu sinni samþykkt að taka nokkra nýja vegarkafla í tölu sýsluvega, en ekki veitt fé til lagningar þeirra á þessu ári. Niðurstöður fjárhagsáætlunar sýslusjóðs eru um kr. 479 þús. krónur. Helzti tekjuliður sjóðs- ins er sýslusjóðsgjöld hrepp- anna og voru þau ákveðin kr. 180 þús. á þessu ári. Alls var veitt um kr. 333 þús. til hinna ýmsu mála sem hér greinir: Stjórn sýslumála kr. 40 þús. — Til menntamála kr. 51 þús. — Til heilbrigðismála kr. 83 þús. — Til búnaðarmála kr. 133 þús. — Ýmsir styrkir kr. 11 þús. — Til óvissra útgjalda kr. 15 þús. (Frá sýsluskrifstofunni.) FLÓRSYKUR PÚÐURSYKUR KANDÍS NÝLENDUVÖRUDEILD Gagnfræðaskólinn á Akureyri Skólanum verður slitið miðvikudaginn 1. júní n. k. kl. 5 síðdegis. Akureyri, 25. maí 1960. JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja fokhelt ÚTIBÚ KEA í GLERÁRHVERFI. Teikningar og útboðslýsing afhent á Teiknistofu KEA gegn 500,00 króna skilatryggingu. Tilboðum sé skilað fyrir 8. júní, 1960 til framkvæmda- stjórans. KAUPFÉLA6 EYFIRÐINGA Þetta er Olympíuleikvangurinn mikli í Rómaborg, þar sem Olympíuleikarnir verða háðir i ágúst og september n. k. — Einn vinningurinn í fíyggingarhappdrœtti Æ. F. er flugferð fyrir tvo á Olympíuleikaná áisamt uppihaldi i> hálfan mánuð og aðgöngumiðum að íþróttakeppn- inni. — Auk þess eru 11 aðrir vinningar. — Verðmceti alls kr. 150.000.00. Nú er aðeins vika þar til dregið vcrður í hinu myndarlega happ- drætti Æskulýðsfylkingarinnar. Allir verða að sameinast um að ná sem beztum árangri þessa fáu daga, sem eftir eru af sulutímanum. Þeir, sem hafa miða til sölu þurfa að gera upp við umboðsmenn á hverjum stað eigi síðar en á fimmtudagskvöld 2. júní. A Akureyri skal uppgjörum skilað til afgreiðslu Verkamannsins. SELJUM ALLA MIÐA. BYGGINGARHAPPDRÆTTI Æ. F.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.